Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SUMAR er líklega í fyrsta sinn í lang- an tíma sem ekki er rokið upp til handa og fóta og tilkynnt að í fyrsta sinn í mörg ár verði sett upp leiksýn- ing að sumarlagi hér á landi. Það tók okkur nokkur ár að kyngja því að hægt væri að setja upp leiksýningu að sumarlagi með dágóðum árangri, hvort sem markmiðið væri að draga sem flesta áhorfendur í leikhúsið eða flytjendur vildu einfaldlega skemmta sjálfum sér og öðrum í leiðinni. Nokkur ár í röð var trommað upp með popp- söngleik t.d. Grease með Selmu og Rúnari, Litlu Hryllingsbúðinni, Súperstar, Stonefree svo einhverjar séu nefndar og í hvert sinn var farið af stað undir slagorð- inu að „...í sumar yrði bryddað upp á þeirri nýj- ung að bjóða upp á leiksýn- ingu að sumarlagi.“ Nú hlýtur nýjabrumið að vera farið af sum- arleiksýningunum því hver sýningin rekur aðra, þar auðvitað fremst í hugum barna og unglinga Grease með Birgittu og Jónsa, og síðan ým- islegt annað forvitnilegt – að ekki sé sagt for- vitnilegra – t.d. nýtt leikrit eftir Jón Gunnar Þórðarson í leikstjórn hans og flutningi fram- haldsskólanema sem frumsýnt var á fimmtu- dagskvöldið, í gær frumsýndu svo nemar í Leik- listarskóla Íslands Líknarann eftir Brian Friel, eitt af fremstu leikskáldum Íra í dag og í gær frumsýndi svo leikhópurinn Sýnir Draum á Jónsmessunótt undir berum himni í Elliðaár- dal. Greinarhöfundur hefur síðan fregnir af því að ungur menntaskólapiltur á Akureyri sé að frumsýna einleik eftir Þorvald Þorsteinsson og um miðjan ágúst frumsýnir Sumaróperan óp- eruna Krýning Pompeiu eftir Monteverdi í leik- stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Þar verða Valgerður Guðnadóttir og Hrólfur Sæmunds- son í stærstu hlutverkum. Vafalaust er eitthvað fleira á döfinni sem undirrituðum er ókunnugt um en nú styttist óðum í haustvertíð leikhús- anna og má þá segja að vetur, vor, sumar og haust hafi runnið saman í leiklistinni og ekki lengur sérstaklega frásagnarvert uppá hvaða árstíma leiksýninguna ber. Aðalatriðið er hvernig til tekst og hvort markmið hafa náðst eða nýjar uppgötvanir verið gerðar. Þar má gera skýran greinarmun á þeimsýningum sem að ofan eru nefndar,bæði hvað markmið snertir og þá íhvaða tilgangi verið er að vinna sýning- arnar; hvort fyrir þátttakendum vakir að efla listræna kunnáttu sína, uppgötva eitthvað áður óþekkt fyrir sig eða bara ganga að þessu eins og hverri annarri vinnu þar sem hafa má viðunandi laun fyrir framlag sitt. Ekki þarf að hafa mörg orð um tilgang upp- setningar á söngleiknum Grease. Þar eru róið á örugg mið af öryggi. Vinsælustu poppsöngv- arar landsins eru settir í aðalhlutverk og með þeim er síðan blandaður kokkteill af atvinnu- leikurum og áhugafólki, sem ljær sýningunni óþarflega framhaldskólalegan blæ, en allt um það, þá er þetta sá smellur sem vonast var til og áhorfendur flykkjast á sýninguna sælir með það sem í boði er. Ef einhver þarfnast skýringar eða staðfestingar á hugtakinu „markaðsleikhús“ þá er bara að skella sér á Grease í Borgarleikhús- inu. Þar fæst allt sem við á að éta, kraftmikil sýning sem sett er upp með ærnum