Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 27 ÞRIÐJUDAGINN 8. júlí lenti flugvél Flugleiða aftur í Portúgal eftir að reykur hafði komið upp í farþegarými vél- arinnar og var undirrituð far- þegi í vélinni. Flugstjórinn Jó- hann Krist- insson sýndi mikið snarræði og stýrði vélinni heilu og höldnu aftur til Portú- gals og á hann mikið hrós skilið. En þeir sem eiga ekki síður hrós skilið eru samfarþegar mínir meðan á þessu stóð en þeir héldu allir ró sinni. Fararstjórar Úrvals/Útsýnar og Plúsferða eiga þakkir skildar fyrir störf sín og framkomu. Fjallað var um þessa atburði í fréttum hér heima en hvergi kom fram hvernig framkoma Flugleiða var við farþega meðan á þessum biðtíma í Portúgal stóð og vil ég hér skýra frá því og óska um leið eftir svörum frá Flugleiðum við neð- angreindum spurningum. Þriðjudagur 8. júlí Kl. 11:00 Lagt af stað frá hóteli skv. ferðaáætlun. Kl. 11:30 Flugvöllur, innritun og bið. Kl. 13:40 Flug FI 941 í loftið, í ljós kemur reykur, vél snúið við. Kl. 14:20 Flugvél lent aftur í Portúgal, farþegar aftur inn í flug- stöð. Kl. 14:30–17:00 Litlar sem engar upplýsingar fást hjá Flugleiðafólki, fólk látið híma á flugvellinum án þess að fá svo mikið sem vatn nema á sinn eigin kostnað. Tveir sálfræð- ingar sem voru með vélinni bjóða strax fram aðstoð sína og segja Gretu, fyrstu freyju frá því. Kl. 17:15 Flugleiðir bjóða loks upp á mat. Á sama tíma er tilkynnt óformlega að farið verði með far- þega á hótel. Um kl. 18:00 Tilkynnt að farið verði með farþega á hótel, þeir gisti þar, verði ræstir kl. 6 næsta morg- unn og flogið verði heim kl. 9. Far- þegar látnir taka allan farangur með sér. Fyrsta freyja segir að við verðum öll á sama hóteli og um kvöldið muni verða haldinn fundur og boðið upp á áfallahjálp sálfræð- inganna tveggja. Um kl. 19:15 Loks lagt af stað með rútum upp á hótel. Kl. 20:00 Hótel, innritun, kvöld- matur og ein vatnsflaska á her- bergi. Flugáhöfn ekki á sama hóteli og farþegar. Enginn fundur né áfallahjálp. Miðvikudagur 9. júlí Kl. 06:00 Farþegar ræstir, far- arstjórar Úrvals/Útsýnar og Plús- ferða vita ekki annað en að flug- áætlun standi. Allir pakka niður, morgunverður snæddur á hlaupum. Kl. 07:00 Lagt af stað frá hóteli út á flugvöll. Kl. 07:30 Innritun á flugvelli. Um leið og síðasti farþegi er búinn að innrita sig breytist flugtíminn til Íslands, frá kl. 9:00 í kl. 10:30 og síðar í kl. 11:00. En strax og farþeg- ar voru komnir út á völl var til- kynnt að ekki hefði ennþá fundist bilunin. Kl. 10:00 Flugáhöfn mætir loks út á völl en hún hafði ekki verið ræst kl. 6 um morguninn því flug- stjóri vissi að vélin myndi ekki fara í loftið kl. 9:00! Um kl. 10:30 Er tilkynnt að flug- vélin eigi að fara í reynsluflug en þá hafði ekki enn fundist bilunin. Um kl. 11:30 Er síðan tilkynnt að önnur flugvél eigi að koma frá Ís- landi til að flytja farþega heim en hún sé ekki tiltæk strax og lendi ekki í Portúgal fyrr en kl. 21:00 og brottför verði kl. 22:00. Farið verði með farþegana á sama hótel en ekki verði farið fyrr en kl. 12:30 því ekki sé hægt að fá rútur fyrr. Farþegar látnir bíða á flugvellinum frá kl. 7:30–12:30 án þess að fá neitt nema það sem þeir borga fyrir sjálfir. Kl. 12:30 Rútur upp á hótel, inn- ritun aftur. Kl. 13:30 Loksins hádegismatur. Fólk reynir að hvíla sig enda út- keyrt. Kl. 18:00 Kvöldmatur, ganga frá herbergjum. Kl. 20:00 Rútur út á flugvöll, staðfest