Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 20

Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 20
20 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚN situr úti í garði ísunnanhlýjunni þegarég ek í hlað. Innan úrforstofunni heyriströdd frá útvarpinu, græn tún teygja sig framundan og í fjarska sést til mistraðra fjalla. Allt í nánasta umhverfi Katrínar Jóns- dóttur í Langholtskoti sýnist fjarska snyrtilegt, næstum nostur- samlegt. Hún tekur í hönd mér, hlé- dræg og svolítið fjarlæg í fram- komu, býður mig velkomna og segir um leið og hún býður mér í bæinn og slekkur á útvarpinu: „Ég hef útvarpið yfirleitt alltaf á, líka á nóttunni, ég vil ekki hafa djúpa þögn í kringum mig.“ Það hefur ekki alltaf verið þörf á því fyrir Katrínu að hafa útvarpið sífellt í gangi, sú var tíðin að hún stjórnaði stóru og umsvifamiklu sveitaheimili. „En nú er ég orðin „amma í Koti“, og líkar það vel, láttu viðtalið endi- lega heita það,“ segir hún og brosir. Maður Katrínar, Hermann Sig- urðsson, lést fyrir tíu árum. Hann var þekktur hestamaður sem m.a. átti gæðinginn Blæ sem fékk marg- vísleg verðlaun og viðurkenningar á hestamannamótum liðinna ára. Blær er heygður í hinum fallega garði við íbúðarhús þeirra hjóna í Langholtskoti. „Blær var orðinn 26 ára vetra þegar hann var felldur. Hermann minn var laginn við skepnur og fór vel að þessu eins og öðru. Hann leiddi Blæ og annan hest inn í garð- inn og lét fyrir framan þá heybagga. Meðan þeir átu úr bagganum kom dýralækirinn og sprautaði Blæ með svefnlyfi svo hann heig niður. Þá teymdi Hermann hinn hestinn í burtu. Sonur okkar og tveir aðrir menn tóku því næst hinum fallna hesti gröf og að því búnu var Blær skotinn – það varð að gera, hitt dugði ekki eitt sér. Að þessu öllu loknu kom allt heimilisfólkið saman og Blær var heygður. Það var hátíð- leg stund. Yfir honum er grágrýt- issteinn sem frændi minn Helgi Gíslason myndhöggvari, sem hér dvaldi mikið, meitlaði nafn hans í. Blær var afskaplega fallegur hestur og gáfaður og það kom snemma í ljós hve mikið gæðingsefni hann var. Blær eignaðist ekki afkvæmi og móðir hans Gola eignaðist aðeins hann einan.“ Óttast ekki dauðann Katrín talar af stolti og virðingu um hinn fallna gæðing og sinn látna eiginmann. Það er greinilegt að hún er vel sátt við hlutskipti sitt sem sveitakona í Hrunamannahreppi. „Ég vildi alltaf helst eignast heimili og börn og langaði aldrei til neins annars, nema þá að verða hjúkrunarkona þegar ég var korn- ung. En ég var töluð ofan af því af mér nákomnu fólki, það taldi hjúkr- unarstarfið fela í sér svo mikla sorg,“ segir hún. „Þær röksemdir höfðu áhrif á mig. Ég hafði frá barnæsku hugsað mikið um dauðann og hræðst hann. Nú er ég hætt því, afstaða mín breyttist eftir því sem árin færðust yfir mig. Kannski átti líka leikrit sem ég heyrði einu sinni í útvarpinu sinn þátt í þeirri viðhorfsbreytingu. Leikritið fjallaði um það ástand sem skapaðist þegar dauðinn kom ekki til neins lengur. Með árunum hefur mér skilist að dauðinn er ekki alltaf skelfilegur, hann er stundum líkn.