Morgunblaðið - 01.07.2003, Page 40
HESTAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir Heimsmeistarmótið í Herning
Höfum enn fáein sumarhús í nágreni við Herning af
mismunandi stærðum og gerðum. Getum auk þess útvegað
hópum sumarhús hlið og við - eða í sömu götu.
Verðdæmi:
6 manna hús - þ.e. 2 x hjónaherb. og 2ja manna.
Verð ísl. kr. 91.000.- eða um 15.000 pr. mann
í 2ja vikna leigu. 26.-07. til 09.-08.
4 manna hús - hjón + 2 kojur, kr. 68.000 eða
um kr. 17.000 pr. mann í 2ja vikna leigu.
9 manna hús, á kr. 152.000 eða kr. 16.800 pr. mann.
Sumarhúsin eru í sumarhúsaþorpi sem verður sannkallað „Íslendingaþorp“.
Höfum auk þess hótelherbergi í Herning og nágreni, 2 - 3 manna herb.
Bílaleigubílar á frábæru verði. Lestarmiðar frá Kastrup/Herning/Kastrup
fyrir 5 manns kosta svipað og bílaleigubíll í viku.
Hafið samband sem allra fyrst eða skoðið heimasíðu okkar.
Fylkir - Bílaleiga ehf.
ferðaskrifstofa
sími 456 3745 • www.fylkir.is
ÓHÆTT er að fullyrða að sjaldan og
líklega aldrei hafi jafnmargir knapar
komið við sögu í verðlaunaviðtöku á
Íslandsmóti eins og nú. Breiddin er
orðin mikil og margir snjallir og
reynslumiklir knapar máttu gera sér
að góðu að horfa á úrslitin.
Dáðadrengurinn Haukur
hlaut töltbikarinn
HM-töltarinn Dáð frá Halldórs-
stöðum og Haukur Tryggvason hlutu
hinn eftirsótta töltbikar fyrir sigur í
tölti meistara en tæpt var það því allt
virtist stefna í sigur heimsmeistarans
Hafliða Halldórssonar á Ásdísi frá
Lækjarbotnum þegar hún kraflaði
undan skeifu í upphafi yfirferðatölts-
ins. Höfðu þau átt afar góða sýningu
og sérstaklega þótti hægatöltið hjá
þeim vel lukkað. Haukur og Dáð voru
einnig með góða sýningu en augljóst
var að heldur var farið að draga af
hryssunni því stuttur tími leið frá því
þau voru í erfiðum úrslitum fjór-
gangs fyrr um daginn. Sigur þessi er
gott vegnesti fyrir þau á HM og ljóst
er að Ísland muni tefla fram firna-
sterkum tölturum á mótinu. Hafliði
og Ásdís munu þar einnig mæta til
leiks og nýlega valdi Sigurður Sæ-
mundsson landsliðseinvaldur Jóhann
R. Skúlason fyrrum heimsmeistara
ásamt Snarpi frá Kjartansstöðum í
liðið.
Sterkt lið í töltið á HM
Það má því gera ráð fyrir Íslend-
ingar muni mæta sigurstranglegir til
leiks á HM í sumar. Þeir Jóhann og
Snarpur munu ekki þykja síðri en áð-
urtöldu pörin og spurning er því
hvort þrjú efstu sætin séu ekki bara
upppöntuð.
Sigurður V. Matthíasson varð að
láta titilinn í fimmgangi meistara
renna sér úr greipum á síðustu metr-
um úrslitanna þegar Fálki frá Sauð-
árkróki beygði snögglega inn á þver-
braut vallarins og þaðan út úr braut.
Varð af þeim sökum uppskera dags-
ins fjórða sætið en Elsa Magnúsdótt-
ir hætti einnig keppni eftir að hestur
hennar Þytur frá Kálfhóli hafði tekið
völdin og brugðið sér einn aukahring
í miðjum skeiðþætti úrslitanna.
