Morgunblaðið - 27.07.2003, Page 44

Morgunblaðið - 27.07.2003, Page 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Björgvin fer í dag. Vigri og Brúarfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Norsk Drott og Arrow koma í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fjallabaks- leið syðri. Dagsferð 13. ágúst. Leiðsögn Val- garð Runólfsson. Skaftafellssýslur 27.– 30. ágúst, fjórir dagar. Leiðsögn Ólafur Sig- urgeirsson. Laus sæti. Upplýsingar og skrán- ing á skrifstofu FEB, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað 10. ágúst. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Hraunbær 105 og Aflagrandi 40. Sam- eiginleg sumarferð til Sauðárkróks verður miðvikudaginn 30. júlí, kirkjan á Sauðárkróki skoðuð undir leiðsögn séra Fjölnis Ásbjörns- sonar, stoppað á Foss- hótelinu Áningu þar sem súpa, brauð og kaffi verður borið fram, komið við í Glaumbæ. Lagt af stað frá Aflagranda kl. 9.30 og frá Hraunbæ kl. 10. Skráning í síma 562 2571 í Aflagranda og í síma 587 2888 í Hraunbæ. Miðar ósk- ast sóttir ekki seinna en 28. júlí. Vesturgata 7. Fyr- irhuguð ferð á Snæ- fellsnes miðvikudaginn 13. ágúst nánar auglýst síðar. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæjar- blómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643, Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253, Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700, Hafdís Kristjánsdóttir, Ólafs- vegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260, Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212, Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Ak- ureyri, s. 462 2685, Bókabúðin Möppudýr- ið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368, Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91–93, Akur- eyri, s. 461 5050, Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800, Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178, Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópa- skeri, s. 465 2144, Rannveig H. Ólafs- dóttir, Hólavegi 3, 650 Laugum, s. 464 3181. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum: Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyðis- firði, s. 472-1173, Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471- 2230, Nesbær ehf., Eg- ilsbraut 5, 740 Nes- kaupstaður, s. 477- 1115, Gréta Friðriks- dóttir, Brekkugötu 13, Reyðarfirði, s. 474- 1177, Aðalheiður Ingi- mundardóttir, Bleiks- árhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223, María Ósk- arsdóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475- 1273, Sigríður Magnúsdóttir, Heið- mörk 11, Stöðvarfirði, s. 475-8854. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skóg- um fást á eftirtöldum stöðum: Í Byggðasafn- inu hjá Þórði Tómas- syni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814, og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557- 4977. Minningarkort félags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrif- stofunni í Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13– 15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- uninni Írisi í Miðgarði. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Í dag er sunnudagur 27. júlí, 208. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)     Ingólfur Margeirssonritar grein á Kreml undir fyrirsögninni: Ís- land í ESB, herinn burt. Hann segir þar m.a.: „Þá kom að því að bandaríski herinn hefur ekki lengur not fyrir Ísland og hótar að fara í burtu. Og auðvit- að mun hann fara ... Hér á árum áður hafði Ísland gífurlega hernaðarlega þýðingu. Ísland var líkt og fljótandi virki milli Evrópu og Bandaríkj- anna, við Grænlands- strendur og þaðan var til- valið að fylgjast með kafbátasiglingum Sovét- manna. Bandaríkin voru tilbúin að borga nánast hvað sem var fyrir slíka staðsetn- ingu. Og Íslendingar voru reiðubúnir að selja hana. Íslendingar hlutu Ís- lenska aðalverktaka, sterkt atvinnulíf á Suð- urnesjum og ýmislegt fleira. Upp spratt stétt auðmanna á Íslandi sem hefur fitnað á herdoll- urum. Allt var þetta falið með ræðum og skrifum um nauðsyn þess að am- eríski herinn stæði vörð um land okkar; tryggði okkur öryggi, sjálfstæði og líf. Að hluta til var þetta satt. Mesta öryggi okkar fólst þó í aðild okk- ar að NATO.     