Morgunblaðið - 01.07.2003, Side 12

Morgunblaðið - 01.07.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BURÐARÁS hf., fjárfestingarfélag Eimskips hf., og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. keyptu í gær 20,69% hlut Shell Petroleum Company Ltd. í Skeljungi hf. Eftir viðskiptin á Shell engan hlut í Skeljungi en Shell var einn af stofnendum félagsins fyr- ir 75 árum og átti þá 50% hlutafjár. Spurður um ástæðu sölunnar sagði talsmaður Shell í samtali við Morgunblaðið að hún væri liður í eignastýringu samstæðunnar sem er til sífelldrar skoðunar. Hann sagði jafnframt að salan og eigendaskiptin myndu engin áhrif hafa á stefnu eða starfsmannahald Skeljungs sem áfram seldi vörur frá Shell, hér eftir sem hingað til. Þessi viðskipti með bréf Shell voru ein margra sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands í gær sem tengd- ust Skeljungi annars vegar og fjár- festingarfélaginu Haukþingi hins- vegar, en tilkynnt var um sölu allra eigna Haukþings í gær. Haukþing var stofnað í nóvember á síðasta ári af Eimskip, Sjóvá og Skeljungi og átti hvert félaganna þriðjung í Haukþingi. Helstu eignir Haukþings voru 12,4% hlutur í Skeljungi, 6,3% hlutur í Sjóvá-Almennum tryggingum, 1,0% hlutur í Hf. Eimskipafélagi Ís- lands og 4,7% hlutur í Síldarvinnsl- unni hf. Í lok dags í gær var einnig til- kynnt um kaup Kaupþings Búnaðar- banka hf. á 8% hlut í Skeljungi, en félagið átti fyrir 27,6% hlut í Skelj- ungi og á nú alls 35,28% hlut. Í kjölfarið á tilkynningu um sölu Haukþings á öllum eignum sínum var tilkynnt að Burðarás hefði keypt allt hlutafé Haukþings, sem búið var að færa niður úr þremur milljörðum króna niður í 900.000 krónur. Sjóvá næststærsti hluthafinn Eftir viðskipti gærdagsins á Sjóvá-Almennar 25,02% í Skeljungi en átti áður 14,68%. Félagið er þar með orðið næststærsti hluthafi Skeljungs á eftir Kaupþingi Búnað- arbanka sem nú á 35,28% hlut eins og fyrr sagði. Burðarás á nú 23,35% í Skeljungi en átti fyrir 13% . Skeljungur á nú 10,4% í Sjóvá-Almennum en félagið keypti í gær hlutabréf í Sjóvá fyrir 28,6 milljónir. Sjóvá-Almennar tryggingar á nú 6,2% í Síldarvinnslunni hf. en átti fyrir 4,6%. Burðarás á nú 10,2% í Sjóvá en átti 8,8% fyrir. Íslandsbanki á nú 9,52% í Skelj- ungi en átti 3,03% fyrir. Skeljungur á nú 6,1% í Eimskipi og Sjóvá á 10,1% í Eimskipi. Í gær var einnig sagt frá því að bæði Burðarás og Sjóvá-Almennar tryggingar hefðu gert samning um kaupskyldu samkvæmt valrétti á allt að 35,8 milljón hlutum í Skeljungi hf. hvort félag, annars vegar að nafn- verði 11,3 milljónir af Landsbanka Íslands hf. hvort félag og hinsvegar af Íslandsbanka að nafnverði 24,5 milljónir hvort félag. Valrétturinn veitir eiganda hans einhliða rétt, en ekki skyldu, til að selja félögunum tveimur allt að 35,8 milljón hluti hve- nær sem er á tímabilinu fram til 30. júní á næsta ári á genginu 12. Alls er um að ræða 9,5% hlut í Skeljungi. Viðskipti gærdagsins með bréf í Skeljungi (gengið í viðskiptum Kaupþings var ekki gefið upp) fóru fram á genginu 12, viðskipti með bréf í Sjóvá fóru fram á genginu 27 og viðskipti með hluti í Eimskipa- félagi Íslands fóru fram á genginu 6,5. Lokagengi á bréfum Eimskips í Kauphöll Íslands í gær var 6,6 og hækkaði um 1,54%, lokagengi Skelj- ungs var 15,0 og lækkaði um 4,46%, lokagengi Sjóvár var 27,0 og Síld- arvinnslunnar 4,7 og hækkaði um 2,17%. Rík stjórnunartengsl Eins og fram kom í tilkynninga- hrinu vegna viðskiptanna í Kauphöll Íslands í gær eru stjórnenda og stjórnarmanna félaganna mikil. Garðar Halldórsson er varaformað- ur stjórnar Eimskips og stjórnar- maður í Sjóvá-Almennum trygging- um. Einar Sveinsson er forstjóri Sjóvár-Almennra og stjórnarmaður í Eimskip og