að vélin frá Íslandi muni lenda kl. 21:15. Sagt að með vélinni sé Guðjón Arngrímsson upplýs- ingafulltrúi Flugleiða og hjúkr- unarfræðingur frá Landspítalanum vegna áfallahjálpar og sagt að boðið verði upp á áfallahjálp þegar komið verði heim. En áhöfnin muni fá áfallahjálp næstkomandi föstudag. Kl. 21:30 Upplýsingafulltrúi Flugleiða heldur þessa „fínu“ ræðu þar sem Flugleiðir eru fegraðar í bak og fyrir, talað um viðurgern- inginn sem farþegar hafa fengið en ekki minnst einu orði á allt það óþægilega sem þeir hafa orðið fyr- ir. Guðjón lýsir fjálglega einkunn- arorðum Flugleiða sem séu öryggi, þjónusta og stundvísi en þessi ein- kunnarorð voru algjörlega hlægileg í ljósi aðstæðna. Guðjón býður ekki upp á að svara spurningum far- þega. Um kl. 22:35 Flugvél loks í loftið, aðeins ½ tíma seinkun í þetta sinn. Flugferð gekk vel en mörgum far- þegum leið illa en ráð Flugleiða- manna til að hafa farþega góða var að bjóða upp á frítt áfengi á heim- leiðinni. Fimmtudagur 10. júlí Kl. 01:30 Loksins komin til Ís- lands. Kl. 03:00 Komin heim til Reykja- víkur. Samtals dvöldu því farþegar á flugvellinum í Portúgal um 13–14 klst. og í rútum um 2 klst. Spurningar 1. Hvers vegna var ekki önnur vél send strax frá Íslandi? 2. Hvers vegna voru farþegar ræstir kl. 6 um morguninn þegar flugstjóri vissi að vélin myndi aldrei fara í loftið kl. 9:00? Hver á Íslandi gaf þessi fyrirmæli? Hvers vegna var flugáhöfn ekki ræst kl. 6 um morguninn eins og farþegar og þurfti ekki að mæta út á völl fyrr en kl. 10? 3. Hvers vegna var áhöfn ekki á sama hóteli og farþegar og þeim til aðstoðar? Hvað með loforð fyrstu freyju um fund og áfallahjálp sama kvöld? 4. Er starfsfólk Flugleiða ekki fulltrúar félagsins en fyrsta freyja sagðist ekki vera fulltrúi ykkar þegar ég bar það upp við hana? 5. Hvers vegna var ekki farið eft- ir því sem flugstjóri sagði, að vélin myndi aldrei vera tilbúin í flug kl. 9 næsta morgun? 6. Hvar lýkur þjónustu flugfreyja þegar svona atvik gerast? Um leið og búið er að koma farþegum frá borði, eiga þá farþegar bara að sjá um sig sjálfir? Samanber að enginn úr áhöfn sást á hótelinu þar sem farþegar dvöldu. 7. Hvað með greiðslur fyrir vinnutap eða dagpeninga, hverjir eiga að greiða það? Ég vona að Flugleiðir sjái sóma sinn í því að svara þessum spurn- ingum og læri um leið af mistökum sínum svo að aðrir farþegar lendi ekki í svona ógöngum. Flugleiðir virðast telja að þeir geti komið fram við farþega sína eins og þeim sýnist í krafti einokunarstöðu sinn- ar á flugmarkaðnum. Það er kannski ætlun Flugleiða að þeirra verði minnst í sögunni á sama hátt og dönsku einokunarkaupmann- anna sem seldu Íslendingum maðk- að mjöl! Opið bréf til Flugleiða Eftir Bylgju Björnsdóttur Höfundur er sagnfræðingur og kennari. a eitthvað sem við munum sjá rfitt að segja til um,“ segir ygging veldur offramboði an breytt ferðamynstur skýrist r í bókunum hjá einstökum hót- nhverju leyti af því að framboð mum hefur aukist mikið. Upp- ferðaþjónustu hefur verið mikil á sérstaklega á höfuðborg- , auk þess sem undanfarin ár ið verið byggt upp víða á land- segir að þótt erfitt sé fyrir n að taka við mikilli aukningu á m á skömmum tíma muni jafn- ast á með tímanum. umar sagði blaðið frá fjölda af- á Fosshótelum og sumarið hjá hótelum hefur heldur ekki verið i við væntingar en fyrirtækið á um það bil eitt þúsund gisti- kjavík auk gistirýma á