Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 19
ÆKKUN- Nýtt kortatímabil
Kringlunni - Smáralind Laugavegi 95 - Kringlunni - Smáralind
10% AUKAAFSL.
AF ÚTSÖLUVÖRUM
.
AÐEINS 4 VERÐ:
690.-
990.-
1490.-
1990.-
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 19
Í KVÖLD verður frumsýnd í
Háskólabíó U.S.S.S.S., ný ís-
lensk kvikmynd eftir Eirík
Leifsson, ungan Suðurnesja-
mann. Myndin hefur verið nokk-
urn tíma í framleiðslu, enda
hefur kostnaði við hana verið
haldið í lágmarki og var hún
fjármögnuð án allra styrkja.
Tónlist myndarinnar er öll eftir
íslenska flytjendur og lang-
flestir sem unnu við hana voru
frá Suðurnesjum þótt einhverjir
leikarar væru frá Reykjavík.
Meðal leikara í myndinni eru
Davíð Guðbrandsson, nýútskrif-
aður leikari, fæddur og uppal-
inn í Keflavík og Sigurður Guð-
mundsson tónlistarmaður og
Njarðvíkingur. Hann er einnig
meðlimur í hljómsveitinni Fálk-
um, sem á lag í myndinni.
Samskiptaörðug-
leikar við lögreglu
Sigurður segir gerð mynd-
arinnar ekki hafa gengið áfalla-
laust fyrir sig og má þar nefna
dæmi um atvik sem hlegið var
að eftir á, þótt verr hefði getað
farið. Sigurður, sem leikur
nokkuð mislukkaðan smá-
krimma að nafni Bjartmar, átti
að vera að ræna bensínstöð með
sokkabuxur fyrir andlitinu. Að-
standendur myndarinnar
gleymdu að láta lögreglu vita af
tökum sínum í söluturninum og
brást lögreglan í Keflavík sterk-
lega við þegar áhyggjufullur
borgari hringdi og tilkynnti að
rán ætti stað. „Lögreglan kom á
staðinn og stóð í hálfhring fyrir
utan bensínstöðina. Ég sneri
mér frá búðarborðinu þar sem
ég var að leika senuna og átti
að hlaupa út. En þegar ég var
rétt kominn út um dyrnar fann
ég skyndilega bununa í augun.“
Ungur og óreyndur afleysinga-
lögreglumaður reyndist full-
kappsamur og sprautaði pip-
arúða framan í Sigurð
fyrirvaralaust. Ekki urðu þó al-
varlegir eftirmálar af atvikinu,
enda er Sigurður annálað prúð-
menni og tók ungæðislegum
vinnubrögðum lögregluþjónsins
óreynda með jafnaðargeði.
„Þeir báðust að vísu aldrei af-
sökunar, en voru nokkuð lang-
leitir þegar ég þakkaði þeim
fyrir góð vinnubrögð og sagði
þá varðstjórinn að ég hefði ver-
ið heppinn að „fá ekki kylfuna“.
Misskilningur á
misskilning ofan
Það kom okkur einnig á óvart
hvað lögreglan var sein á stað-
inn, því það leið að minnsta
kosti kortér frá því að konan til-
kynnti „ránið“ þar til þeir
komu. Þeir hefðu því getað gef-
ið sér það að ráninu væri lokið
og ræninginn sloppinn við allar
„eðlilegar“ kringumstæður.“
Eiríkur leikstjóri lenti einnig
í dálitlum misskilningi þegar
hann var á leið í myndatöku
vegna kynningarefnis fyrir
myndina. Hann hafði fengið
haglabyssu lánaða hjá vini sín-
um sem leikmun og var á leið á
tökustað í „blóðugum“ bol
klukkan fimm um nótt. „Þá
þustu að mér lögreglumenn,
rifu mig niður og handjárnuðu,
leituðu á mér, skelltu mér inn í
bíl og lásu mér réttindi mín áð-
ur en ég gat komið að orði.
