Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 27 VANDI listalífs í hverju landi birt- ist í því sem kalla mætti misþroska. Misþroski er eins gott heiti og hvað annað því ef tekið er tillit til gagnsæis hugtaksins ber það með sér að sumir þættir eru þroskaðri en aðrir. Það sem náð hefur þroska í íslensku listalífi er sjálft grunn- fóðrið; listamennirnir. Það er ekk- ert launungarmál að íslenskir myndlistarmenn eru óvenju hæfi- leikaríkir, glöggir, útsjónarsamir og fylgnir sér. Þá eru þeir töluvert fleiri miðað við höfðatölu en skráðir listamenn meðal grannþjóða okkar. Íslenskir listamenn fylgjast vel með hræringum utan landsteinanna, einkum meðal engilsaxneskra þjóða, en einnig hjá germönskum þjóðum, þýsku- og flæmskumæl- andi. Það er vissulega gleðilegt þegar grunnurinn er jafnpottþéttur og sýnir sig vera hjá íslenskum lista- mönnum. Verra er að aðrir og afar mikilvægir þættir hafa orðið undir í þróuninni. Stoðkerfið, en svo má kalla allt það mengi sem lýtur að stuðningi við listamenn og sköp- unarstarf þeirra, er brotakennt svo ekki sé kveðið fastar að orði. Ef- laust stafar það af mannfæð og stuttri hefð, en þar með er ekki öll sagan sögð. Hæfileikar okkar til að vinna saman að ákveðnu markmiði virðast afar takmarkaðir þegar um myndlist er að ræða. Einyrkjabú- skapur í anda Bjarts í Sumarhúsum gerir íslenskum listamönnum erfitt fyrir þegar tryggja þarf framgang sameiginlegra þjóðþrifamála. Þá er sem ákveðin blinda ráði ferðinni. Myndlistarmenn gera ómældar kröfur til sjálfra sín og starfsfélaga sinna í öllu sem lýtur að faglegum hliðum listsköpunar- innar; hvernig verkin eru útfærð og sýnd, eða undir hvaða formerkjum þau eru unnin. Hins vegar eru eng- ar kröfur gerðar til umhverfisins um viðunandi starfsskilyrði, fjár- hagslegan stuðning, sómasamlegt kerfi til að treysta framtakið út á við, eða aukinn skilning og traustan sess framtakinu til handa. Eitt af því sem sjaldnast sést þegar lista- menn halda sýningar er frambæri- leg sýningarskrá. Flestir láta sér nægja einblöðunga með hrárri upp- talningu á heiti verka og ferilskrá. Oftar en ekki er upplýsingaleysið fullkomið. Það er engu líkara en sýnendur treysti því að allir sem sjá verk þeirra séu faglegir og þrautþjálfaðir áhorfendur með æva- löng kynni af samtímalist. Almennur áhugi á myndlist er í réttu hlutfalli við aðgengilegar upp- lýsingar um myndlist. Þetta á reyndar við um öll umsvif. Upplýs- ingar eru í hvívetna forsenda áhuga enda er jafnan talað um núverandi þróunarstig vestræns samfélags sem upplýsingaþjóðfélagið. En það mætti halda að íslenskur listheimur væri á allt annarri skoðun. Engu er líkara en sýnendur kæri sig kollótta um það hvort sýningargestir ganga út af sýningum þeirra reynslunni ríkari eða fullkomlega skilnings- vana. Hvergi í hinum vestræna heimi er jafnilla staðið að sjálfsögðu upplýsingaflæði um myndlist og hér á landi enda lætur árangurinn af þeirri vanrækslu ekki á sér standa. Íslenskir listamenn eru nær aldrei á blaði þegar kemur að samsýn- ingum á alþjóðlegum vettvangi. Að Ólafi Elíassyni frátöldum, en hann var svo heppinn að ganga alla sína mennta- og framabraut erlendis, hefur engum íslenskum listamanni verið boðin þátttaka