Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 19 F í t o n / F I 0 0 7 5 5 2 Ingvar Helgason notaðir bílar Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is · www.ih.is/notadir · opið virka daga kl. 9-18 GÓÐUR NOTAÐUR BÍLL SUBARU IMPRE ZA WRX Verð 2.830.000 kr. Skráður 03/2003, ekinn 10.000 km.               !" #               $ !#%  &   #   $ '       ( ) ##        "#   *# !" #      (+(   ,!     - '. /        !"   (0  " # 1"      0+ 2 3"   -4# ! / #          "   4  5 #" 2   ## # 2 6  4 2 - 7 #"     " ""   8 ,  0 9 " : $ '           9;  "   !      ;;     ,   " - ;;+< ;+= >## )      ? !" #  %      "#  3 " 3 # $ %     =$ !#% +  8 ,         !" #     $             ;;@  ,   " - ; A #B#C#    "#   #@D !" #   -:  #5 !" #&       ' (     $  $  ?         "#   #EC   " # )    $ $ !#% + >## )          )  * ++     :  # += "   ===              !" # + ,  ,    ,  ==  .         "#   #*# !" #.             $  $    $   &3 A   FC # ,#3#>C ? - G   ,!     - '.   /   0       *   $ !#% ( ?     1  #$ % #$  2  0 $  1  $ ((H##3    (05!        #  ==&#        !4 3  B! ,  2 # D I 5D #,   #      "' # .      3   += "                   J"  "! 6"4         ! = til þess að einhverjir aðrir gefi til hjálparstarfs. Væri svo að við þyrftum á engan hátt á öðrum að halda, ef allir gætu alltaf gert allt sem þeir vildu og sinnt markmiðum sínum og draum- um, mætti segja að engin hjálp- arskylda væri til staðar. Þá væri engin ósamkvæmni fólgin í að sjá fyrir sér heim þar sem engrar að- stoðar nyti við. Sú staða er hins vegar ekki uppi á borðinu í þeim veruleika sem við búum við. Líf og gjörðir jarðarbúa eru vandlega samofin. Þótt á stundum séum við sannfærð um öryggi okkar, erum við í raun varnarlaus og berskjöld- uð fyrir áföllum. Við þurfum á öðr- um að halda. Öll getum við lent í slæmum aðstæðum eða óvæntum atvikum. Við hljótum að vilja heim þar sem samhjálpar nýtur við. Og þá verðum við að leggja okkar á vogarskálarnar í þeim efnum – annað væri ósamkvæmt.“ Þöglar kvalir fólksins Í niðurlagi ritgerðar sinnar segir Sigríður meðal annars: „Ein mín- úta er ekki lengi að líða. Ýmislegt getur hins vegar gerst á þessum stutta tíma. Á sextíu sekúndum láta tæplega tíu jarðarbúar lífið af sjúkdómum sem rekja má til óhreins vatns eða vatnsskorts. Á jafnlöngum tíma deyja tuttugu börn af völdum fátæktar. Og á hverri mínútu smitast tæplega tíu manns af alnæmi. Á jafnlöngum tíma er auðvelt að hlaupa yfir þess- ar tölur, leggja þær síðan frá sér og koma sér notalega fyrir við kvöldmatarborðið eða sjónvarpið. Þær eru enda svo óraunverulegar og fjarlægar að erfitt reynist að tengja sig við þær. Þrátt fyrir það eru þær þarna – og eru staðreynd. Sama hvort við erum meðvituð um það eða ekki býr stór hluti jarð- arbúa við sára neyð. Þetta eru að- stæður sem fæstir, sem lesa þessa ritgerð, myndu sætta sig við fyrir sjálfa sig eða sína nánustu.