Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 37 Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Bleikargróf 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 29. júlí kl. 13.30. Sigmar N. Jóhannesson, Áslaug Guðjónsdóttir, Þorleifur G. Jóhannesson, Jón Þórir Jóhannesson, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Guðjón V. Sigurgeirsson, Anna Björk Jóhannesdóttir, Páll Sigurðsson Jóhanna K. Jóhannesdóttir, Jón E. Wellings, Óli Sævar Jóhannesson, Þorbjörg Heiða Baldursdóttir og ömmubörn. Frændi okkar og kær vinur okkar, HALLDÓR HANSEN fyrrv. yfirlæknir, Laufásvegi 24, sem lést á líknardeild Landspítalans Landakoti mánudaginn 21. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.30. Honum hefði þótt vænt um að þeir, sem vildu minnast hans, létu Barnaspítalasjóð kvenfélagsins Hringsins njóta þess. Agla Marta Marteinsdóttir, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir og aðrir ættingjar og vinir hans. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, EINAR GUNNAR ÓSKARSSON, Álfheimum 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 13.30. Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Ingvar Ellert Einarsson, Vignir Már Einarsson, Ragnar Ingi Einarsson, Ragnhildur Sveinsdóttir, Óskar Einarsson, Róbert Jónsson, Hrefna Grétarsdóttir, Finnlaug Óskarsdóttir, Hrafn Benediktsson, Svavar T. Óskarsson, Aðalheiður Finnbogadóttir, Guðmundur V. Óskarsson, Arna H. Jónsdóttir, Halldóra B. Óskarsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JENSSON, Skúlagötu 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 29. júlí kl. 15.00. María Guðmundsdóttir, Elín María Ólafsdóttir, Jóhannes Gíslason, Auður Ólafsdóttir, Stefán Pétursson, Kristín Ólafsdóttir, Jens Ólafsson, Kristín Eggertsdóttir og barnabörn. Kæri maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSTRÁÐUR JÓN SIGURSTEINDÓRSSON fyrrum skólastjóri, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtu- daginn 31. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta starf KFUM njóta þess. Ingibjörg H. Jóelsdóttir, Valgeir Ástráðsson, Emilía B. Möller, Sigurður Ástráðsson, Guðný Bjarnadóttir, Herdís Ástráðsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÝÐUR BOGASON, Ásvegi 21, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 22. júlí síðastliðinn, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 30. júlí kl. 13.30. Erla G. Magnúsdóttir, Antonía M. Lýðsdóttir, Sigurður Hermannsson, Elín M. Lýðsdóttir, Atli Sturluson, barnabörn og barnabarnabarn. Minningarathöfn um föðurbróður minn, GÍSLA SIGURÐSSON flugvélasmið frá Hraunsási, til heimilis á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður frá Stóra-Ási miðvikudaginn 30. júlí kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Bjarnason. Eitt er það sem við vitum, að sá sem eitt sinn fæðist mun fyrr eða síðar deyja. Stefán Breiðfjörð Algeirsson, Íslendingurinn sem ég ætla að minnast, var merkur ein- staklingur sem varð fyrir þeirri lífs- reynslu að standa uppi í frum- bernsku móður- og föðurlaus. Hann var aðeins á fyrsta ári og einkabarn foreldra sinna. Snáðinn litli var við þessar aðstæður vissulega settur í fóstur og var eins fljótt og hægt var látinn vinna fyrir sér. Erfið örlög eins og hann sagði sjálfur, en hann var staðfastur og ákveðinn og vildi standa sig einn í lífsbaráttunni. Stefán var