tilkostnaði, með vinsælum skemmtikröftum í aðal- hlutverkum, innihaldið er einföld amerísk klisja sem soðin hefur verið upp sem íslensk (enn am- erískari) klisja, og þannig mætti halda áfram og gera lítið úr þessum kvikmyndasöngleik en það er óþarfi, hann gerir það sjálfur. Um vinsæld- irnar efast afturámóti enginn. Það segir svosem ekkert um nokkurn skapaðan hlut og síst af öllu er það staðfesting á því hvað „fólk vill sjá“ eins og vinsælt er að benda á þegar yfirborðs- mennskan keyrir um þverbak. Greinarhöfundur hefur það eftir áreið- anlegum heimildum að áhrifamaður í stjórn Reykjavíkurborgar hafi verið stórhrifinn af Grease og talið að þess háttar sýning gæti leyst margnefndan fjárhagsvanda Borgarleikhúss- ins. Það eru engar nýjar lausnir fyrir Leikfélag Reykjavíkur að setja upp kassastykki; slíkt hefur all- ar götur verið þeirra af- komuakkeri. Það hefur hins vegar aldrei verið tilgangur eða markmið leikfélagsins og fráleitt að hugsa sér að félag, sem fær um 200 millj- ónir í opinbera styrki, ætti að selja sjoppuvöru á borð við Grease sem aðalvarning sinn. Líkingin við sjoppuna er með vilja gerð enda virð- ast sumir ekki skilja aðrar forsendur en þær sem byggjast á framboði og eft- irspurn, kaupum og sölu. Vandi listrænnar starfsemi nú á dögum er að miklu leyti fólginn í þeirri kröfu sem gerð er til starfsem- innar um fjárhagslegan ávinning, allt sem ekki skil- ar hagnaði í einhverri mynd er lítils virði og leiklistin, sem er með þeim ósköpum gerð að lifa ekki lengur en hún varir á sviðinu, getur ekki einu sinni orðið meira virði með aldrinum eins og myndlist eða öðlast viðurkenningu síðar eins og bókmenntir. Ef leiksýning selst ekki núna þá selst hún aldr- ei. Það er lélegur bísness. Þegar svo leiklist- arfólk heldur blákalt fram þeirri firru að mark- mið tiltekinnar sýningar sé ekki einu sinni að selja hana núna, hvað þá síðar, þá hrista hinir viðskiptavitru bara höfuðið og telja sig hafa fengið enn eina staðfestingu á því að listamenn séu upp til hópa bernskir í hugsun og tilfinn- inganæmir og fyrir þeim þurfi að hafa vit, a.m.k. í peningamálum. „Hér fljótum vér eplin,“ sögðu hrossataðskögglarnir. Þær sýningar aðrar sem áður voru nefnd-ar eru allar því marki brenndar aðstefna ekki að stórum gróða í krónumtalið. Leikhópurinn Ofleikur er áhuga- leikhópur framhaldsskólanema sem fær útrás fyrir sköpunargleðina með því að semja sitt eig- ið leikrit, Date, undir stjórn eins félaga síns. Segja má að Reykvíska listaleikhúsið sem setur upp Líknarann sé einnig áhugaleikhópur þar sem þátttakendur er enn í leiklistarnámi og sýningin er þeirra eigið framtak og unnin við lítil efni. Hér eru þó engu að síður upprennandi atvinnumenn á ferðinni og fróðlegt að sjá hvaða efni býr í þeim. Þeirra markmið er fyrst og síð- ast listrænt, þar sem þau velja sér verk er þeim hentar og höfðar til þeirra og síðan er það spurning – jafnvel aukaatriði – hvort einhverjir hafa löngun til að sjá sýninguna þeirra. Reynd- ar er ástæðulaust að efast um það en gróðasjón- armið er að minnsta kosti víðs fjarri. Enn ein birtingarmynd leiklistarinnar á sér stað í Elliðaárdalnum nú um helgina. Þar