Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 11
þess áður og var bundið við úthlutun í félagslega íbúðarkerfinu. Til viðbót- ar eru einnig þeir sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti og falla innan marka þeirra reglna sem gilda um lánveitingar hvað snertir tekju- og eignamörk. Það á augljóslega við um marga sem eru að koma inn á vinnu- markaðinn, til að mynda úr námi. Mikil fjölgun viðbótarlána Stöðug aukning hefur enda verið á veitingu viðbótarlána frá því þau voru tekin upp árið 1999, sérstaklega tvö síðustu árin. Þannig voru meira en tvöfalt fleiri sem tóku viðbótarlán í fyrra, en fengu það fyrsta árið 1999. Á sama tíma hefur meðalupphæð lánanna hækkað um tæp 400 þúsund. Árið 1999 fengu tæplega 1.200 manns viðbótarlán sem voru að með- altali tæplega 1.500.000 kr. en á árinu 2002 voru þeir tæplega 2.600 sem fengu viðbótarlán að upphæð 1.865.000 kr. að meðaltali. Það er tæplega 50% fjölgun lánþega frá árinu á undan. Lætur nærri, sam- kvæmt upplýsingum Íbúðalánasjóðs, að þriðja hver afgreiðsla sjóðsins nú sé með viðbótarláni og tölur um út- gefin lán það sem af er þessu ári staðfesta það. Á fyrri hluta þessa árs voru veitt yfir 1.450 viðbótarlán og verði vöxturinn með sama hætti á síðari hluta ársins má gera ráð fyrir að þau verði hátt í þrjú þúsund tals- ins á árinu öllu. Ástæðuna fyrir mikilli fjölgun við- bótarlána síðustu tvö árin má líklega rekja til þess að reglur um tekju- og eignamörk voru rýmkaðar fyrir nokkrum misserum. Auk þess má ætla að það taki tiltekinn tíma fyrir ný kerfi eins og þetta húsnæðislána- kerfi að vinna sér sess. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Íbúðalánasjóðs eru viðbótarlán ætluð þeim sem búa við erfiðar að- stæður og þurfa sérstaka aðstoð við húsnæðiskaup. Lánin geti numið allt að 25% af markaðsverði íbúðar, en heildarlánveiting Íbúðalánasjóðs, að meðtöldu húsbréfaláni, megi þó aldr- ei fara yfir 90% af markaðsverði. All- ir sem eigi rétt á húsbréfaláni eiga kost á viðbótarláni að uppfylltum skilyrðum um eigna- og tekjumörk. Samkvæmt núgildandi reglum er miðað við að eignir séu ekki meiri en tæpar 2,5 milljónir kr. og tekjumörk hjóna eða sambýlisfólks miðast við að vera ekki umfram tæplega 3,2 milljóna kr. árstekjur að meðaltali síðustu þrjú ár samkvæmt skatta- framtali. Viðbótarlánin eru verðtryggð pen- ingalán sem veitt eru með föstum vöxtum til 40 ára. Fastir vextir lána sem tekin eru í ár eru 5,6%. Þau eru afborgunarlaus fyrsta árið, lántöku- gjaldið er hálft prósent en af þeim er ekki greitt stimpilgjald. Lánstími hefur lengst Í þessu sambandi er einnig athygl- isvert að rifja upp að síðustu árin hef- ur lánstími lengst frá því sem áður var. Fram eftir síðasta áratug var meginreglan sú að húsbréfalán væru til 25 ára og minnihluti þeirra var til 40 ára. Þetta breyttist þegar á leið og snerist raunar alveg við. Síðustu árin hafa húsbréfalán til 40 ára verið miklu algengari en 25 ára lánin. Um það bil fjögur af hverjum fimm hús- bréfalánum eru nú til 40 ára og þar sem greiðslubyrðin af þeim er lægri en af styttri lánunum hefur það með öðru haft áhrif til að ýta undir fast- eignaviðskipti síðustu árin. Það er hins vegar mun óhagstæð- ara að taka lán til 40 ára en til 25 ára því vextir á lánstímanum eru nær tvöfaldir þeim sem greiddir eru af láni til 25 ára. Það sést af því að