Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júlí 1993: „Það er orðið erfitt fyrir hinn almenna borgara að fylgjast með umræðum um vaxtamál. Þær viðmiðanir sem bankar og sparisjóðir hafa notað síðustu misseri eru sannkallaður frum- skógur eins og vikið var að í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Þótt færa megi ákveðin efnisleg rök fyrir breyttum viðmiðunum hafa bankarnir ekki gætt þess að útskýra þau rök fyrir viðskiptavinum sínum. Þess vegna hefur sú tilfinning skapast, að bank- arnir noti eina viðmiðun í dag og aðra á morgun, eftir því, sem hentar hagsmunum þeirra hverju sinni. Hvert mannsbarn getur hins vegar skilið, að þegar mestur hluti innlána lána- stofnana er verðtryggður en verulegur hluti útlána óverð- tryggður er bönkum og sparisjóðum vandi á höndum og mikil hætta á gífurlegu rekstrartapi á skömmum tíma, ef menn gæta ekki að sér.“ . . . . . . . . . . 24. júlí 1983: „Fjórir flokkar undir forsæti íhaldsmanns- ins Poul Schlüters hafa farið með minnihlutastjórn í Dan- mörku í tæpt ár. Rík- isstjórnin hefur tekið þannig á efnahagsmálum að víta- hringur vinstrimennskunnar hefur verið rofinn og nú rík- ir meiri bjartsýni í dönsku atvinnulífi en áður. Til marks um það hve stjórninni hefur tekist vel, nefna menn helst að á hálfu ári lækkuðu vextir í Danmörku úr 21% í 14%. Stjórnin hefur mark- visst unnið að því að treysta stöðu atvinnufyrirtækja og fyrir harðfylgi hennar tókst að ná samkomulagi um kjarasamninga sem leiða að- eins til 4% launahækkunar á árunum 1983 og 1984. Rík- isstjórninni hefur tekist að lægja svartsýnisölduna og almennt telja menn að það sé að rofa til í dönsku þjóð- lífi. Eftirspurn eftir verð- bréfum hefur aukist veru- lega og lífeyrissjóðir fjárfesta meira í atvinnu- rekstri en áður. Danska Al- þýðusambandið hefur uppi stór áform um kaup á hluta- bréfum. Verðbólga er á und- anhaldi og atvinnuhorfur eru betri en áður.“ . . . . . . . . . . 29. júlí 1973: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir skömmu tillögu frá borg- arfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins, sem felur í sér stefnuyfirlýsingu af hálfu Reykjavíkurborgar um stór- aukinn stuðning við íþrótta- starfsemi í borginni. Í nýju borgarhverfunum þurfa íþróttafélögin að koma upp aðstöðu til margs konar íþróttaiðkana á tiltölulega skömmumtíma. Einnig hefur komið í ljós, að félög, sem lengi hafa starfað í rót- grónum borgarhverfum, eiga jafnframt í erfiðleikum með að fullgera íþróttasvæði sín. Mörg íþróttafélög eiga við fjárhagserfiðleika að etja vegna framkvæmda við íþróttamannvirki, og af þess- um sökum geta þau ekki lok- ið framkvæmdum. Þannig mun a.m.k. þrjú íþróttafélag- anna skorta yfir eitt hundr- að millj. kr. til þess að geta lokið við þær framkvæmdir, sem þau hafa þegar ráðgert. Samþykkt borgarstjórnar felur í sér, að Reykjavík- urborg mun auka aðstoð til byggingar íþróttamann- virkja í einstökum borg- arhverfum. En jafnframt er lögð áherzla á frelsi og sjálfsákvörðunarrétt íþrótta- félaganna um gerð íþrótta- mannvirkja. Tillaga þessi var samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum; Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði þó í umræðum, að engum til- gangi þjónaði að samþykkja tillögu sem þessa.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LANGUR RANNSÓKNARTÍMI Í samtali við Morgunblaðið í gærlét Pétur H. Blöndal, formaðurefnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, orð falla á þann veg, að ræða þyrfti lagabreytingar til þess að koma í veg fyrir, að rannsóknir dragist það mikið á langinn að sakamál fyrnist. Orðrétt sagði þingmaðurinn: „Það er slæmt bæði fyrir sakborn- inga og ákæruvaldið ef rannsóknir dragast svo á langinn, að sakamálið fyrnist. Því þarf að skoða vel, hvort hægt sé með lagabreytingum að fækka stigum í rannsókn eða flýta rannsókn- um á annan hátt.