Morgunblaðið - 29.06.2003, Side 33

Morgunblaðið - 29.06.2003, Side 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 33 Glæsilegt 274 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 100 fm kjallararými. 4-6 svefnherb., 2 baðherb., stór stofa, bjart og opið eldhús. Á 1. hæð er möguleiki á aukaíbúð. Mjög fallegur garður teiknaður af landslagsarkitekt, timburverönd með heitum potti og stórt bílaplan steypt m/snjóbræðslu. Þetta er stór og glæsileg eign á besta stað. Verð kr. 29,7 m. Afh. í ágúst nk. Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 16 og 18 og á morgun kl. 18-20. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested í síma 899 5159. Þverholti 2 • 270 Mosfellsbæ • Sími 586 8080 • Fax 586 8081• www.fastmos.is OPIÐ HÚS - BUGÐUTANGI 11 - MOSFELLSBÆ Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. Til leigu mjög gott verslunar- og lagerhúsnæði á jarðhæð sem er að stærð 394 fm með stórum verslunargluggum og möguleika á góðum innkeyrslu- dyrum. Húsnæðið hefur góða viðskiptavild sem golfvöruverslun. Einnig til leigu í sama húsi 274 fm salur á 2. hæð með mikilli lofthæð, hentar vel fyr- ir félagasamtök eða skrifstofur. Bæði plássin eru laus strax. Uppl. veitir NETHYLUR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14 - 17 Grettisgata 86 - 3ja-4ra herb. Björt og rúmgóð 94 fm horníbúð á 3. hæð í vel byggðu steinhúsi á horni Grett- isgötu og Snorrabrautar. M.a. 2 stofur, hjónaherbergi og risherbergi. Parket á gólfum. Íbúðin er LAUS við kaupsamn- ing. Margét og Baldur sýna íbúðina í dag milli kl. 14 og 17. Verð 12,4 m. 3680 SÖLUSKRÁNING EIGNA Á LUNDI ER ÁN ALLS KOSTNAÐAR NEMA VIÐ SELJUM Þú greiðir engan auglýsingakostnað eða annan kostnað á Lundi nema við seljum eignina fyrir þig NÁTTÚRUVERND í sögulegu ljósi var meginumfjöllunarefni banda- ríska umhverfissagnfræðingsins Harrietar Ritvo, sem hélt fyrir- lestur í Norræna húsinu sl. mið- vikudag í boði Landverndar og Hins íslenska náttúrufræðafélags. Ritvo hefur doktorsgráðu í sagn- fræði frá Harvard og kennir við Massachusets Institute of Techno- logy (MIT). Vinnur hún nú að viða- mikilli rannsókn á uppruna og orð- ræðu náttúruverndar á Vesturlöndum. Fyrirlestur Ritvo snerist um at- burði sem áttu sér stað á Norður- Englandi seint á nítjándu öld. Þá þarfnaðist iðnaðarborgin Man- chester aukins vatns, vegna gríð- arlegrar þenslu og uppbyggingar iðnaðar þar í borg. Þetta vatn hugðust yfirvöld borgarinnar sækja í stöðuvatnið Thirlmere á svonefndu Lake District, eða „vatnasvæði“, sem löngum hefur verið rómað fyrir fegurð, meðal annars af ljóðskáldinu William Wordsworth. Kröftug andstaða Thirlmere þótti hentugt til vatns- veitu vegna landfræðilegrar stöðu og gæða vatnsins, en íbúar vatna- svæðisins snerust fljótlega gegn áformum Manchesterbúa og skap- aðist breið og öflug fylking þegna sem barðist af miklum krafti gegn því að vötnum yrði raskað. Ritvo segir þó að yfirleitt hafi gagn- kvæmur skilningur verið á mismun- andi þörfum hagsmunaaðila, en þarna hafi verið um að ræða mis- munandi gildismat á hvaða gæði skipta mestu máli; framþróun iðn- aðar eða náttúrufegurð. Þarna var um að ræða tímamótadeilu, vegna þess að aðalrökin sem beitt var gegn framkvæmdinni snerust ekki um eignarrétt íbúa á svæðinu, held- ur um huglæg atriði eins og fegurð svæðisins og gildi þess fyrir bresku þjóðina. Deilan markar því upphaf náttúruverndarstefnu í nútíma skilningi, þar sem fegurðarrök og löngun til að vernda ósnortna nátt- úru hafa löngum tekist á við nýting- arsjónarmið. Ritvo segir að í þessari umræðu hafi hinir viktoríönsku náttúru- verndarsinnar látið sig miklu varða fegurð og óspillta náttúru vatna- svæðanna. Þeir fordæmdu harðlega þá innrás sem verið væri að gera á annars óspillt svæði. „Þrátt fyrir að þeir skildu þörf iðnaðarborga fyrir aukið vatn, vildu þeir ekki að það væri tekið úr þeirra sveit.