sýna áhugamenn Draum á Jónsmessunótt undir ber- um himni og selja aðganginn við svo vægu verði að heilu fjölskyldurnar geta keypt sig inn án þess að neita sér um nauðsynjar næstu vik- urnar á móti. Hér gefst gott tækifæri til að njóta góðrar skemmtunar og þeirrar rífandi leikgleði sem oft er sögð einkenna áhuga- mannasýningar en er oft ekkert annað en kröft- ugt agaleysi og kunnáttuleysi sem falið er á bakvið ærsl og hamagang. Þeir sem hér leika hafa þó notið tilsagnar á námskeiðum Banda- lags íslenskra leikfélaga og tekið þátt í fjöl- mörgum leiksýningum áhugaleikfélaga svo varla er hætta á að einhver tapi sér algjörlega í „leikgleðinni“. Þetta er fólk á öllum aldri úr ýmsum starfsgreinum sem fundið hefur farveg fyrir leiklistaráhuga sinn í þessu starfi. Reyndar er full ástæða til að gefa starf-semi áhugaleikfélaganna undanfarinmisseri sérstakan gaum þar semfrumsköpun og tilraunir með form hafa oft á tíðum ekki gefið atvinnuleikhúsunum neitt eftir. Þar kemur a.m.k. tvennt til; aukin menntun áhugafólksins sjálfs í leiklist og list- rænn metnaður sem fylgir í kjölfarið og djarfir leikstjórar og leiðbeinendur úr hópi atvinnu- fólksins sem hafa tekið því fagnandi að áhuga- mennirnir vilja vinna að leiklist á öðrum for- sendum en hefðbundnum. Meðal þess sem nefna má eru bjargföst stefna Hugleiks að sýna eingöngu frumsamin verk, Leikfélag Kópavogs sem hefur sett upp hverja sýninguna á fætur annarri sem verðskuldað hafa alla þá athygli sem þær hafa fengið, Leikfélag Mosfellsbæjar, Leikhópurinn Sýnir og fleiri félög og hópar sem róið hafa á önnur mið með góðum árangri en þau þar sem Karlinn í kassanum og Þorlákur þreytti gefa sig. Loks er það unga söngfólkið sem varið hefur ómældum fjármunum og tíma í að mennta sig sem best í söngnum. Sumaróperan setur nú í þriðja sinn upp fullgilda óperusýningu og flytj- endur og listrænir stjórnendur eru allir at- vinnumenn eða verðandi atvinnumenn. Það er engu að síður áhuginn sem hvetur það til dáða og ávinningurinn fyrst og fremst fólginn í list- rænni reynslu sem ekki fæst með öðrum hætti. Það hljómar því sem hálf vandræðalegt öf- ugmæli að ljúka þessum pistli á þeirri hugsun að eina sýningin sem skilar flytjendum sínum einhverjum launum fyrir vinnu sína sé sú sem stenst hvað síst listrænt mál. Vafalaust verður einhver til að taka upp þykkjuna fyrir hönd klisjunnar og telja hana ómaklegt fórnarlamb listræns oflætis. Annað hvort væri nú. Áhugi og atvinnumennska Reykvíska listaleikhúsið. Upprennandi atvinnumenn með áhugann að vopni. AF LISTUM eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is HITT húsið í Reykjavík er ótrú- lega jákvætt fyrirbæri í borgarlífinu. Fjöldinn allur af ungu fólki er þar á launum við listastörf í sumar. Einn hópurinn er Leikfélagið Ofleikur en á vegum þess hafa 15 manns lagt undir sig hið virðulega og fallega leikhús Iðnó. Auk þess gerist kynn- ingarstarf ekki betra; í allt sumar hafa þau undirbúið áhorfendur sína með skærbleikum auglýsingum. Leiksýningin Date er afraksturinn; litrík og fjörug sýning með fullt af tónlist. Allt er lagt undir í gríninu og stundum farið lengra en alla leið í mjög