Morgunblaðið - 08.07.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RÚÐUR mölbrotna, þakið fýkur af
og hurðir springa af hjörum. Þannig
lýsir Víðir Kristjánsson, deildarstjóri
hjá Vinnueftirlitinu, áhrifum þess að
sprengja innan við eitt kíló af dýna-
míti í hanskahólfi fólksbifreiðar.
Hann telur að sprengiefnið sem stolið
var úr geymslu á Hólmsheiði fyrir
helgi, 245 kíló af dýnamíti, dugi til að
eyðileggja „nokkuð stóra“ byggingu.
Til þess að framkalla sprengingu þarf
hvellhettur og fleira en slíku var ekki
stolið enda ekki til staðar í geymsl-
unni, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík. Verðmæti
sprengiefnisins er 50–100.000 krónur.
Aðspurður segir Víðir að illmögu-
legt sé að sprengja dýnamít án þess
að hafa hvellhettur. Dýnamít brenni
t.a.m. án þess að springa. Þá telur
hann litla hættu á að dýnamítstúpa
springi við óhapp og myndi tæpast
springa þó önnur dýnamítstúpa yrði
sprengd henni við hlið.
Að sögn Björns Karlssonar, bruna-
málastjóra, eru sprengiefnageymsl-
urnar á Hólmsheiði einu stóru
sprengiefnageymslurnar á landinu,
fyrir utan framkvæmdastaði. Þær
geta alls geymt 40 tonn af sprengiefni
og verða því að standa í ríflega eins
kílómetra fjarlægð frá skólum,
sjúkrahúsum og íbúðabyggð. Hann
segir ljóst að nokkrir mannabústaðir
standi nær en sem þessu nemur. Þá
mun hluti af fyrirhugaðri byggð á
Norðlingaholti lenda innan öryggis-
svæðisins.
Björn situr í samráðsnefnd um
stórslysavarnir sem gerði nýlega
könnun á notkun á geymslunum. Að
mati nefndarinnar voru öryggisfjar-
lægðir ekki nægar, ekki síst ef tekið
var tillit til þess að íbúðabyggð færist
sífellt nær. „Það er alveg ljóst að það
verður að flytja þessa starfsemi,“ seg-
ir Björn. Í nóvember sendi nefndin
bréf til skipulags- og byggingarsviðs
Reykjavíkurborgar og óskaði eftir því
að borgaryfirvöld leystu úr málinu og
kváðust þau ætla að skoða málið.
„Skipulagsmál taka stundum svolítið
langan tíma en að mínu mati er mik-
ilvægt að flýta þeirri vinnu,“ segir
Björn. Víðir Kristjánsson bendir enn-
fremur á að göngustígar, ak- og reið-
vegir lendi einnig innan öryggissvæð-
isins.
Björn segir að Brunamálastofnun
gangi úr skugga um að sprengiefna-
geymslur séu byggðar í samræmi við
reglur en sveitarfélög eigi að fylgjast
með því að reglur um öryggismál séu
virtar. Aðspurður segir Björn að
ástæða sé til þess að við sprengiefna-
geymslur séu öryggiskerfi, s.s. eftir-
litsmyndavélar eða þjófavarnakerfi,
sem gera viðvart ef reynt er að brjót-
ast inn. Slík kerfi eru ekki við geymsl-
urnar á Hólmsheiði.
Vinnueftirlit ríkisins hefur með
höndum eftirlit með færanlegum
sprengiefnageymslum sem notaðar
eru á framkvæmdastað. Fyrir tveim-
ur árum var gerð könnun á ástandi
geymslnanna og segir Víðir Krist-
jánsson að í ljós hafi komið að margar
uppfylltu ekki kröfur. Þess sé krafist
að stálið sé geymt í tryggilega læstum
sprengiefnagámum sem séu a.m.k. 5
mm á þykkt. Í mörgum tilfellum hafi
efnið á hinn bóginn verið geymt í
venjulegum gámum eða jafnvel
vinnuskúrum. Þá hafi birgðahald
sums staðar verið í ólestri. Dæmi hafi
verið um innbrot í sprengiefna-
geymslu en menn ekki vitað hverju
var stolið. Víðir segir að í ljósi mikilla
framkvæmda á landinu verði eftirlit
með sprengiefni hert.
