Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Friðjón Guðröðarson var hverjum manni ógleymanlegur, sem einu sinni kynntist hon- um. Ég hitti hann fyrst árið 1981, þegar ég gerðist minja- vörður á Austurlandi og forstöðu- maður Safnastofnunar Austurlands (SAL). Friðjón var þá í stjórn SAL og átti sinn þátt í því að ráða mig til starfans. Safnastofnun var hvorki mann- mörg stofnun né stór í sniðum en áhuginn og eldmóðurinn þeim mun meiri hjá öllum, sem að komu, og á þessum árum virtist fátt ómögulegt í safna- og minjamálum á Austurlandi. Var það ekki síst Friðjóni að þakka. Hann var alltaf hress, hlýr og já- kvæður og sparaði ekki gamanyrðin. Ég tel það mikla gæfu að hafa notið samstarfs við hann og hina eldhugana í stjórn SAL og hafa notið leiðsagnar þeirra og áhuga á safnamálum. Það er mikil gæfa fyrir unga og óreynda manneskju að eiga góða að í byrjun starfsferilsins og sú reynsla, sem mér hlotnaðist m.a. í samstarfinu við Friðjón, hefur reynst mér dýr- mætt veganesti seinna á lífsleiðinni. Um leið og við Hans þökkum fyrir ánægjustundir á heimili þeirra Ing- unnar á Höfn og síðar á Hvolsvelli og fyrir góða heimsókn þeirra til okkar í FRIÐJÓN GUÐRÖÐARSON ✝ Friðjón Guðröð-arson fæddist í Neskaupstað 1. ágúst 1936. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 17. júlí. Danmörku, sendum við fjölskyldunni einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Frið- jóns Guðröðarsonar. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir. Við Friðjón Guðröð- arson vorum ferming- arbræður. Síðastliðið sumar vorum við dag- stund saman á æsku- heimili mínu Nausta- hvammi í Neskaupstað. Þar voru dægurmálin rædd eins og þau lágu fyrir þann dag- inn. En það var jafnan þannig þegar við tókum tal saman, hvort sem ég kom við á sýslumannsskrifstofunni eða á heimili hans eða síminn tekinn upp, þá voru dægurmálin rædd og farið nokkuð vel og rækilega yfir þau. En það var jafnan létt yfir þeim og mikið hlegið. En oftast ræddum við um það sem var að gerast fyrir aust- an í okkar heimabyggð, það stóð okk- ur jafnan næst hjarta. Eins og ég áður sagði vorum við staddir á æskuheimili mínu í Nes- kaupstað síðastliðið sumar. Þegar líða tekur á daginn rýkur Friðjón upp í sæti sínu og segir: „Villi, hvað er eig- inlega verið að gera við sveitina okk- ar? „Það veit ég ekki,“ segi ég. Báðir nýkomnir í bæinn. Svo var mál með vexti að verið var að taka grjót í höfn- ina í svokölluðum sneiðingum. Þá verður mér að orði: „Ég læt sýslu- manninn tala við þá!“ og það er rokið af stað með það sama. Sýslumaður stígur út úr bílnum, æði valdsmanns- legur. „Hvað er eiginlega að gerast hér?“ Það var skýrt fyrir okkur á mjög kurteislegan hátt. Svo var hald- ið áfram á Reyðarfjörð, þar sem við skoðuðum stríðsminjasafnið undir leiðsögn Jóns Björns Hákonarsonar sem er bróðursonur Friðjóns. Þetta var skemmtilegur dagur. Fyrir 7 árum fengum við okkur göngutúr á Hellisfjarðarmúla, það var ægifagurt veður og bærinn og sveitin skartaði sínu fegursta. Þar sem við stöndum fremst á Múlanum lyftir Friðjón göngustafnum til lofts, æði valdsmannslegur og segir: „Villi, hver sem mótmælir því að þetta sé ekki fallegasta sveitin og fallegasti bærinn á landinu skal sæta refsingu.“ Mér varð á orði: „Þú hefðir orðið lag- legur sýslumaður hér fyrr á árum.