“ Þetta er rétt athugað hjá þingmann- inum. Helztu opinberar stofnanir, sem settar hafa verið á fót til þess m.a. að fylgjast með því að lögum og reglum sé fylgt t.d. og ekki sízt í viðskiptalíf- inu, eru embætti skattrannsóknar- stjóra, Samkeppnisstofnun, Fjármála- eftirlit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Allar þessar stofnanir hafa viðamikil rannsóknar- mál með höndum. Þar má nefna skattamál Jóns Ólafssonar, aðaleig- anda Norðurljósa, sem eru til með- ferðar hjá skattrannsóknarstjóra eins og fram kom hér í Morgunblaðinu sl. vetur að frumkvæði Jóns Ólafssonar sjálfs. Þar má nefna kæruefni á hend- ur forsvarsmönnum Baugs, sem eru til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Þar má nefna rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði olíufélaganna og tryggingafélaganna og þar má nefna skoðun Fjármálaeftirlits og Kauphall- ar Íslands á viðskiptum með hlutabréf í Skeljungi hf. hinn 30. júní sl., sem snýr að félaginu sjálfu og helztu við- skiptabönkum landsins. Í öllum tilvik- um er það grundvallaratriði, að þeir sem rannsókn sæta skuli teljast sak- lausir þar til sekt hafi verið sönnuð. Og mættu menn gæta þess grundvallarat- riðis betur í opinberum umræðum um þessi mál. Jafnframt er ljóst, að um svo viða- mikil mál er að ræða að spyrja má, hvort hinar opinberu eftirlitsstofnanir hafi nægilega fjármuni og nægilegan fjölda starfsmanna til þess að ljúka rannsóknum á viðunandi tíma. Í umræðum um rannsóknir þessara stóru mála á undanförnum misserum hefur Morgunblaðið hvatt mjög til þess, að þær opinberu eftirlitsstofnan- ir, sem um er að ræða, yrðu efldar til þess að ekki færi á milli mála, að þær gætu sinnt hlutverki sínu með eðlileg- um hætti. Athugasemdir Péturs H. Blöndals, alþingismanns, um langan rannsókn- artíma eru réttmætar. Það er t.d. ljóst, að rannsókn Samkeppnisstofnunar á málefnum tryggingafélaganna hefur tekið mjög langan tíma. Í því máli ligg- ur fyrir skýrsla Samkeppnisstofnunar og andsvör tryggingafélaganna. Nú er u.þ.b. ár liðið frá því að Samkeppnis- stofnun fékk þau andsvör í hendur en ekkert hefur heyrzt um málið síðan. Fyrir alla aðila máls er langur rann- sóknartími erfiður. Það á ekki sízt við um þá aðila, sem sæta rannsókn. Með- an niðurstaða liggur ekki fyrir ríkir ákveðin óvissa í rekstri fyrirtækjanna. En hér koma almannahagsmunir líka við sögu. Af þeim sökum er full ástæða til að Alþingi ræði í haust hvaða ráð- stafanir hægt sé að gera til þess að stytta rannsóknartíma hjá hinum op- inberu eftirlitsstofnunum. Það er líka óviðunandi með öllu, að hugsanlegar sakir fyrnist vegna alltof langs rann- sóknartíma. H VER ER mesta ógnin sem stafar að lífi og frelsi íbúa Evrópu og Bandaríkj- anna þessa stundina?“ spyr Graham Allison, prófessor við Harvard- háskóla í grein sem birt- ist í Wall Street Journal Europe fyrr í mánuðinum. Hann segir niður- stöðu sína, byggða á samtölum við um hundrað sérfræðinga í öryggismálum í höfuðstöðvum NATO í Brussel jafnt sem í Berlín, London og Aþenu, vera þá að gífurlegur munur sé á við- horfum í Bandaríkjunum og Evrópu þegar kem- ur að því að svara þessari spurningu. „Það ríkir algjör samhljómur meðal banda- rískra sérfræðinga í öryggismálum. Demókratar jafnt sem repúblikanar eru sammála því mati Bush-stjórnarinnar að alvarlegasta ógnin sem stafar að siðmenningunni eins og við þekkjum hana sé hjónaband hryðjuverkamanna og ger- eyðingavopna. Við stöndum ekki einungis frammi fyrir ellefta september heldur ellefta september þar sem kjarnorkuvopnum er beitt,“ segir Allison, sem er einn virtasti sérfræðingur Bandaríkjanna á sviði öryggismála. Hann