Morgunblaðið - 01.07.2003, Side 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSRAELSKA öryggisstofnunin Shin
Bet hefur haldið palestínskum föng-
um í einangrun vikum saman í leyni-
legu fangelsi. Palestínumenn, sem
hafa setið í fangelsinu, segja að
bundið hafi verið fyrir augu fang-
anna og þeim haldið í svörtum og
gluggalausum klefum. Mannrétt-
indahreyfingar segja að leynilega
fangelsið sé brot á alþjóðalögum.
Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að
fangelsi sé rekið í leynilegri herstöð
en neitað að skýra frá því hvar hún
sé. Þau segja að það myndi stofna ör-
yggi landsins í hættu ef skýrt yrði frá
herstöðinni.
Ríkislögmaður Ísraels sagði að
Shin Bet hefði notað svartholið um
tíma vegna „skorts á fangelsum“
þegar Ísraelsher réðst inn í bæi á
Vesturbakkanum í apríl í fyrra og
handtók hundruð Palestínumanna.
Allir palestínsku fangarnir hefðu síð-
ar verið fluttir úr leynilega fangels-
inu og það sé nú aðeins notað „við
sérstakar aðstæður fyrir fanga sem
eru ekki íbúar herteknu svæðanna“.
Brot á lögum Ísraels
Nöfn þeirra sem haldið er í leyni-
lega fangelsinu eru ekki sett á op-
inberar skrár yfir fanga, þannig að
ættingjar þeirra, lögfræðingar eða
mannréttindahreyfingar geta ekki
fundið þá.
„Leynilegt fangelsi myndi vera
brot á fjórða Genfarsáttmálanum og
ísraelskum lögum,“ sagði Yaei Stein,
talsmaður mannréttindahreyfingar-
innar B’tselem í Ísrael. „Ef enginn
veit hvar fangelsið er geta þeir gert
hvað sem þeim sýnist við fangana.
Þeir geta pyntað þá eða jafnvel drep-
ið þá og enginn myndi vita um það.“
Mannréttindahreyfingar segjast
vita um að minnsta kosti sjö menn
sem hnepptir hafi verið í fangelsið en
ógjörningur sé að fá upplýsingar um
hversu mörgum hafi verið haldið þar.
Fyrrverandi fangar, sem segjast
hafa setið í fangelsinu, segja að þeir
hafi verið með bundið fyrir augun í
hvert sinn sem þeir hafi verið fluttir
úr klefunum og þegar hermenn hafi
komið inn í klefana. Þeir hafi aðeins
fengið að sjá andlit fangelsislæknis-
ins.
Föngunum var einnig bannað að
tala saman. „Ég margspurði þá hvar
ég væri,“ sagði Bashar Jodallah,
fimmtugur sölumaður frá Nablus
sem var handtekinn ásamt frænda
sínum, Muhammad Jodallah, í nóv-
ember í fyrra. Bashar var í fangelsi í
þrjá mánuði, þar af 38 daga í leyni-
lega fangelsinu. Muhammad, sem er
23 ára, var dæmdur fyrir að vera í
herskáu hreyfingunni Hamas og er
enn í fangelsi í Ísrael.
„Loftið og veggirnir voru svartir
og klefarnir voru gluggalausir,“
sagði Bashar Jodallah. „Það kom að-
eins dauft ljós að ofan, þannig að ég
vissi aldrei hvort það var dagur eða
nótt.“
Ættingjar Muhammads Jodallah
segja að einn hermannanna hafi sagt
honum að palestínska uppreisnar-
leiðtoganum Marwan Barghouti hafi
verið haldið í fangelsinu. Barghouti
er leiðtogi Fatah-hreyfingar Yassers
Arafats og hefur verið ákærður í Ísr-
ael fyrir árásir sem kostuðu 26
manns lífið.
Palestínskum föngum
haldið í leynilegu fangelsi
Ísraelsk yfirvöld sögð hafa brotið
gegn Genfarsáttmálanum
Jerúsalem. AP.
SÆNSKUR maður virðir fyrir sér
fyrstu hæðirnar á háhýsi í Málmey
sem kemur til með að verða 54
hæða og 190 m skýjakljúfur. Há-
hýsið er hönnun spænska arkitekts-
ins Santiago Calatrava og kallar
hann verkið Bolvinduna (Turning
Torso). Þegar verkinu verður lokið
árið 2005 mun það samanstanda af
níu teningum sem staflast hver ofan
á annan og snúast um leið þannig
að húsið vinst í 90 gráður. Áætlað
er að í Bolvindunni verði skrif-
stofur á neðstu hæðunum en lúxus-
íbúðir á þeim efstu.
Utan stólpanna sem bera brúna
yfir Eyrarsund uppi mun skýja-
kljúfurinn verða stærsta bygging
Norðurlanda en tilgangurinn með
byggingu hans er „að koma Málm-
ey á heimskortið“ og vekja athygli
alþjóðlegra fjárfesta á borginni.
Bolvindan mun að öllum lík-
indum aðeins til skamms tíma verða
stærsta bygging Málmeyjar því
einnig stendur til að byggja 325 m
hótel, stærsta háhýsi Evrópu, við
brúna yfir Eyrarsund.
Stærsta
háhýsi
Norðurlanda
AP
BJÖRGUNARMENN á slysstað í
Boufarik, um 35 km vestur af Al-
geirsborg í Alsír í gær, þar sem að
minnsta kosti tólf manns fórust
þegar Hercules-herflutninga-
flugvél hrapaði á íbúðahverfi
skömmu eftir flugtak.