mér kunnugur e.t.v. á sérstakan hátt því honum kynntist ég við vinnu mína sem blaðberi Morgunblaðsins. Hann var augljós- lega ekki allra en okkur stöllum tók hann ástfóstri við og talaði kannski meira við okkur en marga aðra og sagði frá sínum högum og í sumum tilfellum hugrenningum. Við hitt- umst sem sagt oft árla morguns á meðan borgin svaf og blaðberar „arka til fólksins með daginn í gær“. Hann sagði okkur að hann hefði ávallt viljað standa við sitt og skulda engum neitt og leigusalar sem hann leigði hjá hefðu ávallt fengið sitt hinn 1. hvers mánaðar. Hann sagði líka að hann hefði átt góð ár í skjóli hjóna á Kambsvegi 3 þar sem þau kunnu að meta svo góðan leigjanda. „Á meðan Stefán vill vera þá verður hann hjá okkur,“ hafði húsmóðirin sagt og árin urðu tíu. Stefán vann hjá Eimskipi sem verkamaður og stóð sína plikt með kurt og pí. Hann furðaði sig á hvernig ungmennin komust upp með vinnubrögð sem honum þóttu óbjóðandi húsbónda sínum og fannst skrýtið hvernig sumir héldu vinnu sinni. Því í Stefáns huga var það hin mesta dyggð að vinna hús- bónda sínum vel og gæta reglusemi og stundvísi. Stefán var bindindismaður og eitt sinn lét hann það flakka er ég spurði hvort hann hefði haft eitt- hvert áhugamál, að hann hefði allt- af skroppið á gömlu dansana þegar því varð við komið og þótti bæði góður og eftirsóttur dansherra. Stefán hafði þann vana að ná í Morgunblaðið sitt árla morguns, honum fannst ómögulegt að hafa ekki eitthvað til að lesa og naut þess eins og svo margir að lesa blaðið sitt með nýlöguðum kaffi- sopa. Hann lét í ljós áhyggjur sínar af okkur stöllununum, sem nánast um hánótt komum arkandi með þunga blaðapakka í öllum veðrum og vindum til að koma þeim nú til skila á réttum tíma. Hann átti líka handa okkur hrós og sagðist vera viss um að fá blaðið sitt alltaf á meðan við bærum það út til hans og hinna íbúanna í húsinu. Eftir að vera búinn að líta í blað- ið var vaninn að bregða sér í morg- unkaffi hjá Múlakaffi. Stefán var vissulega einstæðingur sem var ein- rænn og fór sínar leiðir sáttur en var e.t.v. samt sem áður einmana. Honum fannst einkennileg sú árátta fólks sem væri skylt að þiggja hjálp frá „frænda“ en var ekki eins viljugt við að endurgjalda hjálpsemina, þótt ekki væri nema bara með kaffisopa eða matarbita eftir jafnvel vinnu sem unnin var endurgjaldslaust. Hann átti bíl, nánar tiltekið Toy- otu, sem honum var kær og hugsaði STEFÁN BREIÐFJÖRÐ ALGEIRSSON ✝ Stefán Breið-fjörð Algeirsson fæddist á Hellissandi 18. september 1919. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. júní síðastliðinn og var kvaddur í kyrr- þey í Fossvogskap- ellu 7. júlí. hann vel um hann en sagðist hafa hætt að reka bíl þegar hann hætti að vinna. En bíl- inn vildi hann ekki lána því að fólk væri svo ótrúlegt við að ganga alltaf á lagið. Toyotunni gaf hann góð orð því hún var eins og hugur hans og alltaf fór hún í gang á köldum vetrardögum. Stefán hafði svo sann- anlega sínar skoðanir á hlutunum og var virkilega eftirtektar- verður Íslendingur. Ég vil minnast á nokkra dul- arfulla atburði sem ég hef orðið fyr- ir í kjölfar andláts Stefáns. Ég tók eftir því nú fyrir skemmstu að póst- kassinn hans fylltist af Morgun- blaðinu og hafði miklar áhyggjur af þessum ágæta góðkunningja sem alltaf náði í blaðið á „réttum“ tíma. Skömmu síðar var kassinn tæmdur og tilkynning kom um að