Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F áir skrökva jafn- mikið til um veðrið og Akureyringar. Er sagt. Þjóðsagan er þessi: Það er alltaf gott veður á Akureyri. Í það minnsta á sumrin. Þannig hljómar útgáfa heimamanna. Íbúanna sem elska bæinn sinn svo mikið að þeir eru tilbúnir að segja utanbæjar- og aðkomu- fólki ósatt. Ef þannig stendur á. Heiðarlegasta fólk samt svona í grunninn. Aldrei neitt logn að flýta sér. Endalaust sólskin. Eða nánast. Fullboðlegt veður fyrir fjölskyldufólk. Einhleypa líka ef út í það er farið. Eða hverjir kunna ekki bærilega takk fyrir vel við logn, sól og þetta eitt- hvað um eða yfir tuttugu stigin? Þannig er veðrið á Ak- ureyri yfir sumarmán- uðina. Að sögn. Sam- kvæmt sömu sögu er eiginlega alltaf rigning í Reykjavík. Og hvassviðri í kaup- bæti. Sem sagt veður sem eng- inn kýs yfir sig og sína. En langflestir búa þó af einni ástæðu eða annarri við. Og virð- ist ekki skipta svo miklu máli. Fólk hvort eð er mest inni við. Staðreyndin er hins vegar önnur. Það er ekki alltaf gott veður á Akureyri. Bara stund- um. Svo er það líka stundum vont. Miðað við þessa almennu skilgreiningu á góðu veðri og vondu. Það er til að mynda ansi oft hafgola yfir miðjan daginn. Hún getur spillt fyrir degi sem annars myndi falla í flokk þeirra góðu. Býsna nöpur og býður frá- leitt upp á stuttbuxur. Kannski ermalausan ef um hraustmenni er að ræða. En aftur að þeirri fullyrðingu að Akureyringar segi ekki alls kostar og alltaf satt til um veð- urfarið í sínum annars ágæta bæ. Margir hafa orðið vitni að samtölum manna milli lands- hluta, suður og norður. Sunn- anmaðurinn hringir. Áður en hann ber upp erindi sitt kemur spurningin: – Og hvernig er svo veðrið hjá ykkur þarna fyrir norðan? – Alveg frábært. Brjáluð sól, fínn hiti, svona átján stig kannski, bærist ekki hár á höfði. – Hér rignir, segir sá syðra ámátlega. Maður verður að fara að skella sér norður. Eftir hundrað og sjö svona samtöl renna tvær grímur ef ekki fleiri á höfuðborgarbúann. Getur þetta staðist? Að því kem- ur að hann á erindi norður í land. Hringir í félagann, norð- anmanninn og spyr að venju: Hvernig er svo veðrið? Svarið auðvitað á svipuðum nótum; Voða gott veður hér, engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín. Færist jafn- vel í aukana og skellir nokkrum auka hitastigum við þau sem löglegi mælirinn á lögreglustöð- inni sýnir. Býsna rogginn bara með þetta yndislega veður sem hann hefur boðið bæjarbúum og gestum þeirra upp á. Eða allt þar til honum verður ljóst að maðurinn sem rétt í þessu var að hrista af sér slydduna við skrifborðið hans er vinurinn góði að sunnan. Sá sem deilir með honum áhuga á akureyrsku veðri. Að hann hélt þar til hann birtist án þess að gera boð á undan sér. Hróð- ugur, hafandi staðið heima- manninn að helberum ósann- indum um veðurfarið í höfuðborg hins bjarta norðurs. Í þetta skiptið. Á veturna aftur á móti þegar óveður geisa um norðanvert landið og sunnanfólkið vill krassandi fregnir af kafaldsbyl, ófærð og fljúgandi bátum er annað hljóð í skrokknum. Nei, þá er bara ágætis veður í bænum. En allt vitlaust út með firði. Þetta nær ekkert hingað inn. Bærinn liggur þannig, sjáðu til. Annars eru hörðustu Ak- ureyringar aðeins farnir að gefa eftir. Segja veðrið hafa verið betra hér í eina tíð. Einhvern veginn eins og allt hafi breyst hin síðari ár. Nóvember kannski besti mánuðurinn og lítið hægt að gera annað en hrista hausinn yfir þessu öllu saman og skella skuldinni á eitthvað alþjóðlegt. Gróðurhúsaáhrif og svoleiðis. Bara ekki lengur hægt að ganga að þessum tuttugu