Morgunblaðið - 01.07.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SHELL SELUR HLUT SINN
Shell seldi allan hlut sinn í Skelj-
ungi hf. í gær til Burðaráss hf. og
Sjóvár-Almennra hf. á genginu 12
krónur á hlut. Fyrirtækin tvö eiga
nú tæp 50% í Skeljungi en markaðs-
virði fyrirtækisins nemur um 11,3
milljörðum króna miðað við 15 kr. á
hlut.
Aflétta ætti leyndinni
Fulltrúar Samfylkingarinnar í ut-
anríkismálanefnd og Vinstri-grænir
vilja að leynd verði aflétt af bréfa-
skriftum Davíðs Oddssonar og
George Bush. VG telja fagnaðarefni
að Ísland geti orðið laust við erlend-
an her.
Stórt skattsvikamál
Íslenskt fyrirtæki og nokkrir ís-
lenskir ríksiborgarar eru grunaðir
um aðild að stórfelldu skattsvika-
máli í Svíþjóð. Svikin tengjast
greiðslum til vörubílstjóra en til-
gangurinn var að komast hjá að
greiða skatta og önnur gjöld. Talið
er að um 130 milljónir króna hafi far-
ið í gegnum íslenskt fyrirtæki vegna
málsins.
Sprenging í vopnageymslu
Óttast er að tugir Íraka hafi látist
í sprengingu í vopnageymslu í bæn-
um Haditah á laugardag. Ekki er
vitað hvað olli sprengingunni.
Hermenn frá Gaza
Ísraelsstjórn dró hersveitir sínar
frá Gaza-svæðinu í gær eftir að Al-
Aqsa, herská samtök Palest-
ínumanna, lýstu yfir að þau myndu
virða þriggja mánaða vopnahlé. Ísr-
aelar hyggjast færa hersveitir sínar
frá Betlehem á miðvikudag.
Gagnrýnir borgaryfirvöld
Gríska rétttrúnaðarkirkjan hefur
gagnrýnt harðlega tilraun borgaryf-
irvalda í Aþenu til að fá lög um
vændi rýmkuð í tilefni Ólympíu-
leikanna í borginni 2004.
Bensínverð hækkar
Olíufélögin hækka öll bensínlítr-
ann í dag um tvær krónur og þrjátíu
aura. Þá hækkar lítrinn af díselolíu
um 1,50 krónur. Félögin segja
ástæður hækkunarinnar vera geng-
isþróun krónunnar gagnvart banda-
ríkjadal.
Hitamet í Reykjavík
Meðalhiti í Reykjavík í júní hefur
ekki verið hærri í sextíu ár eða síðan
árið 1941. Veðrið hefur verið ein-
staklega milt það sem af er ári.
Y f i r l i t
Í dag
Viðskipti 12 Þjónustan 27
Erlent 13/15 Viðhorf 28
Höfuðborgin 16 Minningar 28/31
Akureyri 17 Bréf 32
Suðurnes 18 Dagbók 34/35
Austurland 19 Íþróttir 36/39
Landið 20 Hestar 40
Neytendur 21 Fólk 41/45
Listir 22 Bíó 42/45
Umræðan 23 Ljósvakar 46
Forystugrein 24 Veður 47
* * *
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
tvo lögregluþjóna í Reykjavík fyrir
meintar ólöglegar handtökur tvær
nætur í miðborginni í mars sl. Jafn-
framt er þeim gefin að sök röng
skýrslugerð í tengslum við hand-
tökurnar og brot í opinberu starfi.
Fyrri handtakan átti sér stað
inni á veitingastað í Hafnarstræti,
en þar er öðrum lögregluþjónanna
gefið að sök að hafa handtekið
rúmlega tvítugan mann og fært á
lögreglustöðina við Hverfisgötu án
nægilegra ástæðna eða tilefnis.
