Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Astoria kemur og fer í dag. Akureyrin, Helgafell og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Karacharovo, Fornax, og Ludvik Andersen fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sum- arleyfa. Kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, Kl. 13.30 lengri ganga. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 13.30 söngtími. Dekurdagur á vinnustofunni handanudd og herða- nudd með Volare, fimmtudaginn 17. pantið tíma í síma 568 3132 eða á staðn- um. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Bingó kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánudögum, mið- vikudögum og föstu- dögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 10 boccia, 13.30 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa lokuð vegna sumarleyfa frá 3. júlí til 5. ágúst. Kl. 10–11 ganga. Fótaaðgerða- stofan er lokuð frá 21 júlí til 5 ágúst. Hár- greiðslustofan er lok- uð frá 15. júlí til 12. ágúst Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia æfing, kl. 13 frjáls spil. Hana-nú Kópavogi Bókmenntaklúbbsfólk er boðað á fund föstu- dag 18. júlí kl. 13 á Bókasafn Kópavogs vegna undirbúnings fyrir stutta dagskrá í tilefni hátíðargöngu Hana-nú nk. laug- ardag. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag fimmtudaginn 17. júlí kl. 10 við Njáls- götu og kl. 14 við Safamýri, og næst mánudaginn 21. júlí við Brekkuhús. Minningarkort Minningarkort, Fé- lags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstofunni Græn- umörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og verslunni Íris í Mið- garði. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykjavík- urdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561- 5622. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kvenfélagsins Hrings- ins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr.500.- Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvald- sensbazar, Austur- stræti 4, s. 551-3509. Í dag er fimmtudagur 17. júlí, 198. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)     Pistilhöfundur á frelsi.-is fjallar um jafn- réttislög og efast um að löggjöfin nái tilgangi sínum, enda geti fram- kvæmdastjóri Jafnrétt- isstofu ekki framfylgt henni.     Markmið laga, nr. 96frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er að vinna að auknu jafn- rétti og jöfnum tækifær- um kvenna og karla og jafna stöðu kynjanna hvarvetna í samfélaginu.     Þannig er stefnt að þvíað jafna möguleika fólks á að njóta eigin atorku og þroska hæfi- leika sína óháð kynferði. Félagsmálaráðherra er ætlað að fara með fram- kvæmd þessara laga og er sérstakri jafnrétt- isstofu, sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra ætl- að að annast stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til.     Nú vill svo merkilegatil að Leikfélag Ak- ureyrar réð til sín nýjan leikhússtjóra á dög- unum. Ákveðið var að ráða Þorstein Bachmann leikara til starfans í stað Hrafnhildar Hafberg, sem þykir víst talsvert betur menntuð en Þor- steinn og þar af leiðandi hæfari eða að minnsta kosti jafnhæf til þess að gegna starfinu.     Héraðsdómur Norður-lands eystra leit því svo á að Leikfélag Ak- ureyrar hefði gerst brot- legt við 1. málsgrein 24. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þegar félagið réð til sín nýjan leikhússtjóra, en í um- ræddri málsgrein segir:     Atvinnurekendum eróheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Sama gildir um stöðu- hækkun, stöðubreyt- ingar, endurmenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfs- manna.“     Það sem stingur hvaðhelst í stúf við þess- ar málalyktir er að for- maður Leikfélags Ak- ureyrar (og þá væntanlega yfirumsjón- armaður með ráðningu leikhússtjórans) er ein- mitt Valgerður Bjarna- dóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu, sem eins og fyrr segir á að hafa eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.     Hljóta ekki að vaknaupp ákveðnar spurn- ingar um eðli og tilgang jafnréttislaga þegar framkvæmdastjóri Jafn- réttisstofu getur ekki framfylgt þeim?“ STAKSTEINAR Stuðla jafnréttislög að jafnrétti? Víkverji skrifar... VÍKVERJI hlakkar tilað fylgjast með gengi hugrakks íþróttamanns í ágústmánuði, en sá hyggst róa árabát í kringum land- ið á sex vikum. Hefst leið- angurinn í byrjun ágúst frá Kópavoginum og verð- ur haldið norður fyrir landið. Það er ekki bara þetta bátskríli sem vekur nettan hroll með Víkverja heldur sú staðreynd að ræðarinn, Kjartan Hauksson, 41 árs Ísfirðingur, ætlar ekki að taka land nema kannski þrisvar á leiðinni. Hann mun sem sagt halda til í bátnum og sofa þar flestar nætur – og jafnvel daga ef ekkert er hægt að róa vegna veð- urs. Aðstoðarmaður Kjartans þekk- ir vel til leiðangursmanna sem þurfa að takast einsamlir á við nátt- úruöflin, því umræddur aðstoð- armaður er enginn annar en Ingþór Bjarnason skíðakappi, sem fór með Haraldi Erni Ólafssyni út á Norð- ur-Íshafið vorið 2000. Haraldur