stigum vísum norðan heiða út af einhverju sem hefur gerst í Indlandi. Allt eitthvað svo hverfult í þessum heimi núorðið. Veðrið á Akureyri í æ ríkari mæli farið að taka mið af því í Reykjavík. Oftar rigning og hún kröftugri, kaldari. Nú er Akureyri og Eyja- fjörður skilgreint sem sérstakt vaxtarsvæði í byggðaáætlun rík- isstjórnarinnar og nefnd að störfum til að vinna að fram- gangi málsins. Veit ekki hverjar tillögurnar kunna að verða, en ekki úr vegi að benda formann- inum Sigmundi Erni Rúnars- syni, Akureyringi frá ’61 á þessa: „Stuðla ber að því að efla sem kostur er reykvískara veðurfar á Akureyri með það að markmiði að laða til bæjarins fólk á barn- eignaraldri sem lagt getur stund á þægilega innivinnu.“ Taki veðrið meira mið af hefð- bundnu höfuðborgarveðri og Ak- ureyringar hætta að ljúga til um endalaust góðviðri gætu líkur aukist á að íbúar af suðvest- urhorni landsins taki sig upp og flytji búferlum norður í land. Þangað leitar klárinn, eins og þar stendur. Ekki yrði þess þá langt að bíða að bæjarbúum fjölgaði um- talsvert. Fleiri á ferðinni og þetta svokallaða mannlíf kannski með öðrum hætti. Á ekta góð- viðrisdegi upp á gamla mátann gæti til dæmis hinn geðugi gest- ur sem nýtur veðurblíðunnar sitjandi úti við á einhverju kaffi- húsa bæjarins haft úr einhverju að moða þegar hann virðir þetta mannlíf fyrir sér yfir molasop- anum. Ekki bara einn kall í stökum jakka að hlaupa í bank- ann með stöðumælasekt í skjala- töskunni. Og kona að skipta af- mælisgjöf. Stundum er mannlífið ekki fjölbreyttara í miðbæ Ak- ureyrar. Þó að veðrið sé gott. Eins og það var í gær. Mikið sem veðrið var annars gott á Akureyri í gær. Mikil sól. Mikið logn. Mikil blíða. Að skrökva til um veður Það er ekki alltaf gott veður á Akureyri. Bara stundum. Svo er það líka stundum vont. VIÐHORF Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is ✝ Jónas Þór Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 6. nóv- ember 1934. Hann lést á sjúkrahúsi í Dobrich í Búlgaríu 5. júlí síðastliðinn. Jónas var fimmti í röðinni af átta börn- um hjónanna Guð- mundar Kr. Guð- mundssonar, skipstjóra frá Stakkadal í Aðalvík, f. 15.8. 1897, d. 12.1. 1961, og Sigurjónu G. Jónasdóttur, hús- freyju frá Sléttu, f. 14.1. 1903, d. 9.9. 1954. Systkini Jónasar eru: Guðrún, maki hennar var Pétur Sæmundsen, látinn, Margrét, maki hennar var Finnur Th. Jónsson, látinn, Hulda, látin, maki hennar er Hákon Bjarna- son, Marta Bíbí, gift Þorvarði Guðjónssyni, Helga, gift Ólafi Ágústssyni, Rannveig, gift Sverri Jónssyni, Gunnbjörn, maki hans var Jónína Auðunsdóttir, látin. Jónas kvæntist Þórhöllu Þór- hallsdóttur 1969. Börn þeirra eru: Gísli, f. 30.6. 1956, ættleidd- ur. Auður Sigurjóna, f. 11.3. 1969, börn hennar eru Arnar lauk prófi sem stýrimaður vorið 1956. 22 ára var hann orðinn skipstjóri á Auðbirni ÍS 14. Síðar var hann skipstjóri á Gylli frá Flateyri. Árið 1961 flyst Jónas til Reykjavíkur og stundar þar sjó- mennsku, ýmist á togurum eða línubátum, þá oftast sem stýri- maður. Árið 1968 kaupir Jónas síðan sinn eigin bát, Lárus ÍS 28, en berklar valda því að ársbið er áður en hann getur farið að róa báti sínum. Jónas og Þórhalla, þá nýgift, flytjast til Ísafjarðar sum- arið 1969 og hefja búskap í Neðstakaupstað. Jónas stundaði þar rækjuveiðar allt til ársins 1974. Þá flytjast þau hjón til Hafnarfjarðar og Jónas hefur störf hjá álverinu í Straumsvík þar sem hann starfar í ein tvö ár. Þá svarar hann kalli hafsins á ný og ræður sig á bát, Skúm RE 90, frá Sandgerði. Þegar Jónas lét af sjómennsku 1982 keypti hann hlut í sendibílastöðinni Þresti og starfaði sem sendibílstjóri í lok starfsævi sinnar. Um árabil sat hann bæði í stjórn sendibílastöðv- arinnar Þrastar og stéttarfélags- ins Trausta. Jónas og Þórhalla hófu sambúð sína í Reykjavík, bjuggu nokkur ár á Ísafirði og síðar í Hafn- arfirði en lengst af áttu þau heimili á Þinghólsbraut 1 í Kópa- vogi. Útför Jónasar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Freyr Helgason, f. 30.3. 