Seinni handtakan átti sér stað
daginn eftir framan við veitinga-
stað í Tryggvagötu, en báðir lög-
regluþjónarnir eru sakaðir um að
hafa þá handtekið rúmlega þrítug-
an mann og fært á lögreglustöðina
við Hverfisgötu án nægilegra
ástæðna eða tilefnis.
Sakaðir um ranga skýrslugerð
um handtökurnar
Báðir lögreglumennirnir eru sak-
aðir um ranga skýrslugerð með því
að skrá í skýrslur um handtökurn-
ar að mikil múgæsing hafi myndast
á vettvangi í báðum tilvikum,
ástandið verið mjög eldfimt og að
notkun úðavopns hafi verið nauð-
synleg til að lögregla kæmist af
vettvangi án þess að til frekari
átaka kæmi.
Annar lögreglumannanna, sá
sem sakaður er um ólögmæta
handtöku í fyrra tilvikinu, er
ákærður fyrir brot í opinberu starfi
með því að hafa án nægilegra
ástæðna eða tilefnis beitt úðavopni
í tengslum við seinni handtökuna.
Ríkissaksóknari krefst þess að
lögreglumennirnir tveir verði
dæmdir til refsingar. Eru þeir tald-
ir með framferði sínu hafa gerst
brotlegir við 131., 132. 138. og 146.
grein hegningarlaganna.
Þá krefst sá er handtekinn var í
síðara tilvikinu 600.000 króna
miskabóta úr hendi lögreglumann-
anna.
Ákærðir
fyrir
ólögleg-
ar hand-
tökur
ÞREMUR starfsmönnum var sagt
upp starfi hjá KFUM og KFUK á
árunum 1988–1992 vegna gruns og
ásakana um kynferðisbrot gegn
börnum, að því er fram kom í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.
Séra Ólafur Jóhannsson, for-
maður KFUM og KFUK, sagði við
Morgunblaðið að öll þessi þrjú mál
ættu það sameiginlegt að hafa far-
ið til barnaverndaryfirvalda og/eða
lögreglu en í engu þeirra hefði
fallið dómur og enginn farið á
sakaskrá vegna þeirra.
Einn starfsmanna rekinn
vegna ásakana
Einn þessara starfsmanna var
rekinn vegna ásakana um að hann
hefði leitað á unga drengi í sum-
arbúðum KFUM og KFUK, annar
var rekinn vegna atviks sem varð
utan starfs félagsins, á heimili í
Reykjavík, og þriðja tilvikið teng-
ist svonefndu barnaklámsmáli sem
fram hefur komið í fréttum.
Ólafur sagði að hópur fólks inn-
an félagsins hefði farið gaumgæfi-
lega í gegnum þessi mál síðustu
daga vegna barnaklámsmálsins og
ljóst væri að frá árinu 1992 hefði
engum starfsmanni KFUM og
KFUK verið sagt upp vegna gruns
eða ásakana um kynferðisafbrot
gegn börnum á vettvangi félags-
ins.
Ólafur hefur verið formaður
KFUM og KFUK frá árinu 1992
og var í stjórn þess áður. Þegar
hann var spurður um til hvaða að-
gerða hefði verið gripið í kjölfar
þessara mála sagði hann þau hafa
opnað umræðuna innan félagsins.
Lögð hefði verið meiri áhersla á
námskeið með starfsfólki í sum-
arbúðum og reynt að koma sem
mest í veg fyrir þær aðstæður að
starfsmaður væri einn með einu
barni eða fáum. Einnig væri brýnt
fyrir starfsfólki að tilkynna grun-
samleg atvik meðal samstarfs-
manna.
KFUM og KFUK árin 1988–1992
Þremur sagt upp
vegna gruns um
kynferðisbrot
MARGRÉT Kr. Sigurðardóttir
viðskiptafræðingur, sem verið hef-
ur markaðsstjóri Morgunblaðsins
frá því síðla árs
1992, hefur verið
ráðin til starfa á
ritstjórn blaðs-
ins. Hún mun
vinna að nýjum
verkefnum
tengdum helgar-
útgáfu Morgun-
blaðsins. Mar-
grét hefur
starfað á Morgunblaðinu frá árinu
1982. Á árunum 1986–1992 var hún
starfsmaður ritstjórnar blaðsins
og var blaðamaður á viðskiptarit-
stjórn Morgunblaðsins í nokkur
ár, þar til hún tók við starfi mark-
aðsstjóra.
