Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E F TIL vill er sænski framleiðandinn og handritshöfundurinn Bo Jonsson kunnastur hér á landi fyrir að framleiða myndir Hrafns Gunnlaugs- sonar, en hann hefur einnig framleitt nokkr- ar af vinsælustu mynd- um Norðurlanda. Hann hóf feril sinn sem að- stoðarhljóðmaður hjá RCA Victor og varð síðan eftir stúdentspróf lærlingur hjá ATV, stærstu einkareknu sjónvarpsstöðinni í Lond- on. Þegar hann sneri aftur til Svíþjóðar réð hann sig til Sandrew Films, annars stærsta kvikmyndagerðarfyrirtækis Skandinavíu, og var framleiðslustjóri í sjö ár, kom m.a. að myndum leikstjórans Peter Watkins, tveimur myndum Susan Sontag og Masculin féminin Jean Luc Godards. Eftir það var hann fram- kvæmdastjóri Sænsku kvikmyndastofnunar- innar í þrjú ár. Að því loknu stýrði hann ytri framleiðslu dagskrárefnis Channel 2 í Stokkhólmi, m.a. á síðustu mynd Jacques Tati, Parade, og Edward Munch eftir Peter Watkins. Og loks- ins þá, 38 ára að aldri, gerðist Bo Jonsson kvikmyndafram- leiðandi. Í fjölbreyttri flóru mynda sem hann hefur fram- leitt eru m.a. Montenegro Dusan Makavejevs, hryllings- myndin Demoner og gam- anmyndir Lasse Åberg, en þeir skrifuðu saman handritin að röð gamanmynda, sem urðu mest sóttu kvikmyndir á Norðurlöndum síðustu þrjá áratugina. „Það eru gamanmyndir skrifaðar af Svíum um Svía,“ segir Bo Jonsson og bætir brosandi við, „kannski að Sví- ar hafi þá húmor fyrir sjálfum sér eftir allt saman. Í öllum myndunum lenda tveir kump- ánar í skringilegum aðstæðum og bregðast við eins og dæmi- gerðir Svíar. Ég held að allar myndirnar hafi verið sýndar hér í Reykjavík.“ Og það leiðir talið að Ís- landi, en Bo Jonsson hefur lagt mikið af mörkum til ís- lenskrar kvikmyndagerðar. Brjálaðir Íslendingar „Svo þú vilt heyra alla sólar- söguna,“ spyr Bo Jonsson brosandi þegar blaðamaður spyr hann hvenær hann hafi fyrst komið til Íslands. – Endilega, svarar blaðamaður, fær sér hnetur í veitingasalnum á Hótel Nordica og fylgist með, eins og hann sé kominn í bíó. „Erik Sønderholm, sem þýddi Halldór Laxness á dönsku, bauð mér í Norræna húsið árið 1978. Ég hafði þá nýlokið við að framleiða Lyftet [Ránið], alvarlega mynd um bankarán sem byggð er á kunnri bók eftir sænskan bankaræningja [Anders Lönnbro], en hann sat 22 ár í fangelsi. Mér var boðið til Íslands með myndina. Ég man það var vetur og næst- um ómögulegt að komast út úr húsi fyrir roki og kulda. Sonderholm bauðst til að fara með mig út að borða og sagði: „Ég ætla að kynna þig fyrir nokkrum brjáluðum íslenskum kvik- myndagerðarmönnum.“ Þannig hófst þetta.“ Bo Jonsson var m.a. spurður að því af Ís- lendingunum hvort hann framleiddi aðeins „leiðinlegar“ myndir um samfélagið, glæpi og endurhæfingu. Hann kom árið eftir með fleiri myndir, m.a. öllu léttari mynd úr smiðju Åbergs, Repmånad eða Endurþjálfunina, sem gerist í æfingabúðum karlmanna, sem kallaðir eru í endurþjálfun í sænska hernum í mánuð á sex ára fresti. „Þetta er skemmtilegt sögusvið fyrir kvik- mynd, því þarna eru allir jafningjar, menn sem koma úr öllum áttum og úr öllum þrep- um þjóðfélagsins, s.s. forstjórar stórfyrir- tækja, blaðamenn, rafvirkjar og píparar. Myndin varð afar vinsæl í Svíþjóð. Og þessi heimsókn varð upphafið að vináttu minni við Ísland.“ Pólitísk yfirlýsing – Hvernig hófst samstarfið við Hrafn Gunnlaugsson? „Hann spurði hvort ég gæti lagt honum lið, því hann væri að fara að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Ég lét hann fá símanúm- erið hjá mér og bauð honum að hringja. Hann hringdi,“ segir Bo Jonsson og hlær. „Það var nokkrum mánuðum síðar vegna Óðals feðranna. Hann spurði: „Manstu eftir mér?“ „Ég man,“ svaraði ég. „Hvað viltu?““ Upp úr því hófst samstarf þeirra Hrafns. Bo Jonsson lagði sitt af mörkum í eftirvinnslunni, auk þess að gagnrýna fyrstu grófklippinguna og skipuleggja frumsýninguna í Stokkhólmi. „Það var fyrsta íslenska frumsýningin í Svíþjóð síðan árið 1947, segir hann. Hrafn trúði því varla að þetta væri hægt. Og ég hefði ekki trúað því hversu mikilvæg hún væri, – þessi sænska menn- ingaraðstoð.