“ Ekki má gleyma fermingarafmælinu. Þar var Friðjón ógleymanlegur, stjórnaði eins og herforingi. Það er oft erfitt að skrifa um vini sína sem eru farnir. Það kemur maður í manns stað. En merking þessara orða á ekki alltaf við. Það kemur enginn fyrir Friðjón Guðröðarson. Fyrir mér var Friðjón stórkostleg persóna, vel gerður á allan hátt. Ég veit að aðrir munu minnast hans fyrir ævistörfin. Fyrir utan sýslumannsstörfin starfaði hann í hinum ýmsu félögum. Svo er sagt að listin og hið mannlega séu óaðskilj- anleg hugtök, það má segja að þetta hafi verið það sem einkenndi líf þeirra hjóna. Ingunn Jensdóttir, kona hans, er ein best menntaða lista- kona landsins. Ég veit það, Ingunn mín, að þú hefur átt margar andvöku- næturnar undanfarnar vikur. Þegar við töluðum saman í síma eitt kvöldið, þá vorum við sammála um að það besta sem við gætum þá stundina væri að biðja fyrir vini okkar áður en við færum að sofa. Það vorum við Friðjón oft búnir að ræða um, að það eina sem gæti bjargað þessu mann- kyni væri siðfræði meistarans frá Nasaret. Það væri hinn skýri boð- skapur réttlætis og kærleika. Lífs- bikar míns kæra vinar er fylltur. Við fermingarsystkinin frá Neskaupstað söknum góðs vinar. Ingunn, okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín og þinna nánustu. Haf þökk fyrir allt far nú í friði framliðni vinur hinsta sofnuð blund. Ég veit að þú lifir ljós með engla liði og loks þér upprunnin fögur morgun stund. (Ásmundur Jónsson frá Norðfirði.) Minningin um Friðjón Guðröðar- son mun lifa. Vilhjálmur Norðfjörð Þorleifsson. Fjallgarður hárra hugsjóna, metn- aður í mannlegri reisn og gamansemi á góðum stundum var aðalsmerki Friðjóns Guðröðarsonar sýslumanns. Hann var ekki aðeins eins og sagt er „svona eiga sýslumenn að vera“. Hann var fyrst og fremst maður, mikill mannkostamaður og eðlislægir fordómar og smámunasemi embætt- iskerfisins í hans geira höfðu ekki áhrif á vinnulag hans. Hann var hátt yfir það hafinn að sýna hroka og yf- irgang. Hann var maður mildi og hins mannlega í ljósi þess að enginn ein- staklingur, ekkert atvik er eins þegar krufið er til mergjar, ekkert. Stíll hans sem sýslumanns á suðurhveli Íslands skóp honum óskerta virðingu og hann vakti með samferðamönnum sínum þá hugsun að í lögsagnarum- dæmum hans ríkti góður agi með hæfilegum sveigjanleika í hversdags- lífi þar sem ekki er reiknað með öllu 100% og verður vonandi aldrei, því þá hafa Íslendingar samið af sér réttinn sem þeir sóttust eftir í árdaga Ís- landsbyggðar með fólksflutningum frá Noregi. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hvernig Friðjón varð jafnt og þétt minna embættismannalegur eft- ir því sem árin liðu í starfi hans. Með því sannaði hann mikilvægi mann- gildisins, mikilvægi þess að maðurinn sjálfur á að vera í fyrirrúmi á undan boðum og bönnum þótt allt þurfi að vera í eðlilegum mörkum á þeim nót- um samfélagsins. Það fór ekkert á milli mála að sjarmi Friðjóns naut sín vel þar sem maður hitti annan og fá sýslumannsembætti á landinu hafa notið eins mikillar virðingar og hans embætti enda var Friðjón ávallt með- al jafningja. Þótt Friðjón væri gegn- umheill höfðingi í hugsun sinni, frum- herji og framsækinn, þá var hann alltaf einn af hópnum, hlustaði á aðra og lagði sitt af mörkum að jöfnu þótt oftar en ekki reyndust ráð hans og djörfung betri en annarra. Friðjón kappkostaði að leggja alls staðar gott til málanna. Hann hvatti menn til dáða, ræktaði gamansemi og góðvild. Í honum bjó vissulega hið sívökula auga þess sem ber að hafa reglu á hlutunum, en mannlegi sveigjanleikinn stóð honum alltaf hjarta næst. Við sem nutum þess að vera samferðamenn hans skynjuðum það sterkt. Þar sem Friðjón kom að málum, fóru þau á skrið og jafnvel þyngstu verkefni í taumi fóru á skrið og mjök- uðust skref fyrir skref til sigurs, því Friðjón var ótrúlega þolinmóður mið- að við snarpt skap þar sem verkkvíði var ekki til staðar. Þegar veðurguðirnir leika á als oddi líður fólki vel og það dásamar veðurblíðuna. Það var nákvæmlega þannig að hitta Friðjón Guðröðarson. Það fylgdi honum besta veður, skemmtilegheit og skapandi um- ræða, stundum brýnd skondin skot, en aldrei lágkúra, aldrei illkvittni, aldrei leiðindi. Þannig voru það sér- réttindi að