“ Það er ekki einkennilegt þótt Katrínu hafi verið dauðinn hug- stæður á hennar æskuárum. „Móðir mín dó þegar ég var þriggja ára. Ég á aðeins eina end- urminningu um hana – minningu um konu sem lá í rúmi með appels- ínur á borði sér við hlið. Móðir mín dó úr krabbameini sem hún veiktist af í kjölfar fæðingar bróður míns. Hann var yngstur okkar þriggja al- systkina, en mamma átti fjögur börn áður en hún giftist föður mín- um. Hún kom vestan af Ísafirði með fyrri manni sínum og börnunum fjórum og þau settust að í Hafn- arfirði. Maður hennar hafði ráðið sig á skútu en bauðst að fara einn túr á öðru skipi, kútter Geir, og kom ekki aftur úr þeirri ferð. Skipið fórst, mamma varð ekkja og varð að láta frá sér börnin. Hún gerðist vinnukona í Viðey og þar kynntist hún föður mínum sem um það leyti var mjólkurpóstur. Hann var bú- fræðingur frá Hvanneyri, ættaður frá Austur-Skaftafellssýslu og dreymdi um að búa í sveit. Þau giftust og eignuðust systur mína Elínu. Faðir minn festi sér jörðina Langholtspart í Flóa. Móðir mín var komin þangað austur með barnið og gamlan mann sér til hjálpar þegar faðir minn fárveikt- ist. Hann var að vinna launavinnu við jarðabætur og verið var að gera tún við Klepp þegar hann veiktist hastarlega af lugnabólgu og var borinn suður á Landakot. Upp úr lungnabólgunni fékk hann brjóst- himnubólgu og lá fyrir dauðanum langa hríð. Hann var ekki kominn á fætur þegar ég fæddist 8. október í húsi kunningjakonu mömmu við Skólavörðustíginn, rétt ofan við tukthúsið. Þetta var árið 1922. Faðir minn fékk heilsuna aftur og réð sig sem ráðsmann í fjósið á Korpúlfsstöðum hjá Thor Jensen en móðir mín sá um matinn fyrir heim- ilisfólkið. Á Korpúlfsstöðum fædd- ist Bergur bróðir minn, sem er einu og hálfu ári yngri en ég. Móðir okk- ar komst aldrei til heilsu eftir fæð- inguna, hún greindist með leg- krabbamein og dó 1926, 42 ára að aldri. Eftir andlát móður minnar fékk faðir minn ráðskonu sem hann síðar giftist og þau eignuðust fjögur börn. Ég ólst upp á krepputímum þeg- ar barningur var fyrir almúgafólk að lifa. Þá voru tímarnir mikið ólíkir því sem nú er, við lifum á forrétt- indatímum. Okkur skorti raunar aldrei mat en það varð sannarlega að halda spart á. Við bjuggum skamman tíma við Bergstaðastræti, síðan við Nönnu- götu en fluttum svo í Sogamýri. Mér er sérlega minnisstætt eitt atvik frá því ég var lítið barn. Faðir minn bar mig út í teppi til þess að sjá Graf Zeppelin. Ég man mjög vel eftir hinu silfurgráa loft- fari líða um fyrir ofan húsin. Það setti víst út póst á Öskjuhlíðina. Þetta er mér ógleymanleg sjón. Samrýmd systkini Faðir minn byggði hús í Soga- mýri árið 1929, nýbýli á erfðar- festulandi. Meðan á byggingunni stóð fengum við inni uppi á lofti á Sjónarhóli hjá foreldrum Lárusar Pálssonar leikara. Á Sjónarhóli var skóli sem ég gekk í. Nýja húsið okk- ar fékk nafnið Fagridalur og faðir minn var þar með kúabúskap, einar sjö kýr, og svo hjó hann grjót í hverri frístund. Hann keypti vöru- bíl og ók grjótinu í uppfyllingu við höfnina sem þá var verið að vinna við. Við Bergur bróðir fluttum mjólk- ina niður í Reykjavík á einskonar lystikerru. Hann ók en ég hljóp inn í húsin með mjólkina til viðskiptavin- anna. Þá var ég á tíunda ári en Bergur 8 ára. Oft fengu franskir sjómenn að setja óhreina þvottinn sinn á kerruna hjá okkur þegar við vorum á heimleið, þeir voru þá að fara að þvo í Þvottalaugunum. Í staðinn gáfu þeir okkur pompóla- brauð sem þeir geymdu í þvottapok- unum. Við Bergur vorum mjög samrýnd og fermdumst saman, það var haft svo af hagkvæmnisástæðum. Þá var fjölskyldan flutt að Bald- ursgötu 16, sem var þriggja hæða hús sem faðir minn keypti árið 1934. Þar fór ágætlega um okkur, en kröf- urnar voru ekki miklar. Um ferm- ingu var ég t.d. í herbergi með þremur bræðrum mínum. Þetta var í miðri kreppunni. Ég hef trú