Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 25
"# $
%&
'
( )*+
, ,-./0-// (#*+ &$
99= " !
9=9=@ , " - 9=9< &" - '.
99< K
- * # " ' # J :
9;+F! C >C H# C2/ /C#
&3 A
G
,!
;+' #
"#
45%!46"4%"7. : , 2 3 - -
45%846"4%44 A 3 ## :
K # " &2-
"4%446"4%"7 : #
=$ !#%
=$ $ ## : B! K ? -
. KL# 3 - - B2 6-
+) 5 ## : "$ 3 #2
#
-"# # 6- 2 6
+=.
===
. # 4
! !#
!" #
==H $
-"# #
4
$3 # -
"# "2
+K * -# 2 2
##
"# "2
+$ !#%
(+
>
?# 2
5
! ? #
(+( #2 #
(0E !
# 111
2
% 344/5..
!6%
!
RITSTJÓRI sjöundu Atviks-bók-
arinnar, Geir Svansson, lýsir Fried-
rich Nietzsche í inngangsorðunum
sem „umdeildasta heimspekingi
allra tíma“. Staðhæfingu þessari
verður vart móti mælt, sérstaklega
ef litið er til þróunar hugvísinda á
seinni hluta tuttugustu aldar, en þar
hefur heimspeki Nietzsches reynst
innblástur róttækra umsvifa á ýms-
um sviðum, ekki síst gagnrýnnar
endurskoðunar á vestrænni hug-
myndasögu. Þannig hefur Nietzsche
verið áberandi sem eins konar for-
göngumaður, aflvaki og jafnvel læri-
meistari þeirra heimspekinga og
fræðimanna sem hvað mest hefur
borið á í akademískri umræðu síð-
ustu áratugi. Að sama skapi hefur
orðspor hans tekið á sig virðulegri
ásýnd en löngum var reyndin; deilur
snúast ekki lengur um stöðu
Nietzsches í heimspekihefðinni held-
ur túlkunarleiðir að hugsun hans.
Frá þeim tveimur (afar ólíku) meg-
invegum að heimspeki Nietzsches
sem Martin Heidegger og Walter
Kaufmann lögðu um miðbik aldar-
innar hafa nú sprottið ótal hliðargöt-
ur og menn ekki á eitt sáttir um hver
þeirra sé farsælust.
Það heyrir til tíðinda, en þarf
kannski ekki að koma á óvart í ljósi
miðlægrar en umdeildrar stöðu
Nietzsche í samtímanum, að tveir
ungir íslenskir heimspekinemar hafa
blásið til orrustu við ríkjandi túlk-
unarleiðir að heimspekingnum
þýska hér á landi, en það er einmitt
það sem þeir Davíð Kristinsson og
Hjörleifur Finnsson gera í riti þessu.
Sjöunda Atviks-bókin saman-
stendur af þýðingu Hjörleifs á kafla
úr bókinni Þúsund flekar: Kapítal-
ismi og geðklofi II eftir frönsku
heimspekingana Gilles Deleuze og
Felix Guattari, og framlagi þeirra
Davíðs og Hjörleifs sjálfra, „Hvers
er Nietzsche megnugur“, sem best
er lýst sem umfangsmikilli umfjöllun
um og gagnrýni á Nietzsche túlkanir
ákveðinna heimspekinga við Há-
skóla Íslands, auk þess sem leitast
er við að draga upp mynd af
Nietzsche í samkeppni við þá sem
þeir telja ríkjandi á Íslandi, verkefni
sem að hluta til er unnið undir fána-
merkjum Frakkanna tveggja. Rétt
er að taka fram í upphafi að umfjöll-
unin sem hér fer á eftir mun að
mestu snúast um grein Davíðs og
Hjörleifs, og viðbrögð við henni, en
þar er ekki ætlunin að draga úr
ágæti þýðingarinnar heldur leggja
áherslu á innlegg þeirra og umhugs-
unarverða þætti í akademísku lands-
lagi nú um mundir.
