Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það hlaut að finnast eðlileg skýring á svínaríinu. Bara gert í vodkafylliríi. Lögreglan á Blönduósi fær viðurkenningu Liðsheild sem dregur vagninn LÖGREGLAN áBlönduósi fékk ný-verið viðurkenn- ingu frá tryggingafélögun- um VÍS, Sjóvá-Almennum og Tryggingamiðstöðinni fyrir að „stuðla að bættu mannlífi“ á Blönduósi. Var viðurkenningin veitt á há- tíðinni Matur og menning 2003, sem fram fór í bæn- um um síðustu helgi. Á viðurkenningarskjalinu stendur meðal annars: „Lögreglan á Blönduósi hefur sýnt ósérhlífni í starfi við að fylgjast með þjóðveginum og hafa vak- andi auga og stöðva þá sem keyra of hratt.“ Yfir- lögregluþjónninn á Blönduósi, Kristján Þor- björnsson, veitti viður- kenningunni móttöku fyrir hönd lögreglunnar. Aðrir lögreglumenn sáu sér því miður ekki fært að fylgjast með athöfninni enda „uppteknir við að vinna á vegin- um“, eins og einn lögreglumaður komst að orði. Tóku þeir marga á meðan þú varst að veita viðurkenningunni móttöku, Kristján? „Ekki veit ég það enda erum við ekki að keppast við tölur í þessu sambandi nema þá hraðatölur og þá að reyna að halda aftur af þeim.“ Hvað er það við lögregluna á Blönduósi sem gerir hana svona sérstaka varðandi eftirlit á þjóð- veginum? „Já, stórt er spurt, en við erum öll mjög sérstök þó það sé á mis- munandi hátt. En einhvern veginn hefur okkur tekist að mynda hér liðsheild sem dregur vagninn kröftuglega.“ Hvenær og hvers vegna byrj- uðuð þið að leggja þessa áherslu á að sporna við hraðakstri á þjóð- veginum? „Það má segja að þessi áhersla hafi byrjað árið 1987. Þá var um- ferð mjög að aukast hér á þjóð- veginum og mikið um alvarleg slys að okkur fannst. Það er fátt verra í vinnu lögreglumanna en að vera á slysavettvangi blóðugur upp á axlir og allir velja sér annað hlutskipti ef hægt er. Þessi stað- reynd og sú að það var vilji til þess að reyna að gera eitthvað varð- andi þessar aðstæður leiddi til þess að þessir starfshættir voru teknir upp. Þarna lögðust margir á plóginn. Sýslumaðurinn, sem þá var Jón Ísberg, allir lögreglu- mennirnir og einnig dómsmála- ráðuneytið sá okkur fyrir lög- reglubifreiðum sem hentuðu verkefninu og létu okkur hafa hraðamælingatækin, eða sum þeirra, en eitthvað af þeim keypti embættið sjálft. Allir þessir aðilar og fleiri til eiga því þátt í því að þessi stefna var tekin upp hér.“ Er ekki nóg að gera á öðrum sviðum löggæslunnar í Húna- vatnssýslu? „Löggæsla er þannig starf að það eru alltaf næg verkefni. Þetta er fyrst og fremst spurning um stefnu, áherslur eða vilja.“ Hvað eru margir starfandi lögreglumenn í umdæm- inu? „Núna eru sjö lögreglumenn við störf auk héraðslögreglumanna sem starfa hér um helgar.“ Kemur það að gagni að vera sýnilegur á vegunum? „Ég held að ekkert geti komið í staðinn fyrir sýnilega löggæslu og áhrif hennar á hvaða málaflokk sem er þannig að ég hef mikla trú á sýnilegri löggæslu.