Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINN reyndasti kylfingur Íslands er nú að taka þátt í sínu fertugasta Íslandsmóti og hefur hann sigrað í sex þeirra. Björgvin Þorsteinsson, sem nú keppir fyrir GV og er því á heimavelli, tók fyrst þátt í landsmóti einmitt í Vestmannaeyjum sumarið 1964. „Þá var nú völlurinn talsvert öðruvísi, hann lá inni í Herjólfsdal og þar voru nokkrar brautir en sumar eru þó þær sömu og í dag.“ Þegar blaðamaður hitti á hann hafði hann nýlokið öðrum hring sín- um og hristi hausinn þegar spurt var um skor dagsins. „Þetta var hörmung og spurning hvort ég komist áfram.“ Hann slapp, var í 63.-68. sæti á 160 höggum en 72 kylfingar komust í gegnum nið- urskurðinn. Björgvin segir að margt hafi breyst í gegnum árin. „Það má nú segja að allt hafi breyst, vellirnir, fjöldi kylfinga, kylfurnar, boltinn, þetta hefur allt breyst mjög mikið. Nú eru nálægt tíu þúsund klúbbmeðlimir í kringum landið en voru á milli þrjú og fjögur hundruð þegar ég var að byrja í þessu, þá voru þrír golfklúbbar en nú eru þeir sextíu.“ Björgvin bætti því við að hann væri ekkert of sáttur við stöðu ís- lenskra kylfinga. „Hún er ekkert sérstaklega góð miðað við aðrar þjóðir þó að breiddin sé vissulega meiri.“ Í síðasta landsmóti sem haldið var í Eyjum 1996 var Björgvin í barátt- unni um meistaratitilinn fram á síð- asta hring en þá spilaði hann fyrir GA. „Völlurinn núna er í miklu betra ásigkomulagi en þá og að mörgu leyti erfiðari. Þó lega braut- anna sé sú sama hafa þær verið þrengdar og flatirnar eru hraðari og skemmtilegri.“ Á fyrsta degi móts var Björgvin afhent gullmerki GSÍ fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins. Hann sagðist ekkert vera mikið fyrir slíkt. „Ég hefði nú frekar kosið að fá betra skor í dag,“ sagði hann í létt- um tón. Aðspurður um síðustu tvo dagana sagðist Björgvin búast við að atvinnumennirnir myndu vera í baráttunni. „Annað væri nú bara skrýtið en ég ætla að vona að ein- hverjir fleiri blandi sér í baráttuna, mér sýnist til dæmis Sigurpáll koma sterkur til leiks og eins er athygl- isvert skor hjá Magnúsi Lárussyni, ég vona bara að þeir veiti atvinnu- mönnunum harða keppni.“ Björgvin er fimmtugur, löglærð- ur afrekskylfingur enda hefur hann unnið Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum á sínum ferli líkt og Úlfar Jónsson. Björgvin vann fyrsta tit- ilinn árið 1971 og var óstöðvandi á árunum 1973–1977 en þá vann hann titilinn fimm sinnum í röð, síðast í Grafarholti. Björgvin hefur aldrei misst úr Ís- landsmót á sínum ferli og hefur raunar lýst því yfir að hann ætli að keppa á 52 mótum en þá hefur hann eytt heilu ári í landsmót, en hann segir að vika fari í hvert mót hjá sér. Björgvin Þorsteinsson keppti fyrst í Eyjum 1964 Margt breyst í gegnum árin Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Björgvin var þátttakandi á fyrsta Íslandsmóti unglinga í Vestmannaeyjum árið 1964. Frá vinstri: Eyjólfur Jó- hannsson GR, Viðar Þorsteinsson GA, Björgvin Þorsteinsson GA, Jón Haukur Guðlaugsson GV, Hans Óskar Ísebarn GR, Þengill Valdimarsson GA og Elías Kárason GR. Á myndina vantar Jónatan Ólafsson GR. Morgunblaðið/Páll Ketilsson Björgvin Þorsteinsson tekur við gullmerki Golfsambands Íslands. Það var Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambandsins, sem afhenti honum merkið. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson HLJÓMAR kveiktu eldana,ruddu brautina, fyrsta ís-lenska bítlahljómsveitinog fyrsta rokksveitin sem eitthvað kvað að. Á sínum tíma, fyrir fjórum áratugum eða þar um bil, nutu Hljómar meiri og almennari vinsælda en nokkur hljómsveit hefur leikið eftir og lög sem hljómsveitin gerði vinsæl lifa enn. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar fréttist að Hljómar hefðu tekið upp þráðinn að nýju, ekki bara til að spila gömlu lög- in, því það hefur hljómsveitin gert öðru hvoru í gegnum árin, heldur til að taka upp tólf laga plötu með nýj- um lögum eftir þá Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson. Tilefnið er að Hljómar eiga afmæli á þessu ári; hinn 5. október næstkomandi eru lið- in 40 ár síðan Hljómar stigu fyrst á stokk, en þann dag árið 1963 spilaði þá nýstofnuð hljómsveit í Krossinum í Keflavík undir sterkum áhrifum af Shadows og Bítlunum. Fundu upp íslenska bítlatónlist Næstu árin fundu Hljómar upp ís- lenska bítlatónlist, voru frumkvöðlar í flestu sem tengist hljómsveitahaldi, ekki síst því að þeir sýndu að íslensk popp- og rokklög stóðu erlendum lög- um síst að baki. Á þessum fyrstu tón- leikum skipuðu Hljóma þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Erling- ur Björnsson, Eggert Kristjánsson og Einar Júlíusson. Síðar hættu þeir Eggert og Einar Júlíusson og Eng- ilbert Jensen gekk til liðs við þá Gunnar, Rúnar og Erling og þá út- gáfu þekkja menn best. Þannig eru Hljómar og skipaðir í dag, hafa troðið upp og eru að taka upp í heima- hljóðverinu hans Gunnars og í hljóð- veri Rúnars í Keflavík, Geimsteins- hljóðverinu. Rúnar Júlíusson tekur á móti blaðamanni fyrir utan hljóðver Geim- steins hress að vanda og svarar „Allt hljómandi,“ þegar hann er spurður hvað hann segi nú gott og bætir svo við: „Maður getur ekkert annað sagt um þessar mundir.“ Smá bið er eftir félögum hans svo við tyllum okkur. Þegar þeir svo skila sér höldum við inn í hljóðver og blaðamaður fær að heyra nýja Hljómalagið – annað nýja Hljómalagið á árinu, en ekki það síð- asta. Fyrra lagið, sem tók að hljóma í útvarpi fyrr í sumar, þekkja vísast flestir, klassískt Hljómalag, eins og hljómsveitin hefði aldrei hætt, hljóm- urinn nútímalegri og fágaðri en forð- um, en lagið smellpassar á Hljóma- plötu fyrir langa löngu, grípandi og létt. Nýja lagið á aftur á móti eftir að koma mönnum á óvart, fullt af kímni og fjöri – sungið um Mývatnssveitina í suðrænni sveiflu með kafla sem minna á Beach Boys, eða svo heldur blaðamaður að minnsta kosti, en þeg- ar hann imprar á því við Gunnar eftir að lagið er búið brosir sá kankvís og segir stutt og laggott: „Bach.“ Þá er það útrætt. Ekki er hægt að teppa Geimsteins- hljóðverið, þar vinna menn myrk- anna á milli til að ljúka við Ljóslags- plötuna, safn laga sem send hafa verið inn í Ljóslagskeppnina sem haldin verður í Keflavík síðsumars. Við færum okkur því um set, höldum á Duus og spjöllum þar. Engin skúffulög Kveikja þess að Hljómar tóku upp þráðinn að nýju var víst að útgáfufyr- irtæki fór þess á leit við þá félaga að þeir tækju upp tvö eða þrjú lög til að skreyta veglegt safn helstu laga og sjaldheyrðs efnis sem stóð til að gefa út í haust. Þeir tóku vel í það til að byrja með en fannst síðan lítið varið í að gera bara tvö lög, vildu taka upp heila plötu með nýju efni, tólf laga plötu, enda nóg af hugmyndum – „Gunni varð óður“ eins og Engilbert orðar það og þeir skella uppúr. Hjá viðkomandi útgáfu leist mönnum ekkert á þessa fyrirætlan en þeir skiptu svo um skoðun þegar