Fimm voru um borð í vélinni og
fórust allir, tvær konur og þrjú
börn sem voru í einu af sex húsum
sem vélin lenti á voru meðal þeirra
sem fórust á jörðu niðri. Fimm
manns að minnsta kosti slösuðust
og fjöldi húsa skemmdist.
Ekki var ljóst í gær hvort mann-
leg mistök, bilun eða veður var
helsta orsök slyssins, en haft var
eftir sjónarvottum að eldur hefði
komið upp í hreyfli vélarinnar í
flugtakinu.
Tólf fórust í flugslysi í Alsír
EPA
JACK Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, varaði í gær Írana við því
að vonir þeirra um aukin viðskipti
við lönd Evrópusambandsins yrðu
að engu ef þeir heimiluðu ekki aukið
eftirlit Alþjóðakjarnorkumálastofn-
unarinnar, IAEA, í Íran.
Straw var í fjórðu heimsókn sinni í
til Írans á nítján mánuðum en ekkert
benti til þess að íranska klerka-
stjórnin myndi fallast á aukið kjarn-
orkueftirlit. Bandaríkjastjórn hefur
sakað Írana um að þróa kjarnavopn
á laun.
Straw sagði að enginn vissi fyrir
víst hvort Íranar réðu yfir kjarna-
vopnum en breska stjórnin myndi
ekki undir neinum kringumstæðum
styðja árásir á Íran.
Utanríkisráðherrann áréttaði að
Íranar þyrftu að
skrifa undir við-
auka við samn-
inginn um bann
við útbreiðslu
kjarnorkuvopna
og Alþjóðakjarn-
orkumálastofn-
uninni yrði þann-
ig gert kleift að
rannsaka öll
kjarnorkuver í landinu án nokkurra
takmarkana. „Skrifi þeir ekki undir
viðaukann verða fyrstu afleiðingarn-
ar auðvitað þær að þeim verður ekki
ágengt í fjölmörgum öðrum málum
sem þeir hafa lagt áherslu á, til að
mynda ná þeir ekki samningi um við-
skipti og samstarf við Evrópusam-
starfið.“
ElBaradei boðið til Írans
Straw ræddi við Kamal Kharazi,
utanríkisráðherra Írans, í gær og
sagði að Íranar þyrftu að undirrita
viðaukann án nokkurra skilyrða.
Kharazi svaraði að Íranar myndu
ekki heimila Alþjóðakjarnorkumála-
stofnuninni að auka eftirlitið nema
Sameinuðu þjóðirnar féllust fyrst á
tilslakanir.
Straw sagði að öllum ríkjum heims
stafaði hætta af útbreiðslu kjarna-
vopna en þegar hann var spurður
hvort breska stjórnin myndi styðja
árásir á Íran neitaði hann því. „Eng-
inn ætti að jafna Íran við Írak hvað
varðar stjórnkerfið eða aðsteðjandi
hættu,“ sagði hann.
Hátt settur embættismaður í Íran
sagði í gær að Mohamed ElBaradei,
yfirmanni Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar, yrði boðið til Írans
bráðlega til að ræða deiluna. Emb-
ættismaðurinn sagði að ráðamenn í
Íran vildu ræða við ElBaradei um
„tæknileg vandamál“ sem komið
hefðu upp og skírskotaði til nýlegrar
skýrslu frá ElBaradei þar sem hann
sakaði Írana um brot á samningnum
um bann við útbreiðslu kjarnavopna.
Straw hélt í gær til Afganistans og
hyggst ræða við forseta landsins,
Hamid Karzai, og Abdullah Abdull-
ah utanríkisráðherra. Búist er við að
viðræðurnar snúist einkum um ör-
yggismál og aðgerðir til að binda
enda á átök sem geisað hafa síðustu
vikur milli vopnaðra hópa tveggja
stríðsherra í stjórn Karzais.
Straw segir Írana geta orðið af
viðskiptum við Evrópusambandið
Jack Straw
London, Teheran. AFP.
GRAFIR tveggja hunda Ottos
von Bismarcks, mannsins sem
mestan þátt átti í að sameina
Þýzkaland í eitt ríki á 19. öld,
eru fundnar, þar sem á sínum
tíma var sumarbústaður kanzl-
arans í Pommern-héraði en nú
er pólskur barnaskóli. Greindi
pólska fréttastofan PAP frá
þessu.
Héraðið var meðal þeirra
landsvæða sem tekin voru af
Þýzkalandi eftir ósigur Þjóð-
verja í síðari heimsstyrjöld, ár-
ið 1945.
Hundarnir voru grafnir
ásamt ellefu öðrum hundum í
dýragrafreit sem börn fundu
fyrir tilviljun skammt frá skóla-
húsinu, sem áður fyrr var sum-
arbústaður Bismarcks á bú-
garðinum Varzin. „Við vissum
að slíkan grafreit væri einhvers
staðar hérna að finna, en það
var ekki fyrr en núna á mið-
vikudaginn að við fundum sjálfa
grafsteinana,“ hefur PAP eftir
skólastjóranum, Piotr Manka.
„Bismarck kanzlari var
þekktur fyrir þá umhyggju sem
hann sýndi hundum sínum og
hestum. Kannski finnum við
fleiri slíkar grafir,“ sagði
Manka.
Grafir
hunda
Bismarcks
fundnar
Varsjá. AFP.