Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 45
Verður það Stiflerinn sem heldur uppi stuðinu í Kringlubíói annað kvöld? ÓVISSUSÝNINGAR eru orðnar reglulegt uppátæki hjá bíóhúsum landsins. Eru þá jafnan sýndar myndir sem beðið er með mikilli eftirvæntingu en gestir algjörlega í óvissu um hvaða mynd verður sýnd. Ýmist eru gefnar upp nokkrar myndir sem valið verður úr eða þá alls ekkert upp gefið. Sambíóin standa fyrir óvissu- sýningu á morgun í Kringlubíói. Verður þá sýnd ein af eftirfar- andi þremur myndum; topp- myndin í Bandaríkjunum um þessar myndir Sjóræningjar Kar- íbahafsins, Lara Croft 2: Vagga lífsins eða Bandaríska bakan 3: Brúðkaupið. Allar eru þær meðal helstu sumarmynda ársins og tvær síðarnefndu hafa ekki einu sinni verið frumsýndar vest- anhafs. Fyrstnefnda, toppmyndin vestra, er nýjasta stórmyndin úr smiðju Jerry Bruckheimer. Mynd- in er ekta sjóræningjamynd með Johnny Depp og Orlando Bloom í aðalhlutverkum. Löru Croft og Bandarísku bökuna þarf vart að kynna en fyrri myndirnar hafa þegar notið vinsælda hérlendis. Óvissa í Sambíóum Óvissusýningin er í Kringlubíói og hefst kl. 22. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 45 Bang, bang þú ert dauður (Bang, Bang You’re Dead) Drama Bandaríkin 2002. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (87 mín.) Leikstjórn Guy Ferland. Aðalhlutverk Thomas Cav- anagh, Ben Foster. EITT heitasta og um leið eldfi- masta viðfangsefni í bandarískum kvikmyndum um þessar mundir teng- ist skólaofbeldi og þá gjarnan þeim hörmulegu fjöldamorðum sem ungir nemendur hafa framið á samnemend- um sínum og kennurum. Margar leið- ir hafa verið farnar til að nálgast við- fangsefnið. Michael Moore beitir áróð- urstækninni, gerir heimildarmynd, þar sem markmiðið er að færa sönnur fyr- ir þeirri kenningu að Bandaríkjamenn séu einfaldlega skotglaðari en ann- að fólk sökum ofbeldishneigðar stjórnvalda þar í landi í gegnum ald- irnar. Gus Van Sant afræður að taka enga afstöðu í umdeildri nálgun sinni að sama efni í sigurmyndinni á Cann- es Elephant. Í þessari litlu en einkar áhrifaríku sjónvarpsmynd frá Show- time er tekin skýr afstaða, og það með unga fólkinu, gegn hinum eldri; skóla- yfirvöldum, foreldrum og öðrum for- ráðamönnum. Þeirra er sökin á því – samkvæmt myndinni – að ástandið í skólum Bandaríkjanna er orðið eins skelfilegt og það er. Og aðalvandinn. Ekki einhverjir ofbeldisdýrkandi vandræðaunglingar eins og einmitt forráðamennirnir hafa ákveðið, í fá- fræði, sinnuleysi og fljótfærni. Nei, aðalvandinn er djúpstætt og landlægt einelti sem „vinsælu“ nemendurnir; þ.á m. íþróttatöffarararnir og klapp- stýrurnar hafa komist upp með að stunda gagnvart samnemendum sín- um, þeim sem minna mega sín. Þar liggur stóra meinið að mati handrits- höfundar myndarinnar, William Mastrosimone, og einnig í leikritinu sem myndin heitir eftir, en mennta- skólanemar um gervöll Bandaríkin hafa sett það upp undanfarið og vakið sterk viðbrögð. Tom Arnold, frábærlega leikinn af bráðefnilegum Ben Foster, söguhetja myndarinnar, er vandræðaunglingur – í augum skólayfirvalda og foreldra – vegna þess að hann á að hafa sent fyr- irliða fótboltaliðsins í skólanum sprengjuhótun. Þar með er Arnold úrskurðaður hættulegur samnem- endum sínum, án þess að nokkuð hafi verið sannað á hann. En það er eitt- hvað mikið að hjá honum, því eitthvað varð þess valdandi að hann gjör- breyttist, fylltist vonleysi og heift í garð samnemenda sinna. Er hann næsti fjöldamorðingi, eða bara dæmi um dreng sem dæmdur er fyrir það eitt að vera öðruvísi, í andófi við ríkjandi strauma? Enginn veit, því enginn hefur gefið sér tíma til að hlusta á hann, ekki frekar en annað ungt fólk sem er í vanda statt – rétt eins og Marilyn Manson benti á í Bowling for Columbine og hitti al- gjörlega naglann á höfuðið. Gallinn við þessa annars áhrifaríku mynd er að hún er fullmikið skólabók- ardæmi, eins og hún hafi verið samin með námskrá í huga. En um leið verð- ur það kannski stóri kostur hennar því hún er hreint tilvalið námsefni og skora ég á kennara – í efsta stigi grunnskóla og menntaskóla því myndin er bönnuð innan 16 ára fyrir einhverra hluta sakir – að sýna nem- endum myndina. Burtséð frá gæðun- um veltir myndin nefnilega upp mjög svo forvitnilegum spurningum. Spurningum sem hreinlega nauðsyn- legt er að nemendur hvarvetna í heiminum velti vöngum yfir, ræði saman um og finni svör við.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Skólabókar- dæmi um skólaofbeldi AKUREYRI • REYKJAVÍK • KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.