Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 46
HÁTÍSKUVIKAN fyrir haust- og vetr- artískuna 2003–2004 fór fram í París fyrr í mánuðinum og þykir afraksturinn með skárra móti enda sóttu margar sýn- ingarnar innblástur í klassísk snið og Hollywood glamúr þótt enginn hörgull hafi heldur verið á framúrstefnulegum fantasíufatnaði líkt og hjá John Galliano hjá Dior. Eins og venja er var klæðn- aðurinn nokkru efnismeiri fyrir svalan veturinn en loðfeldir voru töluvert áber- andi í hönnunum tískumeistaranna þótt lítið hafi borið á aðgerðum dýravernd- unarsinna í kringum tískuhátíðina. Karl Lagerfeld gerði sígildum stíl Chanel-tískuhússins góð skil í sýningu í fornu klaustri þar sem hans þekkta blanda af svart/hvítu var áberandi. Hönnuðir á borð við Christian Lacroix og Emanuel Ungaro lögðu áherslu á glæsilega og hógværa hönnun en Ver- sace gæddi flíkur sínar meiri glans og glysi. Julien Macdonald hjá Givenchy leitaði fanga í arfleið Audrey Hepburn með sí- gildum sniðum í síðkjólum og drögtum, áberandi í svörtu, lit sem Audrey ku hafa haldið sérstaklega upp á. Asísk áhrif voru að vonum áberandi í flíkum hinnar jap- önsku Hanae Mori en hinn am- eríski Ralph Rucchi lagði áherslu á vönduð efni og lát- lausa fegurð með flíkum úr kasmír-ull, strútsleðri og vic- una-ull. Tískuvikan var haldin í skugga samdráttar í efnahags- lífi, stríðsátaka og hryðjuverka- ógnar en ekki var þó að merkja að umgjörð hátíðarinnar hefði goldið fyrir það svo nokkru næmi. Þó var sýning franska tískuhússins Belma- in blásin af og sýning Versace fór ekki fram með hefðbundnu sýning- arpalls (catwalk) sniði heldur var sýningin haldin í smáum sýningarsal Chanel hótar að flytja Einnig hafa heyrst raddir frá Chanel um að tískuhúsið hyggi á að flytja til New York. Ástæðan er sögð dalandi aðsókn að tískuvikunni og viðleitni „hversdagslegri“ hönnuða og merkja til að smokra sínum sýn- ingum inn á milli hátískusýning- anna. Eins og kunnugt er er hátísku- vikan helguð fatnaði sem sárafáir hafa efni á að kaupa enda getur verð einnar flíkur hæglega farið yfir verð á góðum fjölskyldubíl. Hvort hótanir Chanel eru raun- hæfar eða hreinlega leið til að fá aukna umfjöllun er óvíst en Chanel er einn af máttarstólpum tískuvik- unnar ásamt Dior sem myndi að öll- um líkindum einnig fylgja með yfir Atlantshafið. Þá væri tískuvikan orðin hálfrótlaus og einnar og hálfr- ar aldar hefð teflt í tvísýnu. Reuters Jean-Paul Gaultier Loðfeldir og klassísk hönnun áberandi Donatella Versace Karl Lagerfeld fyrir Chanel Hátískan í París haust/vetur 2004 Hanae Mori John Galliano fyrir Christ- ian Dior 46 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, og 10. YFIR 25.000 GESTIR!  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! YFIR 25.000 GESTIR! Sýnd kl. 3.40. ROKKSVEIT Dave Grohl, Foo Fighters, leikur í Laug- ardalshöll 26. ágúst. Sveitin er hæglega ein vinsælasta rokk- sveit heims í dag og var stofn- uð af téðum Grohl er Nirvana, sem fyrir um tíu árum var óhikað dáðasta rokksveit heims, lagði upp laupana í kjölfar sjálfsmorðs Kurts Cobain. Þá var reyndar löngu orðið ljóst að ýmislegt bjó í þessum ofurtrymbli sem vél- aður var í Nirvana úr harð- kjarnasveitinni Scream á sín- um tíma. Hann fór t.a.m. fimum höndum um bassagítar í upptökum Nirvana fyrir órafmagnaða tónleika MTV auk þess að radda en í Foo Fighters spratt hann fram sem gítarleikari, lagasmiður og söngvari. Fyrsta platan, Foo Fighters (’95), sló eiginlega nokkurn veginn í gegn, með skotheld- um smellum á borð við „This Is A Call“ og „I’ll Stick Around“. Tónlistin var melód- ískt en hrátt nýbylgjurokk, nokk frábrugðið því sem Nirv- ana voru að gera því hér var poppvinklinum gert enn hærra undir höfði. Mörg lag- anna á þessari fyrstu plötu voru sólósmíðar Grohls frá Nirvanadögum hans og þess má geta að hann lék á öll hljóð- færin sjálfur og tók ekki nema viku að hljóðrita. Foo Fighters var svo skipuð tveimur fyrrum meðlimum Sunny Day Real Estate en fjórði maðurinn var Pat Smear, sem lék með Nirv- ana undir restina. Önnur platan, The Colour and the Shape kom svo út 1997. Stuttu eftir útkomu hennar var trymbillinn Taylor Hawkins kominn í bandið (var í sveit Alanis Morissette áður). Upptökustjóri plötunnar var Gil Norton (Pixies). Vinnusemin var með ágæt- um um þetta leyti og There Is Nothing Left to Lose kom út tveimur árum síðar. Var það fyrst á henni sem sveitin hljóð- ritaði sem „hljómsveit“ en tvær fyrrnefndu plötunnar höfðu verið að mestu eða að öllu leyti afurðir Grohl. Foo Fighters efldist við þetta, lög- in urðu rokkaðri og flutningur þéttari. Nýjasta platan, One by One, kom út í fyrra og er sveitin um þessar mundir að túra hana um heiminn. Sumir, m.a. und- irritaður, telja hana bestu plötu Foo Fighters til þessa; lagasmíðar ótrúlega melódísk- ar og grípandi og rokkið en sem áður með stóru og feitu R-i. Meðfram þessu hefur Grohl svo fengið útrás á trommunum með hljómsveit- um eins og Queens of the Stone Age og Killing Joke. Ferill Foo Fighters hefur því í raun verið línulegur upp á við í heil átta ár, afrek sem er síst auðvelt að landa. Ljósmynd/Anton Corbijn Dave Grohl: Ákvað að doka aðeins við og er hérna enn. Foo Fighters á Íslandi: Rennireiðin hans Grohl „Engu að tapa“ Miðasala á tónleika Foo Fighters hefst á morgun kl. 10 í verslunum Skíf- unnar. www.foofighters.com arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.