Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 49
SÍÐUSTU ár hefur það gerst æ algengara að er- lendir plötusnúðar heim- sæki landið til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Ekki er eins algengt að ís- lenskir plötusnúðar haldi út í heim, a.m.k. ekki með því sniði sem Frozt, ný klúbbakvöld, kynna til sög- unnar. Fyrsta Frozt- kvöldið var haldið í Kaup- mannahöfn á laugardags- kvöldið með plötusnúð- unum Margeiri og Tomma White en þeim til trausts og halds voru söngvarinn sjarmerandi Blake og Sammi úr Jagúar. Stefán Unnar Sigurjónsson er einn skipuleggjenda kvölds- ins. „Hugmyndin er sú að flytja ís- lenska plötusnúða út á áfangastaði Flugleiða,“ segir Stefán en Flug- leiðir styðja verkefnið. Fyrsta stopp er Kaupmannahöfn en í kjölfarið er áætlað að heimsækja Reykjavík, London og New York, útskýrir Stefán, sem er búsettur í Kaupmannahöfn. Fjórmenningarnir héldu á nokkra danska næturklúbba fyrir helgina til kynningar á Frozt og var þeim sérlega vel tekið, segir Stefán. „Fólk var farið að öskra og góla,“ segir hann og segir ís- lenska plötusnúða eiga fullt erindi til borgarinnar. „Þeir eru að slá í gegn. Þeir eiga hérna úti nokkra flotta plötusnúða en það er svo mikið af heimsklassa plötusnúðum á Íslandi,“ segir Stefán og telur Margeir og Tomma vera í þeirra hópi. Næsta uppákoma Frozt verður í Reykjavík í september. „Við ætlum að taka plötusnúða héðan með okkur og strákarnir sem spila hér núna verða með,“ segir hann en Flugleiðir ætla að vera með pakkaferðir til Íslands í tengslum við Frozt í Reykjavík. „Svo erum við með tvö eins og hálfs klukkutíma myndbönd af ís- lenskri náttúru sem verður varpað upp á veggina í klúbbunum, sem við heimsækjum,“ segir Stefán þannig að ekki fer á milli mála að kvöldið tengist Íslandi. Til áminn- ingar hanga uppi plaköt þar sem stendur „Iceland invades like there is no tomorrow“ svo ljóst er að innrásin var íslensk í Dana- veldi. „Við erum að sýna fólki hvað Ís- land er flott,“ segir hann en stefnt er á að gefa út geisladisk eftir hvert einasta kvöld á vegum Frozt. Plötusnúðar leggja land undir fót Íslenskir plötusnúðar skemmtu gestum á Level CPH við Skinder- gade í Kaupmannahöfn á laug- ardagskvöldið. www.frozt.nu ingarun@mbl.is Blake, Tommi, Sammi og Mar- geir slappa af í góða veðrinu í Kaupmannahöfn á föstudaginn og safna kröftum.Íslensk innrás FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 49 eða þá 1998 þegar hún var sett upp í Borgarleikhúsinu og Rúnar Freyr og Selma léku aðal- hlutverkið. – Það hlýtur að hafa verið skrít- ið að sjá Grease á íslensku? Hinn eini sanni Danny Zuko hlær og segir svo frekar skömm- ustulega: „Jú. Eiginlega stór- skrítið! En þetta var vel heppnað og skemmtilegt. Ungir listamenn sungu og dönsuðu af miklum krafti og áhuga lögin úr sýningunni. Mig minnir að þetta hafi verið eitthvað styttri útgáfa þar sem áhersla var sett á tónlistarnúmerin.“ Ætli þetta hafi þá ekki verið uppfærsla Söngsmiðjunar, hún var á þeim nótum, hugsar blaðamaður með sér. – Hvað hefurðu séð Greasesöng- leikinn á mörgum tungumálum? „Ó, Guð. Trúlega þremur. En ég hef séð myndina á ótal tungu- málum. Alltaf jafnskrítið að heyra sig tala á japönsku eða rússnesku.“ Grundvallaratriði Víkur nú sögunni að grundvall- aratriðinu, Grundvallaratriðinu – myndinni sem Travolta leikur aðal- hlutverkið í og er nú kominn til sýningar hérlendis. Þar leikur hann Hardy, margreyndan og upp- reisnargjarnan starfsmann í leyni- þjónustu hersins. Honum er falið að rannsaka hvarfið á umdeildum liðsforingja, leiknum af Samuel L. Jackson, og kemst hann að við rannsókn málsins að ekkert er eins og það sýnist í fyrstu þegar herinn er annars vegar. Travolta segir lengi hafa staðið til að gera þessa mynd og að hann hafi verið áhuga- samur um að leika þetta hlutverk allt frá upphafi. Ekki minnkaði heldur áhuginn þegar Samuel L. Jackson gekk um borð en Travolta segir að þeim hafi verið vel til vina allt síðan þeir „fundu“ hvor annan við gerð Pulp Fiction. „Við Samuel höfum allt síðan þá verið mjög spenntir fyrir því að vinna aftur saman en fundum ekki neitt fyrr en við fengum Basic upp í hendurnar.