Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 18

Morgunblaðið - 08.07.2003, Side 18
AUSTURLAND 18 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á VIRKJANASVÆÐINU við Kára- hnjúka er nú unnið af fullum krafti að gerð hjáveitu fyrir Jökulsá, en veita þarf henni framhjá stíflustæðinu sjálfu meðan stíflan er byggð. Þá er nú verið að hreinsa ofan af stíflustæð- inu, unnið við boranir á Teigsbjargi og menn önnum kafnir við vegagerð um allar heiðar. Setja á bundið slitlag á veginn úr Fljótsdal inn að virkjanasvæðinu og er alls staðar á þeirri leið verið að byggja upp veginn og bera í hann. Bráðlega hefst fyrsti áfangi við lag- færingu vegslóða frá Brú á Jökuldal inn að virkjanasvæðinu, en um 30 milljónir kostar að gera veginn að til- tölulega greiðfærri fjallaslóð. Þessi spotti er um 20 km langur. Í sumar verður 6 km kafli tekinn í gegn og lýk- ur þeirri framkvæmd seint í haust. 2.700 fm frístunda- aðstaða á fjöllum Uppbygging vinnubúða Impregilo gengur vel og eiga þær að vera til- búnar í haust, en þá er gert ráð fyrir að um 500 manns verði við vinnu á svæðinu. Þá er stefnt að því að allur húsakostur og tæki verði komin á virkjunarstað. Nú eru 200 manns við Kárahnjúka og mikið af mannskap á leiðinni næstu vikurnar. Sem stendur eru tveir um hvert herbergi í bráða- birgðavinnubúðum Impregilo, en í haust fær hver maður sitt íverupláss. Impregilo-búðirnar eru steyptar niður og verða eins og þokkalega stórt þorp, með gatnakerfi og mynd- arlegri 2.700 fm félagslegri aðstöðu. Þar verða klúbbar, heilsurækt, heilsugæsla og skóli, þar sem menn geta unað sér í fríi á fjöllum. Enn er unnið að vaktaskipulagi Impregilo, en lítur út fyrir að fjögurra vikna vaktir, með einni fríviku, verði ofan á. Þá er einn frídagur í viku og reiknað með að menn verji þeim degi á svæðinu. Launakjör eru eins og gerist og gengur með ýmsum hætti, en skv. heimildum blaðamanns hefur venju- legur verkamaður á stórum vörubíl um 400 þúsund krónur í mánaðarlaun skv. virkjunartaxta. Starfsmenn fá nú fjögurra rétta máltíðir á kvöldin og vinnuföt og íveruföt eru þvegin, en það hefur ekki tíðkast í íslenskum vinnubúðum til þessa. Láta bæði starfsmenn Impregilo og Arnarfells yfirleitt vel af vistinni á virkjanasvæð- inu. Deiliskipulag vinnubúða auglýst Í gær auglýsti sveitarfélagið Norð- ur-Hérað nýtt deiliskipulag vinnu- búða við Kárahnjúkavirkjun. Svæðið er 200 ha og er gert ráð fyrir sjö af- mörkuðum reitum fyrir vinnubúðir, verktaka, athafnasvæði, skrifstofur og verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að öll mannvirki og um- merki eftir þau verði fjarlægð fyrir 1. október 2007. Nú er verið að loka vinnusvæðum virkjunarinnar fyrir ferðafólki, en mikill ágangur hefur verið inn á stað- inn undanfarnar vikur og mánuði. Verður settur upp útsýnispallur aust- an megin ár, þaðan sem sér vel yfir athafnasvæðið. Að öðru leyti fara ekki aðrir inn á svæðið en þeir sem eiga er- indi. Heldur kalt hefur verið á virkjun- armönnum við Kárahnjúka síðustu dagana, 5 stiga hiti í dagsbyrjun og austangarri sem lítið lát virðist ætla að verða á. Aðeins hafa komið tveir verulega hlýir sólardagar og eru menn orðnir langeygðir eftir íslensku fjallasumri. Undirbúningsframkvæmdir á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka í fullum gangi Önnum kafnir við boranir og vegagerð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nú er unnið