á Documenta- sýningu í Kassel, Aperto-sýningu í Feneyjum, Tvíæringnum í Lyon eða Skulptur Projekte í Münster. Aðeins einn íslenskur listamaður hefur tekið þátt í öllum þeim Manifesta-sýningum, sem ætlað er að vera sérstakur tvíæringur yngstu kynslóðar myndlistarmanna á evrópskum vettvangi. Það var Anna Guðmundsdóttir, og hefur það trúlega hjálpað henni að hún skuli búa í Osló. Þetta er vægast sagt afar slakur árangur og öldungis óviðunandi því ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að bestu listamenn okkar sýndu að jafnaði með erlendum kollegum sínum á helstu samsýn- ingum álfunnar. Ekki skortir þá hæfileikana. En svo er að sjá sem þeim mæti óyfirstíganlegt skiln- ingsleysi hér heima, endurvarp þess skilningsskorts á vestrænu listkerfi sem nær upp allan stigann, frá grasrótinni neðst til safnanna efst. Þetta skilningsleysi er auðvit- að afleiðing þess viðvarandi upplýs- ingasveltis sem áður var getið og meinar Íslendingum hlutdeild í sameiginlegri vitundarvakningu Vesturlandabúa á myndlistarsvið- inu. Sú almenna vitundarvakning hófst fyrir alvöru undir lok áttunda áratugarins á meginlandi Evrópu, meðal annars með opnun Pomp- idou-miðstöðvarinnar í París, árið 1977. Þar var afsönnuð sú hégilja að samtímalist væri aðeins fyrir fáa útvalda. Svo vildi til að Pontus Hultén, hinn kunni sænski safn- stjóri, og skipaður yfirsýningar- stjóri hinnar nýju miðstöðvar, bauð ellefu íslenskum myndlistarmönn- um að sýna í hinu nýstofnaða safni. Þótt sýningin „Ça va, ça va“ væri séríslensk vakti hún ómælda at- hygli í París og hefði auðveldlega getað orðið stökkpallur fyrir frekari útrás íslenskrar samtímalistar. En vanþróaðir innviðir okkar eigin kerfis urðu til að draga úr vægi þessarar merkilegu óskabyrjunar. Í kjölfar Pompidou-miðstöðvar- innar reis hvert safnið af öðru á meginlandi Evrópu og sýningarhall- ir spruttu upp hvarvetna sem gor- kúlur. Segja má að Norðurlöndin og Bretlandseyjar hafi rekið lest- ina, því þar hófust umskiptin fyrst fyrir alvöru á síðasta áratug, þótt akurinn væri þegar plægður upp úr miðjum 9. áratugnum. Enn sér ekki fyrir endann á þessari almennu vit- undarvakningu á sviði menningar og lista þó svo að Evrópa, og Þýskaland sér í lagi, gangi gegnum dapurlegt samdráttarskeið. Það er sem vinsældir safna og hvers konar sýningarsala – að ekki sé nú talað um stórviðburði á borð við listmess- ur, tvíæringa, fimmæringa og tíær- inga – hafi tryggt samtímalistinni verðugt og stöðugt brautargengi hvarvetna í Evrópu. Þá má geta þess að snemma á 9. áratugnum fengu sýningarskrár og tímarit sína bókskráningu sem olli byltingu í sölu á þeim alls staðar á Vest- urlöndum, að Íslandi frátöldu. Einnig á því sviði eigum við eftir að losa okkur við misþroskann. Morgunblaðið/Halldór Björn Runólfsson Ungviðið lærir að meta samtímalistina í Kiasma, Samtímalistasafninu í Helsinki, sem státar sig af því að vera vinsælasta listasafn heims. Það er að minnsta kosti löngu orðið ómissandi samkomustaður ungra sem aldinna enda þjóna matsalan, kaffistofan og bóksalan endalausum straumi gesta sem leggur leið sína þangað frá morgni til kvölds. Misþroski listalífsins Eftir Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.