Gagnrýni Davíðs og Hjörleifs væri
reyndar sniðinn of þröngur stakkur
ef því væri haldið fram að umfjöllun
þeirra beindist einvörðungu að
Nietzsche-túlkunum þriggja ís-
lenskra heimspekinga. Í raun ganga
þeir lengra og deila á nokkuð sem
nefna mætti íslensku heimspeki-
stofnunina. Þessa stofnun kenna
þeir öðru fremur við eindregna
áherslu á þann anga heimspeki sem
kennd er við siðfræði. Áhersla þessi
hefur að þeirra mati haft letjandi
áhrif á vöxt og breidd heimspeki eins
og hún er iðkuð og kennd hér á landi,
að því leytinu til sem heimspeki-
stofnunin er ásökuð um ákveðinn
mótþróa í garð þeirra viðhorfa sem
e.t.v. lagast ekki auðveldlega að
áherslum siðfræðinnar. Er nokkuð
ljóst að hér er vísað til róttækrar
hreyfingar í samtímaheimspeki og
fræðimennsku sem gjarnan er
kennd við póststrúktúralisma, þótt
vart verði fjöllyndi hennar fangað
innan ramma afmarkaðs hugtaks, og
rekur rætur til meginlands Evrópu
og sjöunda áratugarins. Og
Nietzsche hefur því í samhengi þess-
arar ritsmíðar eins kon-
ar fordæmisvald; ef
Davíð og Hjörleifi tekst
að sýna fram á að tenn-
urnar hafi með einum
eða öðrum hætti verið
dregnar úr honum, en
það virðist öðru fremur
vera ætlunarverk
þeirra að fullnægja
sönnunarbyrðinni, gæti
sýnst sem svo að víð-
tækari hluti gagnrýn-
innar ætti einnig við
rök að styðjast.
Þannig halda þeir af
stað með þá meginhug-
mynd að íslenskir heim-
spekingar – nefnd eru þau Sigríður
Þorgeirsdóttir, Vilhjálmur Árnason
og Róbert Haraldsson – hafi leitast
við að laga Nietzsche að ofangreind-
um siðfræðiáherslum með þeim af-
leiðingum að heimspekihugmyndum
þess síðarnefnda er ekki aðeins snú-
ið við, heldur eru þær jafnframt af-
skræmdar að umtalsverðu leyti: sið-
leysingjanum Nietzsche, einum
vægðarlausasta gagnrýnanda al-
tækra gildiskerfa, er að þeirra mati
breytt í hálfgerðan siðapostula sem
vel væri boðlegur í afslappað spjall
inni á Siðfræðistofnun.
Gagnrýnin er með öðrum orðum
hörð, rökstudd og beint gegn nokkr-
um nafngreindum einstaklingum.
Þeir Davíð og Hjörleifur fara víða,
vitnað er til útgefinna ritsmíða heim-
spekinganna þriggja ásamt blaðavið-
tölum, ef svo ber undir, og ekki verð-
ur um villst að þeir búa yfir
yfirgripsmikilli þekkingu á verkum
Nietzsches. Umfjöllunin er þó jafnan
á faglegum nótum, heimspekileg
vafaatriði og/eða kenningar eru
ræddar af yfirvegun og ekki verða
fræðileg heilindi þeirra Davíðs og
Hjörleifs dregin í efa. Það sem er
gagnrýnt er gagnrýnt með rökum og
útfærslu á heimspekilegum kenning-
um ásamt persónulegri innsýn/túlk-
un þeirra á Nietzsche, en á nokkrum
stöðum er umræðan færð út fyrir af-
markaðan ramma heimspekilegra
deilumála og kemur þar að áður-
nefndu viðfangi þeirra félaga, m.ö.o.
íslensku heimspekistofnuninni.
Skrif í líkingu við grein Davíðs og
Hjörleifs þekkjast vissulega í ís-
lensku fræðasamfélagi en eru þó
ekki algeng. Yfir þeim leikur ákveð-
inn bragur framhleypni hinna ungu,
ákveðinn byltingarmóður, og í ljósi
þess að vel er að verki staðið verður
því ekki neitað að um jákvætt fram-
tak er að ræða – það er verið að
hrista upp í hlutunum,
koma hreyfingu á um-
ræðuna, og ýta við fyr-
irkomnum fræðimönn-
um í háskólakerfinu.
