Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 2
NAUÐGUNUM FJÖLGAÐI Samkvæmt ársskýrslu lögregl- unnar í Reykjavík fyrir árið 2002 hefur kynferðisbrotum fjölgað um 19% frá árinu 2001, sem er svipuð þróun á landsvísu. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði á hinn bóginn um tæplega 40% prósent. Ofbeldis- brotum í Reykjavík hefur aftur á móti fækkað um 14% milli ára, eink- um alvarlegum líkamsárásum. Árið 2002 voru framin fjögur morð en ekki hafa svo margir verið myrtir í höfuðborginni á einu ári sl. 30 ár. Gæsir í stað rjúpu? Líklegt er talið að bann á rjúpna- veiðum auki ásókn í gæsaveiðar. Arnór Þ. Sigfússon, fuglafræðingur, segir það breyta jafnvægi á veið- unum með ófyrirséðum afleiðingum. Bann við rjúpnaveiðum kunni að leiða til þess að á annan tug þúsunda gæsa verði skotnar til viðbótar en hann telur ekki æskilegt að auka ásókn í stofninn. Einnig megi búast við því að veiði á öndum aukist. 400 íbúðir innleystar Um 400 íbúðir, sem áður tilheyrðu félaglega íbúðakerfinu, voru inn- leystar á fyrri hluta þessa árs. Flest- ar þeirra voru seldar á almennum markaði. Fyrir rúmu ári féllu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu frá forkaupsrétti á félaglegum íbúð- um en síðan hefur innlausnaríbúðum fjölgað um 70%. Jarðskjálftar í Japan Hátt í 500 manns slösuðust í tveimur hörðum jarðskjálftum er skóku norðausturhluta Japans í gær. Var sá sterkari 6,2 stig á Richt- er og voru upptök hans í Miyagi- héraði. Fjöldi húsa eyðilagðist, aur- skriður féllu og rafmagn fór af. Rúmlega 800 manns hafa orðið að flýja heimili sitt af ótta við frekari hamfarir.                              !    "! !  #     ! $     %  &   '            $        %(   $        % )    $ % ! *     +    %(     ,-    !  .      /    %  $   ! *     /   --   0  )  '%(   !     1  (      "!        +   !  !  23 4 (                        5   !)    ( ) 5 6 %   5 6 $ ( 5 7*   (   5        5 $ %  % (    ! *     5 6 $ !(      (    5 6  !(  5 8     5 ) (   $  *$  5 6          5 6    9  :;< 5 =)    ) ( ! 5 >        !  !    ! *     %   *(         !   "   !    "  # $!     Skrifstofustarf 24ra ára, reyklaus og reglusöm kona óskar eftir framtíðarstarfi. Hef reynslu af innflutningi og skrifstofustörfum. Hef góð meðmæli og get byrjað strax. Upplýsingar gefur Dagmar í síma 564 6369 og 868 9544. Framkvæmdastjóri Fyrirtæki í afþreyingariðnaði óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Hæfniskröfur eru: Færni í mannlegum sam- skiptum, en þau eru stór þáttur í starfinu, reynsla í stjórnun fjármála, nákvæmni, skipulagshæfileikar, verkstjórnun. Vinsamlegast sendið umsóknir á augldeild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „L — 13956“ fyrir 1. ágúst. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Sviðsstjórinn er jafnframt skipulags- og bygg- ingarfulltrúi. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Sviðsstjórinn er einnig framkvæmdastjóri skipulags- og byggingarráðs. Svið- inu er skipt í 3 deildir: skipulags- og byggingareftirlitsdeild, umhverfis- og hönnunardeild og rekstur þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss). Menntun og hæfni Gerð er krafa um að sviðsstjórinn uppfylli þær kröfur sem fram koma í 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sem og ákvæði gr. 2.7 í skipulagsreglugerð. Reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. Æskilegt er ennfremur að umsækjendur hafi reynslu/þekk- ingu á stjórnsýslu sveitarfélaga. Leitað er að metnaðarfullum, skipulögðum og sjálfstæðum stjórnanda sem á létt með sam- starf bæði við starfsmenn sína og þá bæjarbúa sem eiga samskipti við umhverfis- og tæknisvið. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ræður í starfið. Um kaup og kjör fer samkvæmt viðkomandi kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Upplýsingar Þeim, sem vilja spyrjast nánar fyrir um þetta starf, er bent á að hafa samband við Þórð S. Óskarsson hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn Sendist til Intellecta ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík, eða á thordur@intellecta.is fyrir 1. ágúst 2003. Umsókn þarf að vera ítarleg. Greint skal frá menntun, fyrri störfum, helstu verkefnum sem viðkomandi hefur fengist við og sem hann telur að gagni megi koma í þessu starfi. Gætt verður trúnaðar varðandi fyrirspurnir. Öllum umsóknum verður svarað. Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða lýðræðis- og jafnréttis- fulltrúa. Starf fulltrúans er á stjórnsýslusviði og næsti yfirmaður hans er bæjarlögmaður. Hann starfar með lýðræðis- og jafn- réttisnefnd. Með ráðningu fulltrúans hyggst bæjarstjórn Hafn- arfjarðar styrkja lýðræðis- og jafnréttismál í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hæfnis- og menntunarkröfur: Gerð er krafa um lögfræðimenntun. Æskileg er reynsla af jafnréttismálum í víðtækum skilningi. Umsækjendur hafi staðgóða þekkingu á stjórnsýslu sveitar- stjórnarstigsins, sé lipur í mannlegum samskiptum, sjálfstæður og skipulegur í vinnubrögðum. Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi er ráðinn af bæjarstjóra. Um kaup og kjör fer eftir viðkomandi kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Umsókn skal vera ítarleg, greint skal frá menntun og fyrri störfum. Umsóknir skulu berast bæjarstjóranum í Hafnarfirði, Strandgötu 6, eigi síðar en 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veita auk bæjarstjóra, bæjarlögmaður og forstöðu- maður starfsmannahalds. „Au pair“ Þýsk fjölskylda með 2 börn leitar að „au pair“ í eitt ár frá 1. september nk. Þarf að vera 18 ára eða eldri, með bílpróf og reyklaus. Upplýsingar í síma 0049 871 9511518 (Sabína). Sunnudagur 27. júlí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 6.075  Innlit 11.392  Flettingar 44.767  Heimild: Samræmd vefmæling w w w . k r i n g l a n . i s u p p l ý s i n g a s í m i 5 8 8 7 7 8 8 s k r i f s t o f u s í m i 5 6 8 9 2 0 0 Ævintýraland er opið frá kl. 13.00 til 17.00 alla sunnudaga í sumar. Kvikmyndahús, Hard Rock Café og Kringlukráin eru opin lengur. Yfir 70 fyrirtæki eru með opið í dag: Opið í dag kl. 13 - 17 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 21 61 0 07 /2 00 3 Útsölulokin götumarkaður Accessorize, B1-Blómaskreytar, Bianco, Bison, Body Shop, Borð fyrir tvo, Bossanova, Bónus, Byggt & Búið, Café Bleu, Deres, DNA, Dominos, Dótabúðin, Dressmann, Du Pareil Au Méme, Eik, Euroskór, eX, Exit, Focus skór, Gallabuxnabúðin, Gallerí Sautján, Gamedome, GS skór, Hagkaup-matvara, Hagkaup-sérvara, Hanz, Hard Rock, Herragarðurinn, Ice in a Bucket, Iðunn, InWear, Ísbúðin, Islandia, Jack & Jones, Kebab Húsið, Kello, Kiss, Knickerbox, Konfektbúðin, Kringlubíó, Kringlukráin, Maraþon, Marco Polo, Markaðstorgið, Monsoon, Mótor, Nanoq, Next, Nike- konur og börn, NK-Kaffi, Noa-Noa, Oasis, Og Vodafone, Ótrúlega búðin, Park, Polarn og Pyret, Retro, Síminn, Skífan, Skór.is, Smash, Stasia, Steinar