upp- safnaðir vextir á lánstímanum af einnar milljónar króna láni til 25 ára eru 765 þúsund kr. en af láni til 40 ára 1.340 þúsund krónur. Á síðasta ári gerðist það einnig að sveitarfélög mörg hver féllu frá for- kaupsrétti sínum á félagslegum íbúðum. Fram til þess tíma var ekki hægt að selja félagslegar eignaríbúð- ir á almennum markaði heldur bar sveitarfélögunum að innleysa þær á framreiknuðu kaupverði, sem á höf- uðborgarsvæðinu að minnsta kosti var oftast miklu lægra en það verð sem fékkst fyrir þær á almennum markaði. Þetta hefur gert það að verkum að frá því í fyrravor hefur fjöldinn allur af félagslegum íbúðum verið seldur á almennum markaði. Erfitt er að fá nákvæmar upplýsing- ar um fjölda þeirra íbúða sem hafa verið seldar af þessum sökum á síð- ustu misserum, en ljóst er að þær skipta hundruðum. Þannig hafa yfir 400 íbúðir verið innleystar það sem af er þessu ári samkvæmt upplýsing- um Íbúðalánasjóðs og að langstærst- um hluta hafa þær íbúðir verið seldar á almennum markaði. Ríkissjóður hefur hag af því að íbúðirnar séu seldar á almennum markaði því við söluna verður að aflétta áhvílandi lánum á íbúðunum frá Byggingar- sjóði verkamanna. Lánin eru til 40 ára og bera lága vexti eða allt niður í 1%. Tvíeggjaður hagnaður Þeir sem selja þessar félagslegu íbúðir á almennum markaði og kaupa á ný þurfa þannig að fjármagna kaupin með húsbréfalánum og við- bótarlánum eftir atvikum sem bera mun hærri vexti en þau lán sem þeir höfðu áður. Fjárhagslegur ávinning- ur af sölunni getur þannig verið mjög tvíeggjaður þrátt fyrir að hærra markaðsverð fáist fyrir íbúðirnar en matsverð hljóðaði upp á. Á móti kem- ur að viðkomandi geta valið hvar þeir vilja búa sem þeir gátu ekki áður, bundnir af þeim íbúðum sem voru til úthlutunar innan félagslega íbúða- kerfisins. Það er þannig margt sem hefur stuðlað að líflegum fasteignamarkaði síðustu árin og með engu móti hægt að halda því fram að takmarkað framboð á lánsfé valdi sölutregðu á fasteignamarkaði. Veltan á mark- aðnum hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og verðið aldrei hærra. Því hlýtur maður að velta því fyrir sér hvað stjórnvöldum gangi til að telja nauðsyn til þess að auka fyrir- greiðslu við húsnæðiskaupendur um- fram það sem þegar er tilfellið. Um það kemur ósköp lítið fram í þeim til- lögum að framtíðarlánakerfi Íbúða- lánasjóðs sem félagsmálaráðherra hefur verið með tillögur um að öðru leyti en því, að þar segir að tillög- urnar miði að aukinni þjónustu og bættum lánskjörum á heildarfjár- mögnun íbúðarkaupa almennings. Samkvæmt tillögunum á að heim- ila öllum viðskiptavinum Íbúðalána- sjóðs lán til fjármögnunar á 90% af matsverði íbúðarhúsnæðis og einnig á að gefa þeim sem orðnir eru 65 ára og eldri kost á því að endurfjár- magna íbúðarhúsnæði sitt með íbúð- arlánum frá sjóðnum sem nemi allt að 50% af matsverði, en matsverð verði brunabótamat, byggingar- kostnaður eða kaupverð allt eftir því hvað lægst er hverju sinni. Fram kemur að með hærra láns- hlutfalli skapist aukin hætta á út- lánatöpum sjóðsins og því er í tillög- um ráðherra gert ráð fyrir þremur útlánaflokkum með misháu vaxta- álagi vegna aukinnar útlánaáhættu eða allt upp í 1%. Grunnflokkur yrði fyrir lánshlut- fall allt að 60% og yrði vaxtamunur sá sami og er í húsbréfakerfinu í dag eða 0,35%. Af 5,1% vöxtum í hús- bréfakerfinu