Í lok júní var 8 dýnamíttúpum stol-
ið úr verkstæði í Hafnarfirði en Víðir
segir að birgðabókhald hafi ekki verið
í lagi. Túpurnar hafa ekki fundist.
Ljósmynd/Kristján Friðþjófsson
Svona kössum var stolið í innbrotinu í sprengiefnageymsluna. Í staflanum er nákvæmlega sama magn sprengiefnis og stolið var.
Dugir til að eyðileggja
„nokkuð stóra“ byggingu
Talið nauðsynlegt að færa sprengiefnageymslur á Hólmsheiði
þrautseigju og staðfæstu gætu smá
ríki sigrað að lokum.
Sagði Sólveig að Norðurlöndin
og Eystrasaltsríkin ættu margt
sameiginlegt á mörgum sviðum.
Sagði hún ríkin öll stóla á góð
tengsl og stuðning hvert við annað.
Þá væri samvinna landanna náin á
alþjóðavettvangi, s.s. innan NATO
og Evrópuþingsins.
Sagðist Sólveig þess fullviss að
samstarf Íslands og Lettlands ætti
eftir að vaxa og dafna enn frekar í
framtíðinni.
Heimsókn Sólveigar til Lettlands
lýkur í dag.
SÓLVEIG Pétursdóttir, 3. varafor-
seti Alþingis, er fulltrúi Alþingis
við hátíðarhöld í Ríga í Lettlandi í
tilefni af því að tíu ár eru liðin frá
endurreisn lettneska þingsins. Sól-
veig flutti í gær kveðju frá Alþingi
við hátíðarathöfn og lagði blóm við
minnismerki um frelsisbaráttu
Letta.
Í ræðu sinni rifjaði Sólveig upp
spennuna í Alþingi þegar Saeima,
lettlenska þingið, var endurreist
fyrir tíu árum. Sagði hún end-
urreisnina hafa verið merki um að
heimurinn hefið breyst til fram-
búðar og verið sönnun þess að með
Sólveig Pétursdóttir fulltrúi Alþingis við hátíðarhöld í Lettlandi
AFI
Sólveig lagði blóm að minnismerki um endurreisn lettneska þingsins.
Tíu ár liðin frá endur-
reisn lettneska þingsins
AFI
Sólveig Pétursdóttir ræðir við talsmann lettneska þingsins, Ingrida Udre.
Á milli þeirra er Kristinn Björnsson, eiginmaður Sólveigar.
Tugir tonna notaðir við Kárahnjúka
VIÐ framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar er notast við tugi
tonna af sprengiefni. Héraðsverk hafa sprengt um 50.000 m3 af efni
til Vegagerðar úr Norðastafelli og til þess hefur fyrirtækið notað 20–
30 tonn af sprengiefni að sögn framkvæmdastjórans, Björns Sveins-
sonar. Aðspurður segir hann sprengiefnageymslurnar í samræmi við
reglugerðir en ekki hafi verið hugað að því að efla þær frekar. „Þetta
er nú ekki í fyrsta skipti sem dýnamíti er stolið í Reykjavík en þetta
virðist vera eitthvað sport þar. En það hefur ekki gerst annars staðar
á landinu,“ segir hann. Kvaðst Björn ekki óttast að sprengiefni Hér-
aðsverks yrði stolið en ef það myndi gerast yrði örugglega ekki erfitt
að hafa upp á þjófunum. Ekki náðist í fulltrúa Arnarfells og Impregilo
en fyrirtækin eru einnig stórtækir notendur sprengiefnis.