Waage, Subway, Tékk-kristall, Tiger, Timberland, Valmiki, Veiðihornið Nanoq ,Vero Moda Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldusaga Fjólu Fjóla Steinsdóttir og rússneskur eiginmaður hennar, Vladimir Mileris, sonur læknis við keisarahirðina, áttu ævintýraríkt líf. Í Afríkuríkinu Sierra Leone, þar sem þau urðu skipreika, kom Elín Pálmadóttir á bar og veitingahús, sem þau komu upp eftir stríð og afkomendur þeirra reka. Fjólu sjálfa fann hún í Bústaðahverfinu í Reykjavík. /2 Siglt af stað til Afríku. Fjóla með soninn Georg, önnur til vinstri, Oleg á miðri mynd og Vladimir með Alexander, þriðji frá hægri. Aðrir eigendur skútunnar, Bill Moon og Bill Ballfield, ásamt konum sínum. ferðalögKanaríeyjarsælkerarRagnar SvíabanibörnSumarvinnabíóSjóræningjasögur Hetjuför upp Hornbjarg Ævintýraferð Ragnars Jakobssonar Kleif 400 metra þver- hnípi einn og óstuddur. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 27. júlí 2003 Yf ir l i t FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Bréf 42 Listir 23/27 Þjónusta 43 Af listum 24 Dagbók 44/45 Forystugrein 28 Krossgáta 46 Reykjavíkurbréf 28 Leikhús 48 Skoðun 34/35 Fólk 48/53 Minningar 37/41 Bíó 50/53 Hugvekja 42 Sjónvarp 54 Myndasögur 42 Veður 55 * * * SKOSKIR sjómenn sem fá ekki vinnu á skoskum skipum gætu komið í auknum mæli til Íslands til að stunda sjóinn á íslenskum skipum, að því er fram kemur í frétt skoska blaðsins The Herald í vikunni. Skoskur sjávarútvegur er í mikilli lægð, segir Albert Watt, skoskur skipstjóri, í samtali við Morgunblað- ið. Watt, sem er 42 ára skipstjóri á eigin skipi, segist ætla að sigla með skip sitt í úreldingu í Danmörku, sem er hluti af miklum áætlunum bresku stjórnarinnar til að úrelda fiskiskip fyrir andvirði um 5 millj- arða króna. Að því loknu hyggst hann flytja til Íslands og stunda sjó- inn héðan á íslenskum skipum. Hann segist þó ekki eiga von á að fá skipstjórastólinn strax: „Ég er að byrja nýtt líf, ég mun byrja á botn- inum og vinna mig upp, vonandi fljótlega í það að verða stýrimaður eða skipstjóri á íslenskum togara.“ Watt segir að hann þekki tvo eða þrjá Skota sem eru þegar búsettir hér á landi og stundi sjóinn á íslensk- um skipum. „Þetta er mikil vinna, en mér er sama svo framarlega sem ég fái að vera á sjónum,“ segir Watt. „Fyrst verð ég 10 vikur á sjó og fæ svo viku frí. Ég fer svo út aftur í 10 vikur og fæ mánaðar frí eftir það.“ Vonlausar aðstæður Watt er fráskilinn og faðir þriggja táninga. Hann segist sjá eftir því að þurfa að skilja við fjölskyldu og vini, en hann hafi ekki annarra kosta völ ef hann vilji stunda sjóinn áfram eins og áhugi hans stendur til. „Aðstæður til fiskveiða hér í Skot- landi eru orðnar vonlausar vegna erfiðra reglna frá ríkisstjórninni. Bresk skip þurfa að fara í úreldingu á meðan erlend skip fiska á miðunum við landið. Svo er það kvótinn, sem og dagar sem við megum vera á sjó.“ Hann segist mjög ósáttur við miklar úreldingar í breskum sjávarútvegi á sama tíma og uppbygging eigi sér stað fyrir andvirði 35 milljarða króna í spænskum og portúgölskum sjáv- arútvegi. Watt segir að hann hafi reynt að finna vinnu í landi, án árangurs. „Það eina sem ég kann er að vera sjómað- ur og skipstjóri. Ég fæ enga vinnu í landi og vil hana helst ekki, ég er sjó- maður og vil frekar vera það áfram. Ég held að ég hljóti að fá betri tekjur á Íslandi en ég hef af útgerð skipsins í dag. Það eru svo miklar takmark- anir á magni og dögum á sjó hér í Skotlandi að það er erfitt að hafa góðar tekjur.