Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 17 mín vegna. En mér finnst aðalatriðið að horfa á hann eins eðlilega og hrein- skilnislega og á eins sanngjarnan hátt og hægt er.“ Stjórnmálin eru þá ekki ráðandi stef í verkinu? „Alls ekki,“ svarar Hannes. „Ráð- andi stef er að sýna snilling, merkan Íslending, sem glímir við sína öld, þreytir þá glímu af mikilli fimi og gengur síðan heill upp og áfram. Ég ætla að lýsa því. En ég segi það líka, að ég ætla ekki að draga neitt undan. Mínir lesendur geta treyst því að ég fer ekki að stinga neinu undir stól. Ég fer ekki að þegja um eitthvað sem ekki á að þegja um. Ég ætla að segja söguna eins heiðarlega og hispurs- laust og mér er unnt og nota allar þær heimildir sem ég hef komist í, hvort sem þær eru hér á landi eða annars staðar. Ég vona að fyrsta bindið komi út í haust. Ég ætla að leggja land undir fót í sumar og ljúka ýmsum rannsókn- um sem ég hef unnið að, á stöðum eins og Winnipeg, Moskvu og Leipzig. Ég legg ómælda vinnu í þetta og legg mikið upp úr því að sagan verði mér til sóma, en aðallega Halldóri Lax- ness til sóma.“ Skiptirðu um skoðun á manninum eftir að þú hófst handa við verkið? „Allir sem skrifa ævisögur annarra manna öðlast miklu betri skilning á þeim. Þeir komast ekki hjá því að lifa sig að einhverju leyti inn í líf og störf þessara manna. Það var mjög gaman að lesa bréf Halldórs Laxness á Þjóðarbókhlöð- unni, þar sem hann er sem einlægur, ungur og mjög leitandi maður. Hans ferill er dæmalaus, hversu bráð- þroska hann er. Hann leggur land undir fót 17 ára gamall og fer upp á eigin spýtur til Danmerkur og Sví- þjóðar og leggst í lestur á Hamsun og Strindberg. Síðan fer hann til Banda- ríkjanna og ætlar að slá í gegn í Hollywood. Það þarf mikinn kjark og sigur- vissu til þess að geta gert allt það sem Halldór Laxness kom í verk á þeim árum sem hann var ekkert viður- kenndur. Það er miklu auðveldara að sigla lygnan sjó. En hann beitti upp í vindinn og honum tókst að komast þangað sem hann ætlaði sér að lokum. Hann beið stundum ósigra á fyrri hluta ævi sinnar, en hann sigraði sem rithöfundur.“ Nú hittirðu Halldór Laxness á sín- um tíma. „Já, ég var þá blaðamaður Eim- reiðarinnar og einu sinni eða tvisvar þurfti ég að skreppa upp að Gljúfra- steini og naut þá einstakrar gestrisni Auðar Laxness, konu Halldórs, sem ég held að hafi verið honum mjög góð kona og þörf. Ég held að maður eins og hann hafi þurft umhyggjusama og duglega konu eins og Auði Laxness. Það var mjög gaman að tala við þau hjónin. Ég fékk kaffi og lummur, sem voru mjög bragðgóðar, og Halldór var kíminn og skemmtilegur. Við töl- uðum dálítið um það af hverju hann hefði orðið sósíalisti á sínum yngri ár- um. Og hann sagði mér að hann hefði verið sósíalisti þangað til hann hefði áttað sig á því að tartarakaninn sæti enn í Kremlkastala.“ Tartarakaninn? „Það sem hann átti við með því var að það væri enn sama einræðið og hafði verið hjá rússneska keisaranum og hjá törturunum að fornu. Það hefði ekkert batnað; ef eitthvað var hefði það versnað.“ Hann sagði líka að hann hefði orðið sósíalisti, ekki af lestri sósíalískra fræðibóka heldur með því að virða fyrir sér soltna atvinnuleysingja í skemmtigörðum. „Já, en eins og ég sagði við þig, þá er þetta ekki mjög pólitísk bók,“ segir Hannes fljótur að beina viðtalinu í annan farveg. „Auðvitað kemur póli- tík við sögu. En lífið er ekki bara póli- tík! Lífið er líka rómantík! Ef þú lest t.d. bækur Halldórs, einkum Sölku Völku og hugljúfustu kaflana í Sjálf- stæðu fólki eða Heimsljósi, sérðu að hann er ekki bara pólitískur höfund- ur; hann er líka rómantískur höfund- ur. Ég held rómantíkin verði miklu sterkari en pólitíkin í þessari bók.“ Hvaða bók Halldórs finnst þér áhrifaríkust? „Mér finnst best stílaða bók Hall- dórs vera Íslandsklukkan, sennilega er sterkasta og voldugasta bókin Sjálfstætt fólk, en sú sem manni þykir vænst um er Salka Valka.