í dag renna 0,35% til Íbúðalánasjóðs í formi vaxtamunar, til að mæta hugsanlegum útlánatöp- um, sem hafa verið hverfandi til þessa, og til að standa undir rekstri Íbúðalánasjóðs. Skiptingin er þannig að 0,20% renna í afskriftarsjóð og 0,15% ganga til reksturs kerfisins. Ef þessi tillaga nær fram að ganga yrði um að ræða lækkun á því láns- hlutfalli sem gildir í dag með þessum vaxtamun, þar sem þeir sem eru að kaupa sér eign í fyrsta skipti geta fengið 70% húsbréfalán með 5,1% vöxtum og allir aðrir 65% lán með þeim vöxtum. Tvöfalt hærri vaxtamunur Samkvæmt ofangreindum tillög- um yrði miðflokkur fyrir lánshlutfall- ið 61-75% og þar er gert ráð fyrir að vaxtamunurinn tvöfaldist og verði 0,70% þar sem 0,50% renni í afskrift- arsjóð og 0,20% til reksturs Íbúða- lánasjóðs. Vextir á þessum flokki lána yrðu því 5,45% miðað við gild- andi vexti á húsbréfum. Það eru raunar ívið hærri vextir en gildandi vextir tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins á lánum til sjóðfélaga sinna. Breytilegir vextir á sjóðfélagalánum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins eru 5,43% frá 1. júlí og hjá Lífeyr- issjóði verslunarmanna 5,44%. Efsti lánaflokkurinn yrði fyrir lánshlutfallið 75-90% og vaxtamun- urinn yrði 1% þar sem 0,80% renna í afskriftarsjóð og 0,20% til reksturs kerfisins. Miðað við núverandi vexti á húsbréfum yrðu vextirnir á þessum lánaflokki því 5,75%, sem er nokkru hærra en núgildandi vextir á viðbót- arlánum sem eru 5,6% eins og áður sagði. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að 1. desember næstkomandi hækki lánshlutfall allra í 70% og há- markslánið hækki í 10 milljónir kr. og 1. maí næstkomandi, eftir rúma níu mánuði, verði lánshlutfallið orðið allt að 75% og hámarkslánið 12 millj- ónir króna. Eftir það hækkar lánið og lánshlutfallið árlega í þrepum uns það verður 90% og allt að 21 milljón króna 1. maí árið 2007. Markmið breytinganna gagnvart íbúðarkaupendum eru þrenns konar samkvæmt tillögunum. Í fyrsta lagi að heildarfjármögnun vegna íbúðar- kaupa verði möguleg hjá Íbúðalána- sjóði. Í öðru lagi að tryggja lægstu mögulegu markaðsvexti íbúðarlána og í þriðja lagi að losa um fjármagn bundið í steinsteypu. Fram kemur að í mörgum tilfell- um muni skuldsetning heimilanna aukast með tilheyrandi aukinni greiðslubyrði. Aftur á móti muni oft- ast verða um að ræða tilflutning skulda, þar sem að í stað dýrra bankalána sem nú séu tekin til að kaupa húsnæði komi hagkvæmari húsnæðislán. Viðbótarlánin leggjast af Þá kemur fram að með ofan- greindum breytingum muni núver- andi viðbótarlán leggjast af á tíma- bilinu. Ef grípa eigi til félagslegra jöfnunaraðgerða af einhverju tagi verði þær ekki í formi niðurgreiðslu á vöxtum heldur fari þær fram í gegnum einhvers konar húsnæðis- bótakerfi. Fram kemur að kosturinn við þessar tillögur sé að þær muni ekki koma til með að kosta ríkissjóð nein útgjöld. Þegar er hafinn undirbúningur að því að hrinda tillögunum í fram- kvæmd, enda skammt til þess að fyrsti hluti þeirra gangi í gildi. Skip- aður verður vinnuhópur þriggja ráðuneyta, félagsmála-, viðskipta- og fjármálaráðuneytisins til þess að vinna að undirbúningnum. Auk þess verður samráðshópur hagsmunaðila og annarra sem málinu tengjast einnig hafður með í ráðum. Í sam- ráðshópnum verða til dæmis fulltrú- ar aðila vinnumarkaðarins