Og það hefur tekist ef
marka má tvær svar-
greinar Róberts Har-
aldssonar í Lesbók
Morgunblaðsins. Þar
tekur hann þann pól í
hæðina að hafna um-
ræðu/sjónarmiðum
þeirra Davíðs og Hjör-
leifs í heilu lagi, og fer
ítarlega í saumana á
túlkun þeirra á sínum
orðum og skrifum sem
birst hafa á opinberum vettvangi.
Hann telur að tvímenningarnir reyni
að þröngva tiltekinni heimspekilegu
orðræðu upp á sín verk, og verði þar
víða fótaskortur. Má í því samhengi
nefna tiltekið upphrópunarmerki
sem verður að nokkru leyti tákn-
rænt fyrir ólíkar leiðir til að vinna
með og lesa í texta. Annars vegar
sjáum við áherslu Davíðs og Hjör-
leifs á textaleg smáatriði, sbr. upp-
hrópunarmerkið, þar sem hið smá-
vægilega getur reynst eins konar
lykill sem afhjúpar mótsagnir og
vandamál í stærra kerfi. Gegn þess-
um lestri stefnir Róbert öllu bókstaf-
legri textagreiningu, og hankar þá
félaga fyrir fljótfærnisvillur og
samskonar yfirsjónir hvað varðar
upphrópunarmerki – en athyglin
sem hér er farin að beinast að grein-
armerkjum virðist þó ekki falla Ró-
berti alltof vel í geð og er að hans
mati dæmi um oftúlkun. Það er þó
kannski ekki fyrr en dregur að leiks-
lokum í svargrein Róberts sem þau
átök milli heimspekiviðhorfa sem
Davíð og Hjörleifur reyna að draga
fram í dagsljósið gera vart við sig
svo ekki verður um villst. En greina-
flokki Róberts lýkur með háðslegri
útlistun á þeirri heimspekilegu nálg-
unarleið sem Davíð og Hjörleifur
standa fyrir sem „bulli“ og ekki er
hægt að verjast þeirri tilhugsun að
framlag þeirra, og túlkunarhefðin
sem þeir kynna, verðskuldi yfirveg-
aðri viðtökur í íslenskri heimspeki-
umræðu, ekki síst í meðförum
reyndra fræðimanna á sviðinu innan
Háskóla Íslands.
Björn Þór Vilhjálmsson
BÆKUR
Fræðirit
Heimspeki verðandinnar: Rísóm, sifjar og
innrætt siðfræði. Ritstjóri Geir Svansson
Höfundar efnis: Davíð Kristinsson og
Hjörleifur Finnsson / Gilles Deleuze og
Felix Guattari. 129 blaðsíður. Reykjavík-
urAkademían 2002
ATVIK 7
Deilt um Nietzsche
Friedrich Nietzsche
NÁMSKEIÐ fyrir kórstjórnendur
verður haldið í Skálholti dagana 11.–
14. ágúst næstkomandi.
Meginviðfangsefni eru hljómsveit-
arstjórn fyrir byrjendur og kórsöng-
ur með leikrænu ívafi. Einnig verður
fjallað um raddþjálfun og upphitun
kóra.
Kennarar eru Guðmundur Óli
Gunnarsson hljómsveitarstjóri og
Carola Bischoff, kórstjóri og söng-
kona frá Þýskalandi. Umsjón með
námskeiðinu hefur Margrét Bóas-
dóttir.
Upplýsingar og skráning er hjá
Margréti eða á skrifstofu Tónskóla
þjóðkirkjunnar.
Námskeið
fyrir kór-
stjórnendur
Örkin, Kirkjulækjarkot í Fljótshlíð
kl. 20 Námskeiði í flutningi gospel-
tónlistar, sem staðið hefur yfir, lýk-
ur á tónleikum. Um 100 manns tóku
þátt í umsjón raddþjálfarans Óskars
Einarssonar. Yngsti þátttakandinn
er 8 ára og sá elsti 67 ára. Aðgangur
er ókeypis.
Gallerí10 á Húsavík kl. 17 Nem-
endur úr Listaháskóla Íslands opna
sýninguna Höstl. Listamennirnir
eru Edda Fransiska Kjarval, Heiða
Harðardóttir, Jóna Heiða Sigur-
lásdóttir, Kristín Helga Káradóttir,
Sunna Guðmundsdóttir og Þóra
Guðrún Gunnarsdóttir.
