Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 36
FRÉTTIR 36 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 REKAGRANDI 4 OPIÐ HÚS MILLI KL. 16-18 Í DAG Opið hús í dag á Rekagranda 4 í Reykjavík, þriðju hæð. Sigurbjörg tekur á móti áhugasömum kaupendum á milli kl 16-18 í dag. Rúmgóð og glæsileg 82 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt stæði í bílageymslu á góðum stað í vesturbænum í Reykjavík. Rúmgóð stofa með útgangi á rúmgóðar svalir. Eldhús með beykiinnréttingu. Einstaklega gott skápapláss í íbúðinni. Beykiparket og flísar á gólfum. Rúmgóðar svalir út frá stofu og hjónaherbergi. Tengt f. þvottavél á baðherbergi og einnig sam. þvottahús. Bílskýli fylgir eigninni. Þetta er falleg eign á frábærum stað í Reykjavík. Verð 12,9 m. Vorum að fá í einkasölu 307 fm efri sérhæð og ris auk bílskúrs í þessu fallega húsi við Háteigsveg. Hús- ið er teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Um er að ræða stórglæsilega íbúð á tveimur hæðum sem skiptist þannig. Hæð: anddyri, stigahús, arinstofa, stofa, borðstofa, eldhús, tvö herbergi, þvottahús, baðherbergi og gestasnyrting. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Rishæð: þrjú herbergi og mjög stórt bað- herbergi. Innbyggður bílskúr. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð í sinni upprunalegu mynd í „art deco“ stíl á sl. árum. Íbúðin er mjög tæknivædd varðandi lýsingu, internettengingu og fleira. Um er að ræða eina allra glæsilegustu eign sinnar tegundar í Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Magnea Sverrisdóttir á skrifstofu Eignamiðlunar. 3500 Háteigsvegur - einstök eign Norður- landaráð styrkir ís- lenska fréttamenn SENDINEFND Íslands hjá Norðurlandaráði hefur úthlut- að átta blaða- og fréttamönnum styrki fyrir árið 2003. Fjórir umsækjendur, allt konur, fá jafnvirði um 175 þúsunda ís- lenskra króna í styrk. Fjórir umsækjendur fá jafn- virði 15.000 dandskra króna í styrk: Anna Gunnhildur Ólafs- dóttir blaðamaður á Morgun- blaðinu til að skoða kjör inn- flytjendakvenna á Norður- löndum, Brynja Þorgeirsdóttir fréttamaður hjá Stöð 2 til að fjalla um málefni innflytjenda í Skandivaníu og á Íslandi, Hjör- dís Finnbogadóttir fréttamað- ur á Ríkisútvarpi ætlar að rannsaka kjör bænda í norræn- um jaðarbyggðum og áhrif Evrópusambandsaðildar á þau og Þorbjörg Eva Erlendsdótt- ir, einnig hjá Ríkisútvarpinu, ætlar að fjalla um Pólverja á norrænum vinnumarkaði. Tveir styrkir sem nema 10.500 dönskum krónum komu annars vegar í hlut Brynhildar Þórarinsdóttur ritstjóra TMM sem ætlar að skoða viðhorf al- mennings á Íslandi og í Noregi til innflytjenda og hins vegar til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur fréttamanns á Ríkisútvarpi sem ætlar að skoða hvaða áhrif aðgerðir til að laga útlendinga að samfélaginu hafa á velferð- arkerfið. Tveir blaðamenn fá að auki styrki að andvirði 4.500 dansk- ar krónur; Guðmundur Stein- grímsson á Fréttablaðinu ætlar að skrifa um Íslendinga sem innflytjendur – í Íslendinganý- lendunni í Kaupmannahöfn og Gunnar Gunnarsson frétta- maður á Ríkisútvarpinu fær styrk til að taka þátt í og skrifa um ráðstefnuna „Involvera mera“. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ verður haldið á Ísafirði um versl- unarmannahelgina en lokaundir- búningur mótssvæðisins er í full- um gangi. Framkvæmdirnar hófust síðasta vor og hafa kostað rúmlega 80 milljónir. Lögð hefur verið 120 metra hlaupabraut og gervigrasvöllur í löglegri stærð. Auk þess hefur mikil vinna farið í að fullbúa bílastæði og áhorfenda- svæði. Að sögn Inga Þórs Ágústssonar, formanns landsmótsnefndar, var ekki ætlunin að fara í stórar fram- kvæmdir enda er svona fín aðstaða ekki skilyrði fyrir umsókn um að halda unglingalandsmót. „Við átt- uðum okkur svo á að þetta gæti verið gott tækifæri til að bæta að- stöðuna og sýna hvað í okkur býr svo við ákváðum að fara út í þessar framkvæmdir. Þetta skapar skemmtilega umgjörð í kringum landsmótið og er sú aðstaða sem við viljum hafa í þessu bæjar- félagi.“ Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfjarða (HSV), segir unglingalandsmótið vera stærsta verkefni HSV hingað til. „Eitt það stærsta, íþróttalega séð, er að við fáum hérna frábæra aðstöðu sem kemur til með að nýt- ast okkar fólki til frambúðar,“ seg- ir Karl. Að sögn Páls Guðmundssonar, kynningarfulltrúa UMFÍ, er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið um verslunarmannahelgi. „Með þessu hefur fjölskyldufólk og al- menningur tækifæri til þess að taka þátt í heilbrigðri skemmtun um verslunarmannahelgina. Ungt fólk hefur oft kynnst vímuefnum í fyrsta skipti um verlunarmanna- helgina,“ segir Páll en unglinga- landsmótið er með öllu vímuefna- laust. Fjölbreytt fjölskyldudagskrá Þetta er jafnframt í sjötta sinn sem unglingalandsmótið er haldið en mikil áhersla er lögð á að öll fjölskyldan geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Samhliða fjölbreyttri íþróttakeppni fer fram vegleg fjöl- skylduhátíð. Boðið verður upp á leiktæki og þrautir og á kvöldin verða skemmtanir sem ættu að vera við allra hæfi. Meðal þess sem í boði verður er: tónleikar, dansleikir, leiksýningar, kvöld- vaka, brenna, flugeldasýning og fleira. Keppendur á mótinu eru á aldr- inum 11-18 ára en þetta er í fyrsta sinn sem unglingum á aldrinum 16-18 ára býðst að taka þátt. Nú þegar hafa um 1200 ungling- ar skráð sig til keppni í átta íþróttagreinum: Knattspyrnu, körfubolta, handbolta, frjálsum íþróttum, sundi, golfi, skák og glímu. Keppendur eru þó aðeins hluti þeirra sem verða á staðnum en gert er ráð fyrir um 7-8000 gestum til Ísafjarðarbæjar. Til þess að virkja sem flesta gesti verður boð- ið upp á hæfileikakeppni í sam- vinnu við Samfés en auk þess verð- ur keppt í foreldraþrautum þar sem allir foreldrar geta tekið þátt. Ferðaþjónustan Vesturferðir mun bjóða upp á margvíslegar ferðir um Vestfirði í tilefni af landsmótinu. Að sögn Gylfa Ólafs- sonar, starfsmanns Vesturferða, mun fyrirtækið bæta við ferðum yfir helgina til að sem flestir gestir geti kynnst náttúru Vestfjarða. „Við bjóðum alltaf upp á ferðir í Vigur, Hesteyri og kvöldferð í Kaldalón. Auk þess munum við, á laugardag og sunnudag, bæta við dagsferð í Aðalvík,“ segir Gylfi. Þriðja sinn sem Unglingalandsmót UMFÍ er haldið um verslunarmannahelgi Fjárfestu í íþróttamann- virkjum fyrir 80 milljónir Stór hópur manna kemur að undirbúningi unglingalandsmótsins. Vinnan er nú á lokastigi, en mótið fer fram um næstu helgi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Framkvæmdir á mótssvæðinu á Ísafirði kostuðu um 80 milljónir króna. Gervigrasvöllurinn er kominn í notkun en knattspyrnuiðkendur láta vel af aðstöðunni. Hann mun nýtast íþróttamönnum á Ísafirði um ókomin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.