Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 43
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 43 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. V ið viljum fá kaupendur til okka kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en ein hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanl við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til söl  Þekkt og rótgróin gjafavöruverslun með vandaðar vörur.  Lítil en rótgróin smurbrauðsstofa með mikla möguleika. Vel tæ búin og í eigin húsnæði. Margir fastir viðskiptavinir. Söluverð með um og tólum 2,7 m. kr. Húsnæði selst sér og er með mjög hagst lánum.  Mjög gott bakarí í stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni.  Ísbúð, myndbandaleiga og grill á góðum stað í austurbænum tækifæri.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Hálendismiðstöðin Hrauneyjum. Hótel og veitingastaður með mik stöðu. Rekstrarleiga með kauprétti kemur til greina fyrir vandað fó  Stór og þekkt brúðarkjólaleiga með ágæta afkomu. Miklir mögule  Glæsileg snyrtivöruverslun í miðbænum.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.  Söluturn og myndbandaleiga í Hafnarfirði, tilvalið sem fyrsta fyrir verð 4,5 m.kr.  Mjög vinsæll næturklúbbur í miðbænum, tryggur kúnnahópur.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyri eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Framleiðslubakarí í Hafnafirði með eða án verslunar.Tilvalið fyrir b sem langar í eigin rekstur.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbe lítil íbúð fyrir eiganda.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, hagnaður. Eigið húsnæði.  Glæsilegur söluturn með góðri myndbandaleigu í Vesturbænum langa og góða rekstrarsögu. Sami eigandi frá upphafi. 60 m. k velta. Möguleiki á grilli og ísbúð.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eigin innflutn Auðveld kaup.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyri ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Lítið en efnilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í málmiðnaði. síðasta árs 40 m. kr og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með myndbönd, gott tækifæri fyri henta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður reks miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 JAKOB Sebedeusson varbróðir Jóhannesar postula,og fiskimaður eins og hann.Og frá Betsaída í Galíleu. Þeir bræður voru í útgerð- arfélagi með Andrési og Pétri, og reyndar virðist Sebedeus einnig hafa verið með í því, og hann ágætlega settur efnalega. Salóme, móðir þeirra bræðra, var að líkindum systir Maríu guðs- móður. Jakob sýnist ekki hafa verið kvæntur. Hann er annar í röðinni á nafnalistunum í Markúsarguð- spjalli og Postulasögunni, en þriðji í listum Matteusarguðspjalls og Lúkasarguðspjalls. Því er ljóst, að hann tilheyrði innsta hring. Það má reyndar líka vel sjá af frásögn- um guðspjallanna. Að vísu er hans aldrei getið með nafni í Jóhannes- arguðspjalli; e.t.v. er það vegna hæversku bróður hans, sem yfir- leitt er talinn frumhöfundur þess rits. Á hinum stöðunum (í sam- stofna guðspjöllunum og Postula- sögunni) koma þeir alltaf fram sem ein heild. Miðað við augljósa stöðu Jakobs í hópnum er einkennilegt, að ekki skuli vera meira um hann vitað en raun ber vitni. Áður var hann sennilega lærisveinn Jóhannesar skírara. Eftir upprisuna gerðist hann forystumaður safnaðarins í Jerúsalem, ásamt Pétri, en hitt er erfiðara viðfangs, hvernig þessi postuli náði að vinna hjörtu íbúa Spánar, en hann er verndar- dýrlingur þess lands – sem og Chíle, Gvatemala og Níkaragúa. Jakob var nefnilega líflátinn fyrst- ur postulanna, á valdatíma Her- ódesar Agrippa I. Í Postulasög- unni, 12. kafla, er frá því greint á eftirfarandi hátt: Um þessar mundir lét Heródes konungur leggja hendur á nokkra úr söfnuðinum og misþyrma þeim. Hann lét höggva Jakob bróður Jóhannesar með sverði. Þetta gerðist í Jerúsalem, rétt fyrir páska árið 42 eða 44, að flest- ir telja. Heródes þessi var sonar- sonar Heródesar mikla, þess sem „lét myrða öll sveinbörn í Betle- hem og nágrenni hennar, tvævet- ur og yngri“ (Matteusarguðspjall 2. kafli, 16. vers), til að freista þess að ná Jesúbarninu. Ein helgisagan segir að Jakob hafi farið til Íberíuskagans ein- hvern tíma eftir fyrsta hvíta- sunnudag með boðskapinn góða og náð að kristna einhverja íbúana, áður en hann sneri aftur til Palestínu. Önnur hermir að tveir fyrrum galdramenn, Hermogenes og Filetus, en þá orðnir kristnir, hafi flutt líkams- leifar Jakobs eftir aftökuna til Iria Flavia í Galasíu á norðvestur Spáni (nú El Padrón) og þaðan á 9. öld til Compostela. Og hin þriðja fullyrðir, að postulinn hafi á yfirnáttúrulegan máta birst og komið til aðstoðar spænskum her- mönnum í viðureign þeirra gegn Márum á 8. öld, og hafi síðan tit- ilinn Matamoros, sem á íslensku þýðir Márabani. Og öldum saman á Spánarher að hafa riðið til orr- usta eftir þetta hrópandi „Sant- iago“ (= St. Iago), en