Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SEM einstaklingar hafa Íslend- ingar líklega engu bágari sjálfs- mynd en hverjir aðrir. En sjálfsmat þeirra sem heildar er áberandi lágt, sem birtist ýmist í innantómu hóli um eigin þjóð og klifun á afrekum hennar eða í vanmati á þjóðinni, vantrú á að hún geti nokkuð sem máli skiptir eða hafi nokkurn tímann getað. Það er hald mitt að þessi bága sjálfs- mynd stafi einkum af þeirri afstöðu sem hér hefur komið upp milli út- lends hers og þjóðarinnar. Ráðið til að bæta úr þessu er að herinn fari af Keflavíkurflugvelli, og miklu auð- veldara er að koma því í kring en flestum Íslendingum hættir til að halda. Bág sjálfsmynd okkar birtist einmitt í því að við látum okkur sí- fellt vaxa í augum þau verkefni sem bíða okkar ef herinn fer. Þannig er samfélagið statt í vítahring sem brýnt er að rífa sig út úr. Sjálfsmyndarkreppan Þessi auma sjálfsmynd kemur ekki síst fram í lágu sögulegu sjálfs- mati sem ég finn vel fyrir þegar ég tek við byrjendum í sagnfræðinámi í háskóla. Eins og annað fólk hafa þeir alist upp til að fá einhverja söguvitund, hugmynd um hvernig fortíð þeirra eigin kynstofns (ættar, þjóðar, mannkyns) hafi verið. Sú vitund er auðvitað ekki sú sama hjá öllum, en hjá ungu fólki ber mikið á þeirri skoðun að Íslendingar hafi alltaf verið aumingjar, verstir sjálf- um sér og hver öðrum; þeir hefðu aldrei átt að verða sjálfstæðir; óvið- eigandi sé að segja að þeir hafi skrifað frábærar bókmenntir á mið- öldum og svo framvegis. Þetta er söguskoðun sem gengur vel í unga Íslendinga nú. Auðvitað má benda á sögulegar staðreyndir sem styðja einstök at- riði þessarar skoðunar, enda var fortíðin ekki bara með einhverjum einum hætti. – Rétt er að taka það fram líka, þó að það skipti ekki máli hér, að sagnfræðingum ber tví- mælalaust að draga fram í dags- ljósið myrk atriði í sögu þjóð- arinnar; engum er hollt að fresta því úr hömlu að gera upp við fortíð sína. – En heildarmyndin sem ein- staklingarnir móta sér í framhaldi af sögulegum staðreyndum, sjálf söguvitundin, ræðst að minnsta kosti eins mikið af því hvað þeim finnst um sig sjálfa, hér og nú, og af sögulegum staðreyndum. Margir mundu líklega segja að lágt sögulegt sjálfsmat Íslendinga væri bara venjulegur smáþjóðar- komplex. En á fyrri hluta 20. aldar, þegar Íslendingar voru enn smærri og miklu fátækari í hlutfalli við grannþjóðir sínar, sýna þeir af sér ótrúlega bjartsýna og sterka sjálfs- mynd, bæði þegar litið var til for- tíðar og framtíðar. Sjálfstæðið, sem þjóðin öðlaðist einkum í tveimur áföngum, 1904 og 1918, var megin- dráttur í þeirri mynd. Hlutleysið og herleysið var mikilvægur hluti sjálf- stæðisins. Það var líka, eftir á að hyggja, ótrúlega djarft og stórhuga af Íslendingum í lok síðari heims- styrjaldar að hafna ósk Bandaríkja- manna um herstöðvar á Íslandi til frambúðar. Hugsið ykkur bara, her- setan hafði létt af atvinnuleysi kreppunnar og herir bandamanna verið stærsti vinnuveitandinn á landinu í hálfan áratug; enginn vissi hvernig ætti að fá þjóðinni fulla at- vinnu eftir að hann hyrfi. Samt sögðu Íslendingar nei, takk við áframhaldandi hersetu og skiptu ekki um skoðun fyrr en þeim var talin trú um það árið 1951 að þriðja heimsstyrjöldin væri um það bil að brjótast út í framhaldi af Kóreu- stríðinu. Það er