Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í BOÐSKORTINU, sem Sig-ríður Víðis Jónsdóttir senditil vina sinna á dögunum oghafði að geyma boð um aðmæta í partí að kvöldi út- skriftardagsins 21. júní síðastlið- ins, var þess getið að hún myndi af- þakka gjafir af öllu tagi. Þess í stað yrðu tveir söfnunarbaukar á svæð- inu, annar merktur Hjálparstarfi kirkjunnar og hinn Rauða kross- inum. Veislugestirnir mættu gjarn- an láta fé af hendi rakna í þá, hefðu þeir í hyggju að gleðja hana á ein- hvern hátt í tilefni dagsins. Yfir baukunum hékk borði með orðun- um: „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður“, sem margir þekkja úr frægum söngtexta og kyrjaður var er hungursneyð ríkti í Eþíópíu. Sigríður Víðis Jónsdóttir var ekki há í loftinu þegar hún söng með „ …menn, konur og börn lífum týna, án hjálpar eygja enga von …“ Barnsröddin var björt og unga stúlkan horfði stórum augum á vannært barn framan á rauðum pappírsbauk, sem komið hafði inn um bréfalúguna heima hjá henni. Fyrst hélt hún að stinga ætti brauðsneiðum ofan í baukinn og var mikið í mun að koma sem flest- um sneiðum fyrir. Það var mik- ilvægt að hjálpa svöngu börnunum úti í heimi. Söngurinn þagnaði og málefni Eþíópíu fengu minni um- fjöllun í fjölmiðlum. Myndirnar af fátæku börnunum sátu þó í huga hennar og á hverri aðventu þegar rauði baukurinn kom með póstin- um fór meira fyrir þeim. Henni fannst fólkið í kringum sig ábyrgð- arlaust og sýna ótrúlegt skeyting- arleysi. Tólf ára gömul settist hún einbeitt niður við eldhúsborðið heima á Akranesi og samdi ljóðið „Söfnunarbaukur“: Hvað er nú þetta? „Brauð handa hungruðum heimi – gefum hungruðum framtíðarvon,“ segjum við og berum fram jólagæsina. Hvað er verið að senda manni eitthvert pappírsrusl? Getur þetta fátæka fólk ekki bara fengið sér vinnu? hugsum við og berum fram eftirréttinn: Danskan ostabúðing. Iss, það gefa nógu margir pening, það munar ekkert um mig, hugsum við og hendum bauknum í ruslið. Ungu Skagastúlkunni fannst eðlilegt og ekki um annað að ræða en að þeir, sem hefðu meira en nóg að bíta og brenna, hjálpuðu þeim, sem bjuggu við óviðunandi aðstæð- ur. Hún er enn sömu skoðunar og má segja að BA-ritgerðin sé rök- rétt framhald réttlætiskenndarinn- ar, sem skóp hana unga. Í dag er Sigríður Víðis orðin 23 ára gömul og þrátt fyrir að hafa ferðast víða, hyggur hún á frekari landvinninga í þeim efnum. Hana dreymir líka um að vinna við þróunarhjálp og hyggur auk þess á frekara nám þegar fram líða stundir. Ennþá er hún samt ekki komin að endanlegri niðurstöðu um hvað það eigi að vera, en segir að það geti orðið hvort sem er í heimspeki, mann- fræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði eða einhverju enn öðru. Margar áleitnar spurningar Sigríður, sem fædd er árið 1979, á tvo eldri bræður og er dóttir hjónanna Jóns Hálfdanarsonar, forstöðumanns þróunarseturs Ís- lenska járnblendifélagsins, og Kristínar Steinsdóttur rithöfundar. Eftir að hafa dúxað á stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vorið 1999 ákvað hún að taka sér ársfrí frá námi til þess að huga að því hvað væri utan þess ramma sem hún hrærðist í hér á Fróni. Eftir að hafa safnað sér fé sem humarveiðimaður í Maine í Bandaríkjunum og farið í stutta ferð til Venesúela, tók við tveggja mánaða ferðalag um Egyptaland, Zambíu, Zimbabwe, Malaví, Kenýa og Tansaníu. Í kjölfarið hóf hún nám í heimspeki við HÍ og fór sum- arið eftir í langt ferðalag um Taí- land. Hún heillaðist af þessum heimi sem var svo gjörólíkur þeim sem hún þekkti. Greinilegt var að jarðarbúar bjuggu við ákaflega mismunandi kjör. Þegar heim var komið ákvað hún að taka mannfræði sem aukagrein með heimspekinni. „Ritgerðarefnið sameinar í raun greinarnar tvær og þar með áhuga minn á fólki, um- heiminum og siðfræði. Innan