Morgunblaðið - 01.07.2003, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
• Lágmúla
• Sporhömrum Grafarvogi
• Sta›arbergi Hafnarfir›i
Opi› allan sólarhringinn í:
• Akureyri
JÓNI Arnóri Stefánssyni
körfuknattleiksmanni
hefur verið boðið að leika
með NBA-liði Dallas Mav-
ericks um miðjan þennan
mánuð en þá hefst í Boston
sumardeildin svonefnda.
Jón Arnór hefur átt við
meiðsli að stríða undan-
farið og ekki er víst að
hann geti þekkst boðið, en hann fer í læknis-
skoðun hjá félaginu í dag og þá kemur í ljós
hvort hann getur verið með í leikjum liðsins í
sumardeildinni.
„Það er auðvitað slæmt fyrir mig ef ég get
ekki tekið þessu góða boði frá Dallas og alveg
víst að ég mun gera allt sem ég get til þess að
spila með liðinu í sumardeildinni. Aftur á móti
er líka alveg ljóst að það koma tímar og koma
ráð þó að ég nái ekki að vera með,“ sagði Jón
Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær.
Jóni Arnóri
boðið til Dallas
Jóni Arnóri boðið/39
ÝMISLEGT skemmtilegt má finna á gang-
stéttinni á nýuppgerðri Hafnargötunni í
Keflavík þar sem vinkonurnar María
Kjartansdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir
halda götusölur til styrktar Rauða krossinum
ásamt Axeli, bróður Guðbjargar. Þar má m.a.
sjá handunnið vaxskraut, engla, hjörtu og
fleira fallegt dót. Þær stallsystur segjast oft-
ast selja heimatilbúið föndur og dót enda séu
þær miklar „föndurkerlingar“.
Vinkonurnar tvær eru líka í Listaskóla
barnanna í Reykjanesbæ og fá þar útrás fyrir
sköpunargleði sína og læra eitthvað nýtt á
hverjum degi. Þær hafa einnig stokkið fram á
ritvöllinn með glæsibrag. „Við erum líka að
selja servíettublóm og sögur; kvöldsögur.“
Kvöldsögur til sölu/18
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Fallegar kvöld-
sögur til sölu
ÍSLENSKT fyrirtæki og nokkrir íslenskir rík-
isborgarar eru grunaðir um aðild að stórfelldu
skattsvikamáli í Svíþjóð. Svikin tengjast
greiðslum til bílstjóra í vöruflutningaakstri til
og frá Svíþjóð. Einn Íslendinganna sat í gæslu-
varðhaldi í vor og er talið að hann sé einn af
höfuðpaurunum í málinu. Talið er að um 14
milljónir sænskra króna hafi farið í gegnum
íslenskt fyrirtæki vegna þessa máls, eða um
130 milljónir króna.
Auk íslenska fyrirtækisins tengjast því
nokkur fyrirtæki í Svíþjóð, banki í Lúxemborg
og fyrirtæki á eyjunni Mön á Írlandshafi. Sam-
kvæmt fréttum í sænska blaðinu Borås Tidn-
ing hafa að minnsta kosti þrjú sænsk fyrirtæki
þegar verið úrskurðuð gjaldþrota vegna
málsins.
Gervifyrirtæki og falskar kvittanir
Tilgangur svikastarfseminnar var að komast
hjá því að greiða skatta og önnur gjöld í Sví-
þjóð. Flutningabílstjórar voru því ranglega
skráðir sem starfsmenn erlendra fyrirtækja,
meðal annars ráðningarþjónustufyrirtækja, en
svo „leigðir“ til flutninga til og frá Svíþjóð, og í
einhverjum mæli einnig innanlands.
Í tengslum við þessa starfsemi voru stofnuð
gervifyrirtæki og gefnar út falskar kvittanir
vegna kostnaðar.
Bengt-Olof Berggren, saksóknari við efna-
hagsbrotadeild lögreglunnar í Borås í Svíþjóð,
sagði við Morgunblaðið í gær að samtals um
130 milljónir íslenskra króna hefðu farið í
gegnum fyrirtækið á Íslandi. Berggren sagði
að svo virtist sem það hefði aðeins verið skúffu-
fyrirtæki sem notað hefði verið til að flytja
peninga. Hann benti á að þau gjöld sem
atvinnurekendur þyrftu að greiða væru mun
lægri á Íslandi heldur en í Svíþjóð, og það væri
ein af ástæðunum fyrir því að mennirnir sáu
sér hag í því að nota Ísland í þessu skyni.
Íslendingurinn sem sat í gæsluvarðhaldi í
haust sá um greiðslur til íslenska fyrirtækis-
ins. Að sögn Berggrens hefur hann verið
búsettur í Svíþjóð frá 1995 eða 1996. Auk hans
tengjast nokkrir íslenskir flutningabílstjórar
málinu, en þeir fóru tímabundið til Svíþjóðar
og óku flutningabílum þar. Berggren sagði að
bílstjórarnir yrðu líklega ekki ákærðir vegna
málsins, en þyrftu að greiða vangreidda skatta
og gjöld. Fleiri aðilar á Íslandi kunna að tengj-
ast íslenska fyrirtækinu, að sögn saksóknarans
sænska.
Yfirheyrslur á Íslandi í ágúst
Nokkrir Svíar hafa setið í gæsluvarðhaldi í
tengslum við rannsókn á svikunum. Einnig
hafa fáeinir pólskir flutningabílstjórar verið
handteknir, því einn angi málsins er ráðning
flutningabílstjóra frá Austur-Evrópu, sem
ekki voru með atvinnuleyfi í Svíþjóð.