“ Hvernig bregðast ökumenn við þessum afskiptum ykkar af akst- urslagi þeirra? „Ökumenn eru fyrirmyndarfólk upp til hópa og allflestir kveðja með því að þakka fyrir sig og það er venja að við óskum fólki góðrar ferðar þannig að samskiptin eru nær undantekningarlaust mjög góð við vegfarendur. En það sem hrjáir umferðina er þetta tímaleysi og óþol sem er svo áberandi hjá ökumönnum. Það lýsir sér í hraðakstri, ótímabær- um framúrakstri og tillitsleysi sem er allt of mikið. En það verð- ur líka að segja eins og er að vega- kerfið er hreinasta hörmung og hefur enga burði til að flytja alla þá umferð sem nú fer um það. Ég hef enga trú á því að þessu vega- kerfi hafi verið ætlað að flytja all- an þann þungaflutning sem áður fór með skipum í viðbót við þá stórauknu umferð einkabifreiða sem orðið hefur á undanförnum árum. Vegurinn er oft þröngur, útsýni lélegt, vegaxlir litlar sem engar, sig og dældir eru algeng fyrirbrigði og síðast en ekki síst er búfé oft að þvælast á vegsvæðinu. Það ætti að vera eitt af megin- verkefnum þeirra sem fjármunum ráða að tryggja öryggi þeirra sem um vegina fara og það ætti til dæmis að vera sjálfsagt að mal- bikað öryggissvæði fyrir utan ek- inn veg væri ekki minna en einn metri hvorum meginn. Síðan eru það einbreiðu brýrnar. Það þarf nú að nefna þá hörmung. En þessi at- riði eru sett til hliðar og frekar er kosið að setja fjármagn í að bora göt í fjöll og öllum arðsemiskröfum ýtt til hliðar.“ Áttu von á liðsauka um versl- unarmannahelgina? „Við höfum í mörg ár fengið liðsauka um verslunarmannahelg- ar og eins verður það núna. Til okkar koma afbragðs lögreglu- menn með mikla reynslu og sumir þeirra hafa komið hingað árum saman.“ Kristján Þorbjörnsson  Kristján Þorbjörnsson er fæddur árið 1954. Hann átti framan af ævi heima á Krossá í Vatnsdal, sem hann segir vera „fegurstu sveit á landinu“. Krist- ján hóf störf í lögreglunni á Blönduósi árið 1976 og hefur starfað þar óslitið frá árinu 1982. Hann lauk prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins árið 1984. Kristján var skipaður aðalvarðstjóri í lög- reglunni á Blönduósi árið 1987 og yfirlögregluþjónn 1991. Áður stundaði hann margvísleg störf svo sem búskap á Kornsá. Krist- ján er fráskilinn og á fimm börn á aldrinum 16 til 27 ára. Ökumenn eru fyrir- myndarfólk ERLENDUR veiðimaður landaði risahæng í Kjarrá fyrir fáum dög- um. Laxinum var sleppt eftir hörkuviðureign, en mældur ná- kvæmlega 103 cm og áætlaður 22– 23 pund samkvæmt mikið notaðri þumalputtareglu um samspil lengd- ar og þyngdar. Þótt Þverá/Kjarrá sé þekkt fyrir stóra laxa er þetta með stærstu löxum úr ánni síðustu sumur. Guðleifur Kristinn Stefánsson, kokkur í veiðihúsinu í Þverá, bætti við að áin væri að detta í 900 laxa og veiði væri góð þessa daganna. „Bæði svæðin, þ.e.a.s. Þverá og Kjarrá, gáfu samtals 60 laxa í fyrradag og gærdagurinn gaf alls 40. Það hefur verið góð veiði um allt svæðið, en á köflum mok í Kjarrá,“ sagði Guðleifur. Þessi tala er sú hæsta úr íslenskri á það sem af er sumri. Beðið eftir smálaxi Þröstur Elliðason, leigutaki Hrútafjarðarár og Breiðdalsár, sagði menn bíða í startholunum eft- ir því að smálaxagöngur færðust í aukana og sagðist hann hafa heyrt áhyggjuhljóð í mönnum vegna þess hve seint sá smái ætlar að ganga í ár á norðanverðu landinu í sumar. „Ég er ekki orðinn svartsýnn ennþá, en það væri slæmt ef þessar göngur skiluðu sér ekki. Það var að vísu einhver