Hvað gerist hins vegarþegar ameríski her- inn hótar að fara? Eru uppi raddir um að nú missum við varnir lands- ins? Ónei. Rekin eru nú upp ramakvein að við séum að missa dollarana. Íslendingar haga sér þessa dagana líkt og vændiskona sem sér á eft- ir viðskiptavinum inn í náttmyrkrið. Allt í einu óttumst við um atvinnu á Suðurnesjum: einhverjum slappasta stað landsins þegar kemur að sjálf- stæðri atvinnuuppbygg- ingu. Hvað hafa menn þar gert til að byggja upp at- vinnulíf á Suðurnesjum? Nær ekkert. Þar hafa menn legið á Kananum. Og þegar Kaninn fer, þá heimta sömu menn styrk og hjálp frá íslenska rík- inu. Er þetta sjálfstæð at- vinnustefna? Það spaugi- legasta er kannski að sterk verkalýðshreyfing hefur sprottið upp á Suð- urnesjum undir væng Ameríkana. Verkalýðs- hreyfing sem m.a. hefur fætt af sér stjórn- málamenn og skotið þeim inn á Alþingi.     Í umræðunni er að við Ís-lendingar ættum að halla okkur að Evrópu varðandi varnir. Sé ekki alveg hvaða hernaðar- aðstoð við fengjum það- an. Það er enn nokkuð langt í ESB-herinn. Bjargvættur okkar enn sem fyrr er NATO. En hitt er víst að ýlfur Ís- lendinga gagnvart Am- eríkönum er þegar hafið. Það þarf ekki annað en að lesa ótrúlega leiðara Morgunblaðsins að und- anförnu. Þessi staða mun þó einnig þvinga Davíð Oddsson til að hugsa Evr- ópupólitík Sjálfstæðis- flokksins upp á nýtt. Það er þó alla vega gott. STAKSTEINAR Ísland í ESB… Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lagt land undirfót að undanförnu og ferðast um á Suðurlandi. Það er mjög gaman að vera á ferðinni um uppsveitir Árnes- sýslu, sem hafa upp á mikið að bjóða. Þá er alltaf skemmtilegt að fara á Njáluslóðir, einnig að bregða sér undir Eyjafjöllin og inn í Þórsmörk. Það eina sem getur skemmt fyrir á þessum slóðum, sem víða, er veður og þá sérstaklega rok og rigning. Það er í góðu lagt að bregða sér í regnfatnað til að fara undir Selja- landsfoss, en aftur á móti getur það orðið þreytandi að geta ekki ferðast nokkra metra nema í regnfatnaði. Já, en þannig er Ísland í dag, í gær og á morgun. Það er aldrei hægt að bóka neitt fyrirfram um veðurfar. Menn verða að klæða sig eftir veðri og njóta lífsins í fallegu umhverfi. x x x ÞAÐ gladdi Víkverja mikið að sjáhvernig Íslendingar eru byrj- aðir að leggja aukna áherslu á að veita ferðamönnum sem besta þjón- ustu á öllum sviðum. Og hvað bænd- ur hafa tekið mikinn þátt í þeirri þjónustu. Tjaldstæðið við Selja- landsfoss er t.d. mjög vel staðsett, á skemmtilegum stað, og er aðstaða fyrir gesti góð. x x x VÍKVERJI hafði mikinn gleði-gjafa í för – sem var Geirmund- ur Valtýsson, eða réttara sagt nýj- asta hljómplata hans, Ort í sandinn. Á henni fer Geirmundur á kostum með harmónikuna, leikur ljúf vel val- in lög. Víkverji bíður spenntur eftir næstu dragspilsplötu Geirmundar. x x x VINUR Víkverja var ekki mjögánægður þegar hann sagði frá heimsókn sinni á skemmtistað í mið- borg Reykjavíkur á dögunum, er hann fór til að hlusta á hljómsveit frá Rúmeníu. Hann sagði að miðaverð hafi verið hátt – krónur 3.900 fyrir stæði. Honum var brugðið er hann fór á barinn til að fá sér bjór og varð að borga 700 kr. fyrir lítinn flösku- bjór, Heineken. Eftir að hann var búinn að borga veigarnar stóð hann við barinn og beið. Barþjónninn spurði: Er það eitthvað fleira? Já, sagði vinurinn – ég er vanur að drekka bjór úr glasi! Þjónninn setti þá plastglas á borðið. Er það ekki