Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ U NGUR maður, á tuttugasta aldursári, fór ásamt mörgum öðrum íslenskum flugáhugamönnum á svipuðu reki til Bandaríkjanna vorið 1945. Stríðsrekstri var að mestu lokið í Evrópu en Bandaríkjamenn áttu enn í ófriði við Japani á Kyrra- hafinu. Löngunin til þess að fljúga var mikil og hann hafði strax ungur að árum ákveðið hvað hann vildi gera þegar hann yrði stór. Til þess að kosta námið stundaði hann sjó- inn af kappi. Hann var staðráðinn í að ná settu marki. Nurlaði fyrir flugnáminu Dagfinnur Stefánsson flugstjóri fæddist 22. nóvember 1925 í Hafn- arfirði en var ekki gamall þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Júníana Stefánsdóttir húsfreyja og Stefán Ingimar Dagfinnsson, stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Dagfinnur er viss um að hann sé fyrsti Hafnfirðingurinn sem lærði flug. „Nei, ég mátti ekki neitt vera að því,“ segir Dagfinnur spurður hvort hann hafi flogið eitthvað heima áð- ur en hann fór út. „Ég var mikið til sjós. Maður varð að safna pening- um og nurlaði öllu saman sem hægt var að grípa í til þess að fara í flugnámið,“ segir hann. Hann var á varðskipinu Ægi og tók allar auka- vaktir sem hægt var að ná í um borð, öll yfirvinna var þegin með þökkum. „Það eina sem maður veitti sér var að fara í bíó og þá fór maður alltaf í almenn sæti, þau voru ódýrari. Annað veitti ég mér ekki,“ segir Dagfinnur hlæjandi og lítur út um stofugluggann á heimili sínu rétt fyrir ofan fjöruna í Arn- arnesi í Garðabæ. Við blasir grár og sléttur sjórinn með Álftanesið og Bessastaði í bak- grunni. Yfir sjónarsviðinu eru þungbúin rigningarský sem láta vita af sér með skýfalli. Þegar vind- ur stendur af norðri er þetta sjón- arsvið í beinni aðflugsstefnu norð- ur/suðurbrautar Reykjavíkurflug- vallar og mundi eflaust margur flugáhugamaðurinn vilja sitja við stofuglugga Dagfinns þegar vind- urinn blæs þannig og fylgjast með flugvélunum koma inn á stuttri lokastefnu eins og það er kallað þegar þær eiga skammt ófarið inn á braut. Spartan í Tulsa, Oklahoma Flugnám Dagfinns fór fram í Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkj- unum í þekktum skóla, Spartan School of Aeronautics. „Þegar ég var búinn að safna um 30.000 krón- um íslenskum, mig minnir að doll- arinn hafi verið um 6,50 þá, dugði það fyrir náminu og öllu tilheyr- andi. Námið stóð yfir í eitt ár. Það var flogið stanslaust á hverjum ein- asta degi og farið í skólann,“ segir hann. „En þegar kom að því að fá blindflugsréttindin fórum við flestir til Erie í Pennsylvaníu því að skól- inn þarna hjá Spartan var svo dýr. Við vorum nálægt því að verða auralausir og fengum ódýrari samninga við flugskóla þar [Erie Institute of Aeronautics].“ – Voru fleiri Íslendingar þarna? „Já, já, þarna var fjöldi manns, einir þrjátíu Íslendingar. Það komu þarna margir strákar frá Kanada, þeir voru búnir að vera þar í eitt ár en fengu svo ekki kanadísk flug- réttindi. Alfreð Elíasson, Jóhannes R. Snorrason og þeir sem höfðu verið þar fyrst luku prófi á stríðs- árunum og fengu kanadísk réttindi. Þeir fóru eitthvað að fljúga fyrir kanadíska flugherinn, með siglinga- fræðinga, sprengjukastara og svo- leiðis á Anson-vélum, að ég held. Það hafði verið milliríkjasamningur á milli Danmerkur og Kanada en þegar Íslendingar stofnuðu lýðveld- ið [1944] féll sá samningur úr gildi þannig að þá var ekki lengur hægt að veita strákunum kanadískt leyfi. Þeir sem voru búnir að vera eitt ár í Kanada komu niður til Tulsa og þurftu nánast að byrja upp á nýtt. Og síðan tíndumst við heim meira og minna á svipuðum tíma 1946.