gegndi embætti aðstoðarráðherra í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í forsetatíð Bills Clint- ons og er fyrrverandi rektor Kennedy School of Government við Harvard-háskóla. Hann segir Evrópumenn ekki sammála þessu stöðumati. Margir láti í ljós eins konar blöndu vantrúar og undrunar gagnvart því sem þeir telja vera þráhyggju George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Jafnvel traustur vinur Bandaríkj- anna á borð við Vaclav Klaus, forseta Tékklands, lýsti eigin viðhorfum til málsins þannig að um væri að ræða þá grundvallarspurningu hvort ell- efti september hefði verið einangraður atburður eða dæmigerður fyrir þá ógn sem heimurinn stendur frammi fyrir á fyrri helmingi nýrrar ald- ar. Allison segir að þegar kafað sé dýpra undir fyrirsagnir dagblaða bendi margt til að síðari kosturinn sé sá er eigi við. Stöðug útbreiðsla hættulegrar tækni geri sífellt minni hópum kleift að valda stöðugt meiri tortímingu. Heims- væðingin auðveldi hryðjuverkamönnum að ferðast, eiga samskipti og flytja vopn á milli ríkja. Yfirþyrmandi yfirburðir Bandaríkjanna á öllum sviðum hefðbundins hernaðar geri jafn- framt að verkum að skynsamlegt sé fyrir and- stæðinga þeirra að grípa til ósamhverfra (asymmetric) lausna á borð við gereyðingar- vopn. Hann minnir á að árið 1993 hafi Ramzi Yousef, hryðjuverkamaður með tengsl við al Qaida, reynt að sprengja tvíburaturnana í New York með því að fylla sendiferðabíl af sprengiefnum er unnin voru úr áburði. Allison segir að ef ein- föld kjarnorkusprengja hefði verið falin í sendi- ferðabílnum hefði sprengingin ekki einungis fellt tvíburaturnana heldur lagt allt fjármálahverfi New York borgar í rúst. Hvati, geta og tækifæri „Það er hægt að ímynda sér svipaða sprengingu við Eiffel- turninn í París, sem er skotmark hryðjuverkamanna, líkt og kom í ljós árið 1994 er reynt var að fljúga flugvél á turninn. Slík sprenging myndi tortíma öllu svæðinu út að Sigurboganum og valda mikilli eyðileggingu alla leið að Louvre. Hversu líklegt er að það gerist? Það veit enginn,“ segir Allison en bendir á að ef menn færu þá leið að nota að- ferðir Sherlocks Holmes við greiningu á glæpum yrði að skoða þrjá þætti: hvata, getu og tæki- færi. Allt fram að ellefta september segir hann sér- fræðinga hafa deilt um hvort hvati væri til verka af þessu tagi. Samkvæmt hefðbundnum kenn- ingum um hryðjuverk væri það ekki markmið hryðjuverkamanna að fórnarlömbin yrðu sem flest heldur að athyglin yrði sem mest þannig að samúð yxi með málstað þeirra. Sú væri ekki raunin lengur líkt og ljóst væri af yfirlýsingum al Qaida. Ef hvatinn er til staðar, eru þá líkur á að hryðjuverkamenn öðlist getuna til að sprengja kjarnorkusprengju? Allison segir að Rússland sé eftir sem áður líklegasta uppspretta slíkra vopna vegna stærðar rússneska kjarnorkuvopnabúrs- ins og mikilla birgða af auðguðu úrani og plútoni. Þrátt fyrir að mörg skref hafi verið tekin í rétta átt síðastliðinn áratug sé ljóst að enn sé hætta á að miklu af þessum vopnum verði stolið ef skipu- lega er staðið að verki. Næst á listanum er Pak- istan að mati prófessorsins, vegna sögulegra tengsla afla innan öryggisþjónustu landsins við al Qaida, og Norður-Kórea er í þriðja sæti. Loks má spyrja hvort hryðjuverkamenn gætu komið kjarnorkusprengju til Parísar, London, Berlínar eða Rómar ef þeir kæmust yfir slík vopn. Allison segir einn starfsbróður sinn hafa bent á að þeir gætu ávallt falið sprengjuna í maríjúana-sendingu og vísar þar með til þess hversu miklu magni af ólöglegum fíkniefnum sé smyglað til Evrópu ár hvert án þess að yfirvöld fái rönd við reist. Hann vitnar einnig í fjárfest- inn Warren Buffet, sem hefur komist að eftirfar- andi niðurstöðu: „Þetta mun gerast. Það er óhjá- kvæmilegt.