Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 37 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 NÝTT KORTATÍMABIL Útsalan hefst í dag, fimmtudaginn 17. júlí, kl. 12.00 50% afsláttur af öllum skóm Einstakt tækifæri til að gera góð kaup......Ekki missa af því! Síðumúla 3 sími 553 7355 Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-15. ÚTSALA Undirföt - Sundföt 20-50% afsl. undirfataverslun Hús við Hverfisgötu Í grein Freyju Jónsdóttur um Hverfisgötu 12 í síðasta Fasteigna- blaði Morgunblaðsins láðist að geta þess að Ávöxtun sf. keypti þetta hús 23. nóvember 1987 og ætlaði að hafa það sem höfuðstöðvar fyrir starf- semina. Að sögn Ármanns Reynis- sonar, sem veitti þessu fyrirtæki for- stöðu, hafði Halldór Gíslason arktitekt endurskipulagt húsið að innan og teiknað viðbyggingu úr gleri bak við húsið. Af þessum fram- kvæmdum varð ekki vegna gjald- þrots fyrirtæksins árið síðar. Í kjöl- far þessa var húsið selt Sævar Karli Ólasyni klæðskera árið 1990. Tilboð Ístaks talið hagstæðast Í frétt af tilboðum í gerð bíla- stæðahúss undir Tjörninni í Reykja- vík í blaðinu í gær sagði ranglega að tilboði Íslenskra aðalverktaka í framkvæmd verksins hefði verið tek- ið. Hið rétta er að tilboð verktakafyr- irtækisins Ístaks var metið hagstæð- ast, skv. upplýsingum borgar- skrifstofu. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT Missögn í frétt Ranglega var sagt í blaðinu í gær að maðurinn sem lést í kjölfar lík- amsárásar sem hann varð fyrir á skemmtistaðnum Vegas 13. maí 1997 hafi látist nokkrum dögum eftir árásina. Hið rétta er að hann lést tæpum sólarhring eftir atburðinn. Beðist er velvirðingar á þessu. Fimmtudagskvöldganga þjóðgarðsins Næsta fimmtudagsganga þjóðgarðs- ins á Þingvöllum, 17. júlí nefnist Listasprang á Þing- völlum. Gylfi Gíslason mynd- listarmaður mun fjalla um Þingvelli og áhrif þeirra á myndlist. Gylfi Gíslason hef- ur haldið fjölmargar mynd- listarsýningar og meðal ann- ars unnið mörg bókverk upp úr þjóðsögum. Gylfi er vel kunnugur á Þingvöllum þar sem hann vann gönguleiða- og örnefnakort fyrir þjóð- garðinn fyrir fáeinum árum. Gangan hefst við útsýnisskíf- una á Hakinu klukkan átta og lýkur á Spönginni. Þjóðháttadagur á Minja- safni Austurlands Notkun Jurta á alþýðuheimilum. Arndís Þorvaldsdóttir og Edda Björnsdóttir munu fara í vettvangsferð í Selskóg, þar sem fjallað verður um jurtir og notkun þeirra fyrr á tím- um. Brottför frá Minjasafni Austurlands kl. 13.30. Þátt- tökugjald 400. kr. Frekari upplýsingar ásamt sum- ardagskrá er hægt að nálgast á slóðinni www.minjasafn.is. Í DAG Á NÆSTUNNI Gönguferðir í þjóðgarð- inum Skaftafelli Helgina 19.–20. júlí, býður þjóðgarð- urinn í Skaftafelli upp á gönguferðir að gamla býlinu Seli kl. 15 báða dagana. Þar má skyggnast inn í fortíðina og kynnast því hvernig al- þýða fólks bjó hér áður fyrr. Á leiðinni að Seli verður m.a. skoðaður staður þar sem finna má akkeri úr gull- skipinu Het Wapen von Amsterdam, sem strandaði á Skeiðarársandi á 17. öld og skoðaðar leifar af fossi sem Stóra jökulhlaupið 1861 breytti svo um munaði. Boðið verður upp á te úr ís- lenskum jurtum og sagt frá nytjum sem fólk hafði hér áður fyrr af hinum mörgu jurtum sem vaxa í Skafta- felli. Gangan tekur um 2 tíma og hefst við Skafta- fellsstofu. Einnig er í boði um helgina gönguferð að Skaftafells- jökli kl. 10 þar sem fræðast má um hop jökulsins og þau miklu áhrif sem hreyfingar hans hafa á gróður og lands- lag. Gangan tekur um 2 tíma og hefst við Skaftafellsstofu. UNGIR jafnaðarmenn boða til fundar á kaffi Viktor í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. júlí kl. 20. Frummælendur verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for- maður Framtíðarnefndar Samfylkingarinnar og Kristrún Heimisdóttir sem sæti á í nefndinni, en þær eru nýkomnar af ráðstefnu framsækinna jafnaðarmanna í London sem Tony Blair boðaði til. Jafnaðarmenn boða til fundar KRAKKARNIR í Vinnuskólanum fengu það skemmtilega verkefni einn daginn að búa sér til flugdreka. Skreytingar drekanna voru marg- víslegar og sögðu oft á tíðum heilmikið um eig- endur sína. Daginn eftir var flugdrekunum komið á loft. Á ýmsu gekk meðan verið var að reyna að fá flugdrekana til að fljúga. Aðspurðir sögðu krakk- arnir að þetta væri rosalega gaman. Það þurfti reyndar ekkert að spyrja, því hlátrasköllin ómuðu um allan bæinn á meðan krakkarnir hlupu um til að ná góðu flugtaki. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Karen og Aníta gera sinn dreka kláran með aðstoð Hauks Herberts flokksstjóra. Lífið er líka leikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.