Stefán Breiðfjörð væri hættur sem áskrif- andi. Ekki leið á löngu þar til ég sá andlátstilkynninguna í blaðinu en þann sama dag, þegar ég fór með blaðapakkann inn í forstofu hússins og hélt mínu striki við að raða blöð- unum í kassana, fannst mér eins og ruslatunnuloki væri lokað fast og einhver væri að koma sem ræki sig í mig. Ég leit í átt til hurðarinnar og athugaði með mannaferðir (ég var alein í forstofunni) og þegar ég fór út eftir að hafa klárað mitt verk sagði ég við samverkakonu mína að nú væri ég kannski alveg að tapa mér því ég hefði bæði heyrt og fundið umgang og fundist eins og komið væri við mig. Stalla mín sagði við mig: „Sástu Stefán?“ En þar sem ég hef ekki sýn á hinn heiminn spurði ég hvort hún hefði séð hann og hún játti því. „Hann var í köflóttu skyrtunni gyrtri ofan í buxurnar með axlabönd og hárið alveg ótrúlegt eins og alltaf.“ Næsta morgun ætlaði ég að láta blaðið í kassann fyrir neðan póst- kassann hans Stefáns en áttaði mig á því að þar er ekki kaupandi að Morgunblaðinu. Ég ætla því að koma blaðinu á réttan stað, fyrir of- an hjá Stefáni Breiðfjörð Algeirs- syni, og treð blaðinu á klaufskan hátt í kassann. Auðvitað átta ég mig á því hvað ég er að gera og segi við sjálfa mig: „Nei, hvað er þetta, hann Stefán þarf ekkert blað.“ Er út kom spyr ég aftur stöllu mína hvort hún hafi orðið vör við Stefán. „Já, já,“ var svarið, „... hann sat þarna í stólnum og hefur sjálfsagt ætlað að fylgjast með hvort við kæmum ekki á vettvang á réttum tíma með blað. Hugurinn er greinilega svo sterkur.“ Ég lauk við að pára minningar þessar eftir miðnætti og hafði áhyggjur af því að finna upplýs- ingar um ætt og uppruna Stefáns. Áður en ég hóf útburð á Morg- unblaðinu hinn 12. júlí leit ég yfir blaðið og sá skrifað um Stefán. Síð- an fórum við samverkakonurnar af stað í útburðinn og er komið var í stigagang Stefáns spurði ég stöllu mína hvort hún yrði hans vör. Hún svaraði neitandi en ég lét út úr mér: „Það er ekkert að marka, hann lætur e.t.v. vita af sér þegar ég fer inn að dreifa blöðunum.“ Sagan endurtók sig og enn aftur ætlaði ég ósjálfrátt að setja blað í póstkassa Stefáns. Ég athuga hvort eitthvað hafi verið látið í kassann og sé þá slatta af ruslpósti, auglýs- ingabæklingum og einn af þessum sneplum bókstaflega kom á móti mér og með honum yfirlit úr banka. Síðan fer ég út, sest inní bíl og segi við stöllu mína: „Var Stefán hér eða hvað?“ Og ég segi henni hvernig mér gekk. Svarið var: „Já, hann kom út um dyrnar og ég losna ekki við hann úr huganum.“ Hún lítur allt í einu snöggt aftur fyrir sig og segir: „Hann situr hér í aftursæt- inu!“ Á næsta götuhorni var hann farinn. Jæja, hvað um það. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem við urðum varar við þessa ágætu áskrifendur sem hafa beðið svo óþreyjufullir eftir „blaði allra landsmanna“, Morgunblaðinu. Enn og aftur hefur einn af þessum „uppáhaldskúnnum“ kvatt. Að loknum þessum fáu línum og frásögn af einstökum Íslendingi sem var einstæðingur allt sitt líf vil ég tileinka honum þessar ljóðlínur eftir samverkakonu mína í blað- burðinum sem sá Stefán látinn: Farinn ert á friðarströnd, frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar allir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran.) Blessuð sé minning Stefáns Breiðfjörð Algeirssonar. Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.