“ Úrelt öryggis- kerfi Allison segir að ellefti september hafi gert Bandaríkjamönnum ljóst hversu ber- skjaldaðir þeir væru frammi fyrir ógn af þessu tagi. Sérfræðingar í öryggismálum hafa komist að þeirri niðurstöðu að óbreytt ástand væri óvið- unandi. Öryggiskerfið sem var við lýði í heim- inum fram að ellefta september og byggðist á sáttmála og reglum Sameinuðu þjóðanna gerði að verkum að Bandaríkin og Evrópa stæðu ber- skjölduð frammi fyrir hryðjuverkum með kjarn- orkuvopnum. Þúsundir hryðjuverkamanna hefðu komist upp með að hafast við í afgönsku friðlandi í hinu viðurkennda skjóli sjálfsákvörð- unarréttar þjóða. Vesturlönd stóðu aðgerðarlaus og fylgdust með, sem efldi mátt al Qaida. Allison segir að sú sannfæring Bush Banda- ríkjaforseta sé réttmæt að Bandaríkin og önnur siðmenntuð ríki geti ekki leyft þróun, sem ógnar lífi og limum mannkyns í skjóli hugmyndarinnar um sjálfstæði ríkja. Stjórnin reyni nú með ýmsu móti að þróa fram einhvers konar nýtt regluverk fyrir heimsbyggðina. Hins vegar hafi Bandaríkjastjórn ekki enn sett fram samræmda stefnu um það hvernig eigi að taka á hryðjuverkamönnum og gereyðing- arvopnum. Slík stefna hljóti að taka til fjöl- margra sviða. Það verði að byggja upp kerfi til að finna vopn sem reynt er að smygla milli ríkja jafnt sem að koma í veg fyrir að menn komist yf- ir kjarnorkuvopn. Það verði að draga úr hvata hryðjuverkamanna til árása jafnt sem getu þeirra til að framkvæma þær. „Evrópumenn sem vilja samstarf við Banda- ríkin eiga ekki að líta á þetta sem ógn heldur meiriháttar tækifæri. Evrópumenn eiga ekki einfaldlega að skrá sig á bandarísku skútuna. Þess í stað ættu þeir að nota greind sína og stjórnvisku til að móta og skapa nýtt kerfi al- þjóðamála.“ Viðhorf frá Frakklandi Jean-Louis Brug- uière, dómari við Tribunale de Grande Instance de Paris og einn helsti sérfræðingur Frakka í hryðjuverka- málum ræddi einnig hryðjuverkaógnina í fyr- irlestri er hann flutti hjá Brookings-stofnuninni í Washington fyrir skömmu. Bruguière segir að þótt sumir telji að dregið hafi úr hættunni á hryðjuverkum vegna hinna alþjóðlegu viðbragða við ellefta september og falli stjórnar Saddams Husseins í Írak sé hættan enn til staðar og hún sé veruleg. Stríðið í Írak hafi ekki dregið úr hryðjuverkahættunni heldur jafnvel aukið hætt- una á hryðjuverkaárásum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Samtök róttækra íslamskra hryðju- verkamanna séu alls ekki úr sögunni heldur hafi þau flutt starfsemi sína að mestu frá Afganistan og Pakistan til Mið-Asíu og Kákasus-svæðisins, ekki síst Tétsníu. Þau eigi auðveldara en áður með að afla nýrra félaga og nýta sér nýja tækni eða fjármögnunarleiðir. Sömuleiðis eigi þau auð- veldara en áður með að grípa til aðgerða í Evr- ópu og Norður-Ameríku. Rannsóknir Frakka bendi til að þessir hópar hafi burði til beita líf- efna- eða efnavopnum. Bruguière segir Frakka löngum hafa litið á hryðjuverk sem alvarlega ógn. Uppstokkun hafi til dæmis verið gerð á franska dómskerfinu eftir öldu hryðjuverka árið 1986. Miðstýring varðandi rannsókn og saksókn í hryðjuverkamálum hafi verið aukin með lögum og samstarf stofnana hafi eflst til muna á þeim tíma sem síðan er liðinn. Ekki síst hafi það skilað miklum árangri að tek- ist hafi að vinna bug á þeirri óvild sem áður gætti milli lögreglu og leyniþjónustustofnana. Nú sé samstarf þar á milli náið og samræmt. Hættan stökkbreytist Á grundvelli þessara stofnanabreytinga hafi Frakkar háð ár- angursríka baráttu gegn hryðjuverkum í Frakklandi eða gegn hags- munum Frakka í öðrum ríkjum. Hættan hafi orðið lýðum ljós árið 1994 er alsírsku samtökin GIA rændu þotu frá franska ríkisflugfélaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.