Olil Amble og Suðri frá Holtsmúla
voru hinir öruggu sigurvegarar fjór-
gangsins og komust fyrrverandi Ís-
landsmeistarar og væntanlegir HM-
farar Berglind Ragnarsdóttir og
Bassi frá Möðruvöllum hvorki lönd
né strönd gegn þeim í úrslitunum
þrátt fyrir góða sýningu.
Stórbrotið brokkið hjá Suðra
Var það fyrst og fremst hið ein-
stæða brokk Suðra sem lagði grunn-
inn að hinum örugga sigri og gaf einn
dómaranna þeim heila tíu fyrir
brokk. Þótt vissulega sé Suðri stór-
brotinn á brokki má ætla að vel sé í
lagt að gefa honum tíu. Það er eink-
um tvennt sem veldur, annarsvegar
talsverður samsláttur á brokki og svo
hitt að stífleiki í baki hestsins gerir að
því er virðist knapanum erfitt um vik
að sitja brokkið með þeim hætti að
tilefni sé að seilast í tíuna. Vissulega
mætti halda áhugavert málþing um
brokkið í Suðra svo merkilegt er það
nú og sérstakt. Það sem upp úr
stendur er að sigurinn var verðskuld-
aður sem og háar einkunnir fyrir
brokkið.
Enn lumaði Sigurbjörn
á sterku trompi
Mesta afrek mótsins vann hinsveg-
ar Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá
Búðardal er þeir gerðu sér lítið fyrir
og skeiðuðu 250 metrana undir gild-
andi heimsmetstíma 20,60 sek. Með
þessum frábæra árangri má ætla að
allt í einu og öllum á óvart sé Sig-
urbjörn kominn sterklega inn í lands-
liðsmyndina. Tvö sæti eru laus og nú
þegar búið að velja skeiðhest í liðið og
þar fyrir utan má ætla að Guðmund-
ur Einarsson með Hersi frá Hvítár-
holti og Reynir Aðalsteinsson með
Sprengjuhvell frá Efstadal séu nokk-
uð alvarlega inn í myndinni. Sigurður
Sæmundsson sagði að staðan væri
orðin nokkuð trygg í tölti, fjórgangi
og fimmgangi svo ekki þurfi að huga
mjög að slíkum hestum til viðbótar
við það sem nú er komið í liðið.
Spurningin virðist hinsvegar vera
með slaktaumatöltið en þar gæti
komið til skjalanna hryssan Líf frá
Vindhóli sem Einar Hermannsson
varð Þýskalandsmeistari á í fimm-
gangi í fyrra. Ef þau verða valin í liðið
myndu þau keppa í fimmgangi og
slaktaumatölti og þá væri eitt sæti
laust. Mjög líklega má ætla að Sig-
urður velji einn skeiðhest til viðbótar
í liðið. Ef bæði Reynir og Guðmundur
myndu ná tíma um eða undir 21 sek.
gæti komið upp sú staða að Sigurður
stæði frammi fyrir því að setja Svein
Ragnarsson og Skjóna út úr liðinu
sem yrði þá í fyrsta skipti sem úr-
tökuvalið par yrði sett úr liði á síð-
ustu stundu. Þess ber hinsvegar að
geta að þeir félagar Sveinn og Skjóni
náðu frábærum tíma á Íslands-
mótinu, 21,51 sek., og urðu í þriðja
sæti á eftir Sigurbirni og Svanhvíti
Kristjánsdóttur á Sif frá Hávarðar-
koti sem skeiðuðu á 21,0 sek. og eru
að sjálfsögðu einnig inni í myndinni.
Það er sem sagt allt galopið um val í
þessi tvö sæti sem eftir eru en Sig-
urður fer til Þýskalands um næstu
helgi þar sem hann fylgist með Einari
og Líf og ef til vill fleirum. Þá verður
einnig mót í Svíþjóð um helgina þar
sem Guðmundur og Hersir munu
keppa en ekki er ljóst hvar Reynir og
Sprengjuhvellur munu freista gæf-
unnar.