hitta Friðjón, frábæran liðsmann lífsgleðinnar sem á ekkert skylt við leiðindin sem sumir menn eru sýknt og heilagt að hella yfir land og lýð. Það er í rauninni grábölvað að missa Friðjón úr liðinu svo ótíma- bært, missa þennan góða dreng sem ætlaði sér svo margt ógert. En Frið- jón var þeirrar gerðar sem hverfur ekki svo létt úr lífsleiknum þótt menn búi nú við minninguna eina, því þegar magnaðir persónuleikar hverfa á braut skilja þeir eftir sig spor sem mörkuðu för, merktu leiðina fram með vörðum sem þeir hlóðu með orð- um sínum og gjörðum. Þannig var og er Friðjón Guðröðarson. Hans er sárt saknað. Megi góður Guð vernda ástvini hans og vini. Megi vinarþelið sem hann sáði og uppskar lifa og dafna í samfélaginu í heilbrigð- um metnaði, mannlegri reisn og gam- ansemi hárra fjallgarða. Árni Johnsen. Elsku afi, (eða afi lang eins og við köll- uðum þig), nú hefur þú kvatt þennan heim eftir langa og við- burðaríka ævi. Marg- ar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þær voru ófáar Reykjavíkurferðirnar á mín- um yngri árum og það var alltaf hlýtt og notalegt að fá að gista hjá ömmu og afa á Neshaganum. Það var mikið lagt upp úr því að öllum liði vel þarna hjá þeim og maður gat alltaf verið viss um það að hann afi væri búinn að kynda upp húsið svo að við fengjum nú góðan hita yfir nóttina og öll þessi skipti sem við gistum þarna hjá þeim (og þau voru nú ófá) þá man ég ekki ÞORBJÖRN ÁSBJÖRNSSON ✝ Þorbjörn Ás-björnsson fædd- ist í Borgarnesi 7. júlí 1917. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 17. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 25. júlí. eftir einu einasta skipti sem okkur varð kalt yfir nóttina. Ég man líka eftir öllum sumarbústaða- ferðunum upp í Mun- aðarnes. Það var allt- af gaman, ég man að ég hlakkaði alltaf svo til að fara til þeirra í bústaðinn og vissi það líka að hún amma væri nú búin að baka eitthvað gott handa okkur. Hann afi var mjög snyrtilegur maður og eftir að ég byrjaði í hársnyrtinám- inu var hann duglegur að panta mig til að klippa sig, flest skiptin sem ég hitti hann spurði hann hvort ég væri nokkuð með skærin á mér. Ég kveð þig nú, afi minn, með söknuði í hjarta en ég veit að nú ert þú búinn að öðlast frið og vonandi líður þér vel þarna hinum megin. Guðrún Edda. Mér hafði verið boðið að nema trésmíði í Borgarnesi haustið 1947 og ég var búinn að vera í námi í þrjá daga þegar mér barst fregn um að meistari minn hefði látist. Þá voru góð ráð dýr þar sem at- vinnuleysi var mikið í Borgarnesi veturinn 1947–1948. Þá var það að ég vafraði niður aðalgötuna í þorp- inu í þungum þönkum. Ekki var líklegt að 17 ára polli fengi vinnu í þessu atvinnuleysi. Þá mætti ég Þorbirni Ábjörnssyni í fullum far- mannaskrúða. Þorbjörn var glæsi- legur á velli, hann gaf sig á tal við mig og spurði almennra tíðinda. Ég var heldur svartsýnn um að fá atvinnu og sagði ég honum að af mér væri þetta helst að frétta að meistarinn minn hefði látist. „Viltu ekki koma til okkar á Laxfoss að leysa af, mig vantar háseta,“ sagði Þorbjörn við mig. Þorbjörn var þá skipstjóri á Laxfossi í þessum túr, annars var hann alltaf fyrsti stýri- maður. Ég er honum ævinlega þakk- látur fyrir boðið, samkvæmt dag- bók minni var þetta 8. janúar 1948. Með þessu boði voru örlög mín ráðin að því besta lífi sem ég hefði kosið mér. Ég var þrjú ár á Lax- fossi og fimm ár á öðrum skipum. Þorbjörn var góður yfirmaður og ég leyfi mér að segja að hann hafi verið fyrsta flokks skipstjóri, ró- legur, athugull, kjarkmikill, og af- burða „navigator“ á kannski vondu sjómannamáli. Einu sinni var Lax- foss á leið til Vestmannaeyja og fóru þau á sama tíma frá Reykja- vík, MS-Esja og Laxfoss, Þorbjörn var þá skipstjóri á Laxfossi. Esjan kom til Vestmannaeyja eftir mikla