“ Ennfremur segir Sigríður: „Hreint hugsunarleysi virðist eiga stóran þátt í að margir veita ekki af tíma sínum eða fé til hjálpar- starfs. Menn ætla ekki að gera neitt rangt – í lífsgæðakapphlaup- inu og öllu áreitinu sem því fylgir er bara svo auðvelt að horfa framhjá neyðinni og gleyma henni. Það er líka miklu einfaldara að bera fyrir sig gamlar klisjur á borð við að fjárframlög endi í vasa ein- hvers spillingarmannsins eða að hjálpin geri ógagn en að kynna sér málin. Í daglegu amstri eru nefni- lega ótal atriði sem taka upp tíma okkar. Sjónvarp og önnur afþrey- ing keppa um stundirnar, sem við höfum eftir vinnu, barnauppeldi, innkaup, uppvask og þrif. Fólk á flótta undan sprengjuárásum týn- ist í húsnæðiskaupum og flutning- um. Ungbarnadauði fer fyrir ofan garð og neðan í vangaveltum um bleiur og barnamat. Ólæsir ein- staklingar drukkna í jólabókaflóð- inu og fólkinu í biðröðinni hjá Mæðrastyrksnefnd er hreinlega ekki hleypt að í forgangsröðinni okkar. Þeir, sem eiga undir högg að sækja, gleymast auðveldlega enda geta þeir síst af öllum veitt þann þrýsting sem þarf. Götubörn í Mexíkó og hrjáð gamalmenni í Mongólíu standa ekki á dyrapall- inum hjá okkur og benda á ástand- ið. Kvalir þeirra eru þöglar en jafn raunverulegar og kvalir annarra.“ Að sjálfsögðu geta menn ekki stöðugt verið að velta sér upp úr neyðinni í heiminum. Slíkt væri hreinlega ekki hollt geðheilsu manna, að sögn Sigríðar. Þrátt fyr- ir það ber okkur skylda til að hafa í huga að hver og einn getur lagt sitt á vogarskálar til að minnka fátækt í heiminum, vinna að friði og gera afleiðingar náttúruhamfara sem bærilegastar. Sú leið sé vel fær, þó að leiðin að settu marki kunni að vera löng. Þyrst í þjóðfélagsmálin Sigríður segist vera mjög svo fréttaþyrst ung kona og varla mega missa af fréttum og frétta- tengdum þáttum á öldum ljósvak- anna til að vera sem mest inni í gangi heimsmálanna. Ritgerðar- efnið var því eins og sniðið fyrir hana og sé heimildaskráin skoðuð, sést að margar heimildir eru sóttar í fréttir og greinar af ýmsum vef- síðum. „Oft fann ég efnið beinlínis lifna við í höndunum á mér. Yfir morgunkorninu á leið í ritgerðar- skrif að morgni las ég fréttir í Morgunblaðinu um slæmt ástand í Malaví eða ákall Kofi Annans um breytta hætti í viðskiptum Vest- urlanda við fátækari þjóðir heims. Gott og gaman var að finna það að efnið, sem ég var að fjalla um, var áþreifanlegt og til að undirstrika hve efnið kemur nálægt okkar dag- lega lífi, ákvað ég að setja ritgerð- ina upp í hálfgert söguform. Les- andinn fylgist með glímu minni við spurningu, sem virðist sáraeinföld í fyrstu, en síðan kemur í ljós að er í raun mjög flókin. Hann fylgir mér eina dagstund og fram á nótt.“ Hver kafli byrjar á stuttri frá- sögn af því hvernig leitinni vindur fram og gefur forsmekkinn af því sem koma skal í meginmálinu. Sé gripið niður í upphaf annars kafl- ans segir m.a.: „Ég hrekk upp úr hugleiðingunum við símhringingu. Vinkona mín er á línunni og brest- ur á með langri frásögn af inn- kaupaferð sem hún fór í fyrr um daginn. Hún rambaði á rýmingar- sölu og keypti eitt og annað. Ég er með hugann fastan við hjálpar- skyldu og neyð og humma einungis og hæja. Þegar vinkonan þagnar örskamma stund kveð ég spennt upp úr með hvílíkri grundvallar- spurningu ég sé að velta fyrir mér. „Ha, já, en skilurðu ekki? Ég fann bæði geggjaðan jakka og leðurstíg- vél. Já, og ógeðslega flott hliðar- veski!