Morgunblaðið - 29.06.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.06.2003, Qupperneq 32
FRÉTTIR 32 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali. Þorsteinn Thorlacius, viðskiptafræðingur. Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafræðingur. Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 552 6600 GULLSMÁRI 5 - ÍBÚÐ 802 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-16:00 Glæsileg 3ja-4ra herb 87 fm íbúð á efstu hæð í 8 hæða lyftu- blokk. Tvö rúmgóð svefnher- bergi með góðum skápum auk fataherbergis, opið eldhús með fallegri innréttingu og björt stofa. Suðursvalir, stórkostlegt útsýni. Parket á öllum gólfum. Flísalagt baðherbergi. Sérgeymsla og sameiginleg hjólageymsla. Til stendur að mála húsið og til er fyrir því í framkvæmdasjóði. Verð 13,9 millj. Ólafía sýnir íbúðina. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár SUMARHÚS - BORGARFIRÐI 58 fm sumarhús til sölu í uppsveitum Borgar- fjarðar. Verð aðeins 2.750.000. Húsið saman- stendur af tveimur einingum með tengibygg- ingu. Aðalhús skiptist í stofu, eldhús og tvö herb., alls 35 fm. Gestahús er 12 fm. Í 11 fm tengibyggingu er baðherbergi og anddyri. Hús- ið er allt panelklætt og að mestu tilbúið að innan en vantar lokafrágang. Leigulóð 7.500 fm. Búið að tyrfa góðan blett og gera matjurta- garð. Rafmagn við lóðamörk, hitaveita væntanleg, frábært land til ræktunar. Skjólbelti úr viðju á lóðamörkum. Nánari uppl. gefur sölumaður okkar í Hveragerði, Kristinn Kristjánsson í síma 483 4151 eða gsm 892 9330. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. HVERAFOLD 106 - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Fallegt og vel hannað einbýlishús á einni hæð ásamt 38 fm stórum sér- standandi bílskúr og geymslu. Húsið er nýlega endurbætt og vel innrétt- að. Hellulagt bílaplan og afgirt ver- önd. Vel staðsett innarlega í botn- langa. V. 22,7 m. Áhv. 9,3. m. Laust fljótlega. Eiríkur og Guðrún taka á móti áhugasömun frá kl. 15-19. SÓLTÚN 30 OPIÐ HÚS Í DAG Vantar allar gerðir eigna á skrá! sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Björt og falleg ca 108 fm endaíbúð á 5. hæð (bjalla merkt 0501) í nýlegu lyftuhúsi á þess- um frábæra stað miðsvæðis í Reykjavík. Fjög- ur rúmgóð herbergi og björt stofa með suð- ursvölum. Sérinngangur af svalagangi. Fallegt útsýni. Íbúðin er laus strax. Magnús fasteignamiðlari, s. 898 5688, tekur á móti fólki milli kl. 15 og 17 í dag. Verið velkomin. Sumarbústaður á Þingvöllum Vorum að fá í einkasölu glæsilegan sumarbústað í Þjóðgarðinum. Sumar- bústaðurinn er um 92 fm auk 35 fm tengibyggingar. Sumarbústaðurinn sem hvílir á steinsteyptum stólpum, skiptist í stofu, eldhús, bað, forstofu, hol og þrjú svefnherbergi. Gólfborð eru úr furu. Gengið er úr stofu út á stóra verönd/pall. Í viðbyggingu er sólstofa, gufubað, sturta og fl. Stór sól- verönd. Bústaðurinn stendur á 5600 fm landi. Þar er að finna kjarr, kræki- berjalyng og bláberjalyng auk þess er mikið af trjágróðri og allhávöxnum trjám: birki, lerki, greni og aspir. Sandkassi og rólur eru við bústaðinn. Upplýstur og malarborinn göngustígur með hellum liggur frá malarbornu bílastæði að bústaðnum. Glæsilegt útsýni er úr sumarbústaðnum yfir vatnið og fjallahringinn frá Botnsúlum að Hengli. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofunni, ekki í síma, hjá Sverri Kristinssyni. Sjá myndir á netinu. Til sölu glæsileg 94 fm íbúð á 11. hæð (efstu hæð) í mjög vel byggðu lyftuhúsi ásamt sólstofum á suður- svölum og stæði í bílageymslu. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Frábært útsýni og örstutt í alla þjónustu, m.a. þjónustumiðstöð aldr-aðra. Opið hús í dag á milli kl. 14:00 og 16:00. Andri sölumaður Hús-anna í bænum mun taka vel á móti ykkur. Verð 18,9 millj. www.eignaval.is Hamraborg 5, 200 Kópavogi husin@husin.is Lækjarsmári 6 - „penthouse“ NEFND um úthlutun fræðimanns- íbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúð- inni frá 1. september 2003 til 31. ágúst 2004. Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Þorsteinn Pálsson, sendiherra Ís- lands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor. Ritari nefndar- innar er Helgi Bernódusson, aðstoð- arskrifstofustjóri Alþingis. Alls bárust nefndinni 28 umsóknir að þessu sinni. Sjö fræðimenn fá afnot af íbúðinni og vinna þeir að verkefnum sem hér segir: Guðmundur Magnússon, Myntbandalög í orði og á borði, Jón Þ. Þór, ævisaga dr. Valtýs Guðmunds- sonar, Páll Björnsson, Jón Sigurðs- son: Samband þjóðar og hetju, Páll Hreinsson, hæfisreglur stjórnsýslu- laga, Sigrún Pálsdóttir, ævisaga Þóru Pétursdóttur, sr. Sigurður Pálsson, Kirkja og skóli á 20. öld og Þorleifur Hauksson, útgáfa Sverris sögu á veg- um Fornritafélagsins. Fræðimannsíbúðin í Kaupmanna- höfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi. Sjö fá inni í húsi Jóns Sigurðssonar  GUNNAR Þór Gunnarsson varði nýlega doktorsritgerð sína á sviði lyfjaefnafræði við Virginia Comm- onwealth háskól- ann í Richmond, Virginíu í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð Gunnars nefnist „Rational Design of First Organic Antithrombin Activator“ og fjallar hún um hönnun á nýjum efnum sem virkja antiþrombín. Antiþrombín hindrar ensím í blóðstorknunarferlinu, sér- staklega þrombín og factor Xa. Undir eðlilegum kringumstæðum er þessi hindrun á factor Xa frekar hægfara en hægt er að hraða ferl- inu nokkur hundruðfalt með víxl- verkun á súlfatsykrunni heparíni og antiþrombíni. Heparín hefur verið notað eingöngu við þetta ferli en margar og alvarlegar hliðar- verkanir eru þekktar fyrir heparín. Verkefni Gunnars fólst í að hanna ný efni af lífrænum toga sem geta virkjað antiþrombín til að hindra þessi blóðensím og minnka hliðarverkanir. Efnin eru þau fyrstu sem hafa þessa verkan og eru ekki súlfatsykrur. Leiðbeinandi var dr. Umesh Desai og andmælendur voru dr. H. Tonie Wright, dr. Lemont Kier, dr. Albert T. Sneden og dr. Jason Rife, prófessorar við Virginia Commonwealth háskólann. Gunnar hefur kynnt rannsóknir sínar með birtingum í virtum vís- indatímaritum og á yfir 12 vísinda- ráðstefnum. Ameríska hjarta- verndin (American Heart Association) styrkti rannsóknir Gunnars. Gunnar Þór er fæddur 1974. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1994 og lauk B.Sc.-prófi frá Háskóla Íslands í lífefnafræði árið 1997. Hann starfaði eitt ár við efna- fræðiskor háskólans undir hand- leiðslu Sigmundar Guðbjarnarson- ar prófessors áður en hann hóf doktorsnám sitt haustið 1998. Foreldrar hans eru Þórdís Kristjánsdóttir bankastarfsmaður og Þórður Gunnar Valdimarsson uppeldisfræðingur. Gunnar Þór starfar nú við rannsóknir við Sam- setningarlíffræði- og lyfjaþróunar- stofnunina í Richmond í Virg- iníuríki. Doktor í lyfjaefna- fræði GOTT atvinnuástand hefur verið hér á Stöðvarfirði það sem af er þessu ári. Frá því í lok febrúar hafa tveir af ísfisktogurum Sam- herja hf. landað hér á Stöðvarfirði. Það eru skipin Margret EA-710 og Björgólfur EA-312. Frá 26. febrúar til 23. júní hafa skipin landað 2.490 tonnum af bol- fiski í 25 veiðiferðum. Þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, mikil vinna við að þjón- usta skipin og einnig eru þetta verulegar tekjur til hafnarsjóðs. Aflinn sem skipin landa hér fer til vinnslu í vinnslustöðvar Samherja á Dalvík og á Stöðvarfirði og einn- ig fer hluti aflans til vinnslu í Nes- kaupstað. Fyrirtækið starfrækir tvö fisk- vinnsluhús hér á staðnum, það er frystihús og salthús, en þar er nú verið að vinna afskurð frá frysti- togurum sem nýttur er í salt- fiskbita og hluti af afskurðinum fer í marning. Hér á Stöðvarfirði verð- ur vinnslan stöðvuð vegna sumar- fría í miðjum júlí og þá í um sex vikur. Þessi tími verður nýttur til lag- færingar á búnaði og húsum, einn- ig verður settur upp lausfrystir sem keyptur var síðla vetrar not- aður frá Skotlandi. Hjá Samherja hér á Stöðvarfirði starfa 35–40 starfsmenn. Morgunblaðið/Bjarni Gíslason Mikill afli um Stöðvarfjörð Stöðvarfirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.