“ Að sögn Dagfinns var allt mor- andi í flugvélum í Tulsa, þar voru hvort tveggja flugvélaverksmiðjur og æfingaflugvellir fyrir bæði her- inn og verksmiðjurnar. „Það var allt með heraga þarna, t.d. þjálfaði Spartan-skólinn breska flugmenn og flugmenn frá Suður-Ameríku, það voru allra þjóða kvikindi þarna. Við þurftum helst að vera í her- mannabúningum og bárum okkar einkennismerki. Það kom sér vel því þá fengum við afslátt í t.d. bíó og strætó.“ Fyrst Piper Cub, þá Stearman Fyrsta flugvélin sem Dagfinnur flaug var Piper Cub, tveggja manna einshreyfilsvél með stélhjóli. Síðan flaug hann Stearman, tvíþekju með stélhjóli. Þá var eitthvað um að flogið væri á Fairchild-vélum en at- vinnuflugmannsprófi lauk hann á Stearman. „Ljómandi skemmtileg- ar vélar,“ segir Dagfinnur og dreg- ur fram líkan af Stearman með bláum skrokki og gulum vængjum. „Bandaríski herinn var með tvær slíkar vélar hér og Svifflugfélagið keypti þær síðan. Önnur „krassaði“ nú reyndar á Sandskeiði en það er verið að endurbyggja aðra þeirra um þessar mundir.“ Þegar Dagfinnur kom heim að námi loknu hóf hann fljótlega störf hjá nýlegu flugfélagi, Loftleiðum, var boðið að gerast hluthafi og átti hlut nánast frá upphafi. Dagfinnur og Alfreð Elíasson voru bræðrasyn- ir og Kristján Jóhann Kristjánsson, sem bjó uppi á lofti heima hjá Dag- finni á Hringbraut í Reykjavík, var föðurbróðir þeirra beggja. Alfreð, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafs- son höfðu fengið Kristján Jóhann í lið með sér við stofnun Loftleiða og það var hann sem bauð Dagfinni að gerast hluthafi í flugfélagi sem hann og þáði með þökkum. „Þótt ég væri ekki ríkur lagði ég fram þarna einar 5.000 krónur en ég taldist ekki til stofnenda því að ég var ekki á stofnfundinum, ég var úti á sjó.“ Þegar þarna var komið sögu var Dagfinnur þegar staðráðinn í að læra flug. „Þarna var ég löngu, löngu búinn að ákveða að ég ætlaði að fara í flugið, strax þegar ég var smápatti,“ segir hann og horfir á Stearman-módelið sem hann veltir milli handa sér. „Ég man að það kom einu sinni tollari um borð þeg- ar pabbi var stýrimaður á einum Fossanna og ég var hjá honum átta eða níu ára. Hann fór að tala við strákinn og spyrja hvað hann ætl- aði að verða þegar hann yrði stór – skipstjóri, stýrimaður eins og pabb- inn, nei, nei, slökkviliðsmaður eða lögga, nei. Já, þá veit ég hvað þú ætlar að verða, þú ætlar að verða flugmaður, sagði hann þá. Og ég ljómaði allur að hann skyldi sjá þetta,“ segir Dagfinnur og hlær innilega, „svona var nú hugurinn og hefur alla tíð verið – og ég hef aldr- ei fengið leið á fluginu. Ég tel að það sé mikil gæfa að fá að vinna við starf sem maður hefur áhuga á og ánægju af.“ Síldarleit á Stinson Dagfinnur kom heim til Íslands 1946 og hóf fljótlega störf hjá Loft- leiðum sem fyrr segir. „Ég byrjaði í síldarleitarflugi á Stinson Reliant, sem var á flotum. Við vorum með aðstöðu við Miklavatn í Fljótum og flugum þaðan að leita að síld. Ég var þar heilt sumar og flaug hátt á þriðja hundrað tíma,“ segir Dag- finnur og ekur sér í stólnum. „Við flugum í svona þúsund fetum og fórum vestur fyrir. Flugfélagið var með aðra vél sem var á Akureyri og hún flaug austurleiðina. Það var flogið um þrjár mílur frá strönd- inni, innst inn í Húnaflóa og þegar það var búið var flogið út fyrir, síð- an flogið frá Horni og stefnan tekin beint á Grímsey.