lands- . Hjá Flugleiðahótelum fengust singar að talsvert minna sé um ú en í fyrra, bæði hjá Hótel Loft- eykjavík og hjá Flugleiðahót- landi en hins vegar hafi gengið með hið nýja Hótel Nordica við dsbraut. nguferðir sífellt vinsælli xtarsprotinn innan ferðaþjón- er gönguferðir með leiðsögn um andsins. Stór hluti þeirra sem segir að stærstur hluti þeirra sem gisti í tjaldi séu útlendingar. Að sögn Kjartans virðist veðrið hafa mikil áhrif á ferðagleði Íslendinga. „Þeir koma yfirleitt í hrönnum þegar veðrið er gott,“ segir Kjartan en hann segir útlendingana ekki jafnháða góða veðrinu, þó eyði þeir færri dögum á staðnum ef rigningin er mikil. Kjartan segir Þjóðverja enn vera fjölmennasta hóp þeirra útlendinga sem gisti Skaftafell þótt aðrar þjóðir einsog Bretar og Bandaríkja- menn séu að sækja í sig veðrið. Þjóðgarðar laða að ferðamenn Þjóðgarðurinn við Snæfellsjökul var stofnaður fyrir tveimur árum og er einn af fjórum þjóðgörðum landsins. Þórunn Sig- þórsdóttir landvörður segir að ferða- mannastraumur á svæðinu hafi aukist mikið síðan þjóðgarðurinn var stofnaður. „Aðsóknin hefur verið sérstaklega góð í sumar og hefur góða veðrið örugglega átt sinn þátt í því,“ segir Þórunn. Hún segir að hlutfall erlendra og innlendra ferða- manna sem sæki þjóðgarðinn sé svipað en greinilegt sé að erlendu ferðamennirnir komi frekar á eigin vegum en áður og þá mikið á bílaleigubílum. Mikil aukning hefur einnig orðið í komu ferðamanna til Breiðuvíkur í námunda við þjóðgarðinn. Ferðaþjónustan Snjófell rek- ur þar meðal annars bændagistingu og tjaldstæði og segir Arndís Pálsdóttir, starfsmaður Snjófells, að ferðamenn séu fremur seint á ferðinni miðað við fyrri ár, hafi ekki komið að ráði fyrr en um miðjan maí en á móti komi að allt sé upppantað fram í október. Hún segir að þrátt fyrir aukningu ferðamanna sé hamagangurinn minni en oft áður. „Áður voru nær allir hópar frá ferðaskrifstofum hér í hádeg- ismat en í dag er miklu meira um að hóp- arnir komi með nesti með sér og eins menn séu hér á eigin vegum,“ segir Arn- dís. sækir í slíkar ferðir eru Íslendingar og virðast þær njóta síaukinna vinsælda með- al almennings. Lóa Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Útivistar, segir að eft- irspurn eftir gönguferðum hafi aukist umtalsvert og greinilegt að sá hópur Ís- lendinga sem stundi gönguferðir sé að stækka. „Það er fullbókað í mjög margar ferðir. Við höfum bætt við ferðum til þess að anna eftirspurn en hún virðist bara aukast að sama skapi,“ segir Lóa. Hún segir að fólk sé farið að skipuleggja gönguferðir fyrr en áður og panti jafnvel í febrúar eða mars. Þá sé einnig mikið um að fjölskyldur ferðist saman og fólk sýni því meiri áhuga en áður að taka börnin sín með í gönguferðir. Við því hafi verið brugðist með því að skipuleggja ferðir sem henti börnum allt niður í 10 ára aldur og hafi það gefist vel. Íslendingar sækja í góða veðrið Umferð um helstu náttúruperlur lands- ins hefur einnig verið mikil í sumar og er að sögn þeirra umsjónarmanna sem blaðið hafði samband við engu minni en und- anfarin ár. Kjartan Bollason, sérfræð- ingur og staðgengill þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, segir að svipaður fjöldi ferða- manna gisti á tjaldsvæðinu í þjóðgarð- inum og í fyrra en hins vegar sé mikil aukning í gistináttum á svæðinu í kringum þjóðgarðinn, bæði í bændagistingu og á hótelum. „Fólk virðist frekar