það merkir Sánkti Jakob; önnur mynd nafns hans á spænsku er Diego. Og fleiri sagnir hafa varðveist, af þessum toga og öðrum. Hvað til er í þessu er ekki gott um að segja, en hitt er öruggt að meint gröf Jakobs í Compostela á Spáni varð einn fjölsóttasti helgi- staður kristninnar á öldum áður, og sló þar um tíma Jerúsalem og Róm við. Út af fyrir sig er ekkert fráleitt að ætla, að eitthvað af jarðneskum leifum postulans hafi getað verið flutt til Spánar eftir að Persar komust til valda í Palest- ínu, árið 614, og verið komið þang- að áður en Márar réðust inn á Íberíuskagann, árið 711. En hitt þykir ótrúlegra, að Jakob hafi far- ið þangað beinlínis í kristniboðser- indum á 1. öld. Borgin Santiago de Compostela var árið 1985 sett á heimsminja- skrá UNESCO. Mælt er, að hluta beina Jakobs sé aukinheldur að finna í kirkju (St-Saturnin) í Toulouse í Frakk- landi, og í Jerúsalem. Einkennistákn þessa postula – sem gjarnan er kallaður Jakob eldri, til aðgreiningar frá öðrum úr tólf manna hópnum, Jakobi Alfeussyni, sem er þá nefndur hinn yngri – eru m.a. sverð, lykill, hattur og stafur pílagrímsins, og budda með hörpuskel á. Sumt af því má líta á myndinni sem þess- um pistli fylgir, og er af verki eftir Pieter Pauwel Rubens (1577– 1640), stórmeistara flæmskrar málaralistar. Nafnið Jakob er upphaflega sótt til Gamla testamentisins og er úr hebresku, Yaakov. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir: Nafnið kemur fyrir í Landnámu og Heims- kringlu en nafnberar voru erlendir. Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reyni- völlum frá 1646…Þetta nafn hefur verið not- að í öllum nálægum málum frá því á miðöld- um. Það er vel þekkt í Danmörku frá 12. öld. Ensk mynd nafnsins er Jacob, dönsk, norsk, sænsk og þýsk Jakob, ítölsk Giàcomo, Jàcopo, finnsk Jaako, frönsk Jacques... Í síð- latínu tíðkast myndin Iacomus sem hlið- armynd við Iacobus. Við þetta má svo bæta, að af síð- latnesku myndinni kemur James (í gegnum forn-frönsku), en þann- ig er hann nefndur í útgáfum Nýja testamentisins á enskri tungu. Hinn 21. desember 2001 voru 435 Íslendingar sem báru nafnið Jak- ob sem fyrsta eiginnafn og 136 sem annað. Jakobsmessa er 30. apríl í aust- urkirkjunni, en 25. júlí í vestur- kirkjunni. Jakob eldri sigurdur.aegisson@kirkjan.is Hann var eldhugi mikill og kröftug- ur, og fyrstur post- ulanna til að deyja fyrir trú sína. Sigurður Ægisson fjallar í dag um Jakob Sebedeus- son, sem var með Jesú á stærstu augnablikum lífs hans. Lærisveinarnir 12 FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 EMMESSÍS hefur innkallað Hulk- lurkinn úr verslunum þar sem í ljós kom að notað var meira af litarefnum við framleiðslu hans en reglugerð heimilar. Í fréttatilkynningu frá Emmessís segir að fyrirtækið harmi þessi mis- tök. Undirstrikað er að magn auk- efna sem leyfileg eru í matvælum voru langt undir hættumörkum og því engar líkur á því að varan hafi verið skaðleg neytendum. Þegar hafa selst yfir 50 þúsund Hulk-lurk- ar. Fulltrúar Umhverfis- og heil- brigðisstofu fóru yfir uppskrift Hulk- lurksins nú og kom þá fram að mann- leg mistök höfðu átt sér stað við framleiðsluna. Litarefni í lurkinum voru heldur meiri en leyfilegt er samkvæmt reglugerð, auk þess sem eitt litarefni, briljantblátt (E-133), vantaði í innihaldslýsingu Hulk- lurksins. Til þess að ná djúpum og dökkum grænum lit á Hulk-lurkinn var bláa litnum bætt í blönduna og vegna mis- taka fór þá magn litarefna fram yfir leyfilegt magn. Þegar er búið að breyta uppskrift lurksins til sam- ræmis við lög og reglur. Blái liturinn hefur verði tekinn úr uppskriftinni og fyrir vikið verður litur Hulk- lurksins heldur daufari, ljósgrænn í stað þess að vera dökkgrænn. Bragð- gæði lurksins verða áfram hin sömu. „Emmessís hf. biður viðskiptavini sína innilega velvirðingar hafi þeir orðið fyrir óþægindum vegna þessa.“ Hulk-lurk- urinn inn- kallaður úr verslunum ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem opnuð er myndlistarsýning á Skagaströnd. Ein slík var þó opnuð með pompi og pragt 20. júlí sl. Það merkilega við þessa sýningu er að enginn listamannanna, sem sýna verk þar, er eldri en 16 ára. Sýningin er haldin á miðhæðinni í gamla kaupfélaginu sem hentar mjög vel til sýningahalds af þessu tagi. Myndlistasýningin er samsýn- ing hóps unglinga og yngri krakka en alls eru sýnendur um 20 en myndverkin eru mörg og af ýmsum toga. Uppistaðan í listamannahópn- um er krakkar sem voru í myndlist- arklúbbi í skólanum seinni partinn í vetur. Eftir að skóla lauk hafa svo krakkarnir unnið að list sinni í að- stöðu sem leiðbeinandi þeirra Dav- íð Þór Halldórsson hefur yfir að ráða. Er hann „heilinn“ á bak við sýninguna sem verður einungis op- in í þrjá daga. Morgunblaðið/ÓB Eydís, Hanna, Albert, Eyþór, Sindri og Valgerður eru hluti listamannanna ungu sem eiga verk á sýningunni í gamla kaupfélaginu á Skagaströnd. Ungt listafólk með myndlistarsýningu Skagaströnd. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.