“ Að sögn Dagfinns stóðu Síldar- verksmiðjur ríkisins straum af kostnaði við síldarflugið. Þetta út- hald hófst um miðjan júní og lauk um miðjan september. Hann hafði aldrei flogið sjóflugvélum áður en Kristinn Olsen, einn stofnenda Loftleiða og flugstjóri, kenndi hon- um. Við Miklavatn bjuggu starfs- menn Loftleiða í kofaskrifli sem er ennþá til og einnig bryggja sem flugvélarnar voru dregnar upp á. Dagfinnur og kunningi hans á Siglufirði keyptu þessar minjar fyr- ir ekki löngu. Draumurinn er að koma upp smásafni þarna með myndum og fleiri hlutum frá tímum síldarflugsins. Til að byrja með voru þeir þrír þarna, vélvirki, aðstoðarmaður hans og flugmaður. Stundum komu menn frá Landhelgisgæslunni og fóru í loftið til eftirlits. Þegar Loft- leiðir hófu að nota tveggja hreyfla Grumman Goose-sjóflugvélar sem voru stærri og öflugri en Stinson- vélarnar bættist við einn og einn nótabassi eins og Dagfinnur orðar það, gamlir síldarskipstjórar sem komu með til halds og trausts. Dagfinnur verður kíminn á svip þegar hann er spurður hvort hann hafi lent í ævintýrum þarna fyrir norðan. „Þetta var mjög spennandi flug, við vorum alltaf svo spenntir að finna síld. Það var kannski allt búið að vera dautt vikum saman, engin síld, og svo heyrðum við karl- ana vera að tala saman í talstöðinni. Þá voru þeir kannski að syngja klámvísur í talstöðina og annað.“ Þessir flugmannsapar Leyndin var mikil. Allar upplýs- ingar um silfur hafsins voru sendar út á dulmáli, þarna voru nefnilega líka Norðmenn og Svíar sömu er- inda og Íslendingarnir en í íslensku bátunum voru kort til þess að lesa úr dulmálslyklinum. Tiltrú sjómannanna á leitarflug- inu var ekki alltaf mikil að sögn Dagfinns. „Við heyrðum þá spyrja hver annan hvort þeir hefðu heyrt nokkuð frá flugvélinni. Við vorum í radíósambandi við þá og líka Siglu- fjarðarradíó. „Nei, nei, þessir flug- mannsapar sjá aldrei neitt,“ heyrð- um við þá segja í radíóið þegar illa gekk.“ En stundum gerðist það að leitarvélarnar sáu síld ekki langt frá bátunum og var þá flogið yfir þá til þess að beina þeim rétta leið, reynt að kalla í þá og síðan flogið í áttina að torfunni. „Það er síld þarna bara þrjár mílur í norðaustur frá þér,“ var kannski kallað úr flug- vélinni. Þá heyrðist svarað: „Já, þakka þér fyrir, vinur.“ Dagfinnur hlær: „Þá vorum við bestu vinir þeirra. – Það var gaman að þessu.“ Það var bara skriðið Fyrir utan stofugluggann hjá Dagfinni steypist rigningin niður. Ryðgaður og illa farinn bátur ligg- ur við festar úti á voginum. Hann má muna sinn fífil fegri. Sjávarflöt- urinn er rólyndislegur. Það væri ekki mikið mál að renna sjóflugvél, ef tiltæk væri, á flot, ræsa hreyf- ilinn, gefa honum fullt afl, æða eftir haffletinum, taka í stýrið og finna fuglinn lyfta sér – upp í himininn. Það væri gaman. Ári seinna, sumarið 1947, var síldarflugið orðið umfangsmeira því þá fóru Loftleiðamenn bæði með Stinson-vélina og tvo Grumman- báta norður á Miklavatn og fleiri flugmenn bættust í hópinn. Það var meira flogið en bara síld- arleitarflug. Loftleiðir flugu með farþega og vörur milli landshluta. Þegar Dagfinnur er spurður um þá tíma segir hann: „Það var bara skriðið,“ og á þar við að flogið var sjónflug undir skýjahulunni ef svo bar við. „Það var ekki flogið blind- flug að neinu ráði nema ef maður var að fara til Reykjavíkur og að gera aðflug þar, úti á landi var eng- in aðstaða til þess, engir radíóvitar eða neitt slíkt.“ Tékk á Fjarka Flugvélaflotinn stækkaði og flug- vélarnar líka. Dagfinnur fór af minni vélunum beint á Fjarka [DC-4 Skymaster, fjögurra hreyfla]. Það var hálfpartinn tilvilj- un sem réð því. „Ég var búinn að Vissi alla tíð hvað ha Upphaf flugsins á Íslandi er sveipað ævintýra- ljóma. Frumherjarnir í fluginu urðu margir þjóðsagnapersónur og kunna frá mörgu að segja. Árni Hallgrímsson átti stofuspjall við einn þeirra, Dagfinn Stefánsson, fyrrverandi flugstjóra hjá Loftleiðum og Flugleiðum. Dagfinnur í Dornier Do 27 flugvél sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.