orðið mikil álagning þegar skemmtistaðir bjóða gestum að drekka bjór af stút fyrir 700 krón- ur? Af bjórflösku sem kostar kr. 165 út úr vínbúðum ÁTVR? Er ekki kominn tími á að endurskoða frjálsa álagningu veitinga- og skemmti- staða á áfengi? Undir Seljalandsfossi. Ánægja með tillögur Björns SVAVAR hafði samband við Velvakanda og lýsti yfir ánægju sinni með hug- myndir Björns Bjarnason- ar dómsmálaráðherra varð- andi varnir Íslands. Svavar segir Björn vera langt á undan sinni samtíð hvað þessar hugmyndir varðar. Margt er líkt HÉR Í VELVAKANDA er oft deilt um ketti, en bréf- ritari blandar sér ekki í það, en hafið þið tekið eftir að margt er líkt með mann- skepnunni og kettinum. Kötturinnn fer að heiman úttroðinn af mat, til þess að veiða fugla af því að honum þykir svo gaman að veiða, hann lendir í ýmiss konar hrakningum, verður undir bíl eða drepst ef til vill úr sulti. Það er eins með manninn, hann hefur gam- an svo gaman af því að veiða, hann yfirgefur hús fullt matar, fer um vetur þegar allra veðra er von upp á fjöll og heiðar til að eltast við fuglsræfla, sem eru að berjast við að halda lífi. Þeir lenda í villum eða þaðan af verra. Það eru gerðir út dýrir leitarleið- angrar. Kattavinir geta kannski sagt: „kötturinn er ódýrari í rekstri.“ Eftir fréttum að dæma hefur hér á landi orðið of- fjölgun á ref og mink. Spaugsamur bóndi einn, vestur á Skarðströnd, bar fram þá tillögu að nauðsyn- legt væri að fækka minkn- um meir en bændum. Væri þetta ekki tækifæri fyrir þá skotglöðu? 211131-7219 Tapað/fundið Armband tapaðist LAUGARDAGINN 19. júlí sl. var ég að dansa í Rauða húsinu á Eyrarbakka og varð fyrir því óláni að tapa armbandi. Það er vitað að einhver fann armbandið og hefur það hugsanlega undir höndum. Sá aðili er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 551 9509 eða 847 7156. Kristín. Saknar þú englanna þinna? HVÍTUR poki fannst á strætóbekk við Kringlu- mýrarbraut fimmtudaginn 17. júlí sl. Í pokanum voru tveir postulínsenglar. Upp- lýsingar í síma 568 1312 eða 553 0711. Dýrahald Kettlingar fást gefins FJÓRIR 3 mánaða kassa- vanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 698 9329 e. kl. 18. á daginn. Kisa sækir laugarnar KISA nokkur hefur haldið til við Laugardalslsaugina undanfarna morgna. Hún er grábröndótt, ekki full- vaxin og ber bláa ól með gullkúlu um hálsinn. Hún er ósköp svöng og ratar ef- laust ekki heim til sín. Sakni einhver kisu sem þessi lýsing á við væri ekki úr vegi að líta við í Laug- ardalslaug og svipast um eftir henni. Tiger Lily er týnd TIGER Lily hefur verið týnd frá 26. júní sl. Hún hvarf frá heimili sínu í Blá- sölum í Kópavogi. Hún er brúnbröndótt á lit með gul- brúna bringu og eyrna- merkt með númerinu 02G264. Tiger Lily var með rauða ól, en gæti hafa tapað henni. Köttur líkur henni sást á nokkrum stöðum í Kópavogsdalnum og í vest- urbæ Kópavogs, en hún gæti verið komin hvert á land sem er. Hennar er sárt saknað og fundarlaun eru í boði. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir hennar eru beðnir að hringja í síma 867 5762. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg LÁRÉTT 1 hjálparhella, 8 svæfill, 9 dútla, 10 mánuður, 11 hamingja, 13 gangsetti, 15 rengla, 18 af því að, 21 vindur, 22 þvoi, 23 vaf- inn, 24 rápa. LÓÐRÉTT 2 gamalt, 3 þvala, 4 spott- ar, 5 þyngdareiningar, 6 ósvikið, 7 þvaðri, 12 eyktamark, 14 trylla, 15 alur, 16 skakka, 17 burarviðir, 18 dynk, 19 bragðs, 20 hljóp. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skrök, 4 hunsa, 7 rjúfa, 8 kápan, 9 púa, 11 kaun, 13 þrár, 14 arfur, 15 barm, 17 álar, 20 hrá, 22 rík- ur, 23 læðum, 24 rímum, 25 trana. Lóðrétt: 1 skræk, 2 rjúpu, 3 krap, 4 húka, 5 napur, 6 agnir, 10 útför, 12 nam, 13 þrá, 15 búrar, 16 rokum, 18 loðna, 19 romsa, 20 hrum, 21 álit. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.