Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Björgvin fer í dag. Vigri og Brúarfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Norsk Drott og Arrow koma í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fjallabaks- leið syðri. Dagsferð 13. ágúst. Leiðsögn Val- garð Runólfsson. Skaftafellssýslur 27.– 30. ágúst, fjórir dagar. Leiðsögn Ólafur Sig- urgeirsson. Laus sæti. Upplýsingar og skrán- ing á skrifstofu FEB, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað 10. ágúst. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Hraunbær 105 og Aflagrandi 40. Sam- eiginleg sumarferð til Sauðárkróks verður miðvikudaginn 30. júlí, kirkjan á Sauðárkróki skoðuð undir leiðsögn séra Fjölnis Ásbjörns- sonar, stoppað á Foss- hótelinu Áningu þar sem súpa, brauð og kaffi verður borið fram, komið við í Glaumbæ. Lagt af stað frá Aflagranda kl. 9.30 og frá Hraunbæ kl. 10. Skráning í síma 562 2571 í Aflagranda og í síma 587 2888 í Hraunbæ. Miðar ósk- ast sóttir ekki seinna en 28. júlí. Vesturgata 7. Fyr- irhuguð ferð á Snæ- fellsnes miðvikudaginn 13. ágúst nánar auglýst síðar. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæjar- blómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643, Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253, Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700, Hafdís Kristjánsdóttir, Ólafs- vegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260, Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212, Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Ak- ureyri, s. 462 2685, Bókabúðin Möppudýr- ið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368, Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91–93, Akur- eyri, s. 461 5050, Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800, Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178, Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópa- skeri, s. 465 2144, Rannveig H. Ólafs- dóttir, Hólavegi 3, 650 Laugum, s. 464 3181. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum: Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyðis- firði, s. 472-1173, Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471- 2230, Nesbær ehf., Eg- ilsbraut 5, 740 Nes- kaupstaður, s. 477- 1115, Gréta Friðriks- dóttir, Brekkugötu 13, Reyðarfirði, s. 474- 1177, Aðalheiður Ingi- mundardóttir, Bleiks- árhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223, María Ósk- arsdóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475- 1273, Sigríður Magnúsdóttir, Heið- mörk 11, Stöðvarfirði, s. 475-8854. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skóg- um fást á eftirtöldum stöðum: Í Byggðasafn- inu hjá Þórði Tómas- syni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814, og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557- 4977. Minningarkort félags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrif- stofunni í Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13– 15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- uninni Írisi í Miðgarði. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Í dag er sunnudagur 27. júlí, 208. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)     Ingólfur Margeirssonritar grein á Kreml undir fyrirsögninni: Ís- land í ESB, herinn burt. Hann segir þar m.a.: „Þá kom að því að bandaríski herinn hefur ekki lengur not fyrir Ísland og hótar að fara í burtu. Og auðvit- að mun hann fara ... Hér á árum áður hafði Ísland gífurlega hernaðarlega þýðingu. Ísland var líkt og fljótandi virki milli Evrópu og Bandaríkj- anna, við Grænlands- strendur og þaðan var til- valið að fylgjast með kafbátasiglingum Sovét- manna. Bandaríkin voru tilbúin að borga nánast hvað sem var fyrir slíka staðsetn- ingu. Og Íslendingar voru reiðubúnir að selja hana. Íslendingar hlutu Ís- lenska aðalverktaka, sterkt atvinnulíf á Suð- urnesjum og ýmislegt fleira. Upp spratt stétt auðmanna á Íslandi sem hefur fitnað á herdoll- urum. Allt var þetta falið með ræðum og skrifum um nauðsyn þess að am- eríski herinn stæði vörð um land okkar; tryggði okkur öryggi, sjálfstæði og líf. Að hluta til var þetta satt. Mesta öryggi okkar fólst þó í aðild okk- ar að NATO.     