heim- spekinnar hafði siðfræðin heillað mest og siðferðilegar spurningar leituðu á mig. Lengi hafði ég velt fyrir mér hvort menn ættu að hjálpa hver öðrum, óháð því hvort þeir gerðu það í raun og veru. Þeg- ar allt kom til alls, hlaut ég ekki að hafa einhvers konar skyldu gagn- vart fólkinu, sem ég hafði séð í heimatilbúnum og hrörlegum skýl- um í Caracas í Venesúela? Hvað um eyðnismituðu Malavíbúanna sem ég hitti? Eða fólkið, sem lenti í flóðum í norðausturhluta Taílands, rétt eftir að ég var á svæðinu? Og hvað um mína eigin samlanda sem ekki áttu í sig og á? Eða mátti segja að þegar öllu væri á botninn hvolft, væri þetta í raun og veru ekki mitt vandamál – vissulega væri fallegt að hjálpa þessu fólki, en ég hefði samt enga beina sið- ferðilega skyldu til þess? Var þetta ef til vill bara þeirra mál?“ Sjónarhóll siðfræðinnar Í inngangi ritgerðarinnar kemur fram að hver sá, sem ekki hjálpar manni í neyð, er brotlegur sam- kvæmt íslenskum lögum. Álíka lög finnast í öðrum löndum. Í ljósi þessa veltir Sigríður fyrir sér hvað segja megi um neyð í næstu götu, næsta bæ, næsta landi eða næstu heimsálfu – neyð sem hún sjálf gengur ekki fram á, en á sér engu að síður stað. Er rangt að koma ekki til hjálpar í slíkum aðstæðum? Lög og reglur löggjafarvaldsins ná ekki til þessa og hefur lögfræðin þannig ekkert um málið að segja, að hennar sögn. „Hér kemur siðfræðin til skjal- anna. Þótt ekki sé rangt eftir lög- um að láta hjá líða að bregðast við má spyrja: Er það siðferðilega rangt? Og ef svo er ber mér þá að koma til hjálpar? Lagareglur kveða á um að við eigum ekki að gera á hlut annarra og skaða þá. Auk þess samþykkja flestir að slíkt athæfi sé rangt í siðferðilegu tilliti. Erum við hins vegar skyldug til að gera meira en að skaða aðra ekki? Eigum við að ganga lengra en ein- ungis að valda fólki ekki tjóni? Höfum við siðferðilega skyldu til að bregðast við neyð þess – létta því byrðarnar og stöðva eða koma í veg fyrir skaða? Eigum við að grípa inn í vondar aðstæður og slæmt ástand og koma fólki til hjálpar? Spurningin snýst ekki um það hvort við gerum slíkt í raun og veru, hvort menn láti sig náungann almennt varða, heldur hvort við eigum að gera það.“ Of margir í fátæktargildrunni Í ritgerðinni, sem er óvenju löng af BA-ritgerð að vera, veltir Sig- ríður fyrir sér hvert samband þeirra, sem eru aflögufærir, er við þá, sem standa frammi fyrir ómannsæmandi kjörum, hvort sem er af völdum fátæktar, náttúru- hamfara, hungursneyðar eða ann- ars. Viðurkennt er að fimmta hvert mannsbarn í heiminum býr við skilyrði, sem skilgreind eru sem „algjör fátækt“. Það þýðir, að sögn Sigríðar, að sá hluti mannkynsins hefur beinlínis ekki það sem til þarf til að halda lífi. Yfir milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni, duttlungar náttúrunnar leika menn grátt og milljónir eru á flótta. „Það vill svo til að stór hluti þeirra, sem geta veitt hjálp, eru Vesturlandabúar og mikill hluti þeirra, sem eru í neyð, eru íbúar fátækra landa heimsins, svæða sem oft er talað um sem „þriðji heim- urinn“. Munurinn á kjörum hins al- menna borgara á Vesturlöndum og almennings í þriðja heiminum er raunar miklu meiri en flestir gera sér nokkra grein fyrir. Megin- spurningin er hins vegar almenn: Eigum við að hjálpa öðrum? Það er: Hafa þeir sem það geta skyldu til að gera slíkt? Ritgerðin tekur bæði til neyðarhjálpar og þróun- araðstoðar, en hjálparstarfi er oft skipt í þessa tvo flokka. Hún er skrifuð innan heimspekinnar þar sem tekist er á um grundvallar- spurningu í siðfræði en kemur engu að síður inn á mörg önnur svið. Það er ekki hægt að svara spurningunni án þess að skoða stöðu mála í heiminum í dag. Efnið skarast þannig við stjórnmála- fræði, þróunarfræði og sagnfræði, svo dæmi séu tekin. Skoða verður hluti á borð við: Skiptir máli hvern- ig núverandi heimsskipan komst á? Hvað er að segja um þróunarhjálp? Kemst það fé sem ég legg til hjálp- arstarfs til skila? Get ég ekki haft hjálparskyldu gagnvart Íslending- um án þess að ég hafi hana gagn- vart fólki í fjarlægum löndum?