Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 23 vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is Útsala Útsala Sportfatnaður, barnafatnaður, tískufatnaður Opið frá kl. 13-21 í kvöld BRÚÐUBÍLLINN hefur verið á ferðinni í sumar frá því í byrjun júní en nú fer sýningum fækkandi og eru aðeins fjórar sýningar eftir. Í dag, fimmtudag, eru tvær sýning- ar, sú fyrri kl. 10.00 á gæsluvellinum við Njálsgötu og sú seinni kl. 14 á gæsluvellinum í Safamýri. Mánudaginn 21. júli er sýning kl. 14 í Brekkuhúsum í Grafarvogi og loka- sýning sumarsins verður svo í Árbæj- arsafni þriðjudaginn 22. júlí kl. 14. Að sögn Helgu Steffensen, stjórn- anda Brúðubílsins, hafa um tíu þús- und áhorfendur notið sýninganna í sumar og til marks um það er að allt upplag leikskrár sem prentuð var í tíu þúsund eintökum var uppurið í byrj- un júlí. Síðustu sýningar Brúðubílsins INGIBJÖRG Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleik- ari halda tónleika í Þórshafnarkirkju í kvöld kl. 20. Tónleikana nefna þau Konuástir og karnival og eru þeir opnunartónleikar Kátra daga í Þórs- höfn sem standa fram yfir helgi. „Við erum í þriggja tónleika röð á vegum Félags íslenskra tónlistar- manna. Þetta eru miðtónleikarnir, því í vor vorum við á Akranesi og í september verðum við á Hornafirði,“ segir Einar og bætir við: „Mér finnst afar ánægjulegt hve mikil gróskan er orðin í tónlistarflórunni á sumrin. Sérstaklega finnst mér gaman að geta lagt Þórshafnarbúum lið með tónleikum okkar og tekið þátt í hinu blómstrandi listalífi þar. Auk þess má segja að okkur Ingibjörgu renni blóð- ið til skyldunnar, því við eigum bæði ættir að rekja til Þórshafnar,“ segir Einar. Spurður um yfirskrift tónleikanna segist Einar eiginlega bara hafa misst þessa skemmtilegu væmnu yf- irskrift út úr sér, en vissulega vísi hún til innihalds tónleikanna. „Fyrsta verkið á efnisskránni er eftir Franz Lachner og nefnist Fraun- liebe-und leben en það er mjög gríp- andi og fallegt. Síðan syngur Ingi- björg íslenskan lagaflokk og ég er með klarinettuívaf í lögunum Vor hinsti dagur er hniginn eftir Jón Ás- geirsson og Það kom söngfugl að sunnan eftir Atla Heimi Sveinsson. Þeir Jón og Atli bættu bara klarínett- inu inn í lögin að okkar beiðni. Ég verð síðan með fjögur íslensk þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnsson- ar. Við endum fyrri hluta tónleikanna á aríu úr óperunni La Clemenza di Tito eftir Mozart þar sem Ingibjörg bregður sér í buxnahlutverk, þ.e. syngur karlmannshlutverk sem lík- lega var sungið af geldingi í denn. Eftir hlé tek ég svo af mér slaufuna og Ingibjörg fer í skræpóttan kjól og við verðum með léttara efni,“ segir Einar kíminn og bætir við: „Þá mun- um við m.a. flytja tilbrigði við Karni- val í Feneyjum fyrir klarínett og pí- anó. Svo verðum við með þrjú þjóðlög, bandarískt, breskt og skoskt, sem breska tónskáldið John McCabe hefur fært í búning og um- samið. Síðan verða Ingibjörg og Val- gerður með mjög skemmtilega syrpu eftir Satie, Puccine og Spánverjann Obradors. Tónleikunum lýkur síðan á nokkrum lögum eftir Gershwin.“ Að sögn Ingibjargar má rekja samstarf hópsins til tónleika sem þau héldu í Sigurjónssafni fyrir tveimur árum. „Við höfum alltaf haldið sam- bandi síðan en fórum ekki að starfa fyrir alvöru saman fyrr en upp úr síð- ustu áramótum,“ segir Ingibjörg. Auk tónleikanna nú í sumar mun hópurinn spila í Salnum í febrúar á næsta ári. „Þá munum við vonandi geta frumflutt nýtt verk sem Tryggvi M. Baldvinsson er að semja fyrir okkur,“ segir Einar, en að hans mati eru til býsna mörg verk fyrir þessa hljóðfæra- og raddsamsetningu svo þau eru bara rétt að byrja. Morgunblaðið/Sverrir Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari. Konuástir og karnival

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.