“ Skoskir sjómenn vilja komast á íslensk skip ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem fólk nær hundrað ára aldri, en Hanna Martína Sigurgeirsson er hundrað ára í dag. Hún fæddist í Sandavogi í Færeyjum 27. júlí 1903, en hefur búið á Íslandi frá árinu 1926. Í dag býr hún í Seljahlíð, vist- heimili aldraðra, og líkar vel. Í til- efni afmælisins tekur hún á móti gestum á heimili dóttur sinnar og er von á fjölda gesta. „Já, fólkið mitt frá Færeyjum er að koma,“ segir hún full tilhlökkunar í samtali við Morgunblaðið. Hanna Martína lítur út fyrir að vera yngri en hún er og er mjög hress. Hún heyrir þó illa og er farin að gleyma. Hún er mjög brosmild og til í að spjalla, þótt henni þyki nóg um tilstandið í kringum afmælið. Hanna Martína kom í hópi fær- eyskra KFUK-stúlkna til Íslands ár- ið 1926 til þess að starfa á Vífils- stöðum. „Mig hafði alltaf langað til að koma til Íslands. Áður vann ég í Þórshöfn við hattasaum. Ég man eftir því að það var í steinhúsi. Síðan þegar dönsku fínu frúrnar komu að kaupa hatta var ég alltaf send til þess að tala við þær,“ segir hún. Hún átti átta systkini, en ekkert þeirra er á lífi. „Þau fóru víða, fluttu til Danmerkur og Kanada. Ég fór reyndar aldrei til Kanada.“ Hún segist muna vel eftir bernskuár- unum í Færeyjum, en faðir hennar starfaði sem djákni. Veran á Vífilsstöðum reyndist Hönnu Martínu örlagarík því þar kynntist hún sínum eiginmanni, Gunnari Sigurgeirssyni. Þau gengu í hjónaband árið 1929, en hann lést árið 1970. Gunnar starfaði sem pí- anókennari og organisti og var ef- laust mörgum að góðu kunnur, því hann stjórnaði jafnframt Breiðfirð- ingakórnum og Lögreglukórnum. Á faraldsfæti eftir áttrætt Þegar Kristneshæli var byggt fyr- ir norðan var mælst til þess að allir sjúklingar á Vífilsstöðum, sem ætt- aðir væru að norðan, færu þangað. Gunnar var ættaður úr Bárðardal og fluttu þau því norður og bjuggu síðan á Akureyri til ársins 1936. Þá fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Drápuhlíð. „Við eign- uðumst tvö börn. Friðgeir er eldri og skírður í höfuð afa síns og ömmu, en þau hétu Friðrika og Sigurgeir. Erla er síðan yngri,“ segir Hanna Martína og bætir við að mörgum ár- um áður hafi hún heyrt lagið „Erla góða Erla“ flutt á tónleikum í Þórs- höfn og hrifist svo af nafninu að hún valdi nafnið Erla á dóttur sína. Afkomendur Hönnu Martínu eru fjölmargir. Auk tveggja barna eru barnabörnin sex, barnabarnabörnin tólf og loks eru tveir litlir strákar í fimmta ættlið. Hanna Martína er listræn. Fram- an af ævinni birtust listrænir hæfi- leikar hennar í handavinnu, en þeg- ar hún var sextug hóf hún að sækja tíma í myndlist og síðar leirmótun. Íbúð hennar ber þess merki, enda eru veggirnir þaktir teikningum og leirstyttur skreyta glugga og hillur. Hún var einnig dugleg að ferðast og það var ekkert sumar nema að fara til Færeyja. „Já, ég fór oft til Fær- eyja,“ segir hún, en þar gisti hún gjarnan á æskuheimili sínu í Sanda- vogi. Hún segist einnig hafa farið til Vínarborgar og til Ítalíu, en hvort tveggja fór hún eftir áttrætt. 