hreyfing á smálaxi í Hrútunni fyrr í vikunni, en í Breið- dalnum eru menn helst að tína upp tveggja ára fiska,“ sagði Þröstur. Alls voru þá komnir á þriðja tug laxa úr Hrútunni og tíu löxum meira úr Breiðdalsá. Í báðum ánum hefur sjóbleikjuveiðin hins vegar verið með miklum ágætum, fiskur mjög vænn, upp í 5-6 pund, og því bjargað mörgum deginum. Teljari í Beljanda Breiðdælingar státa ekki aðeins af einu flottasta veiðihúsi landsins, sem vígt var á dögunum, heldur er kominn vaka-teljari í fossinn Belj- anda. Á dögunum sýndi teljarinn að sex laxar höfðu farið upp á efri svæðin og fór þá veiðimaður upp fyrir að leita, fann fiska og veiddi einn. Hermt er að aldrei hafi lax veiðst svo snemma sumars fyrir of- an Beljanda og í vikulokin voru komnir 17 laxar upp fyrir. Þröstur Elliðason, leigutaki, segir teljarann skipta miklu máli í nýtingu veiði- svæða, áður fóru menn helst ekki upp fyrir Beljanda fyrr en í ágúst, en nú væri hægt að sjá nákvæmlega hvenær fiskur gengi upp fyrir og í hve miklu magni. Ferlíki dregið úr Kjarrá Sigurður Blöndal með fallegan 17 punda hæng úr Svalbarðsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? KATLA Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur Alþjóðahúss, gagnrýnir með- ferð stjórnvalda á málefnum rúm- ensku fjölskyldunnar sem flutt var úr landi á föstudag og segir að dóms- málaráðuneytið hafi allt vald í hendi sér í slíkum málum, sé allt í senn, handhafi löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Katla vonast til að fólkið leiti rétt- ar síns fyrir dómi en slíkt mál hafi aldrei áður komið til kasta dómstóla. Það sé þó varla raunhæft enda sé bú- ið að flytja þau úr landi. Jafnvel þó að þau hefðu kært úrskurð dóms- málaráðuneytisins til dómstóla áður en til þess kom hefðu þau engu að síður verið flutt úr landi. Með þessu hafi fólkið í raun verið svipt mögu- leikum til að leita réttar síns. Hún minnir á að í Mannréttindasáttmála Evrópu sé ekki nóg að í lögum sé kveðið á um réttláta málsmeðferð heldur verði hún að vera tryggð í raun og veru. Rannsókn ófullnægjandi Þá gagnrýnir Katla rannsókn stjórnvalda á máli fjölskyldunnar. Í stjórnsýslulögum sé kveðið á um að stjórnvaldi beri að rannsaka mál áð- ur en ákvörðun er tekin, í þessu felist að hvert mál skuli sæta sjálfstæðri rannsókn. Af úrskurði Útlendinga- eftirlitsins megi ráða að það hafi nánast verið látið nægja að vitna í rannsókn Evrópusambandsins á að- stæðum í Rúmeníu vegna aðildarum- sóknar landsins. Slík vinnubrögð séu bönnuð samkvæmt flóttamannarétti en það sé óleyfilegt að halda e.k. lista yfir þau lönd sem teljast örugg. Að- spurð segir hún að Útlendingaeftir- litið hefði getað kannað skýrslur frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökunum. „Fólk sem vinnur í þessum geira veit að mannréttindi eru brotin í Rúmeníu, sérstaklega á ungverska minnihlut- anum og öðrum hópum svo sem síg- aunum. Þarna er verið að horfa fram hjá hlutum sem almannarómur veit,“ sagði hún. Sjálfstæð rannsókn hefði í öllu falli þurft að fara fram. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss Mannréttindi brotin í Rúmeníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.