Sýningin stendur til 7. ágúst.
Catrin Howell, Carms, SA445JF,
Wales, Bretlandi Sýning á verkum
Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Sýn-
ingin er liður í verkefninu 40 sýn-
ingar á 40 dögum.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
MIÐASALA er hafin á sýningu
Sumaróperu Reykjavíkur, Krýningu
Poppeu eftir Monteverdi, sem frum-
sýnd verður á nýja sviði Borgarleik-
hússins 15. ágúst.
Forsala fer fram í 12 tónum á
Skólavörðustíg og í Borgarleikhús-
inu.
Miðasala haf-
in á óperu
HIN árlega bókamessa í Gautaborg
fer fram dagana 25.–28. september
nk. Á fjórum dögum verður boðið
upp á 540 málstofur og gert er ráð
fyrir 821 þátttakanda frá 54 löndum.
Fyrir Íslands hönd taka þátt Stein-
unn Sigurðardóttir sem halda mun
fyrirlestur um bók sína Jöklaleik-
húsið, Kristín Ómarsdóttir sem fjalla
mun um Hamingjan hjálpi mér I og
II þar sem kjarnafjölskyldan fær
fyrir ferðina, Ólafur Jóhann Ólafs-
son er tekur þátt í málstofu þar sem
fjallað verður um bók hans Slóð fiðr-
ildanna sem nýverið kom út í
sænskri þýðingu og Liv Ullman ætl-
ar að kvikmynda og Arnaldur Indr-
iðason, handhafi Glerlykilsins, Nor-
rænu glæpasagnaverðlaunanna.
Hann heldur fyrirlestur um bækur
sínar og Ísland sem glæpavettvang á
sérstökum degi sem tileinkaður er
glæpasögum, en þetta er fimmta ár-
ið í röð sem slíkur dagur er haldinn.
Hin sænska Liza Marklund, höf-
undur bókanna Stúdíó Sex og Para-
dísar, verður einnig með erindi
þennan dag ásamt fjölda annarra
glæpasagnahöfunda.
Nóbelsverðlaunahöfundarnir
Imre Kertész frá Ungverjalandi og
Arvid Carlsson frá Svíþjóð verða
meðal gesta hátíðarinnar. Auk þess
mun hinn indónesíski Pramoedya
Ananta Toer, sem að mati margra er
líklegastur asískra rithöfunda til að
hljóta Nóbelsverðlaunin, halda fyr-
irlestur um bækur sínar. Meðal ann-
arra þátttakenda á bókamessunni
má nefna einn víðlesnasta höfund
veraldar, Paulo Coelho, en bók hans
Alkemistinn hefur þegar verið þýdd
á 56 tungumál og komið út í 156
löndum, þar á meðal Íslandi, og
Margaret Atwood sem fjalla mun
um nýjustu bók sína. Bókamessan í
Gautaborg er viðamesta bókahátíð á
Norðurlöndunum og taka fjölmargir
norrænir rithöfundar þátt, þeirra á
meðal má nefna Hanne-Vibeke Holst
og Hans Henrik Knoop frá Dan-
mörku, Sara Lidman og Lars Gust-
afsson frá Svíþjóð, Vibeke Lökke-
berg og Charlotte Glaser Munch frá
Noregi og Merete Mazarell og Tomi
Kontio frá Finnlandi.
Pólland verður í brennidepli á
bókamessunni í ár, m.a. sökum þess
að Pólland er land ársins í Svíþjóð
þetta árið. Af því tilefni mun rit-
höfundurinn og blaðamaðurinn
Ryszard Kapuscinski taka þátt í
þremur málstofum um bækur sínar
og fjölmiðla. Sérstök áhersla verður
einnig lögð á minni málsvæði innan
Evrópu og munu rithöfundar frá
m.a. Wales, Katalóníu, Grikklandi,
Slóveníu og Finnlandi taka þátt í
málstofum tileinkuðum þessu mál-
efni.
Steinunn
Sigurðardóttir
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Arnaldur
Indriðason
Kristín
Ómarsdóttir
Bókamessa í Gautaborg