Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hólmaborgin SU 11 á Eskifirði í gær með fullfermi af kolmunna. FISKVINNSLA Eskju hf. er komin í sumarfrí enda er bolfiskkvóti fyr- irtækisins búinn. Vinnslan hefst aft- ur þegar nýtt kvótaár hefst 1. sept- ember nk. Í fiskvinnslunni hjá Eskju er þó heilmikið um að vera, þar sem nú standa yfir endurbætur á gólfi í vinnusal, á kaffistofu og allri snyrti- aðstöðu. Fiskvinnslan var byggð fyrir þrjátíu árum og því kominn tími á yfirhalningu. Fyrir tíu dögum kláraði Hólma- nesið síðustu veiðiferðina á yfir- standandi fiskveiðiári og var bolfisk- aflinn þá orðinn 1.942 tonn. Þar af eru 1.726 tonn þorskur og aflaverð- mætið um 202 milljónir króna. Nú er unnið að þrifum á skipinu og verður það gert klárt fyrir næsta kvótaár. Óveidd 70 þús. tonn Kolmunnaveiðar Eskjuskipanna Jóns Kjartanssonar og Hólmaborg- arinnar hafa gengið ágætlega og hafa þau landað um 35 þúsund tonn- um sem farið hefur í bræðslu í mjöl og lýsi. Fiskurinn er bæði veiddur í færeyskri og íslenskri lögsögu og er oft um 10 til 20 klst. sigling á miðin. Hólmaborgin er með mesta kol- munnakvóta á yfirstandandi vertíð, 60 þúsund tonn. Heildarkvóti Eskju í kolmunna er rúm 105 þúsund tonn á árinu og enn eru því óveidd um 70 þúsund tonn, sem reiknað er með að taki skipin tvö það sem eftir er árs að veiða. Síldarvinnslan í Neskaupstað hef- ur nú tekið á móti 53 þúsund tonn- um af kolmunna, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði 49 þúsund tonnum og Eskja á Eskifirði 47 þúsund tonn- um. Bolfiskur í sumarfrí en kol- munnaveiðar á fullu stími Eskifjörður Útgerðar- sagan máluð á síldar- verkunarhús SIGURFINNUR Sigurfinnsson, listmálari frá Vestmannaeyjum, er að endurgera listaverk sem hann málaði á síldarverkunarhús Loðnu- vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði fyr- ir tólf árum. Þar má sjá útgerð- arsögu Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga og Loðnuvinnslunnar hf. frá upphafi. Veggurinn er 260 fer- metrar og er á hann málað, auk skipanna, landslag úr Fáskrúðsfirði og frönsk skonnorta á leið inn fjörð- inn. Fáskrúðsfjörður AUSTURLAND 20 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „UMSETNINGIN er rosaleg,“ sagði Sigurþór Hreggviðsson, hafnarstjóri á Eskifjarðarhöfn, þegar Morgun- blaðið innti hann eftir umsetningu og gæftum. „Ég hélt einu sinni að Eski- fjörður væri nafli alheimsins og þótt ég hafi komist á aðra skoðun um stundarsakir held ég hreinlega að þetta sé rétt hjá mér. Við skulum bara skoða síðastliðið ár, en þá var Eskifjörður hæsta löndunarhöfn á Íslandi. Á land komu 187 þúsund tonn það árið og 184 þúsund tonn á Norðfjörð. Í vörum, mjöli, lýsi og fleiru, fóru um höfnina 195 þúsund tonn sem er bara næst við Reykjavík ef við tökum álið út úr. Segðu svo að það sé ekkert um að vera á Eski- firði!“ Sigurþór segir mikla skipaumferð á Eskifirði. „Ingunn frá Akranesi var til dæmis að landa hér í gær og Mánafoss var hér í fyrradag með 105 gáma út. Jón Kjartansson og Hólma- borgin landa öllu sínu hér og Hólma- nesið hefur gert út á trolli frá Eski- firði síðan í vetur og er yfirleitt um tvo sólarhringa að fylla sig. Við erum með 9% af kvótanum í loðnu og svo náttúrulega gífurlegan kolmunna og síld. Þetta er aðalmagnið. Þorskur- inn er aukaatriði og það er ekki mikið af trillum núna, þeir eru búnir að leigja kvótann og farnir í sumarfrí.“ Búkollurnar streyma upp úr Dettifossi Undanfarið hefur miklu af vinnu- vélum verið skipað upp á Eskifirði og fara þær inn að Kárahnjúkavirkjun. „Já það er nú líkast til, búkollurnar streyma upp úr Dettifossi,“ segir Sigurþór. „Við fengum í vor tvo rúm- lega 100 tonna krana á höfnina sem eru hér tiltækir þegar á þarf að halda við uppskipun af þessari stærðar- gráðu. Um daginn kom stærsta Pilo- tervél sem hefur komið til Íslands og hún var það stór að við hefðum getað dansað inni í skóflunni á henni. Verst að við sáum aldrei hjólin, en þau voru inni í gámum. Við verðum bara að fara upp í Kárahnjúka og skoða þau. Það kemur fólk úr öllum fjórðungn- um að horfa á þegar verið er að landa þessum ósköpum.