fyrsta lagið tók að hljóma í útvarpi; þegar menn heyrðu að Hljómar höfðu enn eitthvað að segja. Þá var það orðið of seint, ný útgáfa komin til sögunnar, Sonet, og viðeigandi að ný Hljóma- plötu sé gefin út af fyrirtæki í eigu fyrsta rótara sveitarinnar, Óttars Felix Haukssonar. Þeir félagar hófust handa við að semja á nýja plötu í vor og allt er samið sérstaklega fyrir Hljóma, „engin skúffulög“ segir Rúnar. Gunnar á lungann af lögunum, tíu alls, en Rúnar þau tvö sem á vantar tólf laga plötu. Þótt þeir Gunnar og Rúnar útsetji sín lög segja þeir að allt sé rætt og menn ófeimnir við að gagnrýna eða koma með góðar uppá- stungur. Upptakan hefur gengið vel að þeir segja, grunnur kominn að átta lögum, tvö alveg tilbúin og eitt nánast. Þeir stefna að því að skila af sér frumeintaki 1. september og síð- an komi platan út 5. október, nema hvað, og þá verða haldnir miklir út- gáfutónleikar í Stapanum, en Kross- inn löngu búinn að syngja sitt síðasta. Mikið hefur breyst frá því Hljómar tóku upp sínar plötur, þá var sá hátt- ur á að menn æfðu lögin þangað til þeir kunnu þau upp á tíu og síðan var tekið upp; fjórtán tímar fóru í fyrstu tólf laga plötuna. Nú er öldin önnur, menn geta gefið sér tíma til að nostra við hlutina, eytt tuttugu tímum í hvert lag ef því er að skipta og tölvur og hugbúnaður koma að góðum not- um. Þeir rifja það upp er þeir fóru til Lundúna einu sinni sem oftar að taka upp í Olympic stúdíóinu, í litla saln- um þar sem stuðst var við tvö fjög- urra rása upptökutæki „og í næsta herbergi var einhver hljómsveit sem hér Led Zeppelin að taka upp sína fyrstu plötu,“ segir Gunnar. Þeir brosa að minningunni. Þrjátíu og níu ár eru liðin síðan Hljómar tóku upp fyrstu lögin og tuttugu og níu síðan hljómsveit tók upp síðustu lögin sem gefin voru út á skífunni Hljómar 1974. Ekki er bara að Hljómar séu að taka upp plötu, þeir stefna líka á tón- leikahald og ballspilamennsku. Þann- ig gefst færi á að sjá þá spila á Siglu- firði um verslunarmannahelgina, en þar á að spila á hverjum degi helgina alla, tvisvar á dag eins og í gamla daga. Það sést á því hve lifnar yfir þeim félögum þegar talið berst að Siglufjarðarúthaldinu að þeir hlakka til að fara að spila. Gunnar lék fyrst á Siglufirði með sinni fyrstu hljóm- sveit, Hljómsveit Gunnars Ingólfs- sonar, og Engilbert sömuleiðis og Erlingur er Siglfirðingur. Þegar við bætist að Hljómar spiluðu óhemju oft á Siglufirði á árum áður, fóru á vertíð þangað eins þeir orða það, er við hæfi að byrja tónleikahald ársins þar fyrir norðan. Aðspurðir hvað eigi svo að spila svarar Gunnar að bragði: „Ekk- ert sem samið er eftir 1970 nema nýju lögin tvö.“ Þeir félagar hans taka í sama streng; spiluð verða Hljómalög og lög tengd blómatíma hljómsveitarinnar. Sama verður upp teningnum á þeim tónleikum sem hljómsveitin hyggst halda á árinu, þar á meðal í Stapanum eins og getið er, sjálfan útgáfudaginn, en enn eru menn ekkert farnir að spá í að spila í Reykjavík – það kemur allt í ljós, segja þeir. Hljómar gefa út nýja plötu Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hljómsveitina Hljóma skipa Engilbert Jensen (lengst til vinstri á mynd- inni), Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Erlingur Björnsson. Það er ekki á hverjum degi að fjörutíu ára gömul hljómsveit tekur upp þráðinn, hvað þá að hún sé að fást við nýtt efni. Árni Matthíasson ræddi við Hljóma frá Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.