Íslandsmót eldri flokka á nýjum velli
Spenna og
dramatíkin
allsráðandi
Viðburðaríku Íslandsmóti sem haldið var á
Selfossi lauk á sunnudag þar sem spennan
og dramatíkin réðu ríkjum. Valdimar Krist-
insson brá sér austur fyrir fjall og barði
augum þá glæstu gæðinga sem börðust
ásamt knöpum sínum í úrslitum.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Óvænt úrslit í fimmgangi meistara þegar ungu mennirnir röðuðu sér í efstu sætin eftir hrakfarir hinna eldri. Eyj-
ólfur á Súlu, Viðar á Riddara, Sveinn á Leikni og Elsa á Þyti.
Stórbrotið brokkið hjá Suðra lagði grunn að sigri hans og Olil Amble.
Nýtt nafn á töltbikarinn eftirsótta
verður nú skráð, Haukur Tryggva-
son í sigurvímu á Dáð.
Íslandsmót eldri flokka
haldið á Selfossi
Meistaraflokkur/tölt
1. Haukur Tryggvason, Létti, Dáð frá Halldórsstöðum, 8,00/8,72
2. Sveinn Ragnarsson, Fáki, Hringur frá Húsey, 7,33/8,55
3. Hans Kjerúlf, Freyfaxa, Hjörtur frá Úlfsstöðum, 7,83/7,88
4. Guðmar Þ. Pétursson, Herði, Hreimur frá Hofsstöðum, 7,37/7,80
5. Sigurður Sigurðarson, Geysi, Hylling frá Kimbastöðum, 7,43/7,55
6. Hafliði Halldórsson, Fáki, Ásdís frá Lækjarbotnum, 7,87/6,42
Fjórgangur
1. Olil Amble, Sleipni, Suðri frá Holtsmúla, 7,50/8,22
2. Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, Bassi frá Möðruvöllum, 6,97/7,71
3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Kári frá Búlandi, 6,87/7,64
4. Matthías Barðason, Fáki, Ljóri frá Ketu, 6,97/7,53
5. Haukur Tryggvason, Létti, Dáð frá Halldórsstöðum, 7,00/7,47
6. Daníel I. Smárason, Sörla, Tyson frá Búlandi, 6,97/7,18
Fimmgangur
1. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, Súla frá Hóli, 7,03/7,32
2. Viðar Ingólfsson, Fáki, Riddari frá Krossi, 6,87/7,21
3. Sveinn Ragnarsson, Fáki, Leiknir frá Laugavöllum, 7,03/6,38
4. Reynir Aðalsteinsson, Faxi, Leikur frá Sigmundarst., 6,90/6,34
5. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, Fálki frá Sauðárkróki, 7,37/5,39
6. Elsa Magnúsdóttir, Sleipni, Þytur frá Kálfhóli, 7,00/5,06
Gæðingaskeið
1. Sigurður Sæmundsson, Geysi, Rosti frá Ormsstöðum, 8,38
2. Sigurður Sigurðarson, Geysi, Fölvi frá Hafsteinsstöðum, 8,33
3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Neisti frá Miðey, 8,29
4. Atli Guðmundsson, Sörla, Tenór frá Ytri-Skógum, 7,96
5. Daníel I. Smárason, Sörla, Eldibrandur frá Hafsteinsstöðum, 7,71
Slaktaumatölt
1. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, Hylur frá Stóra-Hofi, 7,23/7,76
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Húni frá Torfunesi, 7,17/7,50
3. Snorri Dal, Sörla, Greifi frá Ármóti, 6,90/7,26
4. Daníel I. Smárason, Sörla, Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,80/7,02
5. Atli Guðmundsson, Sörla, Tenór frá Ytri-Skógum, 6,60/6,68
Opinn flokkur/tölt
1. Snorri Dal, Sörla, Harpa frá Gljúfri, 7,13/7,87
