Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKN er hafin á ástæðum þess að litháensk flugvél flaug lágt yf- ir byggðina í Þingholti á áttunda tím- anum á sunnudagskvöld. Í fréttatil- kynningu frá Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) segir að unnið sé að gagnaöflun vegna rannsóknar máls- ins og að tekinn hafi verið vitnisburð- ur af flugmönnum vélarinnar. Í til- kynningunni segir að RNF muni væntanlega senda frá sér bráða- birgðaskýrslu um atvikið þegar rann- sókn þess yrði lengra á veg komin. Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Kristján Guðjónsson, nefndarmaður í RNF, Flugmálastjórn fyrir að hafa ekki tilkynnt RNF tafarlaust um at- vikið. Í gærmorgun sendi Flugmála- stjórn frá sér tilkynningu þar sem frá því er greint að flugmálastjóri hafi áréttað við flugstjórn að öll atvik skyldu tilkynnt símleiðis til RNF eins fljótt og auðið sé. „Ég er sáttur við viðbrögð Flug- málastjórnar að árétta það við sína menn að tilkynna RNF um þessi at- vik,“ segir Þormóður Þormóðsson, formaður RNF. Tildrög atviksins á sunnudag eru þau að þegar flugvélin kom niður úr skýjum eftir blint aðflug að flugbraut 19 (norður-suður) á Reykjavíkurflug- velli sveigði hún til vinstri að braut- arenda flugbrautar 24 (norðaustur– suðvestur). Flugmaðurinn náði að rétta hana af og náði að lenda á flug- braut norður en var fyrirskipað að taka aftur á loft þar sem hraði vél- arinnar var of mikill. Samkvæmt til- kynningu RNF fór flugmaðurinn ekki eftir fyrirmælum flugturnsins í frá- hvarfsfluginu en var að lokum beint á ný til aðflugs á flugbraut 19 þar sem vélin lenti heilu og höldnu. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að eftir atvikið á sunnudag hafi verk- lagsreglur verið áréttaðar við flug- stjórn. „Það er oft mat hjá flugum- ferðarstjórum hvað sé atvik og hvað sé alvarlegt atvik. Í þessu tilviki var ekki tilkynnt strax með símtali. Þeir [RNF] voru hins vegar búnir að frétta þetta, í sjálfu sér í gegnum mig, því ég sagði blaðamanni Morgun- blaðsins að hringja í þá.“ Flugmennirnir tveir voru kyrrsett- ir í gærmorgun en eru nú frjálsir ferða sinna eftir yfirheyrslur hjá RNF. Rannsókn hafin á því þegar flugvél fór hættulega nálægt íbúðarbyggð Fylgdu ekki fyrirmælum Morgunblaðið/Júlíus Vélin sem lenti í aðflugsatvikinu við Reykjarvíkurflugvöll.                                                                                 " ! #   SJÓNARVOTTUR sem Morgun- blaðið hafði samband við, var staddur á bíl nálægt Hljóm- skálagarðinum þegar flugatvikið átti sér stað á sunnudag. „Við höfðum verið þarna fyrr um dag- inn og þá var Fokkervél að koma inn til lendingar á norður-suður brautinni. Þá sáum við rétt aðeins glitta í hana rétt fyrir ofan bílinn. En þarna sem við vorum á leiðinni á svipuðum slóðum sáum við þessa litlu vél sem var greinilega á röng- um stað. Það var þokusúld og vél- in var ýmist sýnileg eða ekki. Fannst eins og vélin væri í beygju að flugbrautinni Mér fannst eins og hún væri í beygju; að hún væri að beygja til austurs. Vélin var allt annars stað- ar en maður er vanur að sjá flug- vélar og miklu neðar en maður hefði talið ráðlegt,“ segir sjón- arvotturinn. „Það var greinilegt að það var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Vélin var of mikið í austur og of nálægt og mér fannst eins og hún væri rétt fyrir ofan sameiginlegt sendiráð Þýskalands og Bret- lands.“ Hann segir að flug vélarinnar hafi verið reikult og greinilega hefði mátt sjá að flugmaðurinn væri í vandræðum. „Vélin allt annars staðar en maður er vanur að sjá“ SAMGÖNGURÁÐHERRA segir mikið hafa verið lagt í ör- yggisþætti við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. „Það er auðvitað hætta sem fylgir öllu flugi. Þess vegna var lögð rík áhersla á að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll þannig að brautirnar og aðflugsbúnaður væru eins og best er á kosið. Það þarf auðvitað að leggja áherslu á það að fyllsta öryggis sé gætt, “ segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Hann segir at- vikið mjög óheppilegt, sérstak- lega í miðri umræðu um flugvöllinn. Leggja þarf áherslu á það að flugumsjón við völlinn séu hinar ýtrustu. Hætta fylgir öllu flugi ÚTSENDIR reikningar Sím- ans ná ekki til tunglsins og til baka, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag, 27. júní. Í fréttinni, sem fjallar um rafræna birtingu reikninga frá Símanum um heimabanka, er vitnað í tilkynningu sem Kaupþing-Búnaðarbanki og Síminn sendu frá sér. „Út- sendir reikningar á hverju ári vega rúm 60 tonn, og ef seðl- arnir yrðu lagðir í eina röð myndu þeir ná til tunglsins og aftur til baka,“ segir orðrétt í tilkynningunni. Eitthvað