Berggren sagði að líklega myndu starfs-
menn efnahagsbrotadeildarinnar koma til
Íslands í ágúst nk. til að taka þátt í yfir-
heyrslum yfir Íslendingum sem tengjast mál-
inu. Hann gerði ráð fyrir að rannsókninni lyki í
september eða október.
Ekki náðist í yfirmann efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra í gær vegna þessa máls.
Íslendingar viðriðnir umfangsmikið skattsvikamál í Svíþjóð
130 milljónir í gegnum
fyrirtæki á Íslandi
Á AUSTURVELLI er nú stór ljósmyndasýning
sem vekur athygli allra sem þangað sækja. Mynd-
irnar eru margar forvitnilegar og ekki alltaf ljóst
við fyrstu sýn hvað á þeim er. Allar eru myndirnar
loftmyndir frá ýmsun stöðum í heiminum og því
getur sjónarhornið verið framandi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Litið á ljósmyndir á Austurvelli
MIKIÐ hefur borið á mývargi í Grímsnesi að
undanförnu, allt frá Írafossi og niður með Sog-
inu. Mýið hefur valdið sumarbústaðaeigendum
á svæðinu miklum óþægindum og margir
þeirra hafa tekið upp á því að ganga með
flugnanet og bera á sig vörn til að verjast bit-
inu. Æ meira ber á mýi í Grímsnesi með hverju
árinu en það er andstætt því sem verið hefur
síðastliðna áratugi. Mývargur minnkaði tals-
vert eftir að virkjað var í Soginu. Áður en virkj-
unin kom var svæðið krökkt af mýi og gamlar
frásagnir af svæðinu lýsa svörtum strókum.
Fyrir um tíu árum var farið að hleypa vatni
aftur um Efra-Sogið. Við það að vatninu var
hleypt aftur þar um fór lífríkið að taka við sér á
ný. Ólafur Kr. Ólafsson, árnefndarformaður
stangveiðifélagsins í Sogi, segir að aukinn
mývargur hafi sérstaklega góð áhrif á bleikju
og komi sér einnig vel fyrir laxa.
Jón S. Ólafsson, dósent í vatnalíffræði við
Háskóla Íslands, segir að sterkir árgangar af
bitmýi komi alltaf upp af og til. Hann segir að
skýringuna megi helst finna í hagstæðum ytri
skilyrðum, svo sem átu. „Ef til vill hefur milt
veðurfar líka mikið að segja um hversu vel lirf-
urnar dafna í ánum. Mildur vetur hefur án efa
haft góð áhrif á stofninn nú,“ segir Jón.
Mývargur
hrellir sumarbú-
staðaeigendur
SINDRI í Reykjavík afhenti
Ístaki nýjan Atlas Copco-borvagn
í gær. Verður hann notaður til að
bora 5,9 km jarðgöng milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð-
ar. Í gærmorgun var búið að bora
127 m inn í bergstálið Reyðar-
fjarðarmegin.
Björgvin Guðjónsson, fram-
leiðslustjóri við Fáskrúðsfjarðar-
göngin, segir nú 50 manns vinna
við göngin beggja megin og að vel
gangi, þrátt fyrir að bergið sé
laust í sér og hrungjarnt. Hann
segir nýja borvagninn munu knýja
verkið vel áfram, en unnið er á
þremur vöktum allan sólarhring-
inn og verða menn frá Atlas Copco
næstu þrjár vikur á svæðinu til að
kenna Ístaksmönnum á gripinn.
Jarðgangaborvagninn er
þriggja bóma og getur því borað
þrjú göt í einu. Hann er með við-
gerðarpall og getur tekið allt að
100 fm í borun. Vagninn er tölvu-
stýrður og er mataður með forriti
um gangahönnunina og borar ná-
kvæmlega eftir því. Þá eru öflugri
borar á honum en á eldri vögnum.
Tölvukerfi borvagnsins er þriggja
ára gömul hönnun Atlas Copco og
getur einn maður stjórnað öllum
stýritækjum. Í dag eru tveir sams-
konar borvagnar á landinu. Vagn-
inn vegur um fjörutíu tonn og
kostaði áttatíu milljónir króna.
Getur borað
þrjú göt í einu
Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Steinunn
Georg Gjuvsland verkfræðingur, Björgvin Guðjónsson, framleiðslu-
stjóri Fáskrúðsfjarðarganga, Ari Jónsson hjá Sindra og Ólafur Sölva-
son, verkstæðisformaður hjá Ístaki, við nýja borvagninn.
OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Olíufélagið-
Esso, Skeljungur og Olís, hækka öll
bensínlítrann í dag um 2 krónur og 30
aura. Lítrinn af dísilolíu hækkar um
1,50 kr., flotaolía um 1,30 kr. og
svartolía um 1 kr. og 50 aura.
Félögin rökstyðja þessar hækkan-
ir allar á sama hátt og eru ástæð-
urnar sagðar gengisþróun krónunn-
ar gagnvart bandaríkjadal og þróun
heimsmarkaðsverðs eldsneytis í júní-
mánuði. Er gengisþróunin, þar sem
dollarinn mun hafa hækkað um
fjórar krónur í mánuðinum, sögð eiga
60–70% hlut í þessari hækkun nú.
Frá og með deginum í dag mun
lítrinn af 95 oktana bensíni kosta
93,60 krónur í sjálfsafgreiðslu á þjón-
ustustöðvum félaganna á höfuðborg-
arsvæðinu og verð fyrir fulla þjón-
ustu verður 97,60 krónur. Bensínið á
Esso-Express-stöðvunum fer í 92,40
kr. lítrinn en ekki var ljóst í gærkvöld
hvort verðbreytingar yrðu hjá
Orkunni og ÓB.
Bensínlítr-
inn hækkar
um 2,30 kr.
♦ ♦ ♦