Hvað gerist hins vegarþegar ameríski her- inn hótar að fara? Eru uppi raddir um að nú missum við varnir lands- ins? Ónei. Rekin eru nú upp ramakvein að við séum að missa dollarana. Íslendingar haga sér þessa dagana líkt og vændiskona sem sér á eft- ir viðskiptavinum inn í náttmyrkrið. Allt í einu óttumst við um atvinnu á Suðurnesjum: einhverjum slappasta stað landsins þegar kemur að sjálf- stæðri atvinnuuppbygg- ingu. Hvað hafa menn þar gert til að byggja upp at- vinnulíf á Suðurnesjum? Nær ekkert. Þar hafa menn legið á Kananum. Og þegar Kaninn fer, þá heimta sömu menn styrk og hjálp frá íslenska rík- inu. Er þetta sjálfstæð at- vinnustefna? Það spaugi- legasta er kannski að sterk verkalýðshreyfing hefur sprottið upp á Suð- urnesjum undir væng Ameríkana. Verkalýðs- hreyfing sem m.a. hefur fætt af sér stjórn- málamenn og skotið þeim inn á Alþingi.     Í umræðunni er að við Ís-lendingar ættum að halla okkur að Evrópu varðandi varnir. Sé ekki alveg hvaða hernaðar- aðstoð við fengjum það- an. Það er enn nokkuð langt í ESB-herinn. Bjargvættur okkar enn sem fyrr er NATO. En hitt er víst að ýlfur Ís- lendinga gagnvart Am- eríkönum er þegar hafið. Það þarf ekki annað en að lesa ótrúlega leiðara Morgunblaðsins að und- anförnu. Þessi staða mun þó einnig þvinga Davíð Oddsson til að hugsa Evr- ópupólitík Sjálfstæðis- flokksins upp á nýtt. Það er þó alla vega gott. STAKSTEINAR Ísland í ESB… Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lagt land undirfót að undanförnu og ferðast um á Suðurlandi. Það er mjög gaman að vera á ferðinni um uppsveitir Árnes- sýslu, sem hafa upp á mikið að bjóða. Þá er alltaf skemmtilegt að fara á Njáluslóðir, einnig að bregða sér undir Eyjafjöllin og inn í Þórsmörk. Það eina sem getur skemmt fyrir á þessum slóðum, sem víða, er veður og þá sérstaklega rok og rigning. Það er í góðu lagt að bregða sér í regnfatnað til að fara undir Selja- landsfoss, en aftur á móti getur það orðið þreytandi að geta ekki ferðast nokkra metra nema í regnfatnaði. Já, en þannig er Ísland í dag, í gær og á morgun. Það er aldrei hægt að bóka neitt fyrirfram um veðurfar. Menn verða að klæða sig eftir veðri og njóta lífsins í fallegu umhverfi. x x x ÞAÐ gladdi Víkverja mikið að sjáhvernig Íslendingar eru byrj- aðir að leggja aukna áherslu á að veita ferðamönnum sem besta þjón- ustu á öllum sviðum. Og hvað bænd- ur hafa tekið mikinn þátt í þeirri þjónustu. Tjaldstæðið við Selja- landsfoss er t.d. mjög vel staðsett, á skemmtilegum stað, og er aðstaða fyrir gesti góð. x x x VÍKVERJI hafði mikinn gleði-gjafa í för – sem var Geirmund- ur Valtýsson, eða réttara sagt nýj- asta hljómplata hans, Ort í sandinn. Á henni fer Geirmundur á kostum með harmónikuna, leikur ljúf vel val- in lög. Víkverji bíður spenntur eftir næstu dragspilsplötu Geirmundar. x x x VINUR Víkverja var ekki mjögánægður þegar hann sagði frá heimsókn sinni á skemmtistað í mið- borg Reykjavíkur á dögunum, er hann fór til að hlusta á hljómsveit frá Rúmeníu. Hann sagði að miðaverð hafi verið hátt – krónur 3.900 fyrir stæði. Honum var brugðið er hann fór á barinn til að fá sér bjór og varð að borga 700 kr. fyrir lítinn flösku- bjór, Heineken. Eftir að hann var búinn að borga veigarnar stóð hann við barinn og beið. Barþjónninn spurði: Er það eitthvað fleira? Já, sagði vinurinn – ég er vanur að drekka bjór úr glasi! Þjónninn setti þá plastglas á borðið. Er það ekki orðið mikil álagning