að hjáveitugöngum sem Jökulsá verður veitt í meðan unnið verður við stíflustæðið og stífluna sjálfa. Byrjað er að steypa niður skúra í vinnubúðir Impregilo skammt frá virkjanasvæðinu við Kárahnjúka. Þar verða nokkur hundruð manns til heimilis og 2.700 fm frístundaað- staða til að stytta fólki stundir. Kárahnjúkar þvælast á milli þessara staða. Það hefur komið fyrir að menn hafa beðið eftir affermingu í sjö til átta klukkutíma og það þýðir auðvitað að við þurfum að rukka Impregilo fyrir endalausan biðtíma og okkar skipulag riðlast allt. Við erum núna með gámabíl með lyftu og ef við þurfum að bíða lengi sendum við hann á milli til að losa bílana. Það þýðir ekkert annað en að bjarga sér sjálfur, því ekki er hægt að geyma bílana uppfrá heilu dagana.“ Vöruflutningabílstjóri sem ekur mikið með vörur inn á virkj- anasvæðið segir að það sé alveg sama hvern hann hitti þar, þar séu allir alltaf að bíða eftir einhverju, eða einhverjum. Hann segir ítölsku verkamennina vera í yfirvinnu- banni og þeir megi því ekki vinna eftir klukkan sex á daginn. Flutn- ingabílarnir komi oft síðari hluta dags inn eftir og þá séu vélamenn hættir störfum. Hann nefnir sem dæmi að fimm flutningabílar með tengivagna hafi farið inn úr nýlega með eldhús, en þegar á virkj- anasvæðið var komið um miðjan dag, hafi komið í ljós að aðeins þrjú þeirra átti að losa þar og hófst þá bið eftir affermingu. Hin tvö höfðu átt að verða eftir á Adit 2 og var því snúið við með þau. Þar biðu menn eftir losun til klukkan tíu um kvöld- ið uns starfsmaður Landflutninga sem var á gámabíl með lyftu, kippti eldhúsunum af bílunum. Bjarki Guðmundsson segir að í dag verði fundur hjá Landflutn- ingum með starfsmönnum og yf- irmönnum frá Samskipum, þar sem fara á ofan í saumana á málinu. Samskip gerði á sínum tíma samn- ing við Impregilo um að annast alla flutninga að virkjanasvæðinu. Auk Landflutninga eru Samskip með verktakana Malarvinnsluna og Jón Hlíðdal, hvoru tveggja fyr- irtæki á Egilsstöðum, í þessum flutningum. FLUTNINGABÍLSTJÓRAR eiga í erfiðleikum með að fá bíla sína los- aða á virkjanasvæðinu við Kára- hnjúka. Þannig eru dæmi um að bíll með matvæli hafi eftir rúmlega 5 klukkustunda bið við Kárahnjúka verið kallaður til baka í Egilsstaði og menn hafi þurft að þvælast fram og til baka um Fljótsdalsheiði með vinnuskúra og eldhús, þar sem ekki var ljóst hvert hvað átti að fara þegar á staðinn var komið. „Impregilo er með einn einasta kranamann á svæðinu til að af- ferma alla flutningabílana,“ sagði Bjarki Guðmundsson hjá Land- flutningum á Egilsstöðum í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru þrír staðir þarna upp frá sem losað er á og kallast þeir Adit 1 við Gren- isöldu, virkjanasvæðið sjálft er Adit 3 og Adit 2 er þarna mitt á milli. Þessi eini kranamaður þarf að Ítrekaðar tafir á losun flutningabíla á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka Það eru allir alltaf að bíða eftir einhverju Egilsstaðir LÚPÍNAN vex víða við þjóðvegi landsins og í þessu tilfelli umvefur hún hámarkshraðaskilti við Eski- fjörð. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar veltir vöngum yfir því hvort stemma eigi stigu við hröðum vexti jurtarinn- ar í sveitarfélaginu, en menn eru hreint ekki á sama máli um hvort lúpínan eigi að vera eða fara. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson 50 km há- markshraði á lúpínuvexti Eskifjörður NÝTT veiðihús var opnað við Breið- dalsá um helgina. Það er Þröstur Elliðason sem á húsið, en hann er jafnframt leigutaki Breiðdalsár og keypti fyrir nokkrum árum jörðina Eyjar sem á land að ánni neðarlega í Breiðdalnum. Nýja veiðihúsið er samtengt íbúð- arhúsinu á Eyjum og er 350 fm að stærð. Eldra húsið er 15 fm og þar hafa veiðivörður og leiðsögumenn aðstöðu. Þeir sem hyggjast veiða í Breið- dalsá kaupa með veiðileyfinu gist- ingu og fæði í veiðihúsinu. Sex til átta stangir eru leyfðar í ánni á lax- veiðitímanum og einnig veiðast frá 500 og upp í 1000 bleikjur í henni á ári. Silungsveiðileyfin kosta frá 3 þúsund krónum og stöngin í lax frá 25 þúsund krónum. Að auki er svo fæði og gisting sem er á bilinu 7 til 11 þúsund krónur á sólarhring. Þröstur, sem á Veiðiþjónustuna Strengi, segir húsið vera með annað útlit og meiri glæsibrag en almennt þekkist í íslenskum veiðihúsum. Boðið er upp á átta tveggja manna herbergi, þ.á.m. 25 fm svítu og eru öll herbergin með stórum baðher- bergjum, gervihnattasjónvarpi og nettengingu. Þá er gott vöðlu- og þurrkherbergi í húsinu og fiskimót- taka með stórum kæli. Úr setustofu og borðstofu er útsýni um mikla glugga yfir dalinn og ána og flugu- hnýtingahorn er í setustofunni. Úti má finna stóra verönd með grill- aðstöðu og húsgögnum, heitan pott og gufubað. Þröstur segist einnig ætla að leggja áherslu á að markaðssetja húsið utan hefðbundins veiðitíma. Hann sér það fyrir sér sem miðstöð skotveiðimanna á haustin, silungs- veiðimanna snemmvors og fundaað- stöðu fyrir smærri hópa sem vilja láta fara vel um sig. Laxveiðina selur Þröstur bæði á innlendum og erlendum markaði og segir Breiðdalsána orðna ágætlega þekkta í stangveiðiheiminum. Að jafnaði er um þriðjungur veiði- manna við ána útlendingar og margir þeirra sterkefnaðir. Því þurfi að uppfylla kröfur þeirra um aðbúnað. Sleppir seiðum undan stórlaxi Þröstur byrjaði fyrir sex árum að sleppa laxaseiðum í tilraunaskyni í Breiðdalsá. „Ég byrjaði að sleppa 3000 laxaseiðum og hef svo smátt og smátt verið að þreifa mig áfram með þetta,“ segir Þröstur. „Það er sýnt að sleppingar hér skila árangri, því veiðin hefur aukist um 20–30% á ári síðan ég byrjaði. Í vor sleppti ég 80 þúsund gönguseiðum og það er stefnt að því í framtíðinni að sleppa yfir 100 þúsund gönguseiðum ár- lega. Meðaltalsveiðin í ánni er um 100 laxar, sem er náttúrulegur stofn árinnar, en við náum að auka veið- ina með seiðasleppingum og veidd- um í fyrra 340 laxa. Við búumst við að í framtíðinni verði veiði nokkuð stöðug á 500 til 1000 löxum árlega. Meðalþyngd fiskanna er í hærri kantinum og hefur farið hækkandi þvert á það sem er að gerast annars staðar í landinu. Ég legg enda áherslu á að nota í fiskiræktinni seiði undan stórlaxi. Þröstur segist ekki hafa orðið var við eldislax í ánni seinni árin. Ofarlega í Norðurdal, sem er hlið- ardalur úr Breiðdal, er verið að ljúka byggingu fiskeldisstöðvar í samvinnu við Guðmund Björgúlfs- son á Tungufelli. Þar verður seiða- eldi til sleppingar í veiðiár Strengja, sem eru nú átta talsins, og ætla Tungufellsmenn að vera þar með bleikjueldi. Starfsemin er að hefjast og er stefnt að fullri nýtingu í árs- lok. Ljósmynd/Páll Baldursson Um helgina var opnað nýtt og glæsilegt veiðihús við Breiðdalsá. Í henni veiðast nú á fjórða hundrað laxar árlega. Nýtt veiðihús opnað við Breiðdalsá Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.