Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is ✝ Anna N. Bjarna-dóttir var fædd í Hólakoti í Viðvíkur- sveit í Skagafirði 25. ágúst árið 1927. Hún lést á heimili sínu 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar Önnu voru hjónin Bjarni Jó- hannsson bóndi í Hólakoti, f. 3. des. 1881, d. 12. des. 1933, og Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1884, d. 29. ágúst 1960. Systur Önnu eru: Lilja Rannveig f. 13. maí 1915, d. 12. júní 1987, Jón- ína Björg, f. 15. apríl 1917, og Karítas Jó- hanna, f. 15. nóv. 1921, d. 12. júlí 1999. Anna ólst upp í Hólakoti þar til faðir hennar lést þá flutti hún á Hofsós með móður sinni. Þær fluttu svo báðar til Reykjavíkur þar sem þær bjuggu til ævi- loka. Anna var ógift og eignaðist ekki börn sjálf en átti 13 systrabörn. Útför Önnu fór fram í kyrrþey 18. júlí. Með sárum trega og harmi í hjarta kveð ég Önnu frænku mína eftir meira en hálfrar aldar sam- fylgd. Andlát hennar bar brátt að og án fyrirvara að því er séð varð. Frá því að hún kom til Reykjavík- ur 15 ára að aldri bjó hún á heimili foreldra minna, Jónínu systur sinnar og manns hennar Guðmundar R. Brynjólfssonar. Ári seinna kom amma suður og flutti hún fljótlega einnig á heimili foreldra minna og deildu þær mæðgur Anna og hún herbergi í sátt og samlyndi þar til amma dó. Eftir að faðir minn dó árið 1988 bjuggu systurnar þar tvær saman og studdu hvor aðra svo ólík- ar sem þær voru. Þar kom að mamma fór á hjúkrunarheimili og bjó Anna þá ein í Barmahlíðinni. Anna tók miklu ástfóstri við okkur systrabörn sín og við við hana sem og okkar börn. Anna var borgarbarn í húð og hár. Alin upp í litlu þorpi í hinum ynd- islega Skagafirði langaði hana samt aldrei til baka. Henni þótti vænt um vinina sína þar og átti margar góðar minningar úr sveitinni en í Reykja- vík átti hún heima frá fyrsta degi. Henni fannst gott að heyra niðinn í umferðinni og sjá ljós bílanna leiftra í næturmyrkrinu. Hún þurfti líka að hafa frelsi til að koma og fara þegar henni hentaði. Hvert hún fór og hvaðan hún kom vissi maður oftast ekki. Hún hafði blíða og viðkvæma lund og afar auðugt ímyndunarafl. Hún kunni ógrynni af sögum sem við systrabörnin og okkar börn fengum aldrei nóg af að hlusta á. Oft kvað við bónin: „Anna viltu segja mér sögu?“ Og hún sagði sögur og ævintýri sem áttu enga sína líka og hún sagði frá með leikrænum tilþrifum og tilfinn- ingahita og við sveifluðumst með. Einnig sagði hún okkur sögur af mannlífinu í sveitinni, af draugum og mannýgum nautum í Skagafirðinum, af lífinu í fjölskyldunni áður en við fæddumst, þegar allir voru ungir. Því Anna hafði tíma sem mæður okkar höfðu ekki. Þar sem hún hafði ekki fyrir öðrum að sjá var engin þörf á að vinna fullan vinnudag. Hún bjó í skjóli systur sinnar og það var eins og húsverkin á heimilinu kæmu henni ekki nema mátulega mikið við. Því meira yndi hafði hún af ísaumi. Með sínum fallegu naglalökkuðu, hringaskreyttu höndum töfraði hún fram laufafléttur og blóm í öllum regnbogans litum í dúkum smáum og stórum sem hún gaf í allar áttir. Anna frænka mín var falleg kona, léttlynd og skemmtileg, gjafmild og mikill sælkeri einkum á yngri árum og átti alltaf súkkulaði í veskinu sínu, súkkulaði með ilmvatnsbragði sem ég hef hvergi fengið annars staðar. Því Anna var líka með ilm- vatn og púður í veskinu sínu því hún þurfti að steinka sig og snyrta því hún var glæsikona sem átti falleg föt og tók ung ástfóstri við semalíu- steina, pífur og pallíettur og hélt því alla ævi. Hún var glöggskyggn og næm á fólk enda sá hún miklu meira en aug- að sér og fann ýmislegt á sér svo fátt kom henni á óvart. Hún var vina- mörg og trygglynd og þyrfti eitt- hvert okkar að leggjast á sjúkrahús var hún duglegust allra að vitja okk- ar með sína yndislegu návist sem aldrei var krefjandi. Anna var dýravinur og mikil katt- arkona. Á árum áður átti hún nokkra ketti við mikla hrifningu okkar krakkanna. Þeir brýndu klærnar á sófasettinu hennar mömmu sem skildi ekki þessa ást en umbar hana eins og allt annað. Hin síðustu ár var það hefðarkötturinn Snúlli sem hún elskaði og dekraði dálítið meira en góðu hófi gegndi og ef hún hefði ekki verið svona sannkristin og guð- hrædd kona hefði hún efalaust tign- að Snúlla. Síðustu árin, eftir að mamma veiktist var Anna, þetta fiðrildi, sem