Haukþingi. Benedikt Jóhannesson er tryggingastærð- fræðingur Sjóvár-Almennra og stjórnarformaður Eimskips, Skelj- ungs og Haukþings. Friðrik Jó- hannsson er framkvæmdastjóri Burðaráss og varamaður í stjórn Skeljungs. Hörður Sigurgestsson er stjórnarmaður í Skeljungi og Burð- arási. Ingimundur Sigurpálsson er forstjóri Eimskips og stjórnarmaður í Haukþingi. Kristinn Björnsson er forstjóri Skeljungs og situr í stjórn Sjóvár-Almennra og Guðný Björns- dóttir er starfsmaður Sjóvár-Al- mennra trygginga og stjórnarmaður í Skeljungi. Shell selur allan hlut sinn í Skeljungi Haukþing eignalaust. Kaupþing Búnaðarbanki keypti 8% Morgunblaðið/Ásdís BENEDIKT Jóhannesson, stjórn- arformaður Burðaráss, Skeljungs og Haukþings, segir aðspurður af hverju bæði Shell og Haukþing hafi selt hluti sína í Skeljungi á genginu 12 sem er 20% undir núverandi markaðsgengi sem er 15, að líklega hefði Shell viljað tryggja að það yrði áfram sala og dreifing á Shell-vörum á Íslandi, eins og hann orðaði það. „Þeir eru búnir að vera mjög lengi í samstarfi við þessa aðila,“ sagði Benedikt í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að verðið í við- skiptum með þau bréf sem Shell átti hafi verið leiðbeinandi fyrir þau viðskipti með bréf Skeljungs sem á eftir fylgdu. „Það má segja að þegar þeir voru búnir að ákveða að selja á genginu 12, þá hafi það verð ráðið sem gengið í öllum viðskiptunum með bréf Skeljungs.“ Engin illindi Aðspurður hvernig honum litist á samstarfið við Kaupþingsmenn innan Skeljungs nú í framhaldi þessara viðskipta, sagðist Bene- dikt gera ráð fyrir að það verði gott, ef þeir þá haldi áfram að eiga hlut sinn. Aðspurður hvort hann og félög sem hann tengdust myndu ásælast hlut Kaupþings í Skeljungi, sagð- ist Benedikt ekki reikna með því. „Hann hefur heldur ekki verið boðinn til kaups.“ Benedikt sagði að samningar við Shell hefðu gengið mjög hratt og vel fyrir sig, eða eins hratt og hægt var hjá svona stóru fyrir- tæki, eins og Benedikt orðar það. Um það afhverju ákveðið hefði verið að selja allar eignir Hauk- þings og selja Haukþing síðan Burðarási sagði Benedikt að ákveðið hefði verið að hverfa frá upphaflegri hugmynd um að félög- in þrjú, Eimskip, Sjóvá-Almennar og Skeljungur, stæðu sameig- inlega að fjárfestingastarfsemi. Benedikt segir að ekki sé stefnt að afskráningu Skeljungs úr Kauphöll Íslands, en hin olíufélög- in tvö, Olís og Esso, stefna að af- skráningu úr Kauphöllinni sem kunnugt er. „Það eru ákveðnar reglur um dreifingu á eignarhaldi sem félög í Kauphöllinni þurfa að uppfylla, en Skeljungur uppfyllir þær reyndar ekki núna. Hér er ekki sama hugsun á ferðinni og hjá hinum olíufélögunum þar sem einn aðili er að kaupa allt félagið.“ Shell gaf tóninn Benedikt Jóhannesson ÓHÁÐIR stjórnendur hjá Hamleys, bresku leikfangaversluninni sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, hafa dregið til baka stuðning sinn við tilboð Baugs. Þessi ákvörðun er tek- in í framhaldi af nýju tilboði sem er hærra en tilboð Baugs, en þó er ekki lýst yfir stuðningi við það tilboð. Jón Scheving Thorsteinsson fram- kvæmdastjóri Baugs id segir að Baugur sé nú að hugsa sinn gang og ræða við ráðgjafa sína. Óháðu stjórnendurnir eru fulltrú- ar Hamleys sem hafa það hlutverk að gefa álit á yfirtökutilboðum í fé- lagið. Þeir höfðu áður lýst yfir stuðn- ingi við tilboð Baugs, sem gert er í nafni fyrirtækisins Soldier, sem er í eigu Baugs og tveggja af stjórnend- um Hamleys. Soldier bauð fyrst 205 pens í hvern hlut í Hamleys, en hækkaði boð sitt í 226 pens að morgni síðastliðins föstudags. Síðar sama dag barst boð upp á 230 pens frá Children’s Stores Holdings, sem er fyrirtæki í eigu Tim Waterstone, stofnanda og fyrr- um eiganda