kenning mín að sjálfs- mynd þjóðarinnar hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli við þessa stefnu- breytingu, ekki síst þess hluta þjóð- arinnar sem tók og studdi ákvörð- unina um að gefast upp á herleysinu, undir sífelldum ásök- unum andstæðinganna um svik og landráð. Margir þeirra hafa varla trúað á ákvörðun sína nema rétt rúmlega til hálfs, og jafnvel þótt þeir gerðu það fer aldrei hjá því að manni finnist hann vera að ein- hverju leyti það sem er sífellt sagt við hann að hann sé. Þannig leiddi herstöðvamálið Íslendinga í sjálfs- vitundarkreppu sem þeir hafa ekki losnað úr enn. Leiðin út Nú virðist vera tækifæri til að losa þjóðina úr þessari kreppu. Til þess að von sé um að það nýtist þarf að myndast sterkt almennings- álit sem þrýstir á stjórnvöld að hætta að láta eins og það sé lífs- spursmál fyrir Íslendinga að hafa hér bandarískan her. Það litla sem herstöðvaandstæðingar láta heyra í sér um málið núna er oftast það að herinn sé að fara og allt í góðu lagi. Þetta er hættuleg skoðun. Í fyrsta lagi er aldrei að vita nema íslensk- um stjórnvöldum takist að sníkja það út úr Bandaríkjamönnum að þeir hafi einhvern viðbúnað á Kefla- víkurflugvelli áfram, til dæmis dval- arheimili aldraðra hermanna sem eru orðnir nógu heilaskaðaðir til að vita ekki hvar þeir eru. Þess konar atvinnubótavinna fyrir Suður- nesjamenn yrði auðvitað áframhald- andi fleinn í þjóðarsálinni, eins og hersetan hefur alltaf verið. Í öðru lagi er afgerandi fyrir endurheimt heilbrigðrar sjálfsmyndar að herinn fari að einhverju leyti fyrir frum- kvæði Íslendinga, að minnsta kosti að þeir standi ekki kveinandi eftir þegar hann fer. Af ýmsu þykist ég geta ráðið að menn séu að byrja að átta sig á þessu. Mér finnst örla á nýrri gerð af herstöðvaandstöðu, jarðbundnari og raunsærri en sú eldri var. Hún á sér líklega ekki síst stað á hægri armi stjórnmálanna, meðan for- ystumenn í mínum eigin flokki, Samfylkingunni, gera sig líklega til að verða aumastir allra. Kannski á það eftir að fara svo að Sjálfstæðis- flokkurinn leysi hersetukreppu þjóðarinnar og staðfesti þannig þá stöðu sína, sem hann hefur haft síð- an upp úr 1950 en virtist vera í nokkurri hættu í kosningabarátt- unni í sumar, að vera eina stjórn- málaaflið á landinu sem geti stjórn- að og tekið á málum. Varnarþörf Íslendinga Tvær óskyldar mótbárur nefna menn gegn því að herinn fari. Önn- ur er sú að við þörfnumst land- varna, hin sú að brottför hersins yrði alvarlegt áfall fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að ræða varnar- þörfina af því að það virðist svo átakanlega augljóst að hún sé yf- irvarp. En þessari röksemd er óneitanlega beitt í umræðum og lát- ið í veðri vaka að fari herinn sé óhjákvæmilegt að stofna íslenskan her, sem fólki hrýs eðlilega hugur við. Þegar rætt er um varnarþörf virðist einkum vera átt við tvær hættur. Annars vegar er hættan á hugsanlegri árás einhvers ríkis ein- hvern tímann ef hér verði tómarúm í vörnum, þótt enginn slíkur óvinur sé sýnilegur nú. Hins vegar er hættan á hryðjuverkaárás. Varðandi fyrrtöldu hættuna efast ég um að nokkurt smá- eða miðl- ungsríki í heiminum hafi landvarnir til að verjast innrás herveldis leng- ur en í hæsta lagi fáeina daga, nema örfá ríki eins og Ísrael sem Bandaríkin hafa vígbúið af sér- stökum ástæðum. Orðhákurinn frægi í dönskum stjórnmálum, Mogens Glistrup, þótti hitta nagl- ann á höfuðið þegar hann sagði að Danir gætu leyst herinn af hólmi með sjálfvirkum símsvara sem segði (á rússnesku því þetta var um 1970): „Við gefumst upp.