Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 41 SERGIO Garcia frá Spáni og Bandríkjamaðurinn Tiger Woods munu leika saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana ásamt Bret- anum Luke Donald, en Donald þykir einn efnilegasti kylfingur Breta þessa stundina og er að leika í fjórða sinn á Opna breska meistaramótinu. Garcia er yngstur í ráshópnum, aðeins 23 ára, en hefur þó verið í hópi efstu manna á stórmóti, en hann varð annar á eftir Woods í PGA-meistaramótinu árið 1999 og var í síðasta ráshóp ásamt Woods á Opna bandaríska meist- aramótinu fyrir einu ári, en þar varð Woods á ný hlutskarpastur. Í fyrsta sinn í fjögur ár getur Woods ekki státað sig af því að vera handhafi titils frá stórmóti en honum tókst ekki að verja titl- ana á Mastersmótinu og Opna bandaríska meistaramótinu. Ernie Els sem á titil að verja á Opna breska meistaramótinu leikur með David Toms og Jap- ananum Shigeki Maruyama. Phil Mickleson verður í hóp með sigurvegara mótsins frá árinu 1999, Paul Lawrie og Ástr- alanum Adam Scott. Woods og Garcia leika saman Flestir sérfræðingar um golf-íþróttina eru á því að baráttan á Opna breska muni standa á milli Ernie Els sem á titil að verja frá því í fyrra og Tiger Woods sem er einnig nefndur til sögunnar og kemur það víst fáum á óvart. Els tryggði sér sigur fyrir ári á Muirfield-vellinum eftir að hafa leik- ið bráðabana við þrjá aðra kylfinga og hafði hinn hávaxni S-Afríkumað- ur betur. Bestu kylfingar heims þá stundina hafa unnið Opna breska meistara- mótið þrjú síðustu árin, Els sigraði í fyrra, Woods vann árið 2000, David Duval var á hátindi ferils síns árið 2001 á Lytham-vellinum þar sem hann sigraði en síðan hefur hallað heldur betur undan fæti hjá Duval. Það er því flest sem bendir til þess að þeir sem eru efstir á styrkleika- lista mótsins, Tiger Woods og Ernie Els, séu líklegir til afreka en að sjálf- sögðu ætla allir kylfingar sem taka þátt á mótinu sér stóra hluti á skoska sjávarvellinum. Royal St George’s-völlurinn þykir henta leikstíl Woods en Bandaríkja- maðurinn hefur breytt leikaðferð sinni töluvert undanfarin misseri þar sem hann slær nú oftar með járnkylfum af teig, höggin eru lægri en áður og boltinn ætti að rúlla vel á brautunum. Sumir segja að Woods leiki meira „varnargolf“ en hann gerði á árum áður en líklega hefur Woods áttað sig á því að gríðarleg högglengd hans getur einnig verið hans versti óvinur við vissar aðstæð- ur. Mickelson bjartsýnn Bandaríkjamaðurinn Phil Mickel- son gæti unnið 20 atvinnumannamót í röð en samt sem áður verður hann alltaf fremstur í flokki afrekskylf- inga sem ekki hafa unnið stórmót á ferli sínum. Mickelson segir við BBC að hann sé með mikið sjálfstraust og að ný gerð af golfbolta sem hann noti þessa dagana hafi reynst sér vel við þær aðstæður sem eru á Royal St George’s. Af kylfingum frá Evrópu er Írinn Padraig Harrington líklegastur til afreka en einnig eru þeir Justin Rose og Paul Casey nefndir til sög- unnar þar sem þeir búi yfir miklu keppnisskapi en ekki má gleyma Darren Clarke sem þykir leika sitt besta golf á sjávarvöllum. Að sjálf- sögðu er Skotinn Colin Montgomer- ie nefndur til sögunnar á ný en hann er í sömu stöðu og Phil Mickelson, í hópi þeirra sem aldrei hafa brotið ís- inn á stórmóti þrátt fyrir að hafa sigrað á ótal öðrum atvinnumanna- mótum á ferli sínum. Fáir munu veðja háum fjárhæðum á Skotann þetta árið enda hafa margið farið flatt á því að hafa stólað á „Monty“. Veðrið í lykilhlutverki Greg Norman, sem sigraði á opna breska meistaramótinu á Royal St George’s-vellinum árið 1993, segir að aðstæður á vellinum muni breyt- ast gríðarlega ef vindur muni blása um sjávarvöllinn við strendur Skot- lands. Norman segir að bestu kylf- ingar heims og þar með talinn Tiger Woods séu ekki endilega í hópi þeirra sem séu sigurstranglegastir þar sem sérstakt lag þurfi til þess að ná góðum árangri á Royal St George’s. „Ef vindurinn fer að blása á fimmtudaginn eins og veðurspáin segir til um verður erfitt fyrir marga kylfinga að átta sig á aðstæðum. Brautirnar eru eins og þær væru á tunglinu, ósléttar og boltinn skoppar af hæðunum. Menn geta slegið langt yfir 300 metra með vindinn í bakið en það verður erfitt að hemja bolt- ann og hafa hann á braut og slái menn á móti rokinu verða upphafs- höggin rétt yfir 220 metrana,“ segir Norman en hann lék á 64 höggum á loka- degi mótsins fyrir tíu árum og hafði betur í baráttunni við Nick Faldo. Ernie Els tekur undir orð Norm- ans og segir að það sé hvergi sléttan flöt að finna á Royal St George’s. „Boltinn á eftir að vera mikið utan við brautirnar en þá verður maður bara að taka því með jafnaðargeði því allir eiga eftir að lenda í vand- ræðum,“ segir Els. Kemur Immelman á óvart? Trevor Immelman frá Suður-Afr- íku er nafn sem er gott að leggja á minnið enda landi Ernie Els. Hinn 23 ára gamli Immelmann þykir afar sterkur þessa dagana og gæti komið mögum á óvart, en hann varð annar á Opna breska meistaramóti áhuga- manna 1997 á Royal St George’s. Ernie Els og Tiger Woods eru líklegastir til afreka á Royal St George’s-vellinum Ernie Els frá Suður-Afríku á titil að verja. Harrington er helsta von Evrópu OPNA breska meistaramótið hefst í dag og hefur elsta stórmót atvinnukylfinga á sér sérstakan stimpil þar sem sá kylfingur sem stendur efstur á palli síðdegis á sunnudag- inn, að loknum fjórða keppnisdegi á Royal St George’s, fær ekki aðeins Claret Jug- verðlaunagripinn eftirsótta og gríðarlega fjármuni. Sigurvegarinn verður kominn í hóp „ógleymanlegra“ kylfinga enda um að ræða einn af stærstu íþróttaviðburðum ársins, golfmót sem fór fram í fyrsta sinn árið 1860. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.