var orðin þungamiðja fjölskyldunn- ar. Allir hringdu í Önnu og sögðu henni af sínum högum og ferðum, kíktu í heimsókn eða það sem henni fannst oft betra sóttu hana og fóru með hana í ýmsa leiðangra og kom- ust stundum færri að en vildu. Anna reyndist mér og fjölskyldu minni eins og besta móðir þó að á annan hátt væri en mín eigin góða móðir. Drengirnir mínir hændust að henni eins og önnur börn og sáu ekki sólina fyrir henni. Þeir syrgja nú sárt kæra frænku. Ég kveð þig, elsku Anna frænka, mín með sömu orðum og þú kvaddir Hákon minn í yndislega fallegu bréfi sem þú skrifaðir honum skömmu áð- ur en hann dó: „Ég bið og veit að „Drottinn elskar, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér“.“ Ragnhildur I. Guðmundsdóttir. Elsku Anna frænka. Hvað það var gott að eiga þig að öll þessi ár sem urðu þó svo miklu færri en við höfð- um vonað. Við þökkum þér fyrir ástina og umhyggjuna sem þú sýndir okkur, fyrir allar sögurnar sem þú sagðir okkur, spilin og leikina sem þú fórst í við okkur, göngutúrana, spjallið, allar gjafirnar sem þú gafst okkur og kortin með fallegu kveðjunum og blessunarorðunum sem svo oft fylgdu með. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við söknum þín sárt en minningin um þig er dýrmætur fjársjóður sem við munum gæta til æviloka. Guð blessi Önnu frænku okkar. Kári og Kjartan Ragnars. Elsku besta Anna frænka. Mikið á ég erfitt með að sætta mig við að þú sért farin frá okkur. Við systrabörnin þín erum öll sammála um að betri frænku gat enginn átt. Það er erfitt að finna réttu orðin yfir það hversu mikils virði þú varst okk- ur öllum. Þú giftist ekki og áttir ekki börn þannig að við urðum öll börnin þín, síðan komu okkar börn sem líka urðu börnin þín og núna síðustu árin voru það svo þeirra börn sem eign- uðu sér þig. Það var svo gaman að sitja með þér og hverfa saman inn í liðna tíma sem þú sagðir mér frá, og það er ótrúlegt hvað svona stundir verða mikils virði þegar maður gerir sér grein fyrir því að þær verða ekki fleiri. Ég ætla ekki að hafa þessi skrif löng, minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu og ylja mér við þær þegar ég vil og þar er af nógu að taka því margt brölluðum við tvær saman í gegnum tíðina. Þér var alla tíð annt um útlit þitt og þú vaktir eftirtekt hvar sem þú komst fyrir glæsileika þinn og góð- mennsku. Alltaf varstu með fallega ljósa hárið þitt vel uppgreitt og sem- elíuspennurnar á sínum stað, að ógleymdum pallíettunum og slæðun- um til að fullkomna glæsileikann. Mikið var ég alltaf stolt í öllum okk- ar bæjarferðum að geta státað af svona fallegri og yndislegri frænku. Sumarblærinn blíði, hann ber til þín inn frá mér kærustu kveðju og koss á vanga þinn. (Guðrún Jóhannsd.) Guð geymi þig, elsku frænka, þín Þóra frænka. ,,Anna frænka er dáin,“ voru orð sem komu mér eins mikið á óvart og hægt er. En ég er alveg búin að sjá þetta, maður veit aldrei að morgni hvar maður dvelur að kveldi. Þegar ég hugsa um Önnu frænku þá dettur mér fyrst í hug glottið hennar, pallí- ettur og semalíur. Hún var alltaf í góðu skapi og henni fannst yndis- lega gaman að punta sig upp, fara i pallíettupils og setja í sig semalíu- eyrnalokka. Hún hugsaði alltaf vel um hárið sitt, alltaf uppsett með semalíuspennum auðvitað. Enda var hún með fallegt sítt ljóst hár og hún hringdi í mig reglulega til að biðja mig að klippa og lita hárið sitt. Stundum laumaði ég að henni fínum spennum og kömbum skreyttum perlum eða semalíum og viðbrögðin voru eins og ég væri að gefa henni gull. Þegar ég fór til hennar að gera hárið fínt fór dóttir mín alltaf með mér og hún fór aldrei tómhent út aftur. Ýmist var það nýtt nærfata- sett, glimmerbolur eða smá pening- ur í vasanum. Og að skoða allt fína glingrið hennar Önnu fannst henni ekki leiðinlegt því nóg var af því. Síðasta stundin mín með Önnu frænku var þegar ég útskrifaðist en þá kom hún, einsog henni einni er lagið, búin að punta sig í bak og fyr- ir. Og hún var svo fín. Við áttum góð- an dag saman þá sem ég gleymi aldrei. Elsku Anna frænka, takk fyrir allt. Nú ertu búin að hitta ömmu Lilju og ég er ekki í nokkrum vafa um að þið séuð að bralla eitthvað saman. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kveðja Tanja frænka. ANNA N. BJARNADÓTTIR MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.