“ Þetta eru skáldsögurnar en ekki ritgerðirnar sem þú nefnir. „Já, en Halldór var líka snjall rit- gerðarhöfundur. Ég man eftir alveg afburðasnjallri ritgerð sem hann skrifaði um það hver ætti að borga reikninginn. Hún var um alla sjó- mennina sem hefðu drukknað. Ég gæti nefnt margar aðrar ritgerðir eft- ir hann. Í raun má segja að Halldór hafi fyrr tekið út þroska sem ritgerðarhöf- undur en skáldsagnahöfundur. Því að Alþýðubókin er á köflum feikilega snjöll, misjöfn en snjöll. Hann nær ekki fullum þroska sem rithöfundur, finnst mér, fyrr en með Sölku Völku. En stílsnilldin nær hámarki með Ís- landsklukkunni. Sumir myndu ef til vill segja að það gerðist með Gerplu, því hún er auðvitað stílafrek, en þessi hlutlægi stíll sem hann beitir í Ís- landsklukkunni er alveg frábær að mínum dómi; hann fellur mest að mín- um smekk. En ég skil menn sem tala um ýmislegt annað í bókum hans. Og allar bækur Halldórs eru ástarsögur í einum skilningi eða öðrum.“ Er þetta ástarsaga? „Nei, þetta er ævisaga.“ n pólitíkin pebl@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Halldór Laxness kemur til Íslands með Gullfossi árið 1955 eftir afhendingu nóbelsverðlaunanna. Þjóðin fylgist með af hafnarbakkanum. Með Herjólfi á Þjóðhátíð Hægt er að bóka á netinu: www.herjolfur.is Brottfarartími 03 -0 31 0 Miðasala hefst á þriðjudag! Þriðjudaginn 1. júlí byrjum við að taka á móti pöntunum og selja miða með Herjólfi á Þjóðhátíðina í Eyjum. Athugið að greiða þarf pantaða miða fyrir 11. júlí og ósóttar pantanir verða seldar 17. júlí. Opið hjá Landflutningum-Samskipum á milli 9.00 og 16.00 alla virka daga. Sími 569 8400 Miðvikudagur 30. júlí Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Ferð 2 16.00 19.30 17.50 Fimmtudagur 31. júlí Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Ferð 2 16.00 19.30 17.50 Föstudagur 1. ágúst Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Ferð 2 16.00 19.30 17.50 Laugardagur 2. ágúst Ferð 1 08.15 12.00 11.00 Sunnudagur 3. ágúst Ferð 1 13.00 16.00 14.50 Mánudagur 4. ágúst Ferð 1 11.00 14.30 12.50 Ferð 2 18.00 21.30 19.50 Þriðjudagur 5. ágúst Ferð 1 01.00 04.00 02.50 Ferð 2 08.15 12.00 11.00 Ferð 3 16.00 19.30 17.50 Frá Vestm.eyjum Frá Þorlákshöfn Frá BSÍFerðirDagar ATHUGIÐ! Breyttur brottfarartími ATHUGIÐ! Breyttur brottfarartími Næturferð aðfaranótt þriðjudags HÚSAVÍKURSTOFA, upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn var opnuð í versluninni Strax í gamla kaup- félagshúsinu við fjölmenna athöfn á dögunum. Það gerði Reinhard Reynisson bæjarstjóri formlega með því að klippa á borða með aðstoð Haraldar Líndals Péturssonar, framkvæmdarstjóra Markaðsráðs Húsavíkur og nágrennis (MarkHús), sem sjá mun um að reka upplýsinga- miðstöðina. Að MarkHús standa fjöl- margir ferðaþjónustuaðilar, þjón- ustufyrirtæki sem og Húsavíkurbær. Í upplýsingamiðstöðinni eiga ferðamenn að geta nálgast allar al- mennar upplýsingar um Þingeyj- arsýslur sem og aðra staði á landinu. Þarna verða einnig seldar hesta- og jeppaferðir og hægt að kaupa sér gistingu svo dæmi séu tekin. Húsa- víkurstofa verður opin frá kl. 9 -19 virka daga og á opnunartíma Strax um helgar. Starfsmenn munu verða 1 til 2 eftir þörfum en ferða- mannastraumur er jafnan mikill á svæðinu, eða um 80 þúsund manns á ári. Þá er í upplýsingarmiðstöðinni salerni fyrir almenning, m.a sér- hannað fyrir fatlaða. Einnig er þar mynt- og kortasími en þjónusta af því tagi hefur ekki verið í boði í mið- bænum um langa hríð. Afgreiðsluborðið í Húsavíkur- stofu er skemmtilegt á að líta en það er eins og bátur í laginu. Það má segja að það sé táknrænt fyrir Húsa- vík sem hefur verið útgerðarbær til langs tíma og er í dag jafnframt „höfuðborg“ hvalaskoðunar í Evr- ópu. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þær Lea Rakel Amlín Sigurðardóttir t.v. og Halla Rún Tryggvadóttir munu starfa í Húsavíkurstofu. Með þeim á myndinni er Haraldur Líndal Pétursson, framkvæmdastjóri MarkHús. Húsavíkurstofa, upplýs- ingamiðstöð ferðamála Húsavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.