“ Sigurþór segir höfnina ágætlega í stakk búna fyrir umsvif af þessari stærðargráðu. „Það er ekkert mál,“ segir hann. „Og það er einn einasti starfsmaður við höfnina á Eskifirði, nefnilega ég. Ég er hafnarstjóri, viktarmaður, útimaður og allt saman. En höfnin er í toppstandi þótt auð- vitað þurfi alltaf eitthvað viðhald. Nú á að fara að reka niður 80 metra stál- þil sunnan við bræðslubryggjuna. Það verk var boðið út nýlega og í haust á að vera búið að reka þilið nið- ur, setja bráðabirgðafestingar og loka bryggjunni þannig að hægt sé að liggja við hana.“ Á föstudag kemur Dettifoss til Eskifjarðar með fleiri vinnuvélar í Kárahnjúkavirkjun. Og Kristján Lúðvíksson trillukarl kemur daglega og landar sínum þorski, fyrir nú utan allt annað sem að höfninni kemur. Þá er bara eftir að spyrja Sigurþór út í margumrædda, alþjóðlega umskip- unarhöfn. Verður hún ekki á Eski- firði? „Auðvitað verður hún á Austur- landi,“ svarar hann að bragði. „Gæti eins orðið á Eskifirði eða Seyðisfirði, sem er opinn fjörður og gott að sigla inn hann. Þetta yrðu gífurleg umsvif og þyrfti að setja upp alveg nýtt batt- erí fyrir slíka umskipunarhöfn. Þetta er í farvatninu og búið að vera lengi. Er ekki bara málið hver fer að und- irbúa sig og verður fyrstur?“ Hafnarstjórinn segir umsetninguna rosalega Eskifjörður KRISTJÁN Lúðvíksson trillukarl var að koma að landi með rúmt tonn af þorski eftir daginn. „Þetta hefur nú verið upp undir tonnið og gæftir ekkert mjög góðar á handfæri í sumar, sérstaklega ekki í júní. Maður lifir í voninni um að þetta glæðist fram í miðjan ágúst,“ sagði Kristján. „Það hafa verið ríkjandi austan- og norð- austanáttir sem var nú talið að væru fremur hagstæðar, en hefur ekki verið gott á færi. Ágætis lína samt. Ég veiði suður við Gerpi núna, tvær, þrjár mílur úti.“ Kristján segir ekki marga trillukarla á sjó um þessar mund- ir, það séu þrír sem rói frá Eski- firði. Hann rær á tæplega sex tonna trillu og hefur einn mann með sér. Þorskurinn sem Kristján veiðir fer beint á fiskmarkað Austur- lands á Eskifirði. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Kristján Lúðvíksson segir fremur lítið hafa fiskast undanfarið. Hann kom með rúmt tonn af þorski í land og fer fiskurinn beint á markað á Eskifirði. Þorskurinn tregur Eskifjörður FRAMKVÆMDIR við nýja hafn- argarðinn á Vopnafirði ganga vel. Það er Suðurverk sem er með verk- ið og nota til þess afar stóra trukka af Caterpillar-gerð og veitir ekki af þar sem dýpið er rúmir 8 metrar þar sem mest er. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. janúar 2004. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Það er 8 metra dýpi þar sem hafnargarðurinn á að koma. Unnið við nýjan hafnargarð Vopnafjörður KAUPFÉLAG Héraðsbúa mun inn- an skamms hefja framkvæmdir við nýja byggingavöruverslun á Reyðar- firði. Verður hún í þúsund fermetra skemmu sem KHB á við Hafnargötu og verður endurbyggð að miklu leyti. Byko opnaði byggingavöruverslun við Búðareyri á Reyðarfirði í vor og virðist sem fyrirtæki keppist við að koma sér fyrir á Reyðarfirði, áður en framkvæmdir við álver hefjast. Eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu, ætlar eigandi Nesbakka í Neskaupstað að byggja matvöru- verslun á Reyðarfirði og KHB ætlar sömuleiðis að stækka og hugsanlega byggja yfir sína matvörubúð á staðn- um. Lengi hefur staðið til að byggja einhvers konar verslunarmiðstöð á staðnum og munu hugmyndir þar að lútandi nú vera komnar á siglingu að nýju. Byggingavöru- deild KHB í sam- keppni við BYKO Reyðarfjörður 20 tonn verða að 60 tonnum HREPPSNEFND Vopnafjarðar- hrepps hefur samþykkt að úthlutað- ur byggðakvóti sem sveitarfélagið hefur fengið frá sjávarútvegsráðu- neytinu, alls 20 tonn, verði úthlutað til Brettings NS-50, sem er í eigu Tanga hf. Samþykktin byggist á því að Tangi auki þessar aflaheimildir um 50% og úthluti þeim síðan aftur til smábáta sem skráðir eru á Vopna- firði samkvæmt reglunni tonn á móti tonni. Einnig er það skilyrði sett að aflanum sé landað hjá Tanga á um- sömdu verði. Þannig fáist alls 60 tonn fyrir 20 tonn til vinnslu í fisk- iðjuveri Tanga. Vopnafjörður ♦ ♦ ♦ MÁR Hólm og Emil Thorarensen, starfs- menn við þorskeldi Eskju hf., voru að taka þrjú tonn af loðnu um borð sem gefa átti eldisþorskinum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Már Hólm og Emil Thorarensen, starfsmenn við þorskeldi Eskju hf., voru að taka 3 tonn af loðnu um borð sem gefa átti eldisþorskinum. Þorskinum gefið að éta Eskifjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.