á að faðir minn hafi þurft að fá hjálp um tíma, án þess að það kæmi niður á okkur, en okkur skorti aldrei mat sem fyrr gat, föt voru hins vegar af skornum skammti. Ég lauk skyldunámi í Austurbæj- arskólanum, sem þá var nýbyggður og fór svo að vinna fyrir mér. Ég starfaði sem fóstra. Byrjaði í Grænuborg, þar sem ég vann á sumrin, síðar vann ég nokkur ár á upptökuheimilinu Vesturborg. Breski herinn hernam Ísland 10. maí 1940. Þetta voru mikil tíðindi. Mitt fólk hugsaði þannig að ómögu- legt var að það hefði nein samskipti við hernámsliðið. Ég kynntist eng- um hermönnum, slíkt kom ekki til greina – ungar stúlkur sem höfðu skipti við þá voru úthrópaðar. Mað- ur komst þó ekki hjá því að sjá þá. Eitt sinn gekk ég t.d. framhjá gamla kennaraskólanum á leið í vinnu í Grænuborg. Herinn hafði það hús undir sig. Nokkrir hermenn stóðu þar fyrir utan varðstöðu og kölluðu á eftir mér „halló beautiful blondie,“ en ég sneri mér ekki einu sinni við, hvað þá meira, varð bara dauðskelkuð. Skömmu síðar var ég ásamt fleiri fóstrum send með 70 börn upp að Hvanneyri. Skólinn var tekinn á leigu af Reykjavíkurborg en Sumargjöf stóð fyrir fram- kvæmdunum. Ég var 18 ára þegar þetta var. Dvölin á Hvanneyri var mjög skemmtileg. Ég var látin sjá um eldri strákana, í þeirra hópi voru t.d. bræðurnir Ómar og Ragnar Bjarnasynir, en Ragnar varð síðar landsþekktur dægurlagasöngvari. Móðursystir þeirra bræðra sá um matseldina. Á daginn vorum við með börnin, hver með sinn flokk, á svæði þar sem móberg var og þau höfðu mikið gaman af að búa til myndir í móbergið. Um haustið fór ég til náms við Húsmæðraskólann að Staðarfelli en hafði áður farið með Baldri til Stykkishólms, þar sem ég keypti mér í nauðsynlegan útbúnað sem skólinn krafðist. Ég var búin að vinna mér fyrir skólagjöldum og eitthvað hjálpaði pabbi mér. Á Staðarfelli lærði ég ýmislegt sem laut að matseld og saumaskap. Þar óf ég meðal annars teppi sem hangir enn hjá mér uppi á vegg. Forsaga þess að ég fór í hús- mæðraskólann var að ég hafði um vorið gerst kaupakona að Staðar- felli, var þar hjá Margréti og Hall- dóri E. Sigurðssyni, síðar ráðherra. Þegar ég kom þangað voru aðstæð- ur bágar, Margrét var rúmföst en fyrsta barnið þeirra lá á líkbörnun- um. Ég hafði unnið með systur Halldórs á Vesturborg og hún réð mig til þeirra. Ég gifti mig þegar ég var 22 ára. Ég hafði lengi þekkt mannsefnið. Ég var um tíma sem unglingur í snúningum hjá Elísabetu hálfsystur minni sem giftist að Hrepphólum. Hermann, síðar maðurinn minn, var uppalinn í Hrepphólum, hann var hálfbróðir Jóns mágs míns. Við Hermann vorum nánast jafnaldrar, hann fæddur í júlí en ég í október. Eftir að ég kom af skólanum gerðist ég kaupakona hjá systur Heimsókn til „ömmu í Koti“ Störf kvenna í íslenskum sveitum voru á árum áð- ur umfangsmikil, oft þröngt og í mörg horn að líta. Slíkt varpaði þó ekki skugga á lífsgleði Katr- ínar Jónsdóttur í Langholtskoti. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræddi við hana um æskuárin í Reykjavík, búskapinn í Langholtskoti, gæðinginn Blæ sem var stolt heimilisins og margt fleira. Katrín með eiginmanni sínum, Hermanni Sigurðssyni. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Katrín í Langholtskoti við teppið sem hún óf á húsmæðraskólanum á Staðarfelli, þar sem hún lærði ýmislegt sem laut að saumaskap og matseld. Hinum megin við hana er mynd sem hún saumaði af gamla bænum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.