“ Í raun- inni mun megnið af Evrópu vera í nokkurn veginn sömu stöðu, og hví skyldum við þurfa að vera eitthvað öðruvísi? Varðandi hættuna á hryðjuverka- árás ætti að vera fullljóst að henni verður ekki afstýrt með orustuflug- vélum eða hersveitum. Maður gæti haldið að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna væri um það bil varðasti staður heimsins, en ekki einu sinni það gat varist hryðju- verki 11. september 2001. Ef ein- hver varnarviðbúnaður er nýtilegur til að bregðast við hryðjuverkum, flugránum eða öðru þess háttar, hlýtur það að vera víkingasveit af því tagi sem við eigum þegar vísi að og getum eflt og aukið. Auðvitað þurfum við engan ís- lenskan her, annan en þann sem við höfum þegar. Þó verð ég að segja að engin röksemd gegn brottför hersins af Keflavíkurflugvelli finnst mér ómerkilegri en sú að það sé stolt okkar Íslendinga að vera her- laus þjóð og vopnlaus. Íslenska rík- ið er ekki vopnlaust, og útfærsla fiskveiðilandhelginnar var meðal annars knúin fram með afli vopn- aðra fallbyssubáta. Svo er í meira lagi yfirborðslegt að standa undir verndarvæng mesta herveldis í heimi og hreykja sér af vopnleysi sínu. Atvinnumálin Þegar brottför hersins var á dag- skrá upp úr 1970 var mikið talað um það efnahagslega áfall sem þjóðin yrði fyrir ef af henni yrði. Meðal annars var sagt að af því kynni að leiða að flugfélagið Loft- leiðir yrði svipt forréttindum sínum um lendingarleyfi í Bandaríkjunum, og það yrði reiðarslag fyrir félagið og þjóðarbúið allt. Nokkrum árum seinna missti félagið (eða arftaki þess, Flugleiðir) þessi forréttindi, af því að öllum var leyft að lenda hvar sem var, en það var eins og ekkert hefði gerst. Félagið lifði og þreifst rétt eins og áður. Þannig hafa Íslendingar jafnan verið afar viðkvæmir fyrir hættum á að missa af fjárhagslegum tekju- lindum sem voru taldar renna frá Bandaríkjaher á Íslandi. Þetta er furðulegt vegna þess að við búum við svo sveiflukennt atvinnulíf yf- irleitt og erum mörg hver svo tilbú- in að skipta um vinnu og vinnustaði. Nú lítur út fyrir að svo mikil þörf fyrir vinnuafl muni spretta af virkj- un og álverksmiðjubyggingu aust- anlands að þar verði í boði, umfram framboð, atvinna fyrir meira en helming þeirra sem nú vinna hjá hernum á Keflavíkurvelli. Afnám þeirrar starfsemi sem herinn stund- ar núna yrði því lítið meira en hæfi- leg og efnahagslega þörf mótvægis- aðgerð gegn þeirri þenslu sem framkvæmdirnar fyrir austan valda. Auðvitað mundi það ekki leysa allan vanda Suðurnesjamanna, enda gætu ekki allir sem vinna á Vell- inum flutt austur á land. En þannig mundi þetta ekki gerast heldur. Ís- lendingar yrðu að halda áfram að starfrækja Keflavíkurflugvöll. Þar hlyti að skapast atvinna í stað þeirr- ar sem hyrfi. Álitlegt væri að flytja höfuðstöðvar landhelgisgæslunnar, víkingasveitar lögreglunnar og jafn- vel miðstöð björgunarsveita lands- ins til Keflavíkurflugvallar, þar sem mikið húsnæði yrði í boði. Þar yrði byggð upp varnarmiðstöð landsins, miðuð við raunverulegar varnar- þarfir, óháð úreltum hugmyndum um einkennisklædda dáta og öskrandi