“ Fegra framkvæmdir? Vatnsveitusinnar áttu þó ýmis mótrök í pokahorninu önnur en bein nýtingarrök, meðal annars það að svæðið gæti alls ekki talist ósnortið af mannavöldum, því mannvist á svæðunum yfir mörg þúsund ára tímabil hafði sann- arlega haft áhrif á svæðin. Auk þess væri náttúran í raun stærsti gerandi í eigin umbreytingum. Jarðfræði svæðisins sýndi þannig að Thirlmere hefði verið töluvert stærra á forsögulegum tímum. Sögðu framkvæmdaaðilar að með því að stífla Thirlmerevatn, væri í raun verið að gera svæðið bæði feg- urra á að líta og stöðugra, þ.e. lík- ara því vatni sem þar eitt sinn var. Segir Ritvo þessari röksemd líklega aldrei hafa verið ætlað að sannfæra sjálfa náttúruverndarsinnana um réttmæti málstaðar andstæðing- anna, heldur mun frekar til þess að villa um fyrir þeim sem væru ekki eins „liprir vitsmunalega.“ Ritvo telur þessar röksemdir enduróma í dag og í raun lítið hafa breyst annað en stærðir fram- kvæmdanna og umfang hags- munanna. Umhverfishyggjumenn hafi enn hina rómantísku sýn að leiðarljósi. Þó sé mikilvægt að hafa það hugfast að fagurfræðileg rök eigi ekki síður við í umræðu um náttúruvernd. Ósigur gat af sér sigra Ritvo sagði að þrátt fyrir að vatn- ið hefði á endanum verið stíflað, hefðu átökin getið af sér náttúru- verndarsamtök sem hefðu síðan undið mikið upp á sig og væru nú stærstu landeigendur Bretlands í því skyni að vernda náttúru og menningarminjar fyrir fram- kvæmdum. Í umræðum sem spunnust eftir fyrirlesturinn kom fram að þær röksemdir sem notaðar voru í deil- unni um Thirlmere enduróma í megindráttum enn í dag og í raun hafi lítið breyst annað en stærðir framkvæmda og umfang hags- muna. Náttúruverndarsinnar hefðu þó einnig farið að beita vist- fræðilegum rökum á fyrri hluta 20. aldar, eftir að sú fræðigrein kom til skjalanna. Fagurfræðileg rök væru þó eftir sem áður áberandi og mik- ilvæg í umræðu um náttúruvernd. Ritvo var einnig spurð hvað henni fyndist um viðleitni manna að leggja fjárhagslegt mat á náttúru- fegurð. Hún sagði menn hafa mikla tilhneigingu til þess að vinna út frá tískufyrirbærum og að meta nátt- úrufegurð til fjár á slíkan hátt og að reyna að skapa hagrænan kvarða á slíka fegurð væri „greini- legt barn síns tíma“ og ekki líklegt til að standast tímans tönn. Eftir fyrirlesturinn sat Ritvo há- degisfund með fræðimönnum og blaðamönnum og ræddi við við- stadda yfir hádegisverði. Lét hún þar í ljósi undrun sína á áformum um stórvirkjanir og aukna stóriðju og áleit þau tímaskekkju miðað við þróun í Bandaríkjunum og ná- grannalöndum Íslands. Rannsakar uppruna náttúruverndar Viktoríu-rómantískar rætur umhverfisbaráttunnar TENGLAR .............................................. http://web.mit.edu/hnritvo/www/ Morgunblaðið/Árni Torfason Harriet Ritvo umhverfissagnfræðingur flutti fyrirlestur í Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.