1987, og Ragna Sif Gísladóttir, f. 5.4. 1992, sambýlismaður Auðar er Victor Manuel Santos. Jónas Þór, f. 14.1. 1973, börn hans eru Helgi Mikael, f. 23.10. 1993, og Elva Mist, f. 17.3. 1997, sambýliskona Jónasar er Klara Lind Jónsdóttir. Börn Þórhöllu eru Lárus Þ. Blöndal, f. 1.12. 1952, kvæntur Hjör- dísi Ström, börn þeirra eru Viðar Blöndal, f. 12.4. 1974, og Sigurður Helgi Blöndal, f. 1.11. 1979; Óskar Gunnar Hansson, f. 9.1. 1955, börn hans eru Eva Dögg, f. 1.10. 1978, Har- aldur Gunnar, f. 26.9. 1981, og Anna Margrét, f. 6.3. 1986; Berg- ljót Birna Blöndal, f. 11.7. 1958, gift Jóhanni Jónssyni, börn þeirra eru Auðbjörg Halla, f. 2.5. 1979, og Hildur, f. 26.1. 1984. Jónas ólst upp á Ísafirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar aðeins 14 ára. Frá 15 ára aldri stundaði hann sjóinn. Jónas fór í Sjó- mannaskólann í Reykjavík og Alla ævi hefur það verið þannig að þú hefur verið hetjan mín. Ég gleymi heldur aldrei hversu mikið mér fannst hendurnar á þér sterk- ar. Þær voru svo öruggar, traustar og unnu verk með svo mikilli ná- kvæmni. Rétt eins og þú. Þegar ég var lítill og þú leiddir mig niður götu gat ég dáðst endalaust að höndunum á þér, sterklegum og öruggum. Þegar þú leiddir mig leið mér eins og ég væri ósnertanlegur og ekkert illt gæti hent mig. Pabbi pabbi pabbi, ef það er eitt- hvað sem kemur upp í hugann þeg- ar ég hugsa um þig, pabbi minn, þá yrði ég að segja heiðarleiki. Ef það er eitthvað sem þú hefur kennt mér á lífsleiðinni, þá er það að vera heiðarlegur við allt það fólk sem snertir líf mitt. Ég hef reynt að fylgja þessari lífsreglu, ekki alltaf reynst það auðvelt og oft mistekist. En aldrei hefur sá dagur liðið að ég hef ekki hugsað um þessa lexíu sem þú prentaðir í vitund mína frá unga aldri. Þá veit ég, pabbi minn, að ég væri ekki hálfur ég sjálfur ef ég hefði ekki notið leiðsagnar þinn- ar í gegnum lífið. Aðalástæðan, pabbi minn, fyrir því að ég hef náð þeim árangri sem raun ber vitni er sú sem hér ritast: ég átti ljúfan, brothættan, góðan, gáfaðan og heiðarlegan föður sem gerði sitt ýtrasta til að kenna mér, vara mig við, segja mér, sýna mér, deila með mér og umfram allt elska mig. Elsku besti pabbi minn, ég vona bara að ég geti gefið börnum mín- um, þó ekki væri nema brotabrot, af þeirri ást og alúð sem þú sýndir mér allt okkar ferðalag. Ef mér tekst að feta þó ekki væri nema í nokkur spor þín, veit ég að börnin mín taka með sér gott veganesti út í lífið. Aldrei hefur sú ákvörðun verið tekin að ég hef ekki tekið til greina þau ráð sem þú sendir mig með út í lífið, það máttu vita, pabbi minn, að alveg sama hvað ég geri verður þú alltaf nærri. Þú ert hjartsláttur minn. Eftir því sem við urðum eldri fannst þér alltof oft ég ekki taka mark á því sem þú hafðir til mál- anna að leggja, því miður. Það var aldrei þannig, pabbi minn, aldrei, ég bara þurfti stundum að láta smá tíma líða áður en ég gerði mér ljóst að þú hafðir rétt fyrir þér. Ég vil að þú vitir að fyrir mér varst þú minn ljúfasti vinur og mín mesta JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON ✝ Jakob ValdemarJónasson, geð- læknir, fæddist á Geirastöðum í Þingi 28. október 1920. Hann lést á Land- spítala Landakoti 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Stefáns- son (Stefánssonar, b. Syðri-Ey og á Syðra-Hóli í Vind- hælishr., A.