Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 13
KÓPAL STEINTEX Hörkutilboð 10 lítrar aðeins 5.990 kr. KÓPAL STEINTEX er frábær málning til notkunar á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols. KÓPAL STEINTEX er fáanleg í þúsundum lita. Hentar einkar vel til endurmálunar 4 litir, hvítt, marmarahvítt, hrímhvítt og antikhvítt Útimálning fyrir íslenskar aðstæður Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. þjóðlegu rannsóknaverkefni ACIA (Arctic Climate Impact Assess- ment), sem miðar að því að kanna nánar áhrif loftslagsbreytinga á norðurskautinu. Verkefnið verður kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi á næsta ári. „Hingað til hafa alþjóðlegar samningaviðræður aðallega beinst að því hvernig væri hægt að koma í veg fyrir loftslagsbreytingarnar. Nýlega hefur hins vegar orðið breyting á umræðunni, nú er einnig farið að tala um hvernig við getum brugðist við þeim og minnkað skað- ann af þeirra völdum,“ segir Auður. Ef marka má spár um hlýnun á næstu hundrað árum er ekki van- þörf á að fara að undirbúa jörðina undir miklar breytingar, Berlínar- fundurinn spáir 7ºC–10ºC hækkun á meðalhita en IPCC gerir ráð fyr- ir 1,4ºC–5,8ºC hækkun. sem þau er að finna,“ segir Hall- dór. Mengun af mannavöldum er að- eins einn fjölmargra þátta sem hugsanlega geta dregið úr hlýnun af völdum loftslagsbreytinga. Sam- spil þeirra þátta er mjög flókið og ekki fullþekkt að sögn Auðar H. Ingólfsdóttur sérfræðings í um- hverfisráðuneytinu. „Sótagnir frá útblæstri af mannavöldum, t.d. vegna bruna jarðeldsneytis, eru einn áhrifaþátt- ur en sótagnir úr eldgosum, skóg- areldum og öðrum náttúrulegum fyrirbærum hafa einnig kælandi áhrif. Áhrif sótagna og brenni- steinsdropa eru einn af óvissuþátt- unum þegar verið er að meta hita- breytingar og geta haft óvænt áhrif. Margir aðrir þættir geta einnig haft áhrif eins og breytt skýjafar,“ segir Auður. Þrátt fyrir marga óvissuþætti eru vísindamenn nú sannfærðari en áður um að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. „Eftir því sem tíminn líður og meira er rannsakað virðast menn almennt styrkjast í þeirri trú að það sé beint samhengi á milli útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda og hækkandi hitastigs. Milliríkjanefnd um loftslagsbreyt- ingar spáir því að meðalhiti muni hækka um 1,3ºC–5,8ºC á næstu 100 árum en áhrif óvissuþáttanna sem ég nefndi áðan eru að sjálfsögðu óþekkt,“ segir Auður. Áhrif á Íslandi Gangi þessar spár um hækkun lofthita eftir, er von að menn velti fyrir sér hvaða áhrif það hafi á Ís- land og umhverfi þess? Árið 2000 kom út skýrsla þar sem íslensk vís- indanefnd gerir tilraun til að meta áhrif loftslagsbreytinga fyrir Ísland sérstaklega. „Samkvæmt niðurstöð- um þessarar skýrslu er ekki búist við að áhrifin hérlendis verði jafn- alvarleg og t.d. á þéttbýlum, lág- lendum strandsvæðum eins og í Bangladesh og Hollandi. Við erum heldur ekki í sömu stöðu og ýmsar smáeyjar í Kyrrahafi sem eiga á hættu að fara í kaf. Áhrifin geta engu að síður orðið töluverð. Augljósasta breytingin hérlendis er sú að jöklarnir munu halda áfram að hopa. Það mun hafa áhrif á vatnafar sem mun hafa áhrif á ásýnd landsins. Alvarlegustu breytingarnar fyrir okkur verða ef hitabreytingarnar hafa áhrif á sjáv- arstraumana, og þá sérstaklega Golfstrauminn. Breytingar á sjáv- arstraumum gætu haft afdrifarík áhrif á fiskimiðin en það er að sjálf- sögðu það viðkvæmasta hvað okkur varðar,“ segir Auður. Hún segir að loftslagsbreytingar geti einnig haft jákvæð áhrif hér á landi. „Ef það hlýnar hérlendis er til dæmis kominn grundvöllur fyrir meiri byggræktun, það þarf ekki mikla hlýnun til þess að það verði hægt. Breytt loftslag hefði ekki að- eins áhrif á lífríki í hafi heldur einnig á landi og geta þær breyt- ingar verið bæði jákvæðar og nei- kvæðar. Nýjar tegundir geta komið fram og gróðurtímabilið lengist. Dæmi um neikvæð áhrif væri ef plöntuskjúkdómar og skaðvaldar í skógi yrðu meira vandamál. Í fljótu bragði þá komst nefndin að því að ekki væri bráð hætta hérlendis hvað varðar áhrif á þjóðfélag og heilsufar nema ef breyting verður á sjávarstraumunum, það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar,“ segir Auður. Hérlendis sem erlendis hafa ver- ið gerðar varúðarráðstafanir vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Fyrir nokkrum árum var mönnum gert skylt að hanna hafnarmannvirki með tilliti til þess að sjávarstaða gæti breyst, að sögn Auðar. Heimskautið í hættu? Þótt íslenska vísindanefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé augljóst að íslensku samfélagi stafi bráð hætta af loftslagsbreyt- ingum er ekki hið sama að segja um norðurskautssvæðið almennt. Gert er ráð fyrir að hækkun hita- stigs verði hlutfallslega meiri við pólana en við miðbaug og mörg samfélög á norðurslóðum eru þegar farin að finna fyrir áhrifum lofts- lagsbreytinga. Ísland er um þessar mundir með formennsku í Norð- urskautsráði og tekur þátt í al- rsj@mbl.is vala@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 13                                                            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.