sækja í að gista innandyra,“ segir Kjartan en hann á tjaldstæðum landsins það sem af er sumri. Morgunblaðið/Einar Falur Ferðamönnum hefur fjölgað en nýting á gistirýmum er verri en áður. tæðari og sparsamari ölgaði gistinóttum á fyrstu 5 mánuðum árs- Erlendir ferðamenn voru um 5% fleiri í júní ðast þó meira á eigin vegum, bóka ferðir á r en áður. „Ég held að menn verði hins veg- ar að skoða það í framhaldinu hvernig vinnubrögðum verði breytt, þeim hefur þegar verið breytt að nokkru leyti en spurningin er hvort menn verði ekki að ganga lengra í þá átt. Í vissum tilvikum verður ekki hjá því komist að ákærðu og eða lykilvitni komi fyrir Hæstarétt ef rétturinn er ekki fyllilega sáttur við niðurstöðu héraðsdóms um sakarmatið,“ segir Eiríkur. Hann tekur fram að mikilvægt sé að jafnræðis sé gætt gagnvart ákæruvaldinu, þannig að vitni verði ekki einungis kölluð fyrir Hæsta- rétt þegar sýknað hefur verið í hér- aði heldur einnig ef sakfellt hefur verið í héraði og spurning er um sýknu fyrir Hæstarétti, svo niður- staða um sýknu verði á traustum grunni reist. Í því tilfelli væri þó ekki um brot á fyrirmælum um réttláta málsmeðferð að ræða þar sem þau eru einungis sakborningn- um í hag. Eiríkur telur að þótt vitna- leiðslur fyrir Hæstarétti geti leitt til aukinnar vinnu fyrir réttinn komi slík tilfelli það sjaldan upp að það ætti ekki miklu máli að skipta. að dóminum í „Botten-málinu“ hafði mönnum ekki komið í hug að það væri eitthvað athugavert við það að maður væri sakfelldur í áfrýjunarrétti þó að hann hefði verið sýknaður í undirrétti og það má kannski segja að Hæstiréttur hefði mátt stíga skrefið fyrr eftir dóminn í „Botten-málinu“.“ Niðurstaðan kemur ekki á óvart Eiríkur Tómasson, forseti laga- deildar Háskóla Íslands, segist ekki ennþá hafa haft tækifæri til að lesa dóminn en út frá því sem hann hafi heyrt komi niðurstaðan ekki sér á óvart enda sé hún í samræmi við dómafordæmi Mannréttinda- dómstólsins. Eiríkur segist vera sammála því sem fram hefur komið að ekki þurfi að breyta lögum, þar sem heimild sé í lögum um meðferð opinbera mála fyrir Hæstirétt til að taka skýrslu af ákærðu og vitn- um ef rétturinn telur ástæðu til. verið allt öðruvísi mál en „Vegas- málið“ en Mannréttindadómstóll- inn hafi sagt að ekki hafi verið hægt að sakfella manninn nema hann gæfi skýrslu fyrir dómi. Nú hafi Mannréttindadómstóllinn sagt að íslenska ríkið hafi brotið mann- réttindasáttmálann með því að þessi maður hafi verið sakfelldur í Hæstarétti án þess að það hafi ver- ið tekin skýrsla af honum eða vitn- um eftir að hafa verið sýknaður í héraði. „Hæstiréttur þarf að laga sig að þessari nýju stöðu,“ segir hann og bendir á að gera megi ráð fyrir að um 5 til 10 mál geti orðið að ræða árlega, þar sem þetta kæmi til álita. Samkvæmt 1. málsgrein 6. greinar mannréttindasáttmálans skulu menn fá réttláta málsmeð- ferð fyrir dómi. Jakob segir að réttarframkvæmd Mannréttinda- dómstólsins á 6. grein hafi þróast í tímans rás og nú séu gerðar aðrar kröfur en t.d. fyrir 20 árum. „Fram ur g en ég lít dóm yfir ar hlýtur éttur að g að þeim mstæð- m nú eru segir Jak- Möller. b segir frá því éttur rið stofn- afi verið í um hann efnis að af ákærða g því þurfi 1996 hafi ið dæmt í m. Þar ur í æðsta afa verið Þetta hafi ögfræðinga á dómi Mannréttindadómstólsins nn á að vera tti áminning“ Eiríkur Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.