Örn hélt áfram einn á ísnum í 5 vikur eftir að Ingþór sneri við eftir þrjár, kalinn á höndum. Og nú er það Kjartan Hauksson sem verður ekki „einn á ísnum“ eins og Haraldur Örn, heldur „einn á báti“ og Ingþór verður bakvarðarsveit hans. Kjart- an hefur aðallega æft róður í vél og sund 6 sinnum í viku og syndir þá 3 km í hvert skipti til að þjálfa þrek og axlir. Býst hann við að þurfa að róa allt að 14 tíma á dag. x x x VíKVERJI telur að þetta sé verk-efni á við helstu afreksverk ís- lenskra leiðangursmanna á und- anförnum árum, svo sem Everestleiðangurinn 1997, Norðurpóllinn 2000 og svo mætti auð- vitað nefna Geysi- sbjörgunina og fleira. Það þarf engar smá- taugar til að þola ein- veruna í litlum árabáti og hafa áhyggjur af veðri og sjáv- arstraumum. Úthafs- aldan er ekkert lamb að leika við og verst er þegar vindur stendur á móti sjávarstraumi. Kjartan býst líka alveg eins við því að bátnum hvolfi en hann á víst að geta snúist við sjálfkrafa. Það er hins vegar ekkert grín að hvolfa bát jafnvel þótt hann sé búinn slíkum örygg- isbúnaði því hvað gerist þegar hann er kominn á réttan kjöl? Varla skánar veðrið sjálfkrafa. Honum gæti hvolft aftur og aftur. Og Ægir gefur engin grið. Kjartan hlakkar hins vegar bara til að geta byrjað og Víkverji óskar honum góðs gengis og á fastlega von á að Ísfirðingar taki vel á móti sínum manni þegar hann tekur land þar á fyrsta áfangastaðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kattafár í Holtunum ÉG BÝ í Holtunum. Þar er yndislegt að búa nema að einu leyti. Þar er þvílíkt kattafár að það hálfa væri nóg. Ég get ekki opnað glugga eða dyr þá er köttur kominn inn. Ruslapokar eru rifnir upp og sorpið liggur eins og hráviði út um allt. Það er eins og kettirnir eigi hvergi heima því þeir virð- ast vera úti allan sólahring- inn. Það er slegist í garðin- um hjá mér allar nætur svo það er enginn svefnfriður. Ef maður sest út í garð á góðviðrisdögum eru kettir að þvælast um garðinn mér til mikils ama. Um leið og staðið er upp úr sólstól og farið inn, er köttur kominn í stólinn. Kettirnir róta í blómabeðinu hjá mér og gera sínar þarfir hvar sem þeim sýnist. Sérstaklega virðist þetta eiga við um einn kött sem býr í Stang- arholtinu. Hann er brún- bröndóttur með rauða ól. Hann virðist aldrei fá að fara inn til sín. Hann er greinilega svangur og hon- um er oft kalt. Mér finnst al- gjört lágmark að þeir sem taka að sér ketti sjái um þá. Ég er orðin langþreytt á þessu ástandi í kringum mig. Ef eigendur kattanna gera ekki eitthvað í sínum kattamálum er á hreinu að ég geri það, ég líð þetta ekki lengur. Íbúi í Holtunum. Grafarvogskirkju- garður til fyrirmyndar ÓSK hafði samband við Vel- vakanda og vildi koma því á framfæri hversu vel hirtur Garfarvogskirkjugarður væri. Hún sagði fólkið þar vera almennilegt og vinna sín störf af mikilli kost- gæfni. Starfsfólkið er einnig allt af vilja gert ef aðstoðar þarf við. Henni þykir unga fólkið eiga þakkir skildar fyrir vel unnin störf í garð- inum. Tapað/fundið Lítil gleraugu týndust GLERAUGU týndust í Kringlunni, líklegast í Hag- kaupum, 11. júlí sl. Gleraug- un eru frekar lítil með fjólu- blárri umgjörð. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 555 0892 eða 866 9329. Hefur þú fundið gleraugu? GLERAUGU týndust á leiðinni frá Smáralind í leið 17 að Mjódd, eða með leið 6 að Grensási, sunnudaginn 6. júlí sl. milli kl. 21 og 22:30. Gleraugun sem eru fram- leidd í Frakklandi eru með rauðbrúnni plastumgjörð. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 661 1459 eða 553 4696. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust á Reykjavíkursvæðinu í byrjun maí sl. Um er að ræða ný tví- skipt gleraugu með svartri álumgjörð. Gleraugun eru í svörtu hörðu hulstri. Finn- andi vinsamlegast hafi sam- band í síma 896 5685 eða 466 2223. Ástríður. Dýrahald Fallegir kettlingar fást gefins ÁTTA vikna kassavanir kett- lingar fást gefins. Þeir eru að sögn kunnugra yndislegir í umgengni, sætir og leika sér fallega. Upplýsingar í síma 695 8211 eða 865 4832. Krúttlegir kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar fást gef- ins. Um er að ræða fyrir- myndar kettlinga og flekk- ótta að auki. Upplýsingar í síma 847 9557. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Á leiðinni í reiðtúr á Raufarhöfn. LÁRÉTT 1 fer illum orðum um, 8 þyrla, 9 festa lauslega, 10 glöð, 11 skífa, 13 sár- um, 15 vind, 18 marg- nugga, 21 greinir, 22 barið, 23 rándýr, 24 tarfur. LÓÐRÉTT 2 stela, 3 fatta, 4 valska, 5 reiðum, 6 hugur, 7 athygli, 12 guð, 14 dveljast, 15 vers, 16 snákur, 17 miðjan, 18 undin, 19 sviku, 20 svaðs. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kleif, 4 karms, 7 penni, 8 röðul, 9 tap, 11 nusa, 13 maka, 14 kalda, 15 þaka, 17 nafn, 20 err, 22 kímin, 23 ærður, 24 ataði, 25 tarfi. Lóðrétt: 1 kæpan, 2 efnis, 3 feit, 4 karp, 5 ryðja, 6 selja, 10 aflar, 12 aka, 13 man, 15 þokka, 16 kempa, 18 arður, 19 narri, 20 enni, 21 ræst. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.