Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Undir niðri ertu alvörugef- inn og metnaðarfullur ein- staklingur. Þú stefnir á að komast í fremstu röð og til þess verður þú að hafa stjórn á þínu lífi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir fundið fyrir óþol- inmæði snemma dags í dag. Ef það gerist skaltu ekki hefja samræður um mikilvæg málefni. Þær munu fara út um þúfur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú sýnir oft á tíðum af þér mikla þrjósku. Ef vinur þinn ögrar þér í dag átt þú erfitt með að sitja á þér. Sýndu skynsemi, þetta er vinur þinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú býrð yfir miklum krafti og metnaði þessa stundina. Þú gætir hugsað þér að hætta í vinnunni og gera eitthvað villt. Hugsaðu þig tvisvar um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Af einhverri ástæðu langar þig að gera eitthvað öðruvísi í dag, eitthvað sem er frá- brugðið þínum hversdags- legu venjum. Gerðu eitthvað í þessu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert ekki í skapi til þess að deila með öðrum í dag. Þessi tilfinning er þó á undanhaldi. Það er gott, því þú ert ekki eins og þú átt að þér að vera. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér er það mikið í mun að hafa betur í rökræðum í dag. Löngun þín í sigur gæti slævt dómgreind þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gerir hvað þú getur til þess að koma ákveðnum hlut- um í vinnunni í verk í dag. Þú gætir sýnt af þér mikla stjórnsemi og það ber að forðast. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú elskar einhvern í laumi, munt þú finna fyrir sterkari tilfinningum í dag en ella í garð þess einstaklings. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu að öllu með gát heima- fyrir og sýndu fjölskyldu- meðlimum þínum þolinmæði. Ósætti gæti auðveldlega komið upp í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að fá aðra á þitt band í dag. Þú getur sannfært alla um allt í dag. Þvílík lukka! Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugsaðu þig vel um áður en þú eyðir peningunum þínum í dag. Þú átt það til að eyða þeim í einhverja vitleysu. Ekki láta það gerast í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir leyst af hendi erfitt verkefni í dag. Þú skalt þó ekki gera þau mistök að rugla saman þrjósku og hetjuskap. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HÖFUÐLAUSN Vestur fór ég of ver, en ég Viðris ber munstrandar mar, svo er mitt of far; dró ég eik á flot við ísa brot, Hlóð ég mærðar hlut míns knarrar skut. Buðumk hilmir löð, þar á ég hróðrar kvöð, ber ég Óðins mjöð á Engla bjöð; lofað vísa vann, víst mæri ég þann; hljóðs biðjum hann, því at hróðr of fann. - - - Egill Skalla-Grímsson LJÓÐABROT BJÖRGVIN Már Krist- insson hefur getið sér gott orð sem frumlegur og röggsamur keppnisstjóri. Hann hefur lesið lögbókina vandlega, en þykir refisramminn þröngur og ómarkviss: „Það þarf að beita skilvirkari viðurlögum,“ segir Björgvin. „Ég nenni ekki að fara sí og æ með þul- una um valkosti sagnhafa þegar viðutan spilari kemur vitlaust út – enginn skilur hana hvort sem er. Það eru verkin sem tala,“ segir Björg- vin, sem beitir nú vand- arhöggum á brotlega spilara. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G54 ♥ 4 ♦ 963 ♣ÁKDG62 Vestur Austur ♠ Á2 ♠ KD9863 ♥ ÁKG10986532 ♥ D7 ♦ – ♦ K72 ♣4 ♣73 Suður ♠ 107 ♥ – ♦ ÁDG10854 ♣10985 Vestur Norður Austur Suður Óli Björn Sverrir Hjálmar Björgvin – 3 lauf 3 spaðar 4 grönd 6 hjörtu Pass Pass 6 grönd Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Pass Björgvin Már líka rögg- samur spilari. Hér er hann í suður í sumarbrids með fé- laga sínum Sverri Krist- inssyni yngri. Mótherjarnir eru Óli Björn Gunnarsson og Hjálmar S. Pálsson, en það er Óli Björn sem er heim- ildamaður umsjónarmanns. Óli sagðist lifa lengi á þessu spili, enda hefði hann aldrei áður fengið 6.400 í plúsdálk- inn. Og bjóst ekki við að bæta það met síðar. En víkjum að sögnum. Lengi framan af gengur allt skiljanlega fyrir sig, en sex grönd og redobl Björgvins eru sagnir sem skýra sig ekki sjálfar. Í slíkum tilfellum er best að leita upprunans: „Hvað tekurðu fyrir að birta þetta spil ekki?“ spyr Björgvin á móti. „Ég borga þér sex-þúsund-og-fjögur- hundruð-kall fyrir að þegja um þetta“.„Því miður hefur Sverrir þegar boðið betur – hvað varstu að fara með þess- um sögnum?“ „Ég vildi sýna tígulinn líka og fyrst og fremst stinga upp á útspili í tígli gegn hugs- anlegum sjö hjörtum. Eins og þú sérð, verður að koma út lauf til að hnekkja sjö hjört- um.“ Í sex gröndum redobluðum fékk vörnin tíu slagi á hjarta og þrjá á spaða, eða þrettán á allt. Óli Björn og Hjálmar fengu 6.400 í plúsdálkinn og voru sælir með sinn hlut. En þó að botn sé botn, verður að segja hverja sögu eins og hún er: Tólf niður í redobluðu spili á hættunni eru ekki 6.400 heldur 7.000. AV voru snuð- aðir um 600. Hvað skyldu vera mörg vandarhögg í refsingu fyrir slík bókhaldsmistök? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 0–0 9. Be2 Rc6 10. d5 Re5 11. Rxe5 Bxe5 12. 0–0 e6 13. c4 He8 14. Be3 exd5 15. cxd5 b6 16. f4 Bg7 17. e5 f6 18. e6 f5 19. Bb5 He7 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki á fyrsta laug- ardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ung- verjalandi. Bragi Þorfinnsson (2.373) hafði hvítt gegn Jennifer Shahade (2.366). 20. d6! Hxe6 21. Dd5 og svartur gafst upp enda hrynur staða hans eftir 21 … Hb8 22. d7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Laugavegi 46 • sími 561 4465 • Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 • lau. frá kl. 10-16. Lokaspretturinn Enn meiri verðlækkun Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Lagerútsala í kjallara Nýtt kortatímabil Fallegir skór - flottir litir Bankastræti 11 • sími 551 3930 stærðir 35 - 42 ÁRNAÐ HEILLA Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Þessar stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.400 kr. sem runnu til Rauða krossins. F.v. Karen Alda Mikaelsdóttir, Anna Helena Hauksdóttir og Fríða Kristín Hreiðarsdóttir. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Þessir krakkar héldu bæði tombólu og skemmtun. Söfn- uðust 14.904 kr., til styrktar ABC-hjálparstarfi. Pening- arnir eiga að renna til Heimilis litlu ljósanna, munaðarleys- ingjaheimilis á Indlandi. F.v. Írís Erlingsdóttir, Ísak Herner Konráðsson, Valdís Eiríksdóttir og Bjarki Freyr Jónsson. 80 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 20. júlí verð- ur áttræð Ingibjörg Magn- úsdóttir, Íragerði 11, Stokkseyri. Ingibjörg tekur á móti ættingjum og vinum í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á afmælisdaginn frá klukk- an 14 til 18. HLUTAVELTA Föstudagsbrids í Gjábakka Átján pör mættu til keppni sl. föstudag og var að venju spilaður Michell-tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Björn Pétursson – Gísli Hafliðas. 253 Auðunn Guðmss. – Bragi Björnss. 243 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 224 Hörður Davíðss. – Oliver Kristóferss. 224 Hæsta skorin í A/V: Anna Lúðvíksd. – Kolbrún Ólafsd. 259 Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 255 Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 240 Meðalskor 216 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.