svaðilför, allt var brotið ofan þilja sem brotnað gat, lífbátar sem ann- að. Farið var að tala um það hvað hefði orðið af Laxfossi, ekkert hafði heyrst í honum í eina tvo daga, það var bandbrjálað suðaust- anstórviðri. Er veður tók að lægja barst skeyti frá Laxfossi þar sem hann lá inn af Sandvík við Reykja- nes, og var þá að leggja af stað til Eyja. Þetta litla dæmi sýnir hvað Þorbjörn var ábyggilegur og góður skipstjóri. Eins og áður segir var Þorbjörn fyrsti stýrimaður á Laxfossi og skipstjóri í afleysingum þar til Laxfoss strandaði á Kjalarnes- töngum 19. janúar 1952, en þá var Þorbjörn í fríi. Þorbjörn hafði ver- ið til sjós síðan á fjórða áratugn- um, tók fiskimannapróf 1938. Eftir mikla leit hef ég fundið að Þor- björn hafði lokið farmannaprófi frá Hafnarfirði 1942. Að lokinni sjó- mennsku 1952 réðst Þorbjörn sem tollvarðstjóri og var það allt þar til hann fór á eftirlaun. Þorbjörn var afskaplega trúr Borgnesingum og setti sig aldrei úr færi að tala við þá þegar færi gafst. Hygg ég að margur minnist hans af góðu einu í þessum störf- um. Að lokum þakka ég Þorbirni fyrir góð kynni og bið eftirlifandi ástvinum hans blessunar Guðs. Karl Ormsson. Eftir langa og harð- vítuga baráttu við erf- iðan sjúkdóm hefur nú góður drengur fallið í valinn. Við hjónin áttum því láni að fagna að hafa þekkt Leif til margra ára en við bjuggum í sama húsi í Bröttukinn í rúm 20 ár. Þrátt fyrir öll þessi ár í nábýli, féll aldrei skuggi á og betri nágranna var erfitt að finna. Leifur var hæg- látur maður og sérlega vinnusamur og þegar venjulegu dagsverki lauk, þá var hann öllum stundum við hirð- ingu á kindum og hestum sem hann unni mjög. Það má með sanni segja að tengsl hans við dýrin hafi verið honum sá orkubrunnur sem hjálpaði honum í veikindum hans öðru frem- ur. Leifur var menntaður í siglinga- fræðum og var stýrimaður til margra ára, en það tók enda þegar hann lenti í þeirri óhugnanlegu lífs- reynslu að falla fyrir borð við neta- lagningu og hanga svo á baujunni þar til skipverjum tókst að bjarga honum eftir dágóða stund. Á þeim tímum var ekki talað um áfallahjálp heldur urðu menn að sinna skyldum sínum hvað sem tautaði. Eftir þetta hætti Leifur sjómennsku og fór að vinna hjá Eimskipafélaginu við vöruafgreiðslu í Hafnarfirði, þar LEIFUR KRISTLEIFSSON ✝ Leifur Kristleifs-son fæddist á Efri-Hrísum í Fróð- árhreppi á Snæfells- nesi 9. nóvember 1926. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 14. júlí. sem hann vann þar til hann fór á eftirlaun. Þau hjón Leifur og Sigríður áttu einkar miklu barnaláni að fagna enda fengu börn- in gott uppeldi og um- hyggju í alla staði. Alltaf var mikil gestagangur á heimili þeirra og engum vísað frá meðan húsrúm var. Við hjónin eigum margar góðar minn- ingar frá Bröttukinn og af samskiptum við þau Leif og Sigríði og geymum þær innra með okkur. Þeg- ar við vorum við jarðarför hans 14. júlí sl. var Hafnarfjarðarkirkja þétt- setin sem sýnir hvað marga vini og ættingja Leifur átti, enda voru þau hjón í miklum metum bæði í röðum kindaeigenda, hestamanna og í fé- lagi eldri borgara svo eitthvað sé nefnt, að ónefndum frændgarðinum og vinahópnum. Leifur var í hópi þeirra Íslend- inga sem sýndu hæversku í hverju sem á bjátaði, en var samt fullur réttlætiskenndar. Hann lét skoðanir sínar óspart í ljós með skýrum orð- um og athöfnum ef honum var mis- boðið á nokkurn hátt. Hann stóð sjálfur við allt sem hann sagði og hafði lofað svo eftirtektarvert var, en það er því miður eiginleiki sem fer dvínandi í samskiptum fólks nú á dögum. Við hjónin vottum Sigríði, börn- um og ættingjum þeirra okkar dýpstu samúð við fráfall góðs drengs sem Leifur svo sannarlega var. Sólmundur Tr. og Astrid Einarsson og börn. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.