Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR sér sig knúinn til að svara níðgrein Jóns Magnúsar Ív- arssonar „Eftirþankar Íslandsglímu“ sem hann skrifaði í Morgunblaðið sunnudaginn 22. júní sl. þar sem hann fjallar um Íslandsglímuna af sinni kunnáttu. Þar kemur fram hvert at- riðið á fætur öðru sem rangt er með farið og eru allar hans staðreyndir jafntrúlegar og áreiðanlegar og þau atriði er ég ætla mér hér að rekja. Í fyrsta lagi er dagsetning Íslands- glímu röng, hún fór fram laugardag- inn 26. apríl ekki laugardaginn 23. apríl. Í öðru lagi er Jón Smári Ey- þórsson en ekki Lárusson. Í þriðja lagi segir Jón að Arngeir og Pétur hafi verið léttustu menn mótsins, en hið rétta er að Orri Ingólfsson var langléttastur allra keppenda. Íslandsglímuna dæmdu þrír af okkar bestu dómurum og gerðu það mjög vel. Það var aðeins einu sinni um byltudóm að ræða, sem mætti rökræða, og það geta menn einungis eftir að hafa skoðað atvikið hægt á myndbandi. Þannig að mótið var mjög vel dæmt og þeim Herði Gunn- arssyni yfirdómara, sem jafnframt var kjörinn besti glímudómari keppn- istímabilsins, Sigurjóni Leifssyni og Arngrími Geirssyni til mikils sóma. Mótið var einnig vel dæmt árið áður en það verður ekki sagt um dómgæsl- una árið 2001 sem var þáverandi yf- irdómara til mikillar skammar og er eina Íslandsglíma sem ég man eftir að yfirdómari hafi orðið sér og íþróttinni til skammar. Íslandsglíman 2003 var mjög góð og glímumönnum til sóma. Því er leitt til þess að vita að maður sem telur sig sagnfræðing, en er að- eins góður sögumaður eins og ágætir glímumenn segja, sé að tjá sig um hluti sem eru til þess eins fallnir að setja svartan blett á okkar ágætu þjóðaríþrótt. Ólafur Oddur Sigurðs- son stóð sig mjög vel í harðri og skemmtilegri keppni og var vel að glímukóngstitlinum kominn og á ekki þá gagnrýni skilið er Jón M. skrifar og getum við í HSK verið mjög stolt af honum sem Glímukóngi Íslands 2003. Maður spyr sig, hvaða tilgangur er með slíkum skrifum að kasta rýrð á þá ágætu glímumenn okkar, sem hafa lagt mikið á sig til að viðhalda íþrótt- inni. Jón hefur á undanförnum árum skrifað níðgreinar um ágæta glímu- menn sem ekki hefur verið svarað en fyrir nokkrum árum svöruðu glímu- menn í KR nokkrum greinum Jóns. Þar á meðal var einn af okkar allra bestu glímumönnum fyrr og síðar, fimmfaldur Glímukóngur Íslands Ólafur Haukur Ólafsson. Hann lýsti meðal annars glímulagi Jóns M. Ív- arssonar og var það ekki fögur lýsing en því miður sönn. Þess vegna er ég mjög ósáttur, þegar Jón, af öllum mönnum, er að rakka glímumenn nið- ur að ósekju. Þá eru tillögur Jóns um breytingar á glímulögunum sem komu fram í grein hans alveg út í hött og til þess eins fallnar að ákveðnir glímumenn vinni ekki. Þessar tillögur þjóna eng- um tilgangi nema þeim að maður megi hanga í viðfangsmanni sínum. Að lokum þetta, minn gamli vinur Jón Magnús Ívarsson: eftir að ég frétti af grein þinni óbirtri bað ég þig í vinsemd að rífa grein þína eða alls ekki ræða hana né birta nema meðal glímumanna, að öðrum kosti myndi ég ekki sitja undir fleiri níðgreinum af þinni hálfu. Það eru aðeins ein stór mistök sem ég hef gert í glímunni, en það var þegar ég varð þess valdandi að þú varst endurkjörinn formaður GLÍ og ég barðist fyrir því að tryggja endurkjör þitt þegar menn vildu losna við þig. Því skal ég einnig lofa þér að ég mun ekki standa í meiri blaðaskrifum við þig hverju sem þú kannt að svara mér. Þinn gamli vinur, KJARTAN LÁRUSSON, varaformaður Glímudómarafélags Íslands. Íslandsglíman 2003 Frá Kjartani Lárussyni: ÞAÐ voru flestir ef ekki allir sem voru í framboði í kosningunum á þessu ári sem vildu fá að minnsta kosti ein jarðgöng í sitt kjördæmi sama í hvaða flokki þeir voru nema í Reykjavík, þar minntist enginn á vegagerð frekar en snöru í hengds manns húsi, eins og það kæmi engum við þótt höfuðborg landsins væri sam- bandslaus við landsbyggðina. Vegur- inn út úr borginni var lagfærður úr gömlum hestatroðningum á fyrri hluta síðustu aldar þegar bílar komu til sögunnar og útaf fyrir sig er það ekki slæmur vegur svo langt sem hann nær en hann er engan veginn fær um að þjóna því hlutverki miðað við alla þá umferð sem þar er. Hann er tvær akreinar sem er alltof lítið. Þar eru stórhættulegir framúrakstr- ar og ekki hefur veginum á beygjunni við Skálatún verið breytt ennþá þótt þar hafi orðið stórslys þegar bílar úr gagnstæðum áttum hafa rekist sam- an og báðir verið á miðjum vegi og tvöföldun vegarins með aðskildum akreinum aldrei komist lengra en á síður Mogga eftir að slys hafa orðið. En þessi vegur er rétt fyrir þá í Mos- fellsbyggð og þá sem aka Þingvalla- rúntinn á sunnudögum. Það eru fleiri en Reykvíkingar sem aka þennan veg, t.d. Seltirningar, Kópavogsbúar, Garðbæingar Álftnesingar, Hafnfirð- ingar og allt fólkið af Suðurnesjum þegar það fer vestur og norður þann- ig að meirihluti landsmanna fer um þennan veg og allir sem sækja Reykjavík heim akandi af vestur- og norðurhluta landsins. Einu sinni datt einhverjum snillingi í hug að gera brú af Gelgjutanga yfir Elliðaárnar og hafa veginn í fjörunni en sem betur fer leist engum á þessa hugmynd nema honum. Rætt hefur verið um brú yfir sundin sem ekki er þó talin góður kostur nema að hún er ódýrari kostur en jarðgöng og enn hafa þeir ekki komist að því hvar hún á að vera, frekar en hvar eigi að grafa verði farið í göng. Það á að grafa göng, ekki ein- breið heldur minnst tvær akreinar í hvora átt og eins að tvöfalda veginn á Kjalarnesi og í Hvalfjarðargöngum, þá dugar það kannski fram á miðja öldina miðað við sömu þróun í umferð og var seinni hluta síðustu aldar. Ég skora á alþingismenn að taka þetta mál fyrir strax þegar þing kemur saman því það er þjóðarskömm hvernig staðið hefur verið að umferð- armálum höfuðborgar Íslands. Mál er að linni. Nógu slæmt er að allt gatna- kerfi Reykjavíkur sé í skötulíki. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Rvk. Jarðgangaár Frá Guðmundi Bergssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.