þegar skemmtistaðir bjóða gestum að drekka bjór af stút fyrir 700 krón- ur? Af bjórflösku sem kostar kr. 165 út úr vínbúðum ÁTVR? Er ekki kominn tími á að endurskoða frjálsa álagningu veitinga- og skemmti- staða á áfengi? Undir Seljalandsfossi. Ánægja með tillögur Björns SVAVAR hafði samband við Velvakanda og lýsti yfir ánægju sinni með hug- myndir Björns Bjarnason- ar dómsmálaráðherra varð- andi varnir Íslands. Svavar segir Björn vera langt á undan sinni samtíð hvað þessar hugmyndir varðar. Margt er líkt HÉR Í VELVAKANDA er oft deilt um ketti, en bréf- ritari blandar sér ekki í það, en hafið þið tekið eftir að margt er líkt með mann- skepnunni og kettinum. Kötturinnn fer að heiman úttroðinn af mat, til þess að veiða fugla af því að honum þykir svo gaman að veiða, hann lendir í ýmiss konar hrakningum, verður undir bíl eða drepst ef til vill úr sulti. Það er eins með manninn, hann hefur gam- an svo gaman af því að veiða, hann yfirgefur hús fullt matar, fer um vetur þegar allra veðra er von upp á fjöll og heiðar til að eltast við fuglsræfla, sem eru að berjast við að halda lífi. Þeir lenda í villum eða þaðan af verra. Það eru gerðir út dýrir leitarleið- angrar. Kattavinir geta kannski sagt: „kötturinn er ódýrari í rekstri.“ Eftir fréttum að dæma hefur hér á landi orðið of- fjölgun á ref og mink. Spaugsamur bóndi einn, vestur á Skarðströnd, bar fram þá tillögu að nauðsyn- legt væri að fækka minkn- um meir en bændum. Væri þetta ekki tækifæri fyrir þá skotglöðu? 211131-7219 Tapað/fundið Armband tapaðist LAUGARDAGINN 19. júlí sl. var ég að dansa í Rauða húsinu á Eyrarbakka og varð fyrir því óláni að tapa armbandi. Það er vitað að einhver fann armbandið og hefur það hugsanlega undir höndum. Sá aðili er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 551 9509 eða 847 7156. Kristín. Saknar þú englanna þinna? HVÍTUR poki fannst á strætóbekk við Kringlu- mýrarbraut fimmtudaginn 17. júlí sl. Í pokanum voru tveir postulínsenglar. Upp- lýsingar í síma 568 1312 eða 553 0711. Dýrahald Kettlingar fást gefins FJÓRIR 3 mánaða kassa- vanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 698 9329 e. kl. 18. á daginn. Kisa sækir laugarnar KISA nokkur hefur haldið til við Laugardalslsaugina undanfarna morgna. Hún er grábröndótt, ekki full- vaxin og ber bláa ól með gullkúlu um hálsinn. Hún er ósköp svöng og ratar ef- laust ekki heim til sín. Sakni einhver kisu sem þessi lýsing á við væri ekki úr vegi að líta við í Laug- ardalslaug og svipast um eftir henni. Tiger Lily er týnd TIGER Lily hefur verið týnd frá 26. júní sl. Hún hvarf frá heimili sínu í Blá- sölum í Kópavogi. Hún er brúnbröndótt á lit með gul- brúna bringu og eyrna- merkt með númerinu 02G264. Tiger Lily var með rauða ól, en gæti hafa tapað henni. Köttur líkur henni sást á nokkrum stöðum í Kópavogsdalnum og í vest- urbæ Kópavogs, en hún gæti verið komin hvert á land sem er. Hennar er sárt saknað og fundarlaun eru í boði. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir hennar eru beðnir að hringja í síma 867 5762. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg LÁRÉTT 1 hjálparhella, 8 svæfill, 9 dútla, 10 mánuður, 11 hamingja, 13 gangsetti, 15 rengla, 18 af því að, 21 vindur, 22 þvoi, 23 vaf- inn, 24 rápa. LÓÐRÉTT 2 gamalt, 3 þvala, 4 spott- ar, 5 þyngdareiningar, 6 ósvikið, 7 þvaðri, 12 eyktamark, 14 trylla, 15 alur, 16 skakka, 17 burarviðir, 18 dynk, 19 bragðs, 20 hljóp. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skrök, 4 hunsa, 7 rjúfa, 8 kápan, 9 púa, 11 kaun, 13 þrár, 14 arfur, 15 barm, 17 álar, 20 hrá, 22 rík- ur, 23 læðum, 24 rímum, 25 trana. Lóðrétt: 1 skræk, 2 rjúpu, 3 krap, 4 húka, 5 napur, 6 agnir, 10 útför, 12 nam, 13 þrá, 15 búrar, 16 rokum, 18 loðna, 19 romsa, 20 hrum, 21 álit. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.