Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Að eðlisfari ert þú mikill leiðtogi og getur tekið erf- iðar ákvarðanir. Þú kýst að skipuleggja og rannsaka hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að huga að sam- verustað þínum. Annaðhvort ákveður þú fyrir fullt og allt hvar þú kýst að búa eða gerir breytingar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er mjög líklegt að breyt- ingar í starfi muni eiga sér stað hjá þér í ár. Það að vera viðbúin(n) skiptir miklu máli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að gera þér grein fyrir hvað skiptir máli í þínu lífi. Þú verður umfram allt að forgangsraða hlutunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert í algerlega nýrri að- stöðu þessa stundina og veist varla hvað snýr upp og hvað snýr niður. Ekki örvænta því þetta ástand varir ekki lengi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er enginn vafi á því að nýtt tímabil í lífi þínu er að hefjast. Þú verður að kveðja ákveðna hluti og ákveðið fólk. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að kunna að meta það sem þú hefur nú þegar áorkað. Þú átt það til að gagnrýna eigin verk um of. Mundu að enginn er fullkom- inn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú hvílir mikil ábyrgð á þín- um herðum. Þú munt þó njóta ávaxta erfiðisins áður en langt um líður. Njóttu vel! Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að leggja meira á þig á þínu sérsviði. Aukin menntun og æfing mun færa þér frama í starfi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú væri tilvalið að gera út um gömul deilumál og grafa stríðsöxina. Ef þú gerir það munt þú finna fyrir auknu frelsi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Áhrif þín á umhverfið hafa aukist til muna. Það vald sem þú nú hefur gæti reynst sam- böndum þínum skaðlegt. Við þessu er ekkert að gera. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að gera þér grein fyrir því að mikil vinna er framundan. Skipuleggðu þig því vel og leggðu hart að þér. Það mun koma þér til góða seinna meir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mikil ábyrgð vegna barna getur verið þreytandi. Hafðu það þó hugfast að þetta er einnig ein mesta ánægja þín í lífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HEIMÞRÁ Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, – hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnipið allan þann dag. – Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Jóhann Sigurjónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 Ára afmæli. KristjánReykdal, Klettahlíð 16, Hveragerði, verður áttatíu og fimm ára í dag sunnudaginn 27. júlí. Af því tilefni tekur hann og eig- inkona hans, Sölvína Jóns- dóttir, á móti vinum og vandamönnum í sal Ár- skóga, Árskógum 4 í Mjódd, milli kl. 15.30 og 18 á afmæl- isdaginn. STUNDUM gerast undrin við borðið, stundum eftirá. Hér er úr Cavendish- mótinu í fyrra, þar sem ská- setjarar mótsblaðsins sáu möguleika sem keppendur misstu af. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁK864 ♥ ÁK10 ♦ 43 ♣Á96 Vestur Austur ♠ 9732 ♠ DG10 ♥ 32 ♥ DG8 ♦ ÁKD765 ♦ G10982 ♣K ♣D4 Suður ♠ 5 ♥ -- ♦ 97654 ♣G1087532 Víða var opnað á þremur laufum og vestur kom inn á tígulsögn, tveimur eða þremur. Svo til alls staðar voru spiluð fimm lauf í suð- ur (+400) eða þá fimm tíglar doblaðir í AV, sem gáfu NS fallegan 500-kall. Tveir spil- arar reyndu sex lauf, en fóru niður. Skiljanlega, því tveir tapslagir blasa við, annar á tromp og hinn á hjarta. Við nánari skoðun kemur í ljós að sex lauf er aldeils óhnekkjandi spil með tígli út! Vinningsleiðin er þessi: útspilið er trompað, ÁK í spaða spilað og spaði stung- inn. Hjarta er spilað á ás og spaði aftur trompaður, en austur hendir tígli. Þá er hjartakóngur tekinn og tíg- ull trompaður heim. Staðan er nú þessi: Norður ♠ 4 ♥ 10 ♦ -- ♣Á96 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ -- ♥ D ♦ KD76 ♦ G10 ♣K ♣D4 Suður ♠ -- ♥ 97 ♦ -- ♣G108 Laufi er spilað í fyrsta sinn og vestri gefinn slag- urinn á kónginn! Hann spil- ar tígli, tilneyddur, sem er til dæmis trompaður í borði og hjarta hent heima. Trompásinn gleypir lauf- drottninguna og fríspaðinn sér um síðasta hjartað heima. Einfalt! Það gagnast austri ekkert að stinga fjórða spaðann með drottningunni, því þá er bara hjarta hent og tromp varnarinnar falla saman. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. O-O O-O 8. c4 c6 9. He1 Bf5 10. c5 Bc7 11. Rc3 He8 12. Dc2 Rd7 13. b4 Bg6 14. Bb2 He6 15. Re2 De7 16. Rg3 He8 17. Db3 h5 18. Bxe4 dxe4 19. d5 cxd5 20. Rd4 h4 21. Rf1 Dg5 22. Rxe6 fxe6 23. Bd4 Bh5 24. Kh1 Hf8 25. b5 Re5 26. De3 Dg6 27. b6 axb6 28. cxb6 Bd6 29. Bxe5 Bxe5 30. Hab1 Hf3 31. Dc5 Df5 32. Dc8+ Kh7 33. Dd8 Bf6 34. Dc7 Hxf2 35. Re3 Dg5 36. Dxb7 Bd4 37. Hf1 Dxe3 38. Hxf2 Dxf2 39. Dc7 Staðan kom upp á al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Andorra. Irina Krush (2449) hafði svart gegn Ivan Cheparinov (2529). 39...Bf3! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 40. gxf3 Dxf3#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Alþjóðleg málstofa um “The World at a Turning Point” Good Governance and responsible leadership Laugardaginn 9. águst kl. 10 til 17. Fer fram á ensku. Nánari upplýsingar Í sima 5528405 eða ffwpu@mmedia.is Interreligious and International Federation for World peace FYRIR löngu var í þessum pistlum rætt um so. að stóla á e-ð. Þetta er hrátt tökuorð úr dönsku, vissu- lega ekki nýtt, því að dæmi eru um það í OH fyrir um 200 árum. Hins vegar hef- ur oft verið bent á, að þarf- laust sé að nota það í vönd- uðu máli, meðan við hefðum miklu betri orð í ís- lenzku í sömu merkingu. Í fyrra skiptið komst ég svo að orði, að ég hefði sjaldan séð so. að stóla á prenti eða heyrt í mæltu máli. En nú upp á síðkastið hef ég orðið þess var, að ýmsir fjöl- miðlamenn virðast hafa fengið eitthvert dálæti á þessu so. – eða þá gleymt því, að í máli okkar séu til önnur orð, sem fara miklu betur í ræðu og riti, enda alíslenzk. Þá er m. a. talað um að treysta á e-n eða e-ð, sbr. no. traust, að hafa traust á e-u eða e-m. Ég held menn finni hér verulegan mun á orðum og gegnsæi þeirra í máli okk- ar. Þegar ég var í skóla fyr- ir miðja síðustu öld, var nemendum einmitt bent á, að so. að stóla á e-ð væri dönskusletta og með öllu óþörf í máli okkar og bent á önnur sagnorð í staðinn. Við tölum um að treysta á e-ð og eins að reiða sig á e-ð, sbr. lo. traustur og áreiðanlegur. Í OM (1983) er merkt við sögnina að stóla sem vont mál, sem forðast beri í íslenzku. Í OE (2002), arftaka OM, er aftur slakað á klónni eins og víðar er þar gert, og nú talað um óforml. mál, sem ég tel heldur óljóst orðalag. Þó skil ég það svo, að með því sé so. að stóla veitt nokkurt brautargengi í máli okkar. Þrátt fyrir þá tilslökun tel ég ástæðu- laust fyrir útvarpsstöðvar og aðra fjölmiðla að ýta úr vegi þeim ágætu orðum, sem hér hefur verið bent á og eiga meiri þegnrétt í tungu okkar en hið dansk- ættaða orð. – J.A.J. ORÐABÓKIN Að stóla á eitthvað Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Hafnarfjarðar- kirkju 5. október 2002 af sr. Þórhalli Heimissyni þau Ráðhildur Anna Sigurð- ardóttir og Jón Arnar Jóns- son. Heimili þeirra er í Eyr- arholti 12, Hafnarfirði. KIRKJUSTARF Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Orgeltónleikar kl. 20:00. Lars Frederiksen frá Danmörku leikur. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefn- um alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsenda- bletti 601. Í kvöld er samkoma kl. 20.00. Helga R. Ármanns- dóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna- gæsla fyrir 1-7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.