84 ára að aldri ferðaðist hún til Ítalíu og skoðaði söfnin í Flórens og Róm. Hanna Martína fór síðast til Fær- eyja, ásamt dóttur sinni, árið 2000 en þá var hún 97 ára. Hanna Martína Sigurgeirsson er hundrað ára í dag Úr hatta- saumi í Þórshöfn til Vífilsstaða Morgunblaðið/Árni Sæberg Hanna Martína Sigurgeirsson býr í íbúð í Seljahlíð í Reykjavík. Í baksýn má sjá eina af leirstyttunum sem hún gerði fyrir nokkrum árum. TVÍTUGUR maður meiddist í baki þegar bifreið hans fór út af Lang- holtsvegi og valt, til móts við Hrafn- kelsstaði í Hrunamannahrepppi snemma í fyrrinótt. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi missti maðurinn stjórn á bíl sínum á malarveginum með þessum afleið- ingum. Eins og sjá má á myndinni er bíll- inn illa farinn eftir veltuna. Vegurinn er mjög holóttur, en ekki liggur fyrir hvort það átti þátt í slysinu. Í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Selfossi 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Út af mal- arveginum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson STÚLKAN sem féll af hestbaki í Dýrafirði á föstudagskvöld er ekki alvarlega slösuð og er á batavegi eft- ir byltuna. Í gærmorgun var hún þó enn á sjúkrahúsi til að hægt væri að fylgjast náið með líðan hennar. Að sögn vakthafandi læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði féll stúlkan, sem er níu ára gömul, aftur fyrir sig og skall á malbiki. Höggið var svo þungt að hjálmur hennar brotnaði og var um tíma tví- sýnt hvort hún hefði slasast alvar- lega. Engin merki fundust á hinn bóginn um höfuðkúpubrot eða innri áverka. Að sögn læknisins er ljóst að hjálmurinn bjargaði henni. Hjálmurinn bjargaði stúlkunni Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingurinn Mannlífið í borgunum 2003–2004 frá Icelandair. Blaðinu verður dreift um allt land. UMHVERFISRÁÐHERRA segir að ekki hafi verið mögulegt að til- kynna bann við rjúpnaveiðum fyrr en nú, að lokinni talningu í vor og mati sérfræðinga. „Ég tel nægilegan fyr- irvara á tilkynningu um bann við veiði rjúpunnar. Rjúpan er friðuð sam- kvæmt lögum, en hingað til hefur frið- un verið aflétt tímabundið til veiða. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta ekki friðun,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra. Innflytjendur og framleiðendur skota til rjúpnaveiða eru óánægðir með að ekki skuli vera tekin ákvörðun um bann með lengri fyrirvara. Þeir segjast verða fyrir miklu tjóni. „Við reyndum að tilkynna þessa ákvörðun með góðum fyrirvara, enda margir sem undirbúa sig vel fyrir veiðitímann. Í fyrra var ákveðið að stytta ekki veiðitímann vegna þess hve nærri honum var liðið í tíma,“ sagði Siv. Aðspurð segir Siv að alls ekki hafi verið mögulegt að tilkynna veiðibannið næstu ár þegar rjúpna- vertíð hófst í fyrra. „Ef Alþingi hefði samþykkt sölubann á rjúpu í fyrra værum við í allt annarri stöðu nú. Sömuleiðis þurftu að liggja fyrir taln- ingar sem framkvæmdar voru í vor. Ég hef orðið vör við og skil óánægju- raddir innflytjenda púðurs og skot- vopna, og sömuleiðis skotvopna- og veiðihundaeigenda. Hins vegar verð- ur að hafa í huga að mikilvægast er að rjúpnastofninn nái að rétta úr kútn- um,“ sagði Siv að lokum. Umhverfisráðherra Telur næg- an fyrir- vara á til- kynningu ÍSLENDINGAR tengja skordýr oft- ar en ekki við heit og fjarlæg lönd og eitthvað er það við þau sem fær hugrakkasta fólk til að hrökkva við. Stórar köngulær eru ekki al- gengar hér á landi en þessi er með þeim stærri sem sést hefur til. Þarna er hún í óðaönn að spinna vef í veiðihúsi við Vatnsá í Rangár- vallasýslu en eflaust hefur hún haft nóg æti á sínum æviárum. Pattaraleg könguló Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.