fyndnum ofleik og á frumsýn- ingunni var þakið næstum fokið af húsinu í allri leikgleðinni hjá hópn- um sem var að springa úr orku. Í leikskrá segir hinn ungi og stór- huga leikstjóri að kominn hafi verið tími á verk á léttu nótunum eftir að leikfélagið hafi barist fyrir alvarleg- um málefnum frá stofnun þess 1999. Boðskapurinn í Date er þó alveg skýr. Verkið dregur nafn sitt af þeirri amerísku stefnumótatísku sem hefur borist til landsins. Það skemmtilegasta við sýninguna er einmitt hvernig gert er grín að fá- ránleika og yfirborðsmennsku stefnumóta í amerískum stíl og hvað þetta fyrirbæri á illa heima hér á landi. Verkið byggist á stuttum at- riðum þar sem nýjar persónur birt- ast í sífellu en einnig er reynt að sýna þróun í samböndum og sam- bandsslit, oft eftir mjög stutt kynni. Fólkið sem aldrei kemst á séns, þrátt fyrir einlæga þrá og tilraunir, er líka sýnt með samúð með þeim augljósu hallærislúðum sem passa ekki inn í glansveröld stefnumótanna á veit- ingastaðnum Date. Veitingastaður- inn er miðja verksins og vel útfærður í einföldu formi og flottri lýsingu og þess vegna er áreynslulaust að ímynda sér senur sem gerast annars staðar, til dæmis í frábæru atriði í sjónvarpssal. Tónlistardúettinn Hr. Sívertssen átti stóran þátt í and- rúmslofti staðarins og vel til fundið að hafa þessa ,,mexíkönsku róman- tíkera“ svo óvenjulega staðsetta á sviðinu. Þessi rammi er því mikil- vægari þar sem erfitt er að setja upp farsakennt verk þar sem ekki er um eiginlegan söguþráð að ræða. Þó að persónurnar hafi flestar verið skýrar og áhugaverðar þarf skýran undir- texta og undirbyggingu til þess að áhorfendur fái raunverulegan áhuga á örlögum þeirra. Annaðhvort hefði þurft meiri upplýsingar um persón- urnar og framvindu í sögu þeirra eða hreinlega að fara alla leið í fáránleik- anum og birta þær allar í mjög ýktu formi eins og raunin var um Kút Lofsson og Dr. Lindu. Það breytir því þó ekki að í verkinu eru margar fínar persónur sem krakkarnir hafa skapað með Jóni Gunnari og leika mörg þeirra fleiri en eina og fleiri en tvær. Þegar upp er staðið er leikurinn sterkastur í Date; allir þessir krakk- ar eru makalaust öruggir og flinkir og gaman að sjá hvernig þeir renndu sér milli ólíkra persóna, algerlega áreynslulaust. Það kæmi ekki á óvart að sjá einhverja þeirra glansa á fjölunum næstu árin. Þeirra er framtíðin. LEIKLIST Ofleikur Höfundur: Jón Gunnar Þórðarson og leik- hópurinn. Leikstjóri: Jón Gunnar Þórð- arson. Lýsing: Ingi Einar Jóhannesson. Tónlist: Hr. Sívertsen, O.N.E, og Hanz. Hönnun leikskrár og plakats: Guðmundur Snær Guðmundsson. Vefhönnun: Arnór Bogason. Leikarar: Antoine Hrannar Fons, Arnar Haraldsson, Ásdís Egils- dóttir, Benedikt Karl Gröndal, Björg Magnúsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir, Elín Vigdís Guðmundsdóttir, Esther Ösp Valdi- marsdóttir, Jakob Ómarsson, Jakob Tóm- as Bullerjahn, Kristín Lind Andrésdóttir. Frumsýning í Iðnó, 24. júlí, 2003. DATE Ofleikin ást og ólukka Hrund Ólafsdóttir Morgunblaðið/Arnaldur Date er „litrík og fjörug sýning með fullt af tónlist“, segir Hrund Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.