Margrét Kr. Sigurðardóttir lauk
cand.oecon prófi frá Háskóla Ís-
lands vorið 1992 og stundaði MS
nám í HÍ veturinn 1999–2000. Hún
hefur verið formaður Félags við-
skiptafræðinga og hagfræðinga frá
árinu 2001.
Margrét Kr. Sigurðardóttir er
gift Jóni Þórissyni framkvæmda-
stjóra hjá Íslandsbanka og eiga
þau eina dóttur, Helenu Margréti.
Margrét Kr.
Sigurðardótt-
ir til starfa á
ritstjórn
Margrét Kr.
Sigurðardóttir
ENGLENDINGURINN ungi Luke
McShane bar sigur úr býtum á Al-
þjóðlega atskákmótinu, Greenland
Open 2003, með 8½ vinning. Mótinu
lauk í gær þegar níunda umferðin
var tefld en McShane hafði tryggt
sér sigur í 8. umferð með jafntefli á
móti Bandaríkjamanninum Nick de
Firmian. Í öðru sæti lenti Jóhann
Hjartarson með 7½ vinning og í því
þriðja var Pedrag Nikolic með sjö
vinninga.
Systkinin þrjú, Ingvar, Sverrir og
Ingibjörg Ásbjörnsbörn, stóðu sig
mjög vel á mótinu. Ingvar fékk fimm
vinninga, Sverrir fjóra og Ingibjörg
þrjá.
Regina Pokorna frá Slóvakíu vann
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í 9. um-
ferð og varð því hlutskörpust kvenna
á mótinu. Atkvæðamestu Grænlend-
ingarnir á mótinu voru Hans Christi-
an Dah og Steffen Lynge en þeir
hlutu fimm vinninga hvor.
Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, þakkar hinni 10 ára gömlu Sigurlaugu Jóhannsdóttur fyrir góða
skák en hann hrósaði henni í hástert. Mikill áhugi hefur kviknað á Grænlandi á skáklistinni.
Morgunblaðið/Ómar
Luke McShane tryggði sér sigur á mótinu eftir að hafa gert jafntefli við
Nick de Firmian. Skákin var æsispennandi og tímahrakið algjört.
Hinn 19 ára Luke McShane
tryggði sér sigur í 8. umferð
Alþjóðlega atskákmótinu Greenland Open 2003 lauk í gær
Í MORGUNBLAÐINU í dag
birtist fyrsta síðan með svæð-
isbundnum fréttum frá Austur-
landi. Munu slíkar síður birtast
reglulega í blaðinu framvegis.
Fyrir eru í blaðinu síður með
svæðisbundnum fréttum úr
sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu, Akureyri og Eyja-
fjarðarsvæðinu, Suðurnesjum
og Árborgarsvæðinu.
Steinunn Ásmundsdóttir, ný-
ráðinn blaðamaður Morg-
unblaðsins á Egilsstöðum, mun
hafa umsjón með síðunni.
Markmiðið með ráðningu
blaðamanns á Egilsstöðum er
að efla fréttaflutning af Aust-
urlandi, en þar eru sem kunn-
ugt er framundan mikil umsvif.
Nýlega opnaði Morgunblaðið
ritstjórnarskrifstofu í Kaup-
vangi 6 á Egilsstöðum, þar sem
Steinunn verður með starfs-
stöð. Símanúmer skrifstof-
unnar er 471-1169 og netfangið
austurland@mbl.is.
Fréttir af
Austur-
landi á
einni síðu
Austurlandssíða/19
♦ ♦ ♦