Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 33 Sex ára drengur situr í strætis- vagninum á leiðinni niður í bæ. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer einn í strætó og honum finnst hann vera töluvert stór. Hann ætlar að heimsækja frænkur sínar Jónínu og Þórunni. Þær búa í litlu húsi við Hverfisgötuna. Þar rækta þær kartöflur, rabarbara og salat í garð- inum sínum. Stundum fær hann sykruð salatblöð þegar hann kemur í heimsókn. Hann borðar þau þæg- ur og segir að þau séu voða góð þótt hann langi meira í kökur og mjólk en það fær hann að vísu alltaf líka. Jónína og Þórunn eru fastur punktur í tilverunni. Hann hefur oft heimsótt þær áður, raunar næstum því í hvert skipti sem mamma hans hefur dregið hann á eftir barna- vagninum með systkinum hans í bæinn. Hann man minna eftir öllum heimsóknunum þegar hann var sjálfur í vagninum. Hann á líka eftir að koma þar oft við seinna, eftir tíma í tónlistarskólanum eða önnur erindi í bæinn. Það er alltaf gott að JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR ✝ Jónína Jónsdótt-ir fæddist á Rauðabergi í Vestur- Skaftafellssýslu 19. júlí 1901. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 30. júní síðastliðinn. Foreldrar Jónínu voru hjónin Ragn- hildur Steingríms- dóttir, f. 4. desember 1877, d. 8. desember 1954, og Jón Péturs- son, f. 1855, d. 4. jan- úar 1901, þá bóndi á Rauðabergi í Vestur- Skaftafellssýslu. Jónína átti tvær systur, 1) Þórunni, f. 17. septem- ber 1897, d. 19. október 1989; og 2) Sigríði, f. 3. janúar 1899, d. 7. október 1992, og eina uppeldis- systur, Guðríði Pálsdóttur, f. 26. júlí 1911. Útför Jónínu fór fram í kyrrþey 7. júlí sl. koma við hjá Jónínu og Þórunni, þar eru allir alltaf velkomnir og allir fá einhverjar góðgjörðir. Jónína og Þórunn virðast alltaf eiga eitthvað til að gefa, ullarsokka, vett- linga eða annað sem þær prjóna, jafnvel peninga þegar sá gáll- inn er á þeim. Samt eiga þær ekki umtals- verð veraldleg gæði, en þær skulda heldur engum neitt. Miklu fremur eru allir í skuld við þær. Það sem er þó allra skemmtilegast er að þær tala við lítinn dreng eins og fullorðinn mann. Setja hann niður í sófann í stofunni, færa honum kökur og drykk, spyrja frétta og ræða við hann um daginn og veginn einsog hann sé merkilegasti maður sem þær hafa hitt. Undir hljómar um- ferðarniðurinn frá Hverfisgötunni. Níu ára drengur situr í rútu. Rút- an er á leiðinni niður Kambana. Honum stendur ekki alveg á sama, vegurinn virðist mjór og brekkan brött. Hann á langt ófarið. Hann er á leiðinni í sveitina til afa og ömmu, á þann stað sem Jónínu og Þórunni er hvað hjartfólgnastur. Hann hefur oft heimsótt þau áður með pabba og mömmu, en nú fer hann einn. Hann ætlar að vera hjá þeim í sumar og hlakkar til. Amma svo æðrulaus og glettin, alltaf fyrst á fætur að finna fólkinu sínu mat. Afi mjólkar kýrn- ar og fer í göngutúra með ungum afadreng að nefna fugla, blóm og fjöll. Jónína, Þórunn og amma Sigríð- ur voru systur. Þær misstu föður sinn sex mánuðum áður en Jónína fæddist og ólust upp hjá móður sinni á Rauðabergi í V-Skaftafells- sýslu. Nokkru eftir að Sigríður amma giftist honum Björgvini afa og hóf búskap á Rauðabergi fluttust Jónína og Þórunn til Reykjavíkur ásamt móður sinni. Þar bjuggu þær og unnu ýmis störf síðan. Þær voru tíðir sumargestir á Rauðabergi þar sem þær aðstoðuðu systur sína við bústörfin. Þegar fjölskyldan á Rauðabergi þurfti að leita til Reykjavíkur, til lengri eða skemmri dvalar, átti hún alltaf vísan stað og stuðning á Hverfisgötunni. Jónína og Þórunn voru sterkar konur, bæði til líkama og sálar, og þær urðu langlífar. Þórunn dó árið 1989, þá 92 ára gömul. Þær systur voru ákaflega samrýndar og það var mikið áfall fyrir Jónínu að missa eldri systur sína og lífsföru- naut. Ef til vill má segja að við frá- fall Þórunnar hafi Jónína týnt svo- litlu af sjálfri sér. Hún flutti fljótlega af Hverfisgötunni á Dval- arheimilið Grund þar sem hún bjó síðustu árin. Nú er Jónína dáin, síð- ust af sinni kynslóð í fjölskyldunni. Hún, sem fæddist í torfbæ í af- skekktri sveit, upplifði sannarlega tímana tvenna. Það er fullorðinn maður sem skráir þessi minningabrot á blað. Hann grætur þetta fólk sem var órjúfanlegur hluti af lífi hans svo lengi en þó svo stutt. Þetta fólk snerti hann svo djúpt og mótaði að svo mörgu leyti og tengdi hann for- tíð sem nútíminn ekki þekkir. Þó að Jónína hafi fallið frá síðust er það samt einhvern veginn þannig að þær systur, allar þrjár, eru og verða ein eining í minningunni. Það er huggun að vita að gott fólk hlýt- ur góða vist á nýjum stað og hittir ef til vill aftur gamla lífsförunauta. Jónas Þór Snæbjörnsson. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sjúkraþjálfarar Stjá sjúkraþjálfun ehf. vill ráða sjúkraþjálfara til starfa. Um er að ræða stöðu í fullum rekstri. Vinnutími frá 8.00 til 17.00. Getur byrjað 1. september eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 848 1828. Stjá sjúkraþjálfun ehf., sími 551 1120, netfang: stja@stja.is, pósthólf 5344, 125 Reykjavík. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hellisbraut 32, 380 Reykhólum, Króksfjarðarnesi, þingl. eig. Jón Þór Kjartansson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamið- stöðin hf., föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 10.00. Hjallar 4, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Kristín Fjeldsted, gerðarbeiðendur Orkubú Vestfjarða hf. og Vesturbyggð, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 16.30. Mýrar 19, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Ýr Harris Einars- dóttir og Skúli Theódór Haraldsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóð- ur og Sparisjóður Vestfirðinga, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 14.30. Mýrar 9, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Sigríður Erlings- dóttir og Páll Líndal Jensson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Vestfirðinga, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 15.00. Tjarnarbraut 10, 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Burðarafl ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandssími hf., Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Tollstjóraembættið, Vesturbyggð og Vörður-Vátrygg- ingafélag, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 18.30. Túngata 15, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Rannveig Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Sparisjóður Vestfirðinga og Vesturbyggð, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 15.30. Túngata 18, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, eignarhluti Árna Magnús- sonar, þingl. eig. Anna Guðbjört Valsdóttir og Árni Magnússon, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 4. júlí 2003. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h., sem hér segir: Hafsúla BA 741, sknr. 1470, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Háanes hf., gerðarbeiðandi Hafnasjóður Vesturbyggðar, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 13.30 Jörundur Bjarnason BA 10, sknr. 1733, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Gunnar Karl Garðarsson, gerðarbeiðend- ur Hafnasjóður Vesturbyggðar og sýslumaðurinn á Patreksfirði, föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 17.30. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 4. júlí 2003. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h., föstudaginn 11. júlí 2003 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Höfrungur BA 60, sknr. 1955, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimild- um, þingl. eig. Þórður Jónsson ehf., gerðarbeiðendur Hafnasjóður Vesturbyggðar og Íslandsbanki hf. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 7. júlí 2003. Björn Lárusson, ftr. TIL SÖLU Ljósritunarvélar Til sölu notaðar og yfirfarnar ljósritunarvélar af ýmsum stærðum. Kjaran — tæknibúnaður, Síðumúla 12, sími 510 5520. ÞJÓNUSTA Þak- og gluggaviðgerðir Geri föst tilboð. Hröð og vönduð þjónusta. Sigurjón Hákonarson, s. 847 1374. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Fyrstu kynni mín og Kristjáns Marinó Falssonar voru fyrir tilstilli Kára Elísonar, skálds og magisters í kraftaíþróttum. Á þeim tíma átti ég nokkuð oft erindi til Akureyrar vegna stöðu minnar sem ritari KRAFT svo og til keppni. Bar svo við í þeim ferðum að ég kom á heimili Kristjáns og er mér minnisstætt hversu hag- lega var þar frá öllu gengið. Virtist mér þó að Kristján hefði af mér nokkurn beyg en það kann að stafa af viðurnefni forníslensku er Kári gaf mér um brosnauð mína. Lyftum við Kristján þó oft brag- arfulli að kraftaleikum loknum. Minnist ég nú norræns drengskap- ar hans og velvilja í garða annarra keppnismanna. Nokkrum árum síðar hitti ég Kristján fyrir utan kraftþjálfunarstöð í Reykjavík. KRISTJÁN MARINÓ FALSSON ✝ Kristján MarinóFalsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1956. Hann lést á heimili sínu 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. Virtist mér æ síðan að honum fylgdu brostn- ar finnskar ástir forn- ar og æ dimmari ískaldar veturnætur. Í Völsungakviðu má finna fegurstu nátt- úrusamlíkingu karl- mennis frumnorrænn- ar tungu þar sem hetju er líkt við hjört: „er efri fer / öllum dýrum / og horn glóa / við himin sjálfan“. Kristján vann sín lífs- afrek til mennta og í skáldlist á tímum áð- ur en vá sú er einelti í skóla og á atvinnumarkaði valda hugskotsvé var leyst úr þagnargildi þjóðar. Ræktaði Kristján þó með sér þær íþróttir íslenskar sem dýrastar teljast – að yrkja ljóð og ofuraflið. Ek minnist Kristjáns á hans björt- ustu stundu fyrir nú rúmum tveim tugum ára þá er hann gengur fram keppnispallinn til móts við hinn Þriðja eður Þríeina: lyftingastöng- ina – þyngdaraflið – og þorið. Glæstur og stæltur. Á því augna- bliki er maður og stál verða eitt. Þrjú hvít ljós. Gild lyfta. Halldór E. S. Jónhildarson (Don). Ástkær móðir mín, JÓHANNA ARADÓTTIR, áður til heimilis í Stangarholti 20, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðju- daginn 24. júní, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 9. júlí kl. 15.00. Ásmundur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.