og inn- lánsstofnana. Meðal þeirra verkefna sem við blasa er að meta hvaða áhrif breytt lánafyrirkomulag á fasteignamark- aði komi til með að hafa á fasteigna- verð verði því hrint í framkvæmt í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Þar þarf að taka tillit til þeirrar þró- unar sem framundan er í efnahags- málum, en horfur í þeim efnum eru mjög hagfelldar eins og kunnugt er, þó hvatt sé til varúðar vegna nokk- urrar hættu á þenslu. Þá hlyti einnig að vera mjög þarft að láta fara fram könnun á þróun á fasteignamarkaði síðustu árin þar sem reynt yrði að meta að hve miklu leyti megi rekja hækkanir eigna- verðs undanfarin misseri til aukins kaupmáttar og að hve miklu leyti hækkanir stafa af öðrum þáttum. Þar má nefna til aukna lánafyrir- greiðslu, lengdan lánstíma og aukið framboð og eftirspurn eftir húsnæði eins og að framan er rakið. Í þessu sambandi er einnig vert að fara yfir þá möguleika sem fólk hefur á fjármögnun húsnæðiskaupa, eins og málum er nú háttað og á hvernig kjörum þau lán eru. Þar er auðvitað fyrst að nefna núgildandi reglur um húsbréfalán og viðbótarlán. Auk þess eru allir á vinnumarkaði skuldbundir til þess að vera í lífeyrissjóði og eiga því möguleika á töku lífeyrissjóðs- lána, sem í mörgum tilvikum eru nokkuð há og með til þess að gera hagstæðum vöxtum. Margir stærstu lífeyrissjóðirnir eru farnir að miða vexti sína við ávöxtunarkröfu hús- bréfa á markaði að viðbættu álagi sem oft er í kringum 0,75%. Í þriðja lagi er síðan almenna lána- kerfið, en þar eru vextir auðvitað mun hærri en hvað hina lánafyrir- greiðsluna varðar. Vaxtabótakerfið Það er einnig spurning hvort ekki sé ástæða til þess að endurskoða ákvæði skattalaga um fyrirgreiðslu til handa þeim sem eru að kaupa sér húsnæði. Hvaða áhrif hefur til að mynda hækkun á eignaverði og launahækkanir síðustu ára haft á greiðslur vaxtabóta til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði, en greiðslur vaxtabóta eru háðar ströngum reglum um tekju- og eignamörk. Það er góðra gjalda vert að vilja auka fyrirgreiðslu við íbúðarkaup- endur, einkum þá sem eru að festa sér íbúð í fyrsta skipti. Um það er ekki deilt, en fyrir því er að nokkru séð með með núverandi fyrirkomu- lagi viðbótarlána. Miklu skiptir að breytt fyrirkomulag húsnæðislána verði ekki eitt og sér til þess að hafa áhrif á verð á fasteignum umfram það sem ástandið í efnahagslífinu á næstu árum gefur tilefni til. Reynsla síðustu áratuga kennir að það sé var- hugavert að auka opinbert lánsfé á þessu sviði þegar góðæri er í landinu og má vísa til reynslunnar frá árinu 1986 og opinbera lánakerfinu þá í því sambandi, þótt ástandið sé auðvitað að mörgu leyti annað nú en þá. Það þarf líka að hugleiða í þessu sambandi hvað verður þegar að því kemur að fasteignaverð lækkar aftur og veðhlutfallið er orðið 90% af mats- verði fasteigna. Hætt er við að það sem hefur hækkað mikið lækki aftur fyrr eða síðar. Þarf ekki annað en að vísa til reynslunnar af þróuninni á verði hlutabréfa síðustu árin í því sambandi. Hættan er auðvitað sú að verðlækkun á fasteignum valdi því að fólk sitji uppi með yfirveðsettar eign- ir, sem ekki standa undir þeim lánum sem á þeim hvíla, og þá gæti verið verr af stað farið en heima setið. yfir höfuðið Morgunblaðið/Árni Sæberg hjalmar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.