herforingja. Hæglega má ímynda sér að atvinna ykist fremur en minnkaði á Suðurnesjum í fram- haldi af brottför hersins. En hver á að borga þessu fólki kaup, ef Kaninn hættir að gera það? Flestar þjóðir sem hafa kosið að mynda sérstök ríki borga sjálfar fyrir að ryðja snjó og ís af flug- völlum sínum og halda við á þeim malbikinu. Hví skyldum við ekki gera eins? Auk þess erum við í þeirri einstöku aðstöðu einmitt nú að reka flugvöll í Reykjavík sem við getum vel verið án og höfum hálft í hvoru gert ráð fyrir að leggja niður hvort sem er. Ef herinn fer er upp- lagt að leggja Reykjavíkurflugvöll niður fyrr en áformað hefur verið og flytja eins mikið af starfrækslu hans og hægt er suður á Keflavík- urflugvöll. Það ætti að létta fjár- hagsbyrðina af því að þurfa að taka við rekstri hans. Þessar röksemdir virðast rekast svolítið hver á aðra. Ég hef gert ráð fyrir að leysa atvinnuleysisvandann á Suðurnesjum með virkjanavinnu austur á landi. Svo afnem ég þann vanda með því að gera ráð fyrir vexti í atvinnu á Suðurnesjum, sem ég tek svo aftur með því að flytja starfsmenn Reykjavíkurflugvallar í vinnu suður á Keflavíkurflugvöll. En þannig þróast atvinnumál ein- mitt; þar er ævinlega svo margt að gerast samtímis að afleiðingar einn- ar breytingar mildast af annarri breytingu. Þannig munum við kom- ast í gegnum þann tímabundna vanda sem við stöndum frammi fyr- ir við brottför hersins, ef við látum hann ekki vaxa okkur í augum. Við erum sjálfsagt ekkert afburðafólk, Íslendingar, en við erum ekki endi- lega neinir aumingjar heldur. Tökum málin í eigin hendur Eftir Gunnar Karlsson Höfundur er prófessor í sagnfræði. Í ÞESSARI grein verður fjallað um hættur í umferðinni hér á landi, en mikill hluti þeirra sem slasast alvarlega eða farast í umferð- arslysum er ungt fólk. Grein þessi er einkum ætluð ungu fólki. Banaslys og al- varleg meiðsl Á árunum 1992-2000 létust 179 menn í umferðarslysum, eða u.þ.b. 20 menn á ári hverju. Fjöldinn var þó mjög breytilegur milli ára, því að fæst voru dauðsföllin 10, en flest 32. Árin 1992-2000 slösuðust í umferðinni 13.722 menn eða um 1.525 á ári. Þar af eru skráð „mik- il meiðsl“ 2.007 eða um 223 á ári. Alvarleg meiðsl voru því rúmlega tífalt fleiri en dauðsföllin. 688 banaslys Á árunum 1972-2000 létu 688 líf- ið í umferðinni; 212 (31%) konur og 476 (69%) karlar. Mörg þúsund manns munu hafa hlotið alvarleg meiðsl í umferðinni á þessum ár- um. Fólk á aldrinum 15-24 ára er hér í mestri hættu. 217 á þessum aldri dóu í umferðinni, flestir á aldrinum 17-20 ára, eða 119 manns. Af þessum 217 ungmenn- um voru 26% stúlkur, en 74% pilt- ar. 92 börn létu lífið í þessum hild- arleik og 132 á aldrinum 25-40 ára. Alls fórust 247 eldri en fer- tugir (Umferðarslys á Íslandi 2000, bls. 9 og 30, sbr. og bls. 26, á heimasíðu Umferðarstofu (www.us.is)). Þetta eru sorglegar tölur og ljóst, að mörg fjölskyldan hefur átt um sárt að binda af þessum sökum. – 688 – Þetta er eins og fjölmennur framhaldsskóli! Og hvað gerist hér næstu þrjá áratugina? Að óbreyttu munu lík- lega um 700 manns farast og e.t.v. um 7.000 slasast alvarlega. Og svo biðja menn víða um ný og rándýr jarðgöng! Ég styð tillögur þeirra sem vilja draga úr hraða og bæta núverandi vegi. Hættulegustu tilvikin og orsakir banaslysa Um 80% banaslysa á árunum 1998-2002 urðu í dreifbýli og hættulegustu tilvikin eru: a) útafakstur, b) árekstrar, c) slys á vegamótum. Um 20% slysanna urðu í þétt- býli og þar voru hættulegust: a) slys á gatnamótum, b) slys á gangbrautum. Ef taldir eru saman þeir sem létust og slösuðust alvarlega breytast þessi hlutföll. Árið 2000 t.a.m. voru þeir samtals 95 (47%) í dreifbýli en 106 (53%) í þéttbýli. Það ár fórust í umferðinni 22 (69%) í dreifbýli en 10 (31%) í þéttbýli. Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hefur rannsakað þessi banaslys (1998-2002) og hún hefur raðað aðalorsökum þeirra í þrjá flokka, þ.e.: 1) vísvitandi brot (hraðakstur og gróf umferðarlagabrot): um 17%, 2) búnaði [ökutækis] eða notkun hans áfátt: um 13%, 3) ytri aðstæður ráðandi (vegur og umhverfi hans): um 15%. – Athygli vekur, að í lang- flestum tilvikum, þ.e. 55%, var um að ræða samspil tveggja eða þriggja ofangreindra þátta. Alloft hafa mistök ökumanns leitt til dauða eða alvarlegra meiðsla, vegna þess að vegi og umhverfi hans var ábótavant (Morgunblaðið 17. febr. sl., bls. 14). Hraðakstur og ölvunarakstur Hvort tveggja fyrirbærið er hættulegt og brot á lögum. Við- urlög við hinu síðara eru þó miklu þyngri. Rögnvaldur Jónsson, for- maður RNU, hefur skýrt frá ný- legri erlendri rannsókn, sem beindist að hraðakstri og ölvunar- akstri. Könnuð var hætta af því að aka á götu, – þar sem hámarks- hraði er 60 km/klst, – á 80 km/ klst. og einnig hættan af því að aka ölvaður (með 2,0 ‰ alkóhóls í blóði), en á löglegum hraða. Hætt- an á því að lenda í umferðarslysi þrítugfaldaðist í báðum ofan- greindum tilvikum. Menn virðast flestir þekkja hættur ölvunarakst- urs, en sumir hafa ekki áttað sig á hættum hraðaksturs. Hér er rétt að vísa til orða Rögnvalds Jóns- sonar um hraðakstur: „Þessi hættulega hegðun hefur oft verið aðalorsök umferðarslysa og með- orsök í fjölda slysa“ (sama heim- ild). Rétt er að vekja hér athygli á fróðlegu efni á heimasíðu RNU (www.rnu.is). Hraði og hreyfiorka Hugum nú að efni í eðlisfræð- inni um hraða og orku. Þegar við ökum bíl breytum við efnaorku í varmaorku og hreyfiorku (skrið- orku). Hreyfiorkan (K) er marg- feldi hálfs massans (m) og hraðans (v) í öðru veldi. Formúlan er því: K=½ mv2 – Hreyfiorkan er engin þegar hraðinn er enginn, en hún vex mjög ört með hraðanum. Ef menn þrefalda hraðann, t.d. úr 30 km/klst í 90 km/klst, nífaldast hreyfiorkan og hreyfiorka 1.200 kg bíls eykst úr 42000J í 375000J (júl). – Þetta kemur vel fram í um- ferðinni. Löng vegalengd fer í að draga úr miklum hraða og stöðva bíl. Hafa ber og í huga, að bíll á 90 km/klst fer 100 metra á 4 sek- úndum. Á heimasíðu Umferðaráðs (www.umferd.is) er fróðleg myndasaga um hættu á árekstri fólksbíls og steypubíls. Fólksbíll- inn er á breytilegum hraða og af- leiðingarnar eru skýrðar með myndrænum hætti. Samkvæmt námsskrá eiga allir nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla að læra ítarlega um þessi atriði. Lokaorð En hvað geta menn sjálfir gert til að auka öryggi í umferðinni? Menn þurfa að gæta þess að aka ekki hraðar en aðstæður leyfa, sbr. 36 gr. umferðarlaga, nr. 50/ 1987. Mikilvægt er að hafa búnað ökutækis í lagi og nota hann rétt, t.d. bílbeltin. Áfengisneysla og Hugleiðing handa ungmennum um hættur í umferðinni Eftir Ólaf Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.