2. Jón Ó. Guðmundsson, Andvara, Brúnka frá Varmadal, 6,97/7,59
3. Sigurður Sæmundsson, Geysi, Hvinur frá Holtsmúla, 7,13/7,29
4. Bergur Jónsson, Sleipni, Númi frá Miðsitju, 6,93/7,11
5. Viðar Ingólfsson, Fáki, Stemma frá Holtsmúla, 6,93/7,11
6. Þórarinn Eymundsson, Stíganda, Tenór frá Víðidal, 6,90/7,08
Fjórgangur
1. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyri, Ögri frá Akranesi, 6,60/6,99
2. Friðdóra Friðriksdóttir, Herði, Hrappur frá Efri-Fitjum, 6,60/6,97
3. Þórdís E. Gunnarsdóttir, Fáki, Skellur frá Hrafnkelsst., 6,57/6,92
4. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, Gaumur frá Ketu, 6,70/6,89
5. Kristinn B. Þorvaldsson, Loga, Jarl frá Guðrúnarstöðum, 6,50/6,49
Fimmgangur
1. Benedikt Líndal, Skugga, Bjartur frá Höfða, 6,60/6,96
2. Sindri Sigurðsson, Sörla, Snót frá Tungu, 6,43/6,94
3. Magnús B. Magnúss., Léttfeta, Stakkur frá Halldórsst. 6,40/6,75
4. Will Covert, Sörla, Þór frá Prestbakka, 6,37/6,72
5. Jakob Lárusson, Herði, Frægð frá Hólum, 6,40/6,69
6. Edda R. Ragnarsdóttir, Fáki, Arna frá Varmadal, 6,60/6,47
Slaktaumatölt
1. Tómas Ö. Snorrason, Fáki, Skörungur frá Bragholti, 7,30/7,87
2. Jón F. Hansson, Fáki, Þiðrandi frá Skriðuklaustri, 6,73/6,72
3. Alexander Hrafnkelsson, Fáki, Krapi frá Miðhjáleigu, 6,37/6,68
4. Will Covert, Sörli, Þór frá Prestbakka, 5,63/5,84
5. Viðar Ingólfsson, Fáki, Riddari frá Krossi, 6,30/5,43
Gæðingaskeið.
1. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, Saga frá Lynghaga, 7,63
2. Viðar Ingólfsson, Fáki, Riddari frá Krossi, 7,42
3. Baldvin A. Guðlaugsson, Létti, Nökkvi frá Efri-Rauðalæk, 7,35
4. Sigurður Kolbeinsson, Mána, Hekla frá Vatni, 7,33
5. Gestur Júlíusson, Létti, Björg frá Kvíabekk, 7,27
250 metra skeið
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Óðinn frá Búðardal, 20,60 sek.
2. Svanhvít Kristjánsdóttir, Sleipni, Sif frá Hávarðarkoti, 21,00 sek.
3. Sveinn Ragnarsson, Fáki, Skjóni frá Hofi, 21,51 sek.
4. Jóhann Valdimarsson, Andvara, Óðinn frá Efsta-Dal, 22,80 sek.
5. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, Vaskur frá Vöglum, 22,99 sek.
150 metra skeið
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Neisti frá Miðey, 14,09 sek.
2. Jóhann Þ. Jóhannesson, Herði, Gráni frá Grund, 14,24 sek.
3. Sigurður Sigurðarson, Geysi, Röðull frá N-Hvammi, 14,43 sek.
4. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, Ölver frá Stokkseyri, 14,55 sek.
5. Atli Guðmundsson, Sörla, Sprettur frá Skarði, 14,81 sek.
100 metra flugskeið
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Óðinn frá Búðardal, 7,73 sek.
2. Daníel I. Smárason, Sörla, Feykivindur frá Svignaskarði, 7,83 sek.
3. Svanhvít Kristjánsdóttir, Sleipni, Sif frá Hávarðarkoti, 7,89 sek.
4. Sveinn Ragnarsson, Fáki, Skjóni frá Hofi, 8,00 sek.
5. Atli Guðmundsson, Sörla, Sprettur frá Skarði, 8,01 sek.
Úrslit