Waterstone-bókaversl- ananna, en Waterstone rekur nú leikfangaverslanirnar Daisy & Tom. Ný tilkynning væntanleg Í tilkynningu frá óháðu stjórnend- um Hamleys, sem birt var í kaup- höllinni í London í gær, segir að þeir hyggist eiga frekari viðræður við bjóðendur og hafi dregið til baka stuðning sinn við tilboð Baugs. Þar til niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir ráðleggi þeir hluthöfum að að- hafast ekkert varðandi tilboðin tvö. Í tilkynningu frá Baugi í kauphöll- inni í London gær segir að fyrirtæk- ið sé að meta stöðuna eftir að tilboð Waterstone kom fram. Þar segir einnig að von sé á nýrri tilkynningu innan skamms og að hluthafar séu hvattir til að aðhafast ekkert fyrr en hún komi fram. Um helgina var í dálkinum Lex í Financial Times fjallað um átökin um Hamleys. Þar segir að stjórn Hamleys geti tekið því rólega og fylgst af ánægju með átökunum. Bréfin hafi hækkað um 82% í verði frá því vangaveltur hófust um hugs- anlegt yfirtökutilboð, sem var í mars. Verðið sé rausnarlegt, en þar með sé ekki sagt að verðið muni ekki hækka enn frekar. Stuðningur við tilboð Baugs dreginn til baka Hamleys skoðar nú bæði tilboðin en styður hvorugt ÞAÐ er vitað að Íslendingar eru á meðal þeirra þjóða sem enn veiða hvali þrátt fyrir hvalveiðibann Al- þjóðahvalveiðiráðsins frá 1986. Svo segir a.m.k. í leiðara banda- ríska dagblaðsins New York Tim- es á laugardag. Í leiðara New York Times er sagt að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi ákveðið að gefa verndun hvala annað tækifæri. Ráðið hafi reynt að draga úr hvalveiðum með banni við hvalveiðum árið 1986 en það hafi verið götótt og nokkrar þjóðir hafi virt bannið að vettugi. Nú muni ráðið ætla að stjórna sér- stökum verndaraðgerðum í sam- vinnu við alþjóðleg umhverfissam- tök. Leiðarahöfundur er ekki í vafa um hverjir sökudólgarnir séu, stóru hvalveiðiþjóðirnar sem með óbilgirni sinni hafi virt bannið að vettugi. Með hinu nýja verndará- taki sé ætlunin að breyta áherslum en alls óvíst sé að þær nái eyrum hvalveiðiþjóðanna. Japanir eru nefndir fyrstir, síð- an Norðmenn og þá Íslendingar sem dæmi um þjóðir sem vitað sé að stundi hvalveiðar ásamt nokkr- um ríkjum í Karíbahafi. Í lok leiðarans segir að Banda- ríkin, Bretland, Þýskaland og önnur áhrifamikil ríki innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins verði að taka höndum saman og beita áhrifum sínum til þess að koma vitinu fyrir fyrrtalin lönd sem ógni umhverfinu. New York Times segir Íslendinga enn stunda hvalveiðar KAUPÞING Búnaðarbanki, áður Kaupþing banki, var fyrir viðskiptin í gær stærsti hlut- hafinn í Skeljungi, með 27,6% hlutafjár. Fé- lagið byrjaði að auka hlut sinn í Skeljungi fyrir um einu og hálfu ári, en 7. febrúar 2002 var tilkynnt að Kaupþing banki hefði keypt 4,51% eignarhlut í Skeljungi á genginu 9,2 og ætti eftir þau viðskipti 12,45% í félaginu. 10. október 2002 fréttist að eignarhlutur Kaupþings banka væri kominn upp í 22,6% og að forráðamenn Kaupþings hefðu átt fund með fulltrúum Shell Petroleum um kaup á hluta erlenda fyrirtækisins í Skeljungi. Shell var þá næststærsti hluthafinn í Skeljungi, með 20,7%. Burðarás ehf., eignarhaldsfélag í eigu Eimskips, átti 13,8%, Sjóvá-Almennar tryggingar áttu 7,6% og aðrir minna. 11. nóvember 2002 var tilkynnt um stofnun Haukþings, nýs fjárfestingafélags í eigu Hf. Eimskipafélags Íslands, Sjóvár-Almennra trygginga og Skeljungs. Fyrsta verk hins nýja félags var að kaupa 10,1% hlut í Skeljungi hf., á genginu 14,69. Samkvæmt lista yfir stærstu hluthafa í febrúar 2003 var Kaupþing banki orðinn langstærsti hluthafi Skeljungs, með 27,85% hlut. Kaupþing jók hlut sinn jafnt og þétt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.