“ – Nær samband ykkar eitthvað út fyrir vinnuna? „Já, við hittumst af og til, kannski tvisvar á ári. Það eru þá jafnan fagnaðarfundir og við skemmtum okkur konunglega við að rifja upp gamla tíma. Við náum mjög vel saman, bæði í og utan vinnu.“ – Þið eigið náttúrlega sameig- inlegt að Pulp Fiction breytti svo mörgu fyrir ykkur báða – virkaði sem vítamínsprauta á feril ykkar. „Það er kórrétt hjá þér. Við upplifðum það sama. Þessi mynd breytti lífi okkar alveg gjör- samlega, kom ferlinum á réttan kjöl og leiddi til fjölda frábærra hlutverka.“ – Og þið deilið þeirri reynslu. „Já, við eigum það sameiginlegt að kunna báðir að meta þau tæki- færi sem okkur gefast í þessum bransa. Við erum þakklátir menn.“ – Þú segir að þið hafið rætt mik- ið um hversu gaman það væri að leika saman aftur. „Já, við vorum mjög spenntir fyrir því að leika aftur saman og höfðum gaman af því.“ – Eitt megininntak myndarinnar Grundvallaratriði eru þessar vangaveltur um sannleikann og hvernig fólk, gjarnan valdamenn, misnota hann í því skyni að fá sínu framgengt. Líkaði þér vel við þennan þátt handritsins? „Já, sá þáttur að það sjá allir sannleikann í sínu ljósi og því er túlkun á honum alltaf persónu- bundin. Kannski er ekki einu sinni til einn réttur sannleikur. Það heillaði mig við handritið hvernig það veltir upp spurningum um hvenær heiðarlegt sé að segja sannleikann og hvenær ekki. Hvort maður þurfi stundum að blekkja til þess að fullnægja rétt- lætinu.“ – Það á kannski sérstaklega við í hernaði? „Hárrétt. Er viðtekinn sann- leikur endilega hinn eini rétti? Það er stór spurning, sérstaklega nú á okkar tímum. Getum við treyst þeim staðreyndum sem fjölmiðlar mata okkur á? Eru þær sannleik- urinn?“ Hvað er með þá Travolta og Gere? – Hvað varð til þess að ungi dansarinn og söngvarinn leiddist út í að leika í hasarmyndum, eins og þeim sem þú hefur verið í und- anfarið. Var þetta meðvituð þróun? „Nei, þetta er bara spurning um fjölbreytni. Að reyna alltaf að gera eitthvað öðruvísi en síðast til að viðhalda áhuganum, bæði mínum og áhorfenda. Ég legg aldrei á ráðin um hvernig best sé að ferill- inn þróist.“ – Hvað höfðar mest til þín? „Góð spurning. Ég veit ekki, það sem ég er heitastur fyrir hverju sinni held ég.“ – Góð saga? „Já, einmitt. Góð saga.“ – Hvernig hlutverk er verið að bjóða þér? Færðu orðið fleiri til- boð um að leika í hasarmyndum en gaman- eða söngvamyndum? „Ætli mér séu ekki oftast boðin dramahlutverk, svo gamanhlutverk og síðan hasarhlutverk.“ – Er það rétt að þú hafir hafnað hlutverkinu sem Richard Gere fór með í söngvamyndinni Chicago (hlaut Óskarsverðlaunin í ár sem besta myndin)? „Já.“ Enn merkilegra er að þetta skuli hafa verið í fjórða skiptið sem Travolta hafnaði hlutverk sem síð- an Gere fékk. Hin voru í mynd Terrence Malicks Days of Heaven (1978), American Gigolo (1980) eft- ir Paul Schrader og An Officer and a Gentlemen (1982) eftir Taylor Hackford. Á móti fékk Travolta hreint ansi örlagaríkt hlutverk sem Gere hafði farið með á sviði á Broadway, nefnilega hlutverk Danny Zuko í Grease. Hvað er það eiginlega með þá Travolta og Gere, eru þeir svona líkir? „Umm, ætli það ekki. Leiðir okkar lágu undarlega oft saman þegar við vorum yngri. Okkur vegnar báðum vel í dag þannig að það hefur nú ekki komið að neinni sök þótt við höfum tekið bitastæð hlutverk frá hvor öðrum…Fyr- irgefðu, það er verið að hnippa í mig og segja mér að fara í annað viðtal. Ætli við verðum ekki að fara að hætta þessu, því miður.“ Þessar fimmtán mínútur sem við áttum saman, gamli brilljantíntöff- arinn og ég, höfðu liðið eins og vel smurð elding. „Ég verð því að segja bless en það var gaman að tala við þig. Ég elska Ísland og ég get ekki beðið þess að koma aftur.“ „Gangi þér vel með myndina.“ „Þakka þér fyr- ir. Bless.“ Travolta ásamt Connie Nielsen, mótleikkonu sinni í Grundvallaratriði. skarpi@mbl.is Sýningar á Grundvallaratriði eru hafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.