-Hún.), bóndi á Geirastöð- um í Þingi, síðar verkam. á Akur- eyri, f. 11. október 1881, d. 4. janúar 1960, og k.h. Aðalbjörg Signý Valdemarsdóttir (Hall- grímssonar, b. á Hólabaki í Sveinsstaðahr., A-Hún.), f. 4. október 1887, d. 8. október 1927. Seinni kona Jónasar Stefánsson- ar og stjúpmóðir Jakobs var Jón- asína Þorsteinsdóttir, f. 1883, d. 1962. Bróðir Jakobs var Finn- bogi Stefáns Jónasson, stúdent frá M.A. 1944, skrifstofustjóri KEA á Akureyri og síðar for- stöðumaður Kristneshælis, f. 16. maí 1923, d. 6. ágúst 1979, kvæntur Helgu Svanlaugsdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 6. sept. Björgu, f. 20. nóvember 1991. Jakob varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Cand. med. frá Háskóla Ís- lands 1951. Við framhaldsnám og læknisstörf á sjúkrahúsum í Englandi 1953–55 og í Svíþjóð 1955–60. Viðurkenndur sérfræð- ingur í tauga- og geðsjúkdómum 1958. Hann var aðstoðaryfir- læknir á Kleppsspítala 1963–67, yfirlæknir Flókadeildar Klepps- spítala 1967–68, sérfræðingur á geðdeild Borgarspítalans 1968-– 70 og við Kleppsspítalann frá 1970. Jakob rak lækningastofu í geðlækningum í Reykjavík 1960– 1998, en hann lauk störfum við 78 ára aldur. Jakob nam dá- leiðslu í Mainz í Þýskalandi 1968 og varð hún síðan hugðarefni hans í læknisfræði. Beitti hann dáleiðslu sem geðlæknismeðferð hérlendis bæði á geðdeild Land- spítalans og lækningastofu sinni, auk þess sem hann kenndi ís- lenskum heilbrigðisstarfsmönn- um dáleiðslu um árabil, aðallega geðhjúkrunarfræðingum, sem hafa áfram beitt dáleiðslu, sem geðmeðferð hérlendis. Jakob var formaður Geðlæknafélags Ís- lands 1968–70, ritari lækna- félags Reykjavíkur 1970–72 og fulltrúi Íslands í aðalráði Al- þjóðadýraverndunarsambandsins 1970–79. Útför Jakobs verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1922. Eignuðust þau þrjú börn, Jónas, flugstjóra, Aðal- björgu, hjúkrunar- fræðing og Svan- laugu, hjúkrunar- fræðing. Jakob kvæntist 6. júní 1953 Christel Hildigerði Ágústs- dóttur (áður Christel Hildegard), f. 16. október 1920. For- eldrar hennar voru August Lettau, nudd- læknir í Königsberg í A.-Þýskalandi og k.h. Marta Lettau, f. Schoel. Börn þeirra Jakobs eru: a) Hildigerð- ur Marta, f. 21. maí 1954, fé- lagsráðgjafi og viðskiptafræð- ingur, búsett í Linköping í Svíþjóð. Hún er gift Lars Gim- stedt, verkfræðingi og ráðgjafa og eiga þau tvö börn, Jakob, f. 23. mars 1998, og Signýju, f. 7. maí 2000, og b) Finnbogi, f. 9. desember 1956, dr. med., sér- fræðingur í taugasjúkdómum. Hann er kvæntur Elínu Flygen- ring, f. 12. maí 1957, lögfræð- ingi, sendifulltrúa í utanríkis- ráðuneytinu og eiga þau tvær dætur, Kristel, f, 6. júlí 1989, og Kær vinur og bekkjarbróðir hef- ir nú kvatt að loknu góðu dags- verki í þágu margra, „integer vitae, scelerisqve purus“, eins og Horatius komst að orði og við sungum oft ungir, „vammlaus halur og vítalaus“ í íslenskum búningi Gríms. Lengra verður varla komist í manndygðum, og fáir hljóta þann dóm með réttu og fullum heiðri við ævilok. Þó hygg ég, að enginn, sem Jakob þekkti, vefengi slík dómsorð um hann genginn. Hann var hóg- vær maður og lágvær, hlédrægur, en góðviljaður og gamansamur, beitti heldur rökum en raddstyrk, vildi fremur reynast en sýnast, naut sín best í völdum vinahópi. Hann var mikill tungumálamað- ur, framburðarsnillingur og hafði gaman af málfræði. Okkur Andrési JAKOB V. JÓNASSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.