“ Og Bo Jonsson var ánægður með það sem hann sá. „Óðal feðranna er á alvarlegu nótunum og dálít- ið frábrugðin öðrum myndum Hrafns, segir hann. Hún er pólitísk yfirlýsing í samfélagi nútímans, þar sem unga kynslóðin flytur til Reykjavíkur í háskólanám. Forfeðurnir hafa háð lífsbaráttu sína í sveitinni öldum saman, en unga fólkið neitar að taka við búinu. Það sækir sér betri menntun. Og hver vill þá búa áfram á sveitinni? Enginn.“ Ekkert varð af Gerplu Bo Jonsson segir að ágæt kynni hafi tekist með þeim Hrafni í gegn- um samstarfið. „Ég velti því upp að við ættum að gera mynd byggða á verki eftir Halldór Laxness. „Eigum við ekki bara að tala við hann?“ sagði Hrafn, sem hafði nokkrar hug- myndir. Við snæddum kvöldverð með Halldóri og Auði og keyptum réttinn að kvikmynd úr Gerplu. Eftir að hafa velt þessu fyrir okkur í ár komumst við að þeirri niður- stöðu að Gerpla væri of flókin og dýr fyrir okkur. Við vildum ekki gera alþjóðlega stórmynd. En vangavelturnar urðu kveikjan að myndinni Hrafninn flýgur, sem gerist á svipuðu tímaskeiði.“ – Hún er dálítið í anda spagettí- vestranna. „Já, Hrafn átti hugmyndina að yfirbragði myndarinnar og setti sér að verða Sergio Leone Íslands með þennan þorskavestra,“ segir Bo Jonsson og brosir. „Mér fannst það frábær hugmynd. Venjulega reyni ég að draga aðeins úr Hrafni, til þess að fólk taki myndirnar í sátt, en móðgist ekki. En þarna reyndi ég ekkert að draga úr honum.“ – Þú tókst þátt í framleiðslu á fleiri myndum Hrafns. „Já, Hinum helgu véum [sem Bo Jonsson skrif- aði handritið að ásamt Hrafni] og Myrkrahöfð- ingjanum. Ég var ekki nógu mikill bógur til að draga aðeins úr honum þar,“ segir hann og hlær. – Hvað með aðra íslenska leikstjóra? „Ég framleiddi einnig mynd Lárusar Ýmis Ósk- arssonar, Den Frusna leoparden, þar sem Joakim Thåström var í aðalhlutverki, frægur poppari í Svíþjóð.“ Fyrsta fríið í 40 ár – En hvað dregur þig til Íslands núna? „Ég er að horfa á grófklippingu á mynd Hrafns, Opinberun Hannesar, og gefa mitt álit. Það má segja að það sé vinargreiði. Þá er ég vakandi fyrir atriðum eins og því hvort þurfi að klippa myndina frekar og hvort allt sé skiljanlegt. Ég verð að segja að mér finnst aðalleikarinn, Viðar Víkings- son, afbragðsgóður í myndinni. Með honum verð- ur myndin skyndilega alvarleg, sem er áskorun fyrir Hrafn, því þar með verður annað í myndinni líka að verða trúverðugt. Mér fannst móðirin líka mjög góð [Sigríður Helgadóttir], sem og yfirmað- urinn [Jóhanna Vigdís Arnardóttir].“ – Ertu að framleiða myndir núna? „Engar, segir hann ákveðið. Ég rek [kvik- myndaverið] Europa Studio með vini mínum, sem er hið stærsta í Svíþjóð og þar er mynd að koma inn með Harvey Keitel og Lenu Olin. Ýmislegt fleira er í burðarliðnum, en ekkert fastákveðið. Það er gaman að geta tekið sér frí í sumar, en ég hef ekki slegið slöku við í 40 ár.“ Ætli þá ekki sé best að hleypa framleiðand- anum út í sólina. Að lokum býðst Bo Jonsson til að greiða reikninginn. „Þetta er ákveðið vandamál sem ég á við að stríða, því framleiðendur þrífast á því að borga,“ segir hann, tekur upp veskið og pungar út. Bo Jonsson Helga Braga Jónsdóttir og Viðar Víkingsson í hlutverkum sínum í Opinberun Hannesar. Jakob Þór Einarsson í hlutverki sínu í kvikmyndinnni Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson. Hann hringdi … Sænski framleiðandinn Bo Jonsson kom til landsins nýverið til að rýna í grófklippingu á Opinberun Hannesar, nýrri mynd Hrafns Gunnlaugssonar. Hann hefur fram- leitt nokkrar vinsælustu myndir Norðurlanda. Pétur Blöndal notaði tækifærið og talaði við Bo Jonsson um kynnin af Íslandi, kvikmynda- gerð á Fróni og mynd upp úr Gerplu sem aldrei varð. Morgunblaðið/Árni Torfason pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.