“ svarar hún óþolinmóð. Ég þegi og segi síðan hugsandi: „Viss- irðu að einn fimmti hluti mannkyns býr við gjörsamlega ómannsæm- andi lífskjör? Kjör sem þú myndir sjálf aldrei sætta þig við?“ Það fýk- ur í vinkonuna sem finnst ég ekki sýna innkaupunum miklu tilheyr- andi virðingu. „Hvað er’etta mað- ur, hvað heldurðu að við berum ábyrgð á því? Röddin er ákveðin. „Auðvitað er það skítt og hræðilegt og allt það – en ég meina, þetta fólk ber einfaldlega ábyrgð á sér sjálft og hvernig komið er fyrir því!“ Vinkonan kveður. „Sigga, þetta er ekki okkar vandamál,“ segir hún með þungri áherslu áður en hún leggur á. Eftir sit ég djúpt þenkjandi með símtólið í höndinni. Einmitt það – er málið kannski ekkert flóknara en það? Ber fólk einfaldlega ábyrgð á sér sjálft? Höfum við þess vegna enga skyldu til að koma því til hjálpar? Þetta verð ég að íhuga. Ég fer fram í eld- hús og helli upp á sterkt kaffi.“ Efnið aðgengilegt almenningi Sigríður segist hafa lagt allt sitt kapp á að skrifa ritgerðina með það að leiðarljósi að almenningur geti lesið hana og haft gaman af. „Mér leiðist fátt meira en upp- skrúfaðar fræðiritgerðir sem engir nema þeir, sem hafa numið fagið í fjölda ára, hafa möguleika á að botna í,“ bætir hún við nokkuð ákveðin. Ritgerðina geta áhuga- samir nálgast á heimasíðu Rauða kross Íslands, www.redcross.is og einnig mun hún liggja frammi á Þjóðarbókhlöðunni eins og allar aðrar lokaritgerðir frá HÍ. Að auki getur fólk haft samband við Sigríði sjálfa, t.d. í gegnum tölvupóstnet- fangið sigrjo@hi.is. „Ég prenta þá út eintak og læt binda inn með fal- legu forsíðunni sem vinur minn bjó til. Ritgerðinni kem ég síðan alveg heim að dyrum til viðkomandi sem greiðir 2.500 kr. Af því renna 500 krónur til hjálparstarfs. Ágóðanum deili ég niður á þau samtök, sem ég tek sem dæmi í viðauka aftan við ritgerðina um samtök, sem má styðja. Kaupendur fá þannig eigu- lega ritgerð í hendur, kynna sér þetta mikilvæga málefni og leggja þar að auki sitt af mörkum til að bæta ástandið í heiminum.“ Vitundarvakning er möguleg Oft er sagt að fyrsta skrefið í átt til breytinga sé að fræðast og fræða aðra um það vandamál sem um ræðir. Það er einmitt eitt af draumaverkefnum Sigríðar. Nán- ustu framtíðaráform hennar felast í vinnu fram að áramótum, en þá hyggur hún á heimshornaflakk með bakpokann og pennann sinn að vopni, enda hafi hún gaman af skriftum og hafi í nokkur ár starf- að í lausamennsku við ritstörf. „Mig langar að vekja fólk til vit- undar um það hvað kjör jarðarbúa eru misjöfn. Ég held að það sé vel mögulegt. Fjörutíu þúsund manns, sem liggja í valnum á degi hverjum vegna næringarskorts, er svo yf- irþyrmandi tala að hætt er við að menn taki að líta á hana sem eina af þessum óþægilegu og óbreyt- anlegu staðreyndum lífsins sem þeir hafa engin áhrif á. Staðreynd- in er hins vegar sú að á bak við all- ar tölur, skýrslur og þurrar skil- greiningar er fólk af holdi og blóði, fólk eins og við. Þetta eru karlar, konur, börn, fólk með drauma og þrár. Og við getum hjálpað þeim. Við eigum að hjálpa þeim.“ join@mbl.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.