hefur bankamönn- um brugðist reikningslistin því fullyrðingin stenst alls ekki. Þær upplýsingar fengust hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka að sennilega hefði skeikað um nokkur núll í þessum útreikn- ingum. Sé hverju einasta blaði í reikningum ársins frá Síman- um, alls 7,3 milljónum blaða, raðað í einfalda röð verður sú röð 217.047.600 sentimetrar að lengd. Það jafngildir 2.170 kílómetrum. Símareikningastaflinn næði þannig ekki ýkja langt í átt að tunglinu, hvað þá fram og til baka. Hins vegar jafngilti hann nær nákvæmlega flug- leiðinni Keflavík–Kaupmanna- höfn, þó ekki fram og til baka heldur aðra leiðina. Skeikaði um nokkur núll í frétt frá Kaup- þingi-Búnaðarbanka Ná víst ekki til tungls- ins FRÁ 1. júlí verða engar helgarvaktir hjá þremur starfsmönnum skurð- lækningasviðs er stýra hjarta- og lungnavél. Vélin er einkum notuð við opnar hjartaaðgerðir, auk annarra tilfella vegna aðgerða eða slysa. Niels Christian Nielsen, starfandi lækningaforstjóri Landspítalans, segir við Morgunblaðið að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum spítal- ans. Reynt sé að forgangsraða með því að draga úr þjónustu sem minnst sé notuð og áhersla lögð á að sinna þjónustu sem mikil eftirspurn sé eft- ir. Bendir hann á að spítalinn hafi náð að spara um 150 milljónir króna með fækkun vakta frá því að samein- ing spítalanna átti sér stað. Að sögn Niels er ár liðið frá því að þessar helgarvaktir á hjarta- og lungnavélinni voru teknar upp og síðan þá hefur vélin nokkrum sinn- um verið notuð þá daga. Aðspurður hvað gert verði ef upp komi neyð- artilvik um helgar, segir Niels að þá verði reynt að hafa upp á fólki til að fullmanna skurðlækningastofu, líkt og gert hafi verið áður. Hann segir að reynt hafi verið að milda þessa sparnaðaraðgerð með því að hafa dagvaktir um helgar en starfsmenn hafi ekki fallist á það. Önnur þjónusta tengd hjartaað- gerðum er heldur ekki til staðar um helgar á Landspítalanum, þ.e. bak- vaktir á æðaþræðingarstofu þar sem boðið er upp á bráðaþjónustu við kransæðavíkkanir. Hjartavélin ekki í gangi um helgar ÞJÓÐVERJI og Breti voru dæmdir í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir innflutning á þremur kílóum af hassi til lands- ins í þremur ferðum, síðast 1. júní sl. Mennirnir, sem eru búsettir á Spáni, 47 og 50 ára, játuðu skýlaust brot sitt, þ.e. að hafa staðið að inn- flutningi á 2.985,18 g af hassi til Ís- lands frá Spáni í ágóðaskyni. Þjóð- verjinn keypti hassið ytra og pakkaði því í niðursuðudósir til að villa um fyrir lögreglu og tollgæslu og skipulagði för beggja hingað til lands, m.a. með því að kaupa flug- farseðla og gistingu fyrir þá hér á landi. Hugðist hann sjá um sölu efnisins hérlendis en Bretinn tók við efninu af honum á Spáni og flutti það hing- að til lands 1. júní gegn loforði um peningaþóknun. Fundu tollverðir efnið í farangri hans á Keflavík- urflugvelli. Til frádráttar fangelsisrefsing- unni dregst gæsluvarðhald sem mennirnir hafa setið í frá 1. júní sl. Þeir voru dæmdir til að borga skip- uðum verjendum sínum samtals 430 þúsund krónur í málsvarnar- og réttargæsluþóknun. Þá var og fíkni- efnið, sem fannst í farangri Bret- ans, 2.985,18 g af hassi, gert upp- tækt. Bretanum var auk framangreinds brots gefið að sök að hafa snemma árs og í apríl flutt hingað til lands í tveimur ferðum frá útlöndum a.m.k. 100 og allt að 200 g af hassi og selt það ónefndu fólki í veitingahúsum í Reykjavík. Þjóðverji og Breti dæmdir í fangelsi Niðursuðudósirnar fullar af hassi. Fluttu inn hass í niðursuðudósum STARFSMENN Veðurstofu Íslands segja að sími Veðurstofunnar hafi ekki stoppað alla helgina en þangað hringdi fjöldi fólks til að lýsa óánægju sinni með hversu illa rættist úr veðurspánni. Víða á land- inu var grenjandi rigning og þungbúið þvert ofan í góðviðrisspá helgarinnar. Að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræð- ings komu símtölin aðallega frá fólki sem hafði drifið sig af stað í útilegu í þeirri trú að veðrið yrði gott og var að vonum vonsvikið. „Spáin fór í vaskinn að þessu sinni. Þetta gerist stundum og óheppilegt að það skyldi bera upp á helgi þegar fólk er líklegra til að drífa sig út úr bænum. Ef þetta hefði gerst í miðri viku er lík- legra að menn hefðu verið heima hjá sér og þá hefði þetta ekki komið eins að sök,“ segir Þorsteinn. Spárnar fyrir næstkomandi helgi eru ekki ýkja bjartsýnar. Á fimmtudag á að snúast upp í norðlægar áttir með kólnandi veðri og vætutíð, einkum þó á Norðurlandi, og ef spár rætast má búast við rigningu fram yfir helgi. Góðviðrisspá helgarinnar brást Símar rauðglóandi Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.