“ Eftir að Sigríður hefur farið í gegnum ótal spurningar snýr hún sér að því að skoða grunnspurn- inguna út frá tveimur meginsið- fræðikenningum. Annars vegar út frá svokallaðri nytjastefnu, sem kennd er við John Stuart Mill, og hins vegar út frá svokölluðum kantisma, sem kenndur er við Immanuel Kant. Nytjastefnan hugsar um hag heildarinnar og gengur út á að hámarka hamingju sem flestra á meðan kantisminn setur einstaklinginn í forgrunn. Til að gera langa sögu stutta ýtir hún nytjastefnunni út af borðinu og finnur loksins frið með kantism- anum. „Virðing er í öndvegi hjá Kant. Samskipti okkar eiga að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Kant er alfarið á móti undantekn- ingum fyrir okkur sjálf og segir að við eigum alltaf að íhuga gjörðir okkar þannig að allir aðrir mættu breyta eins. Samkvæmni er eitt af lykilhugtökum Kants enda er fal- leg hugsun fólgin í því að vera sam- kvæmur sjálfum sér. Skynsamur maður hendir ekki rusli á götuna því hann vill ekki að aðrir geri það. Hví ætti honum því að leyfast að gera það? Kant hugsar sér mann sem neit- ar að hjálpa öðrum í neyð og spyr sjálfan sig hvað þetta komi honum við. Hann taki ekkert frá honum og hafi enga löngun til að bæta líðan hans eða aðstoða. En, segir Kant, þetta er regla sem maður getur ekki viljað að verði að almennu lög- máli. Einhvern tímann í framtíð- inni kann maður nefnilega sjálfur að þarfnast aðstoðar frá öðrum og þá myndi maður ekki vilja að aðrir sýndu manni slíkt skeytingarleysi. Með öðrum orðum: Vilji ég að aðrir komi mér til aðstoðar verð ég að vera tilbúinn að hjálpa þeim. Það er ekki réttlátt að ætlast til að aðr- ir aðstoði mig en hirða síðan ekki sjálfur um að hjálpa þeim.“ Varnarlaus fyrir áföllum Ritgerðarspurningunni „Eigum við að hjálpa öðrum?“ svarar Sig- ríður með öðrum orðum játandi. „Rökin fyrir hjálparskyldunni eru í mjög einfölduðu máli þau að við þurfum á öðrum að halda. Enginn er eyland. Sú staða getur auðveld- lega komið upp að við getum ekki haldið áfram án hjálpar annarra. Við getum því sagt að forsendur í röksemdafærslunni séu annars vegar varnarleysi okkar mannanna og hins vegar að í breytni okkar eigum við ekki að gera undantekn- ingu fyrir okkur sjálf. Niðurstaðan verður sú að ef við ætlum ekki að sýna ósamkvæma hegðun þá eigum við að hjálpa öðrum. Við þurfum á því að halda að í heiminum sé veitt hjálp og þess vegna verða þeir, sem það geta, að leggja sitt af mörkum. Ég get ekki bara ætlast Okkur kemur náunginn við „Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim,“ kyrjaði lítil stúlka á Skaganum aðeins nokkurra ára gömul. Síðan eru liðin mörg ár og stúlkan útskrifuð frá Háskóla Íslands. Aðaleinkunnin hljóðaði upp á 9,23, en sjálf er nýútskrifaður heimspekingurinn, Sigríður Víðis Jónsdóttir, þess fullviss að einkunnir segi oft lítið til um þekkingu. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við Sigríði, sem í BA-ritgerð sinni leitar svara við spurninginni: „Eigum við að hjálpa öðrum?“ og kemst að jákvæðri niðurstöðu eftir miklar vangaveltur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ’ Lengi hafði ég velt fyrir mér hvort mennættu að hjálpa hver öðrum, óháð því hvort þeir gerðu það í raun og veru. ‘ ’ Munurinn á kjörum hins almenna borg-ara á Vesturlöndum og almennings í þriðja heiminum er raunar miklu meiri en flestir gera sér nokkra grein fyrir. ‘ ’ Við þurfum á því að halda að í heiminumsé veitt hjálp og þess vegna verða þeir, sem það geta, að leggja sitt af mörkum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.