Frestun Héðins-
fjarðarganga rædd
í ríkisstjórn
Siglfirðingar
funduðu
með forsætis-
ráðherra
GUÐMUNDUR Skarphéðinsson,
formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
flokksins á Siglufirði, gekk á fund
Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra
og formanns Sjálfstæðisflokksins, í
ráðherrabústaðnum í gærmorgun til
að kynna hugmyndir Siglfirðinga um
breytingar á tímasetningum vegna
frestunar Héðinsfjarðarganganna.
Hann segir að Davíð hafi tekið hug-
myndunum vel og ætlaði að kynna
þær fyrir ráðherrum í gær og að öll-
um líkindum á ríkisstjórnarfundi í
dag. Að öðru leyti vildi hann ekki tala
um efnisatriði fundarins.
Guðmundur segir hugmyndirnar
ganga út á að milda höggið sem
heimamenn hafa orðið fyrir vegna
frestunar framkvæmda við göngin
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Davíð hafi orðið við beiðni um fund
strax þar sem forystumenn á Siglu-
firði eigi erfitt með að róa fólk.
„Þetta er mikið pólitískt áfall fyrir
menn sem eru búnir að vera fyrir
nokkrum vikum í kosningabaráttu og
segja hluti sem ekki er hægt að
standa við núna,“ segir Guðmundur.
Búið hafi verið að bjóða verkið út
og allir staðið í þeirri trú að fram-
kvæmdir hæfust árið 2004. „Síðan
kemur seinkum upp á tvö ár sem ekki
er hægt að sætta sig við,“ segir Guð-
mundur og vill flýta þessum fram-
kvæmdum svo ástandið verði bjart-
ara.
Ásamt Guðmundi sóttu fundinn
Gunnar Sigvaldason frá Ólafsfirði og
Unnar Már Pétursson frá Siglufirði.
Einnig sátu Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra og Halldór
Blöndal, forseti Alþingis, fundinn
með þeim og Davíð Oddssyni.
Viljum ekki að komið sé
aftan að okkur með alla hluti
„Við erum að vinna fyrir þennan
flokk og viljum ekki að komið sé aftan
að okkur með alla hluti. Það var búið
að segja allt annað en staðið var við
núna,“ segir Guðmundur.
Hann segir aðspurður ekki erfitt að
labba um byggðarlagið og horfa fram-
an í íbúa Siglufjarðar. Skiljanlegt sé
þó að fólk sé reitt yfir þessu. Ástandið
á þessum stöðum sé þannig að það
megi ekki við neinu svona höggi.
Fleiri leggja
leið sína í
miðborgina
STÖÐUGT fleiri leggja leið sína í
miðborg Reykjavíkur samkvæmt
viðhorfskönnun Gallup sem gerð var
fyrir Reykjavíkurborg í júní.
Að meðaltali fóru Reykvíkingar
5,2 sinnum í miðbæinn á fjórum vik-
um. Meðaltalið var lægst í október
og nóvember 2002, en þá fóru Reyk-
víkingar fjórum sinnum í mánuði í
miðbæinn. Um 70% aðspurðra fara í
miðbæinn til að skoða sig um og um
45–50% sækja sér þangað þjónustu,
versla eða fara á kaffihús.
Fjöldi ferðamanna í miðbænum
Könnunin nær ekki til erlendra
ferðamanna, en tölur sýna að 278.000
erlendir ferðamenn hafi komið til
landsins árið 2002. 94% þeirra sem
komu til landsins yfir sumartímann
gistu að minnsta kosti eina nótt í
Reykjavík. Í upplýsingamiðstöð
ferðamála í Bankastræti komu rétt
rúmlega eitt hundrað þúsund ferða-
menn árið 2002. Áætlað er að um 160
þúsund manns heimsæki Hallgríms-
kirkju á ári. Einnig má geta þess að
samkvæmt upplýsingum frá Iceland
Refund fer um 70% verslunar er-
lendra ferðamanna fram í Reykja-
vík, og þar af 70% hennar í miðborg-
inni.
♦ ♦ ♦