Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI
18 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENN MEIRI VERÐLÆ
Kringlunni - Smáralind Smáralind
AÐEINS 4 VERÐ:
690.-
990.-
1490.-
1990.-
AÐEINS 4 VERÐ:
690.-
990.-
1490.-
1990.-
SAGA Jónsdóttir leikari hefur ver-
uð skipuð nýr formaður stjórnar
Leikfélagsins á Akureyri. Á sama
tíma voru Sig-
mundur Ernir
Rúnarsson blaða-
maður og Karl
Frímannsson
skólastjóri
Hrafnagilsskóla,
skipaðir af leik-
félaginu í leik-
húsráð.
Ekki náðist í
Sögu í gær en á
heimasíðu Leikfélags Akureyrar
kemur fram að hún sé fastráðinn
leikari hjá Leikfélagi Akureyrar og
að hún hafi verið í hópi fyrstu fast-
ráðinna leikara félagsins 1973 og
hafi leikið á Akureyri um árabil.
Saga á að baki fjölda eftirminni-
legra hlutverka á fjölum Samkomu-
hússins og hjá Þjóðleikhúsinu og
Leikfélagi Reykjavíkur, en er nú
komin „heim“ á ný. Saga stofnaði
og stýrði Revíuleikhúsinu í nokkur
ár og var fastráðinn sem markaðs-
stjóri L.R. í Borgarleikhúsinu í átta
ár. Í útvarpi, sjónvarpi og kvik-
myndum hefur Saga einnig leikið
og hún hefur jafnframt leikstýrt
nokkrum verkum og unnið sem að-
stoðarleikstjóri.
Ögrandi og
spennandi verkefni
Sigmundur Ernir Rúnarsson
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hann væri búinn að hafa taugar til
leikfélagsins frá unga aldri. „Ég lít
á þetta sem mjög ögrandi og spenn-
andi verkefni. Þegar til mín var
leitað þá var engan vegin hægt að
koma sér undan þessu verkefni.
Það er eitt helsta menningarhlut-
verk bæjarins að halda uppi sterku
leikfélagi og það er lykilatriði að
koma hlutunum í lag eins og vera
ber. Þannig að leikfélagið og bæj-
aryfirvöld geti haft fullan sóma af.
Ég er búsettur fyrir sunnan en ég
er með annan fótinn fyrir norðan,
en ég er að vinna fyrir Iðnaðar-
ráðuneytið sem formaður verkefn-
isstjórnar fyrir byggðaáætlun Eyja-
fjarðar. Það má segja að þetta sé
tímanna tákn, að það sé styttra á
milli stórbæjanna heldur en margur
heldur og það er mjög auðvelt að að
tengja þetta saman,“ sagði Sig-
mundur Ernir.
Saga Jónsdóttir nýr
formaður stjórnar LA
Saga Jónsdóttir
LOKASPRETTUR umfangsmikilla framkvæmda við
Sundlaug Akureyrar er nú fram undan að sögn Gísla
Kristins Lórenzsonar forstöðumanns. Hann sagðist
gæla við að opna „gömlu“ sundlaugina nú um komandi
helgi og vonaði að áætlanir varðandi það gengu eftir.
Búið er að stytta laugina frá því sem var og við endann
næst sundlaugarhúsinu verður nú á næstunni farið í að
útbúa leiksvæði fyrir yngstu börnin. „Ég vona að þessu
verði öllu lokið í næsta mánuði,“ sagði Gísli Kristinn.
Hann sagði sumarið vissulega hafa verið erfitt vegna
framkvæmdanna sem staðið hafa yfir frá í vor. „Þetta
hefur verið býsna erfitt og því ekki að leyna að þegar
svona háttar til hjá okkur dregur úr aðsókn,“ sagði
hann. Sól fór að skína skært yfir Akureyri í gærmorg-
un og var þá ekki að sökum að spyrja að fólk á öllum
aldri streymdi í laugina. „Það er mikið að gera núna
eins og jafnan er á sólskinsdögum,“ sagði Gísli Krist-
inn.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Sól fór að skína skært yfir Akureyri
Ferðafélag Akureyrar stendur
fyrir tveimur gönguferðum um
næstu helgi.
Laugardaginn 19. júlí kl. 9 verð-
ur gönguferð um Glerárdal, sem
kallast Tröllin á Glerárdal og telst
ferðin vera miðlungsþung.
Sunnudaginn 20. júlí kl. 8 verður
farið í Héðinsfjörð. Þessi ferð telst
vera krefjandi, en gengið verður
frá Ólafsfirði um Fossabrekkur og
svo verður siglt tilbaka. Þessa ferð
átti að fara 12. júlí, en vegna sjó-
gangs þurfti að hætta við ferðina.
Hægt er að fá nánari upplýsingar
á skrifstofu Ferðafélagsins að
Strandgötu 23 sem er opin virka
daga frá 16–19 og í síma 462-2720.
Bikarmót Norðurlands í hesta-
íþróttum verður haldið við
Hringsholt í Svarfaðardal dagana
19.–20. júlí nk. Þar etja kappi
norðlenskir eðalreiðmenn; hún-
vetnskir, skagfirskir, eyfirskir og
þingeyskir. Um er að ræða sveita-
keppni, þar sem keppt er í helstu
greinum hestaíþrótta. Keppni
hefst kl. 10 á laugardag en kl. 13
mun Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra setja mótið form-
lega. Um kvöldið kl. 19 verður síð-
an grillveisla í Hringsholti og
kvöldvaka þar sem m.a. hljóm-
sveitin PKK leikur. Á sunnudeg-
inum hefst keppni kl. 11.
Á NÆSTUNNI
Heitur fimmtudagur. Í kvöld kl.
21.30 spilar hljómsveitin Karneval í
Deiglunni í Listagilinu á Akureyri.
Hana skipa þeir Eyjólfur Þorleifs-
son saxófónleikari, Ómar Guð-
jónsson gítar, Þorgrímur Jónsson
kontrabassi og Helgi Svavar Helga-
son trommur. Á efnisskránni verða
flutt sígræn djasslög, standardar og
nokkur lög úr smiðju þeirra félaga.
Miðar seldir við innganginn á kr.
800.
Í DAG
STJÓRN Eyþings, samtaka sveitar-
félaga í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslum, fjallaði um frestun fram-
kvæmda við Héðinsfjarðargöng á
fundi sínum nýlega sem og áhrif
frestunarinnar á aðrar framkvæmd-
ir sem eru í undirbúningi í landshlut-
anum, s.s. Vaðlaheiðagöng.
Á fundinum var samþykkt ályktun
þar sem stjórnin lýstir yfir vonbrigð-
um með þá ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að fresta framkvæmdum
við Héðinsfjarðargöng, þótt frest-
unin hafi nú að hluta verið dregin til
baka. „Ástæða var til að ætla að
ákvörðun stæði eftir að framkvæmd-
in hafði loks verið boðin út.
Stjórnin leggur áherslu á mikil-
vægi Héðinsfjarðarganga fyrir efl-
ingu Eyjafjarðarsvæðisins í sam-
þykktri byggðaáætlun. Þá óttast
stjórn Eyþings að frestun fram-
kvæmda við Héðinsfjarðargöng
muni hafa áhrif á framgang annarra
framkvæmda sem eru í undirbúningi
á Norðurlandi eystra,“ segir í álykt-
un Eyþings.
Stjórn Eyþings um frestun Héðinsfjarðarganga
Óttast að frestun hafi áhrif
á aðrar framkvæmdir