Maður hlær nú samt bara að
þessu núna, þetta er allt að baki
og hluti af skemmtilegri sögu
myndarinnar. Maður var
kannski svolítið vígalegur að sjá
þessa nótt.“
Davíð segir tökur mynd-
arinnar hafa verið mjög
skemmtilega reynslu. „Ég var
búinn með fyrsta árið af leiklist-
arskólanum, svo þetta var frá-
bært tækifæri til að læra ýmis
vinnubrögð og leika fyrir fram-
an myndavél. Sem betur fer
lenti ég aldrei í neinu veseni
eins og Siggi, ég fékk engan
piparúða í augun.
Mér fannst handritið alveg
frábært. Eiki leikstjóri sagði
mér frá hugmyndinni áður en
hann kláraði handritið og mér
fannst hún mjög góð þá, en
handritið er virkilega skemmti-
legt og flott skrifað. Þarna er
misskilningur sem vindur upp á
sig og persónurnar gera hluti
sem þær geta ekki tekið aftur,
bara út af hreinum misskilningi
og flækjast þá inn í atburðarás
sem þau ná ekki að vinda ofan
af. Öll myndin gerist á einum
degi í Reykjavík og persón-
urnar eru vel skrifaðar og allar
mjög sérstakar. Þarna eru mjög
litríkir og skemmtilegir karakt-
erar sem tengjast hver öðrum á
flottan hátt.
Peningaskortur
engin hindrun
Þótt fjármagnið hafi verið af
skornum skammti, held ég að
okkur hafi tekist að gera mjög
góða mynd af hugsjón. Það þýð-
ir ekkert að vera að væla út af
peningaleysi, þetta er bara
mynd sem var gerð af fólki sem
langaði mjög mikið til að búa til
bíómynd. Ég veit ekki hvert all-
ir þessir peningar fara sem bíó-
myndir í dag kosta venjulega,
það er alveg hægt að gera þetta
fyrir lítinn pening. Það á ekki
að setja fjármagnsskortinn fyrir
sig. Viljinn er allt sem þarf.“
Myndin verður sem áður seg-
ir frumsýnd nú í kvöld. Eiríkur
segist hlakka til þess að sjá
hvað hún „halar inn“ á fyrstu
helginni. Hann kvíðir ekki sam-
keppninni við Tortímandann og
Hulk, en segist hlakka til þeirr-
ar rimmu.
Kvikmyndin U.S.S.S.S. frumsýnd í Háskólabíói í kvöld
„Gekk ekki áfallalaust fyrir sig“
Morgunblaðið/Golli
Slakað á fyrir frumsýninguna. Að neðan: Eiríkur Leifsson, Davíð Guð-
brandsson, Sigurður Guðmundsson og Tryggvi Þór Reynisson.
Reykjanesbær
ÁHUGAFÓLK um gönguferðir er boðið vel-
komið í sjöundu sumargöngu skógræktar-
félaganna í kvöld klukkan átta. Gengið verð-
ur frá skóginum við Háabjalla að skóginum í
Sólbrekkum við Seltjörn þar sem skógrækt
hófst fyrir hálfri öld og er fróðlegt að sjá góð-
an árangur ræktunarstarfsins. Í Sólbrekkum
er nú unnið að verkefninu „Opinn skógur“
sem felst í því að gera skóginn aðgengilegan
fyrir almenning. Eftir gönguna verður boðið
upp á hressingu.
Safnast verður saman á upphafsstað göng-
unnar í skóginum við Háabjalla, en afleggj-
arinn að Háabjalla er á Reykjanesbraut,
skammt sunnan við Vogaafleggjarann. Þar
er beygt til vinstri við skilti merkt; „Snorra-
staðatjarnir – Háibjalli“ ef ekið er suður
Reykjanesbraut.
Rútuferð verður að Háabjalla kl. 19:30 frá
BSÍ (að austanverðu) og til baka um tíuleyt-
ið. Fargjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna.
Ókeypis er fyrir börn, 14 ára og yngri.
Sjöunda sumarganga
skógræktarfélaganna
Gengið í Sól-
brekkum og
við Háabjalla
Suðurnes
Frá sumargöngu skógræktarfélaga í hinum
fallega Kjarnaskógi fyrr í sumar.