Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 1
BANDARÍSKA fyrirtækið Geimævintýri er að íhuga möguleikana á að festa kaup á rússnesku Soyuz-geimfari til að nota til að flytja ferðamenn til alþjóðlegu geimstöðvarinn- ar (ISS), að því er rússneska fréttastofan ITAR-TASS hafði eftir forstjóra fyrirtækisins í gær. Fyrirtækið, sem skipulagði tvær fyrstu geimferðir ferða- manna 2001 og 2002, hefur skrifað undir samning við rússnesku geimvísindastofn- unina, Rosaviakosmos, um að flytja tvo ferðamenn til við- bótar til ISS á næsta eða þar- næsta ári. Forstjóri Geim- ævintýra, Eric Anderson, tjáði ITAR-TASS að æskilegt þætti að senda ferðamennina tvo í sama geimfari í fylgd reynds geimfara. Til greina kæmi að kaupa til þess Soyuz-far. Talsmaður Rosaviakosmos, Sergei Gorbunov, sagði fyrr í vikunni að ef Soyuz-far yrði smíðað fyrir Geimævintýri yrði það mjög dýrt. „Við get- um selt [þeim] geimfar. En þeir verða þá að gera sér grein fyrir því að það myndi ekki kosta 20 milljónir dollara og ekki 40 milljónir heldur miklu meira.“ Gorbunov bætti því við að engar pantanir hefðu borist. AP Íhuga kaup á geimfari Moskvu. AFP. AÐ minnsta kosti 420 manns slösuðust þegar tveir öflugir jarðskjálftar skóku norðausturhluta Jap- ans í gær, eða á föstudagskvöld að íslenskum tíma. Nokkur hús eyðilögðust, aurskriður féllu og raf- magn fór af, að því er lögregla greindi frá. Stærri skjálftinn var 6,2 stig á Richter og reið yfir kl. 7.13 í gærmorgun að staðartíma, eða kl. 22.13 á föstu- dagskvöldið að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru 12 km undir yfirborði jarðar í norðurhéraðinu Miyagi, á svo að segja ná- kvæmlega sama stað og upptök fyrri skjálftans voru, en hann hafði mælst 5,5 á Richter og komið nákvæmlega sjö klukkustundum fyrr. Að sögn lögreglunnar í Miyagi voru fæstir hinna slösuðu alvarlega meiddir, 27 hlutu beinbrot. Japanska ríkisútvarpið (NHK) sagði slasaða vera yfir 400 og bætti við að á níunda hundrað hefði verið gert að yfirgefa heimili sitt af ótta við aurskriður og flóð, því mikil og sífelld úrkoma væri í Miyagi. Í stærri skjálftanum fór rafmagn af um 100.000 heimilum, en engar fregnir bárust af skemmdum í kjarnorkuveri sem er í Miyagi. Um fjögur hundr- uð eftirskjálfta varð vart í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar í héraðinu, þ. á m. einn sem mældist 5,4 á Richter. Talsmaður veðurstofunnar sagði að þetta hefði ekki verið „stóri skjálftinn“ sem búist er við að verði í Miyagi. Taldar séu yfir 80% líkur á að „sá stóri“ ríði yfir einhvern tímann á næstu tveimur áratugum. Á fimmta hundrað slasast í jarðskjálftum í Japan Nango, Tókýó. AFP, AP. Reuters Sex hús eyðilögðust algerlega ÞETTA vöruhús hrundi ofan á bíl í bænum Nango, sem er rétt hjá upptökum skjálftanna í Miyagi- héraði. Í Nango slösuðust að minnsta kosti 38 manns, sex hús eyðilögðust og 12 skemmdust mikið. Stærsti skjálftinn mæld- ist 6,2 stig á Richter STOFNAÐ 1913 201. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ALLARVERSLANI R OPNARÍDAG FRÁ13-18 Hetjuför upp Hornbjarg Einn og óstuddur upp ókleift bjargið Sunnudagur B8 Sjóræningjar í sókn á hvíta tjaldinu Bíó B12 Fjölskyldu- saga Fjólu Varð skipreika í Sierra Leone Sunnudagur B1 UM ÞAÐ bil 400 félagslegar eign- aríbúðir sem áður tilheyrðu hinu fé- lagslega íbúðakerfi voru innleystar á fyrri hluta þessa árs. Að langstærstum hluta voru þess- ar íbúðir seldar á almennum mark- aði, en innlausnaríbúðum hefur fjölgað um 70% eftir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu féllu frá for- kaupsrétti á félagslegum íbúðum á fyrri hluta síðasta árs. 1.450 viðbótarlán á fyrri hluta þessa árs Stöðug aukning hefur verið á veit- ingu viðbótarlána við húsbréfalán frá því þau voru tekin upp árið 1999, sér- staklega tvö síðustu árin. Þannig voru meira en tvöfalt fleiri sem tóku viðbótarlán í fyrra, en fengu það fyrsta árið 1999. Á sama tíma hefur meðalupphæð lánanna hækkað um tæp 400 þúsund. Árið 1999 fengu tæplega 1.200 manns viðbótarlán sem voru að meðaltali tæplega 1.500.000 kr. en á árinu 2002 voru þeir tæplega 2.600 sem fengu viðbót- arlán að upphæð 1.865.000 kr. að meðaltali. Það er tæplega 50% fjölg- un lánþega frá árinu á undan. Á fyrri hluta þessa árs voru veitt yfir 1.450 viðbótarlán og verði vöxturinn með sama hætti á síðari hluta ársins má gera ráð fyrir að þau verði hátt í þrjú þúsund talsins á árinu öllu. Vaxtamunur allt að 1% Samkvæmt tillögum félagsmála- ráðherra um 90% lánshlutfall íbúð- arlána er gert ráð fyrir að vaxta- munur aukist og geti orðið allt að 1% þar sem hann er hæstur, en hann er nú 0,35% í húsbréfakerfinu. Fram kemur að með hærra láns- hlutfalli skapist aukin hætta á út- lánatöpum sjóðsins og því er í til- lögum ráðherra gert ráð fyrir þremur útlánaflokkum með misháu vaxtaálagi vegna aukinnar útlána- áhættu. Grunnflokkur yrði fyrir lánshlut- fall allt að 60% og yrði vaxtamunur sá sami og er í húsbréfakerfinu í dag eða 0,35%. Samkvæmt núgildandi reglum eiga þeir sem eru að kaupa sér eign í fyrsta skipti rétt á 70% láni með þessum vaxtamun og aðrir eiga rétt á 65% láni. Samkvæmt ofangreindum tillög- um yrði miðflokkur fyrir lánshlut- fallið 61–75% og þar er gert ráð fyrir að vaxtamunurinn tvöfaldist og verði 0,70% þar sem 0,50% renni í afskrift- arsjóð og 0,20% til reksturs Íbúða- lánasjóðs. Vextir á þessum flokki lána yrðu því 5,45% miðað við gild- andi vexti á húsbréfum Efsti lánaflokkurinn yrði fyrir lánshlutfallið 75–90% og vaxtamun- urinn yrði 1% þar sem 0,80% renna í afskriftarsjóð og 0,20% til reksturs kerfisins. Miðað við núverandi vexti á húsbréfum yrðu vextirnir á þessum lánaflokki því 5,75%. Vextir á viðbót- arlánum eru nú 5,6% en samkvæmt tillögunum verður núverandi kerfi viðbótarlána lagt af. 400 félagslegar íbúðir inn- leystar það sem af er árinu Tillögur um 90% húsbréfalán gera ráð fyrir auknum vaxtamun  Allir þurfa/10–11 Morgunblaðið/Arnaldur Sverð og sjór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.